Morgunblaðið - 16.06.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1946, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók S3. árgangui 132. tbl. — Sunnudagur 16. júní 1946 isaioiaarprentsmiSja h.i. Alhliða íramfarir á sviði atvinnu og menn- ingarmála. Öryggi einstaklinga og þjóðar Hjónin, sem férusi í brunanum á ísa- firði Morgunblaðið heíir áður birt ljósmyndir af telpunum tveim- ur og piltinum, sem fórust í eldsvoðanum á ísafirði. Hjer birtist mynd af ungu hjónun- um, sem inni brunnu, Guðrúnu Árnadóttur og Sigurvin Vetur- liðasyni. íuntilmyrbi vekur éíia í Tyrklandi Istombul í gærkvöldi. yfir í rúmar 90 mínútur, sást yfri í rúmar 90 mínútur, sást í gær í Tyrklandi. Atburður þessi vakti ofsa hræðslu víðs- vegar í landinu og í nokkrum tilfellum skutu íbúar afskektra þorpa upp í loft úr byssum sín- um, til að „hræða drekann, sem var að gleypa tunglið11. Samkvæmt útvarpsfregnum frá Moskva, sást tunglmyrkvi þessi einnig í Rússlandi. — Reuter. Matsuoka veikur. LONDON: Fallið hefir ver- ið frá því í bili að höfða mál gegn Matsuoka, fyrrum utan ríkisráðherra Japana, fyrir stríðsglæpi. Ástæðan er sú, að Matsuoka er algerlega heilsulaus. JpílorgttjtblaMJ Þann 17. júní verður ekki unnið í prentsmiðjunni og kemur Morgunblaðið því ekki út fyr en á miðvikudags- morgun. Samþyktir síðasta Landsfundar Sjalfstæðisf lokksins Effir þoim er stefna flokksins mörkuð. Hikið hefir áunnisf á síð- asfa ári undir ferusfu Sjáifstæð isflokksins. SAMKVÆMT reglum Sjálfstæðisflokk sins hefir Landsfundur hans, sem skipaður er fulltriium úr öllum kjördæmum landsins, æðsta vald í málefnum flokksins. Síðasti Landsfundur flokksins var haldinn á Þingvöllum í júní 1945. Með ályktunum þessa Landsfundar voru Sjálfstæðisflokknum ákveðin þau verkefni sem síðan hefir verið unnið að, á öllum helstu sviðum þjóðlífsins, og lialdið verður áfram að framkvæma. Ályktanir fundarins fara hjer á eftir, jafnfram því, sem þess er getið í fám orðum, sem unnist hefir síðan fundurinn var haldinn, með glæsilegri forustu Sjálfstæðis- flokksins. Stofnun lýðveMisins. Landsfundur Stjálfstæðis- flokksins, haldinn á Þing- völlum í júní 1945, lætur í ljós fögnuð sinn yfir því, að lýðveldi var endurreist á ís- landi 17. júní 1944, svo sem siðasti landsfundur fól öllum trúnaðarmönnum flokksins að vinna að. Þakkar fundur- inn forystumönnum flokksins ágæta forgöngu í málinu og öllum landslýð nær einhuga fylgi við það á úrslitastund. Stjórnarsamstarfið í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundurinn lýsir á- nægju sinni yfir því, að með myndun núverandi ríkis- stjórnar hefir verið fram- fylgt þeirri ályktun síðasta landsfundar, að komið yrði á sem víðtækastri stjórn- málasamvinnu í landinu og að mynduð yrði þingræðis- stjórn, er nyti stuðnings meiri hluta Alþingis. Lýsir fundurinn eindregnu fylgi við stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar,sérstaklega það meginatriði hennar, sem lýt- ur að nýsköpun atvinnulífs- ins og er í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins og fyrriályktanir landsfunda. Lýðræði og Þingræði hyrningarsteinn þjóð- skipulagsins. Landsfundurinn ítrekar á- lyktun síðasta landsfundar, að Sjálfstæðisflokkurinn tel- ur lýðræði og þingræði hyrn- ingarstein þjóðskipulags ís- lendinga. Fundurinn fagnar því, að þetta sjónarmið er tekið upp í stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar varðandi end- urskoðun þá á stjórnarskrá ríkisins, sem verið er að und- irbúa. Telur fundurinn, að í stjórnarskránni beri að tryggja þau almennu mann- réttindi, sem e_u grundvöll- ur lýðræðisins, almennan og jafnan kosningarrétt og kjör- gengi, málfrelsi, ritfrelsi, fé- lagafrelsi, fundafrelsi og fé- lagslegt öryggi. Fundurinn telur,að tryggja beri, að ópólitísk félagasam- tök til almenningsheilla svo sem samvinnufélög, búnaðar- félög, verkalýðsfélög og önnur stéttasamtök séu eigi misnotuð til framdráttar ein- stökum pólitískum flokkum, og því sé skylt að viðhafa lýðræðislegar reglur í stjórn- arháttum þeirra, svo sem hlutfallskosningar til allra trúnaðar- og stjórnarstarfa. Frjálsræði í atvinnu- rekstri og samstarf stéttanna. Landsfundurinn telur þjóð- arnauðsyn að tryggja það, að allir landsmenn geti haft at- yinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Fundurinn telur, að þessu takmarki verði bezt náð með því, að sem mest frjáls- ræði ríki í atvinnurekstri landsmanna og framtak ein- staklinga fái að njóta sín. Opinberar framkvæmdir og rekstur sé í aðaltriðum tak- markað við það að bæta al- menna aðstöðu við framþró- un atvinnu- og viðskiptalífs- ins í landinu, sbr. póst og 'síma, hafnir, vita og vegi eða víðtækar raforkufram- kvæmdir og annað slíkt, sem við' það miðast að hlaupa undir bagga, þar sem bol- magn einstaklingsins þrýtur. Telur fundurinn, að far- sæld í atvinnuliíinu geti ekki þróazt nema með góðu samrtarfi og gagnkvæmum skilningi stéttanna, svo sem verið hefir meginsjónarmið Sjálfstæðisflokksins. — Með samstarfi núverandi stjórn- arflokka álítur fundurinn, að þetta stjcrnarmið hafi hlotið almennari viðurkenningu en áður, sem hann væntir, að megi til góðs leiða og skapa aukið öryggi fyrir vinnufriði og bættri afkomu. Fundurnn bendir á, að heppileg leið til aukins ör- yggis og jafnvægis í atvinnu- málum þjóðarinnar sé hlut- deildarfyrirkomulag í at- vinnurekstrinum, þar sem því verður við komið, svo að starfsmenn geti öðlast hlutdeild í arði eða rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við. Fundurinn er því fylgj- andi, að sett verði löggjöf um vinnuvernd, aukið ör- yggi verkamanna og bættan aðbúnað, og um vinnutíma í þeim atvinnugreinum, þar sem því verður við komið. Fjármál og skattamál. Jafnvel þótt landsfundur- inn telji. að óhjákvæmilegt hafi verið. eins og málum Framh. 6 2. *íðu Yann 1900 kréna verðlam Guðrún Steingrímsdóttir, sem vann umferðarverðíaunin. MJÖG mikil þátttaka var í umferðasamkepni Morgunbl., sem fram fór dagana 5.—8. þ. m. Alls sendu hátt á áttunda hundrað manns iausnir á um- ferðamyndunum. Langflestar ráðningarnar voru rjettar, en þó voru nokkrar rangar að meira eða minna leyti. Er dregið var um verðlaun- in, kr. 1000.00, kom upp hlut- ur ungfrú Guðrúnar Steingríms dóttur, Lokastig 19. i gær París í.gærkvöldi. Utanríkisráðherrar fjórveld- anna komu saman á fyrsta fund sinn í París að þessu sinni í dag kl. 3. Fundurinn ræddi meðal annars hvaða mál skyldu tekin fyrir og í hvaða röð. Menn eru yfirleitt sammála um, að lítil ástæða sje ’til að vera bjartsýnn í sambandi við fundinn, og er bent á það, hve lítill árangur varð af fundi full trúa utanríkisráðherranna, sem nú er nýlokið. Talið er víst að Bandaríkja- menn muni beita sjer fyrir því, að friðarsamningar verði gerð- ir sem fyrst við Austurríki. —• Hafa þeir þrásinnis lýst yfir óá nægju sinm í sambandi við þessi mál, en Rússar virðast ófúsir að semja, að minnsta kosti að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.