Morgunblaðið - 05.09.1946, Side 1

Morgunblaðið - 05.09.1946, Side 1
o Utanríkisráðherrar fjórveldanna: ÖSAMMÁLA UM FRESTUIM ÞIIMGS UNO Bevin í forsetaslól. BEVIN í forsetastól. Hann er sag'ður ósmeykur um sig. (Sjá grein á bls. 7). Rússar vilja fresta þinginu eða halda það í París eða Genf París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHRRAR fjórveldanna komu saman á fund í dag til þess að ræða um það, hvort fresta skyldi þingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefjast á í New York 23. þ. m., ef friðarráðstefnunni í París lyki ekki fyrir þann tima. Vyshinsky sat fundinn í forföllum Molotovs, utan- ríkisráðherra Sovjetríkjanna, sem enn er ckominn frá Moskva. — Vyshinsky vildi láta fresta þinginu, ef svo bæri undir, eða þá halda það á stað, sem nær væri París en New York. Bevin og Byrnes voru andvígir frestun- inni. Bidault, utanríkisráðherra Frakka, hallaðist á sveif með Vyshinsky, en lagði, ásamt Bevin og Byrnes, áherslu á það, að um þetta gætu fjórveldin ekki ákveðið á eigin spýtur, heldur yrðu úrslitin að byggjast á vilja meirihluta meðlima Sameinuðu þjóðanna. Þing UNO haldið á tilseitum tíma — Trygve Lie. New York í gærkvöldi. S TRYGVE LIE, aðalrilari Sameinuðu þjðanna, tilkynti j í kvöld, að þing Sameinuðu þjóðanna myndi hefjast í New York 23. sept.. eins og fyrr hefði verið tilkynnt. — Sagði hann, að Sameinuðu þjóðunum hefðu ekki borist neinar tillögur sem færu í aðra átt. Þingið myndi verða háð í byggingu heimssýn- ingarinnar. Lie sagði, að Truman Bandaríkjaforseti og Paul Henri Spaak, forseti þingsins myndu setja þingið. — Reuter. Numbergdómarar athuga dómsniður- siöðu Niirnberg í gærkvöldi. MEÐLIMIR strísglæpamála- rettarins í Nurnberg eru byrj- aðir að athuga dómsniðurstöður í málum nasistaleiðtoganna þýsku og ýmissa nasistasamtaka og stofnana. Komu þeir í dag saman á fyrsta fund sinn í þessu skyni. Breski dómarinn Lawrence var í forsæti. Sókn- ar- og varnarræðum í þessum málum var lokið á laugardag- inn var, og tók rjetturinn sjer þá hlje til 23. september, til þess að semja dómana. Reuter. FRÁ ÞVÍ á sunnudag, er nöfn ráðherranna í indversku bráðabirgðastjórninni voru tilkynnt, hafa óeirðir geisað í Bombay. 140 menn hafa far ist í óeirðunum, en um 600 særst. Tilkynnt var í kvöld, að óeirðirnar væru í rjenun og að ekki hefði komið til bióðsúthellinga síðustu kl.st. 1100 hundruð menn hafa ver ið teknir fastir í borginni síð an á sunnudag. Umferðarhann í borginni. Fyrr í dag kom víða til Enginn íslendingur lenii í flugslysinu enikla Khöfn í gær. — Einka- skeyti til Morgbl. ENGINN íslendingur var í frönsku flugvjelinni, sem fórst í gærkvöldi nærri Kaupmanna höfn, en þar voru átta Danir, fimm franskir flugmenn og níu annara þjóða menn og fórst þetta fólk allt. bióðsúthellinga í borginni, en verst var þó ástandið í norð- urhverfum borgarinnar, en þar eru miklar bómullarverk- smiðjur, um 70 talsins, og hef ir 24 þeirra verið lokað. Lög- regla og herlið urðu að grípa til skotvopna mörgum sinn- um. Umferðabann hefir verið sett á borgina, að hverfum Evróumanna undanskildum* í óeirðunum í dag voru 12 menn drepnir, en 83 voru al- varlega særðir, svo að flytja varð þá í sjúkrahús. — Reuter. Egyplar vænfa nýs samningslilboðs Alexandria í gærkveldi. SIDKI PASHA, forsætis- ráðherra Egyptalands, Ijet svo ummælt í Alexandriu í dag, að hann vænti þess, að innan skamms myndi Egypt- um berast nýtt samningstil- boð frá Bretum varðandi end urskoðun bresk-egyptska sátt málans frá 1936. Þegar blaða mennirnir hittu forsætisráð- herrann, var hann að koma af fundi egyptsku fulitrúanna, sem annast hafa samningaum leitanir við Breta, en fyrir hálfum* mánuði síðan höfn- uðu þeir samningstilboði, sem bresku fulltrúarnir höfðu sett fram. Forsætisráðherrann kvaðst búast við því, að ræða við Stansgate lávarð, formann bresku fulltrúanefndarinnar, á sunnudaginn kemur. — Reuter. BEITUNEFND hefur ákveð ið að verð á frystri beitusíld skuli vera kr. 1,40 fyrir hvert kíió. Er verðið miðað við að síldin sje afhent út úr húsi og allur kostnaður við fryst- ingu síldarinnar innifalin í verði þessu. Kæra Ukrainu fyrir ■ ■ Oryggisráðinu New York í gærkvöldi. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna tók kæru Ukrainu á hendur grísku stjórnarinnar fyrir á fundi sínum í kvöld. Dimitri Manuilsky, utanríkis- ráðherra Ukrainu, og Vassili Dendarmis, sendiherra Grikkja í Washington, var boðið að sitja fundinn, en hvorugur þeirra hefir þar atkvæðisrjett. — í fundarbyrjun las Manuil- sky ákæruskjalið. Segir þar, að landstjórinn í Austur-Make- dóníu hafi undirritað leynilega tilskipun, þar sem kom í ljós, að breskar hersveitir hafi feng- ið bændum í ýmsum þorpum á þessum slóðum vopn til þess að þeir gætu stutt stjórn lands- ins. í Þessalíu sje við líði óald- arflokkur konungssinna, sem hafi breskan liðsforingja að áðgjafa. Hafi þessir menn með- al annars drepið kunnan blaða- mann, Vilalis að nafni. Manu- ilsky lagði einnig fram ýms- ar myndir, sem hann kvað vera af ofbeldisverkum konungs- sinna. — (Frekari fregnir af fundinum höfðu ekki borist er blaðið fór í prentun). Reuter. ■ ■ ■ m KJÖTVERSLANIR SPRENGDAR London: Nýlega voru tvær kjötverslanir í Lyons í Frakk landi sprengdar í loft upp með tímasprengjum. Er talið, að þetta hafi verið gert í mót imælaskyni við hækkað kjöt- verð. Vyshinsky lagði fram á fundinum brjef frá Du Parc, aðalritara friðar- ráðstefnunnar. Leggur hann þar til, að þingi Sameinuðu þjóð- anna verði frestað, en það jafn framt ákveðið, að friðarráð- stefnunni í París skuli lokið í síðasta lagi 20. október. — Du Parc bendir á það. að 12 túlkar og ráðunautar Sameinuðu þjóð anna, sem nú starfa í París, verði að fara til New York, ef þing Sameinuðu þjóðanna eigi að hefjast þar 23. september. Síðar í umræðunum kvaðst Vyshinsky geta fallist á það, að þing Sameinuðu þjóðanna og friðarráðstefnan störfuðu sam- tímis, ef þingið væri haldið á stað, sem nær væri París en New York. Nefndi hann Genf eða París, sem heppilegan stað fyrir þingið. Bevin og Byrnes lögðust báð ir gegn því, að þingið yrði hald ið á öðrum hvorum þessara staða. Meirihlutavald meðlima UNO. Bidault, utanríkisráðh. Frakka, kvaðst geta fallist á hvorn kost- inn, sem væri, að þingi Samein- uðu þjóðanna væri frestað eða þá, að það væri haldið í Genf, en þó að því tilskildu, að rætt væri við alla meðlimi Samein- uðu þjóðanna og ekkert um þetta afráðið, nema því aðeins, að meirihluti meðlimanna væri því samþykkur. Bevin og Byr- nes, sem var í forsæti á fund- inum, voru einnig á þeirri skoð un, að fjórverldin gætu ekkert afráðið um frestunina á ein- dæmi sitt, heldur bæri þeim, að leita álits annara meðlima Sam einuðu þjóðanna. Framh. á 2. síðu. 140 furust, en 600 særnst í óeirðum í Bombny

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.