Morgunblaðið - 29.08.1946, Side 1
33. árgangur.
Osamkomnlag um nntökubeiðnirnar í Öryggisráðinu
Gy
ai myrlla Bevin
FRANSKA lögreglan og Scot-
land Yard leita nú fjórtán Gyð-
inga, sem hafa sett sjer það
markmið, að ráða Bevin, utan-
ríkisráðherra Breta, af dögum.
Gyðingar þessir eru taldir til-
heyra óaldarflokki þeim, sem
sprengdi í loft upp Davíðshó- !
telið í Jerúsalem, en það til-
ræði hafði mikið manntjón í
för með sjer og vakti geysimikla
athygli á sínum tima.
Lögreglustjóri Parísar hefir
tilkynnt, að mikil leit hafi farið
fram þar í, borg að Gyðingum
þessum, en þeir muni vera farn '
ir þaðan. Lögreglumenn eru!
hinsvegar á verði um allt Frakk !
land, en sterkur vörður hefir
verið settur um Bevin og hon-
um fengin til umráða bifreið
sem er svo vel yarin, að franski'
lögreglustjórinn lýsir henni sem
„dúlbúnum skriðdreka“. Loks
hefir hervörðurinn um fundar-
stað friðarráðstefnunnar verið
aukinn til muna, því menn ótt-
ast, að illræðismennirnir kunni
jafnvel að gera tilraun til að
granda öðrum fulltrúum ráð-
stefnunnar. —Reuter.
Eisenhower-bræðumir
Eisenhower yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna á fjóra bræður
og var myndin af þeirn sem birtist hjer að ofan, tekin fyrir
nokkru þegar þeir komu allir saman og veiddu sjer nokkra laxa.
— Hershöfðinginn er annar frá vinstri og heldur á veiðistöng, en
hinir eru (taldir frá vinstri): Milton Eisenhower frá Manhattan,
Kansas, Earl Eisenhower frá Charleroi, Pensylvania, Arthur
Eisenhower frá Kansas City, Missouri og Edgar Eisenhower frá
Tacoma, Washingtonfylki.
Rólegir fundir
á friðarráðstefnunni
Ulanríkisráð-
herrarnir koma
saman í dag
París í gærkveldi.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
fjórveldanna munu koma sam-
an til fundar eftir hádegi á
morgun. Það var að undirlagi
bresku stjórnarinnar að boðs-
brjef til fundarins voru send
ú-t, en jákvæð svör hafa þegar
borist frá Rússum og Banda-
ríkjamönnum, og þess er vænst,
að franska stjórnin muni einnig
ve'ra fundinum samþykk.
Bevin, utanríkisráðherra, kom
til Parísar í kvöld, en hann hef-
ir undanfarna' daga verið í
London. í viðtali við blaða-
menn, sem komu til móts við
hann á flugvellinum í París,
sagði utanríkisráðherrann í
sambandi við hinn fyrirhugáða
fund, að nauðsynlegt væri að
varpa skýrara ljósi á'ýms af
þeim málefnum, sem fyrir frið-
arfundinum lægju, og ljúka við
að ganga frá úrlausn þeirra sem
fyrst. — Reuter.
Þurkar spilía uppskeru
LONDON: Geysimiklir þurk
ar í Rúmeníu hafa spilt upp-
skerunni þar í landi, en hún
hefði vart nægt þörfum Rúm-
ena sjálfra, enda þótt alt hefði
gengið að óskum.
urn skaðabötagreiðsfur
París í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
FRJETTARITARAR hjer segja, að nefndarfundir á friðarráð-
stefnunni í dag hafi farið mun friðsamlegar fram en fundirnir
í gær. Svo var að sjá, sem fulltrúarnir litu öllu bjartari augum
á framtíð ráðstefnunnar, eftir að tilkynnt hafði verið, að utan-
ríkisráðherrar fjórveldanna mundu koma saman á morgun. Um-
ræður.U dag snerust annars um skaðabótagreiðslur Finna og
þeirra Balkanlanda, sem þátt tóku í ófriðnum við hlið Þjóðverja,
en auk þess fjekk fulltrúi ítala tækifæri til að skýra afstöðu
þjóðar sinnar til landakröfu Frakka.
Kröfur Rússa sanngjarnar,
scgir Molotov.
I ræðu, sem Molotov flutti í
dag, lagðist hann gegn þeirri
tillögu ástralska fulltrúans, að
sjerstök nefnd yrði skipuð til að
rannsaka skaðabótagreiðslur
fyrverandi óvinaþjóða. Hann
minnti á tjón Rússa í styrj-
öldinni og kvað kröfu þeirra
um 100 miljónir dollara frá
ítölum ekki ósann^jarna. Til-
lögu ástralska fulltrúans kallaði
hann ,,órjettláta“.
Astralska tiílagan tekin aftur.
Er nokkrar umræður höfðu
farið fram um málið, tók full-
trúi Astralíu tillögu sína aftur,
enda höfðu þá fulltrúar Breta
og Bandaríkjanna lýst því yfir,
að þeir væru andvígir henni. í
ræðum, sem bresku og banda-
rísku fulltrúarnir fluttu, tóku
þeir því þó skýrt fram, að þeir
Framh. á bls. 12.
Lík bandarísku
flugmannanna
Trieste í gærkveldi.
RICHARD Patterson, sendi-
herra Bandaríkjanna í Júgó-
slavíu, afhenti í dag Bryant
hershöfðingja, yfirmanni 88.
hers Bandaríkjanna lík 5 þeirra
flugmanna, sem Ijetu lífið, er
flugvjel þeirra var skotin nið-
ur yfir Júgóslavíu 19. ágúst s. 1.
Júgóslavneskur heiðursvörður
var viðstaddur, er afhendingin
fór fram.
Patterson sagði við þetta tæki
færi, að Tito hefði persónulega
fullvissað sig um, að atvik sem
þetta mundu ekki endurtaka sig
yfir júgóslavnesku landi.
—Reuter.
Bandaríkin vilja allar
umsóknirnar afgreiddar
í einu lagi
New York í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
Á FUNDI Öryggisráðsins á Long Island, New York, í dag,
náðist ekkert samkomulag um inntökubeiðni þjóða þeirra,
þeirra á meðal íslands, sem hafa sótt um upptöku í Sameinuðu
þjóðirnar. Hinsvegar var samþykkt, eftir nokkrar umræður, að
fresta afgreiðslu ákæru Ukraniu á hendur Grikkjum, en megin-
innihald ákærunnar er það, að framkoma Grikkja og stjórnar-
far landsins ógni friðnum á Balkanskaga.
Flotadelld heim-
sækir grískar
hafnir
Washington í gærkvöldi.
AMERÍSKA flugvjelaskip-
<ð Franklin Delano Roosevelt
mun fara í kurteisisheimsókn
til grísku hafnarborgarinnar
Piræus dagana 5.—9. sept., að
því er flotamálaráðuneyti
Bandaríkjanna tilkvnnti í
dag. Varautanríkisráðherra,
Achesan, sagði blaðamönn-
um í dag, að þetta væri hrein
kurteisisheimsókn og hefði
enga aðra þýðingu. Væri
heimsóknin vegria hins mikla
álits, sem Grikkir hefðu haft
á Roosevelt forseta. Með flug
vjelaskipinu verður beitiskip
og tveir tundurspillar, en
tveir aðrir tundurspillar
heimsækja Saloniki samtím-
is. Vera má að flugvjelaskip-
ið heimsæki aðrar Miðjarðar
hafsborgir í þessari æfinga-
ferð sinni, áður en það fer
heim, en ekkert hefur nánar
verið tilkynnt um það enn,
bætti flotamálaráðuneytið
við.
Breski ákærandmn
flyfur ræSu slna
Núrnberg j gærkveldi.
BRESKI saksóknarinn í
Núrnberg, Sir David Maxwell
Fyfe, svaraði í dag, fyrstur á-
kærenda fjórveldanna, varnar-
ræðum þeim, sem verjendur
sakborninganna hafa flutt und-
anfarna daga.
í ræðu sinni komst Fyfe
þannig að orði, að það væri ekki
ætlun bandamanna að kveða
upp döm yfir allri þýsku þjóð-
inni, heldur þvert á móti að
vernda hana og gefa henni tæki
færi til að ávinna sjer að nýju
álit þjóðanna.
Síam tekur aftur inntökubeiðni
sína.
Áður en inntökubeiðni hinna
átta þjóða var tekin fyrir, hafði
Síam, sem var níunda þjóðin,
sem sótti um upptöku í Sam-
einuðu þjóðirnar, tekið umsókn
sína aftur, á þeim grundvelli,
að stjórn landsins líti svo á, að
fyrst yrði að útkljá deilumál
hennar og Frakklandsstjórnar.
Tillaga Bandaríkjanna.
Johnson, fulltrúi Bandaríkj-
anna í Öryggisráðinu, bar þá
fram þá tillögu, að mál þeirra
átta þjóða, sem enn hjeldu um-
sóknum sínum til streitu, yrði
afgreitt í einni heild, þ. e. a. s.
að umræður færu ekki fram um
upptökubeiðni hverrar ein-
stakrar þjóðar. s
Rússar andvígir tillögunni.
Gromyko, fulltrúi Rússa, lagð
ist gegn þessari tillögu. Kvað
hann nauðsynlegt, að inntöku-
beiðnirnar yrðu ræddar hver
fyrir sig og sagðist ósammála
skoðun þeirri, sem kæmi fram
1 tillögu Bandaríkjafulltrúans,
að Sameinuðu þjóðunum bæri
að meðhöndla umsóknirnar yfir
leitt á sem líkastan hátt. Er
sýnilegt var, að Gromyko
mundi greiða atkvæði gegn til-
lögunni, tók bandaríski full-
trúinn tillöguna aftur.
Nokkrar umræður urðu enn
um upptökubeiðnirnar, þar sem
það kom meðal annars fram, að
Bretland er mótfallið upptöku
Albaníu, en engin endanleg á-
kvörðun var tekin um þessi
mál.
Kæra Ukrainu.
Eins og áður hefir verið sagt,
hófst fundur ráðsins að þessu
sinni á því, að tekin var fyrir
kæra Ukrainu á hendur Grikkj-
um. Van Kleffens, fulltrúi
Hollendinga, bar fram þá til-
lögu, að kæran yrði tekin út af
dagskrá, þar sem hún hefði við
engin rök að styðjast. Sir
Alexander Caddogan, fulltrúi
Framh. á 2. síðu