Morgunblaðið - 15.08.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBEAÐIÐ Fimtudagur 15. ágúst 1946 i Sagan af Kristi með krosstrjeð á herðunum unum aftur. Strákur sá, að svo búið dugði ekki, og klæddi sig nú, en því næst bauðst hann til þess að fara einn á móti óvinunum, og urðu allir því fegnir. Strákur ljet nú loka öllum borgarhliðum nema því, sem vissi beint að sjónum. Að því búnu fór hann í hertýgi konungs og sett- ist á bak hesti hans. Strákur vissi, að hann var allra hesta fljótastur í kóngsríkinu, og ætlaði því að flýja á honum. Hann ætlaði að að stýra hestinum út úr þessu eina hliði, sem opið var, en hann var svo fjörugur, að strákur rjeði ekkert við hann. Skíðgarður var í kringum höllina, og heyrðist í gegnum hann hneggið í hestum ó- vinanna við tjöld þeirra. Hestur stráks tók nú af honum öll völd og ruddist á skíðgarðinn, þar sem skemmst var til tjaldanna. Skíðgarðurinn var veikur og bilaði, en grind- verkið, sem var efst á garðinum, sat á herðunum á stráki. Hesturinn þaut nú að tjöldunum, og má nærri geta, að strákur hafi verið skelkaður, en þegar foringi óvinahers- ins sá til hans þar sem hann þeysti að þeim með grind- urnar á herðunum, þá fjell honum allur ketill í eld. „Ekki dugar að stríða móti þessu,“ sagði hann, „því að það er Kristur með krosstrjeð á herðunum“. Því næst fór hann sem fljótast út á skip og lagði frá landi. Lið hans fór að dæmum hans og leið ekki á löngu, áður en óvinaher- inn var allur kominn af stað, en strákur hjelt heim sigri hrósandi, og fengu landsmenn þar ógrynni fjár, því að herinn hafði ekki gefið sjer tíma til að taka farangur sinn með sjar. Kóngur þakkaði stráki með mörgum, fögrum orðum fyrir sigurinn. Strákur fjekk kóngsdóttur og varð sjálfur kóngur með tímanum: og kann jeg ekki þessa sögu lengri. 28. dagur „Jeg verð að flýja. Jeg verð að komast niður að fljótinu“, hugsaði Elías. Hann lagði eyrað við hurð- ina, og heyrði þá glögt andar- drátt úti fyrir. Hann greip marghleypu sína og skaut í gegnum hurðina. Svo hlustaði hann aftur og heyrði þá vein og hljóðskraf. „Þetta mun skjóta þeim skelk í bringu“, hugsaði Elías. En samtímis sá hann að nú var erfiðara um undankomu en áður. Og hann vissi, að það var ekki annað en blekking, að ætla að telja sjer trú um að þeir væru hræddir. Þeir ótt- uðust ekki neitt núna. Bölvað- ur Yankeeinn hafði sagt þeim að þeir væru frjálsir og mætti láta eins og þá lysti. Hann svitnaði. Hann fann ekki til þess að heitt væri inni, en svitinn rann í straumum af honum. Hann fór að bölva sjálf um sjer, þrælunum og Abra- ham og öllu, sem honum datt í hug. í sama bili fann hann reykjarþef. Hann snuggaði til þess að ganga úr skugga um hort það væri rjett. Jú, það var megn reykjarþefur. Þá vissi hann að þeir hefðu kveikt I húsinu. Uti fyrir heyroist þrusk Hann vissi þá að þeir voru að draga hrís og skógarlim að hús inu til að auka bálið. Hann heyrði snarka í eldi og hann þóttist sjá logatungurnar í gegn um rifur á gluggahlerunum. Hann fór fram í eldhúsið og velti um stól í myrkrinu. Sein- asti hundurinn hans fór að spangóla, og hann reyndi að sparka í hann. Að lokum fann hannn vatnsfötu, sem hann var að leita að, en ekkert vatn var í henni. Stelpurnar höfðu ekki einu sinni haft rænu á því að sækja vatn. I bræði henti hann fötunni frá sjer. Og nú fór að sjást í eldglæður við gluggana og yfir hurðinni. Hann greip marghleypu sína: ,,Nú hleyp jeg út og skýt eins marga þrælana og jeg get“. Það voru líka seinustu forvöð. Veggirnir voru ^rðnir funheitir. Hann hratt borðinu frá hurð- inni, dró slagbrandana frá og hljóp út, yfir eldinn. Hann var kominn hálfa leið yf- ir grasflötina er skothvellir kváðu við, en kúlurnar hittu hann ekki. En hundurinn fell og hann hrasaði um hann. Þeg- ar hann var ða staulast á fætur, var hann sleginn með byssu- skefti í höfuðið og fell aftur. k Hann raknaði úr rotinu við óþolandi kvalir fyrir brjóstinu og hann fann sviðalykt af brendu kjöti. Og þótt hann ltefði ekki nema hálfa rænu, vissi hann að þeir voru að brennimerkja hann með gló- andi járni. Umhverfis sig sá hann mörg andlit, svört, grá og gul. Hann þekti þau öll. Það voru andlit þeirra, sem hann hafði kvalið og misþyrmt. Nú var villudýrasvipur á þeim, svo hræðilegur, að hann lokaði augunum. En í eyrum hans dundi bumbusláttur, óp og org. Þeir höfðu flett hann klæð- um og lagt hann á borð eins og skepnu, sem á að slátra. Og nú voru þeir að setja á hann brennimark, Bel Bel Manoir, þvert yfir brjóstið. Það leið yfir hann og hann raknaði við af kvölum sitt á hvað. Og svo fann hann að einhver kló krafs aði framan í hann og neglurn- ar gengu drúpt og flettu sund- ur kinnunum á honum. Hann opnaði augun sem snöggvast og sá kynblendingsstelpurnar, þjónustumeyjar sínar. Hann reyndi að hljóða í þeirri von, að hermennirnir kæmu sjer til hjálpar, en hljóð in köfnuðu í kverkum hans. Og svo var það víst þýðingar- laust, því að það hefði ekki heyrst fyrir öskrinu í þrælun- um og bumbuslættinum. Þegar þeir höfðu brenni- merkt hann veltu þeir honum við og ljetu ganga á honum sömu svipuna og hann hafði barið þá með. Og það var ekki dregið úr höggunum. Hann beit á vörina, en það var eins og eldglæringar dönsuðu fyrir aug um hans. Hann óskaði sjer dauða frá þessum óbærilegu kvölum, en hann var líkams- hraustur og þoldi mikið. í hug- anum bölvaði hann hreysti sinni og óskaði að hann væri jafn táplaus og kona. Það hvein í svipunni með jörnu millibili og hann fann hvernig blóðið fossaði úr herð- um og baki. Svo hvarf alt í sorta. Þeir börðu hann lengi eftir að hann hafði mist meðvitund. En svo tóku fjórir negrar í skankana á honum og drógu hann niður að fljótinu. Allur skarinn fylgdi á eftir, konur, börn og gamalmenni, ópaijdi og öskrandi og veifuðu kyndl- um. Þegar þeir komu niður að fljótinu, lögðu þeir hann þar á bakkann og ráku niður tvo staura. Úti í fljótinu sáust grænirlýsandi deplar, tveir, fjórir, sex, átta. Það voru augu, sem endurköstuðu birtunni af kyndlunum. Þeir bundu höfuð Eliasar við annan staurinn, en fætur við hinn. Einn negrinn lagði hönd- ina á brjóst honum og sagði kampakátur: „Hann tórir enn“. Og svo ráku foringjarnir hóp- inn á undan sjer upp frá fljót- inu. Um leið nálguðust grænu, lýsandi deplarnir. Og þegar fólkið var farið nógu langt, komu krókódílar skríðandi upp úr fljótinu. Svo heyrðist bægsla gangur og rymjandi. Elías Sharp var horfinn fyrir fult og alt úr þessum heimi. • í höllinni voru allir gluggar upp Ijómaðir. Kveikt hafði ver ið á lömpum, sem ekki höfðu verið notaðir árum saman. í danssalnum hafði verið kveikt á kertum og þar var gargað á banjó og fiðlu og bumba sleg- in í ákafa. Loftið var súrt af rommþef og svitalykt. Og þarna dönsuðu eða ærsluðust kvenmenn, kynblendingar og i negrar í fullkomnu æði. Stólar I ultu um koll og brotnuðu, spegl \ ar fóru í þúsund mola. og á I gljáfægðu gólíinu stöppuðu ber | fættir negrar og kvenmenn á 1 járnuðum skótn. í öðrum enda salarins sat frelsishetjan Abraham Hunter í gullnum stól. Hann var of feitur og of latur til að dansa. Hann hafði safnað um sig nokkrum negrastúlkum, sem gerðu ýmist að dansa trylta dansa fyrir hann eða bera hon um romm. Anastasia, sem hann hafði kosið sjer til skemtunar, var komin í einn af dýrustu veislukjólum gömlu barúnsfrú- arinnar og hálfsvaf á hnjánum á honum. í öllum þessum gauragangi heyrðist við og við hrópað: „Frelsi! Við erum frjáls!“ Og þá lyfti Abraham Hunter romm glasi sínu og grenjaði: „Frjáls- ir! Það er rjett! Þið eruð allir frjálsir nú“. Nú kom Tombo með þá frjett að krókódílarnir hefðu etið Elias Sharp og húsið hans væri brunnið til ösku. Og svo barði hann bumbu og dansaði villi- mannadans. Og þá ætlaði alt um koll að keyra: „Frjálsir! Við erum frjálsir! Elias Sharp er dauður!“ Það var engin dans heldur algert djöfulæði. Nú voru það þrælarnir, sem rjeðu húsum á Bel Manoir, en ekki de Léche fjölskyldan. Og það endaði með því að Abra- ham Hunter, sjálf frelsishetj- an, lá dauðadrukkinn á gólf- inu. En nokkrir af negrunum mundu þó enn eftir gömlu bar- ónessunni, og þeir voru hrædd- ir. Undir morgun flýðu þeir til annara búgarða. Einn þeirra, gamall negri, Pierro að nafni, náði sjer í múlasna og lagði á stað til New Orleans. Hann helt viðstöðulaust áfram og næsta kvöld komst hann til borgarinnar. Og rakleitt til ungu barónsfrúarinnar, inn í dagstofu hennar, og fleygði sjer að fótum hennar. Þá voru þau þar hjá henni gamla baróns- frúin, Amedé frændi hennar og Tom Bedloe. ★ Lengi eftir að þeir höfðu fleygt Tom Bedloe inn í bjálka kofann, sat hann á hækjum sín um með höfuðið milli handa sjer og reyndi að hugsa, reyndi að átta sig. En það var hægra sagt en gert. Hann verkjaði svo mikið í höfuðið og úti fyrir spangólaði hundur, en bumbu- sláttur heyrðist úr nokkurri fjarlægð, og þetta ætlaði að æsa hann. Hann gat alls ekki munað hve langt var síðan hann fór frá New Orleans, og hann hafði heldur ekki neina hugmynd um það hvar hann var niðurkom- inn. Hann þreifaði hvað eftir annað um höfuðið til þess að vita hvort það væri ekki brot- ið. Hann mundi það að hann hafði fengið ógurlegt högg á það. MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson. 1 Guðlaugur Þorláksson. | Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. 5 UllllllillllllllilClilllliriliiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii Ritstjórinn hafði nýlega skammað frjettaritarann í einni sýslunni fyrir það, að hann sleppti nöfnum úr frjettaskeyt um sínum, og gert honum það ljóst, að hann yrði rekinn, ef hann bætti sig ekki í þessu efni. Nokkrum dögum síðar kom eftirfarandi skeyti frá frjetta- ritaranum: — Hjer var ofsarok í gær, og eldingu sló niður í gaddavírsgirðingu á Hóli, eign Tobíasar Tímóteussonar, og drap þrjár kýr. Þær lijetu Skjalda, Búkolla og Dumba. ★ Reiður gestur: Sjáið bara, herbergið mitt hriplekur. Veitingamaðurinn: •— Þarna sjáið þjer, hvort það er neitt skrum hjá okkur, þegar við auglýsum rennandi vatn í hverju herbergi. ★ Tveir ferðamenn komu í gistihús. Þeim var vísað á held ur fátæklegt herbergi. — Og hvað þarf maður nú að borga fyrir svona svínastí- ur?, spurði annar. — Leigan er 20 krónur á dag fyrir eitt svín, en 30 kr. fyrir tvö, svaraði veitingamað- urinn. ★ Við sköllóttu mennirnir þurf um ekkert að skammast okkar fyrir skallann. Eftir nokkrar miljónir ára mun manneskjan ekki hafa stingandi strá á hausnum. Við, þessir sköllóttu, erum bara þetta langt á und- an samtíðarmönnum okkar. Ferðamaðurinn á sveitahótel inu segir við hóteleigandann: — Afsakið, en vilduð þjer ekki segja mjer, hverskonar dýnur þið notið í rúmin hjerna? — Sjálfsagt, segir hóteleig- andinn upp með sjer. Við not- um bestu heydýnur, sem fáan- legur eru hjer á landi. — Já, það var svei mjer gott, segir gesturinn. Nú veit jeg hvaðan það hey er komið, sem braut hrygginn á úlföldunum. ★ Eftir innrásina í Italíu: — Hefurðu heyrt, að Chur- chill er dauður? — Dauður? — Já, hann dó af hlátri, þeg- ar hann sá ítalska herinn. ★ Eigingjarn er sá maður, sem segir þjer þá hluti um sjálfan sig, sem þú ætlaðir að segja honum um þig. —„Stand Easy“. ★ Þegar maðurinn eldist, fær hann það útlit, sem hann á skilið. — Owen D. Young. Gæfa fylgir trúlojunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4 Reykjavík Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er •— Sendið nákvæmt mál —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.