Morgunblaðið - 05.09.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1946, Blaðsíða 6
6 Fimtudagur 5. sept. 1946 MORGUNBGAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. 1 lausasólu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fyrr er þar ekki lýðræði DEILA er hafin milli Alþýðublaðsins og Þjóðviljans um „lýðræðið“ í Alþýðusambandi íslands. Tilefnið er án efa það, að um þessar mundir fer fram kosning fulltrúa á þing Alþýðusambandsins, sem haldið verður í nóvember næstkomandi. Ekki er því að neita, að harla einkennilegt er, að sjá tvö hin fyrrnefndu blöð vera að deila um „lýðræðið“ í Alþýðu- sambandi íslands. Því að sannleikurinn er sá, að þótt flokkamir, sem að þessum blöðum standa sjeu um flesta hluti ósammála, hefir reyndin samt orðið sú, að báðir hafa þeir verið hjartanlega sammála um, að leyfa ekki að upp verði teknar lýðræðisreglur við kosningu fulltrúa á þing Alþýðusambands íslands. ★ Þessir tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn hafa um langt skeið togast á um völdin í Al- þýðusambandinu. Lengi vel var Alþýðuflokkurinn þar ollu ráðandi. Þá voru reglurnar þær, að aðeins skráðir fjelagar í Alþýðuflokknum voru kjörgengir á þing Al- þýðusambandsins. Með öðrum orðum: Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið var eitt og hið sama. Þannig var „lýðræðið“ í Alþýðusambandinu undir stjórn Alþýðu- ílokksins! ★ Sjálfstæðisflokkurinn hafði um margra ára skeið bar- ist fyrir því, að losa Alþýðusambandið úr öllum tengsl- um við stjórnmálaflokkana. Alþýðusambandið er fjelags- samtök alls verkalýðs í landinu, en hann er vitaskuld dreifður í hinum ýmsu stjórnmálaflokkum. Var það því að sjálfsögðu óhæfa, að einn stjórnmálaflokkur rjeði þar óllu. Fyrir fáum árum tókst Sjálfstæðisflokknum að fá Sósíalistaflokkinn í lið með sjer, til þess að gera breyt- ingu á þessu óþolandi ástandi. Aþýðusambandið var slitið úr tengslum við Alþýðuflokkinn og gert sjálfstæð stofnun. Þetta var sjálfsögð ráðstöfun. ★ En það kom brátt í ljós, að Sósíalistaflokkurinn var ekki einlægur í þessu máli. Sjónarmið hans var svipað og Alþýðuflokksins, þegar á hólminn kom. Hans keppi- kefli var, að ná völdum í Alþýðusambandinu og beita þeim í þágu flokksins á sama hátt og Alþýðuflokkurinn gerði áður. Lagfæring á þessu fæst ekki með öðru en því, að tekn- ar verði upp lýðræðislegar reglur í starfsháttum Alþýðu- sambandsins. Hefir Sjálfs,tæðisflokkurin/i margsinnis bent á þessa sjálfsögðu og nauðsynlegu rjettarbót og beitt sjer fyrir framgangi hennar. ★ Á seinasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins (í júní 1945) var gerð ályktun í þessum málum. Þar segir m. a.: „Fundurinn telur að tryggja beri, að ópólitísk fje- lagssamtök til almenningsheilla, svo sem samvinnufjelög, búnaðarfjelög, verkalýðsfjelög og önnur stjettasamtök sjeu eigi misnotuð til framdráttar einstökum pólitískum flokkum, og því sje skylt að hafa lýðræðislegar reglur i stjórnarháttum þeirra, svo sem hlutfallskosningar til allra trúnaðar -og stjórnarstarfa“. ★ Best færi á því, að Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hættu að deila um „lýðræðið“ í Aþýðusambandinu, og tækju ] þess stað höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn til að koma á þeirri sjálfsögðu rjettarbót, sem fyrrgreind sam- þykt landsfundar Sjálfstæðisflokksins fjallar um. Þegar sú skipan er komin á í stjórnar- og starfsháttum Alþýðusambandsins er hægt að tala um lýðræði — fyrr ekki. m ar iLrí far: ÚR DAGLEGA LÍFINU Svartur markaður [ í París. AÐ þessu sinni verður sagt hjer frá daglega lífinu í París, sem Víkverji hefir sent mjer pistla um. Gef jeg honum orðið: „PARÍSARBORG er vafa- laust sú af höfuðborgun þeirra ríkja, sem áttu í styrjöld í Ev- rópu, sem varð minst vör við hörmungar stríðsins. Enda er ekki hægt að sjá það á París, að hún hafi verið höfuðborg ríkis, sem átti í styrjöld og var tvisvar tekin herskildi. I huga gestsins, sem kemur í fyrsta skifti til Parísar er hún borg glaðværðarinnar og ljettlyndis- ins. En jeg býst við að það fari fyrir fleirum eins og mjer, að það eru hinar glæsilegu götur og byggingar, sem hrífa ferða- manninn meira, en næturlífið og hið freyðandi kampavín. Hvílíkur stórhugur, hvílík framsýni og djörfung hefir ekki verið í þeim mönnum, sem bygðu og skipulögðu götu eins og Champs Elysées, Place de la Concorde, Notre Dame, La Madeleine og aðrar kirkjur, hver annari fegurri, Operuna, Louvre, hallirnar, Alexander- brúna, gröf Napoleons, svo að- eins sjer stiklað á stóru. Það er tilgangslaust að telja þetta alt upp í stuttri blaða- grein, því það er rjett, sem Charles Quint sagði um París: , „Það er heimur út af fyrir sig“. « París í dag. ÞAÐ er ekki á færi höfund- ar þessarar greinar að dæma um hvort París er eins og hún var áður, eða að gera saman- burð. Borgin er 2000 ára göm- ul, að því að talið er, og yfir hana hafa gengið stormar og blíðviðri aldanna. En þeir, sem hafa heyrt um hina glaðlyndu og ljettlyndu París verða varla fyrir von- brigðum. Parísarbúinn er elskulegur í viðmóti. Vill helst ekki tala er- lent mál, þótt hann skilji það. Segir jafnan ef hann er spurður hvort hann tali þetta málið eða hitt: „aðeins nokkur orð“, þó síðar komi á daginn, að hann tali það reiprennandi. Sennilegt að Parísarbúanum, og þá Frökkum almennt, sje ekkert um útlendinga gefið, en þykir þó gaman að þeim 1 aðra röndina. Skoðar þá eins og hálfgerð viðundur, eða eins og menn horfa á þríhöfðaðann kálf í náttúrugripasafni. En kurteisin er svo ofarlega í Frakkanum, að hann sýnir sjaldan lítilsvirðingu, eða ógeð og það er hrein unun að heyra Frakka rífast. Ef þeim dettur í hug að segja manni að fara til fjandans, þá skulu þeir æf- inlega byrja á að segja eða bæta við: „ef þjer viljið gjöra svo vel“. A yfirborðinu er ekki hægt að sjá, að neinn skortur sje í Frakklandi og dýrtíðin er ekki nema á nokkrum sviðum. Veit- ingahúsin selja besta mat við vægu verði, yfirleitt. En það er hægt að kaupa máltíð fyrir 5000 franka, eða sem svarar hátt á þriðja hundrað krónur, ef menn gefa sig út í það. í þokkalegum miðlungs veit- ingahúsum, þar sem máltíðin kostar 10—12 krónur með flösku af rauðu víni, er hægt að fá egg og smjör og annað lostæti, en hörgull virðist vera á sykri. Smáskraut og ilmvötn er ekki dýrt miðað við t. d. á Is- landi, en leðurvörur allar rán- dýrar. Þokkaleg kventaska úr leðri fæst varla fyrir minna en sem svarar 400—500 krónum. í augum ferðamannsins er París ekki dýr, ef hann kann að fara með peninga, en franskur verka maður, sem aðeins hefir 300— 400 franka á dag, á vafalaust bágt með að láta tekjur og gjöld mætast og sama er að segja um alla launþega yfirleitt í Frakklandi. • Alt til á svörtum markaði. SVARTUR markaður er fyr- irbrigði, sem þekkist um alla Evrópu og víðar um heim um þessar mundir. I Frakklandi er hægt að kaupa alt og selja flest milli himins og jarðar á svört- um markaði. Matvæli, tóbak, áfengi, síg- arettur, erlenda mynt, einkum dollara, sem rifist er um fyrir tvöfalt verð, frá hinu opinbera gengi. Og hvar er hann svo þessi svarti markaður? Hann er al- staðar. Menn víkja sjer að þjer á götunni og spyrja hvort þú hafir eitthvað til að selja. Fyrir utan Hotel Scribe eru hópar af mönnum, sem gera ekkert ann- að en að ávarpa fólk, sem kem- ur út frá American Express í þeirri von að hægt sje að versla við þá. Biðraðir eru algengar í Frakk landi eins og víðar, þar sem eftirspurnin er meiri en fram- boðið á einhverju. Sumstaðar er sá siður, að menn standa í biðröðum til þess að fá númer og koma svo eftir ákveðinn dagafjölda til að kom ast að, upp á sitt númer. Jeg stóð einu sinni hálftíma í röð til að fá slíkt númer, en þurfti svo ekki á því að halda þegar til kom. Jeg sagði kunningja mínum frá þessu. Hann sagði: „Blessaður vertu, þú getur selt þetta númer á svörtum markaði11! Svarti markaðurinn setur hina glaðlyndu frönsku þjóð í mikinn vanda. ■l■l■l■lll■llUlli••■l•■■■■■l■■■■■l■■ltt■nlll■l■llll■lllI■lillllll■l■■lll■»*tv• MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . • IIIUUIMIIIUIMIIIMIUIIIIIUIMIIUIIIMIIIIIUIUIIIIIIIIIUIIIUIIIIIIIIIIIIItrfl. I ■■■ Landið, fólkið og byggingarnar. Meðan önnur hús voru sjald- sjeð í sveitum en bustabæirnir gömlu, var það helst haft. til marks um reisulega bæi ,hve þilin, er sneru fram á hlaðið væru mörg. Þeim mun fleiri sem þilin voru, þeim mun myndarlegri þóttu bæirnir. Að vísu gátu bæjarþilin ver- ið mismunandi stór. En ekki var sá mismunur það mikill, að áberandi væri, til að sjá. Torf- bæirnir voru altaf eins og vall- grónir, ypptu sjer aðeins upp úr túnfletinum. Það fátæklega byggingarlag gat ekki leyft neitt tildur. Þilafjöldinn fram á hlaðið, og hve vel þeim var haldið við, hvort þau voru mál- uð eða þau fengu að grána af fúa, gerði bæina mismunandi reisulega heim að sjá. í ungdæmi mínu man jeg eftir því að nokkrir bændur í sveitinni fóru að byggja svo- nefnd langhús, í staðinn fyrir bustirnar gömlu. Það rúmaðist meira í þeim en í bæjunum með gamla laginu. Og með því móti urðu timburþilin stærri um sig, er sneru fram á hlaðið. Þegar þessi þil voru máluð ljósleit,. gat glampað á þau langar leiðir í sólskini. Tilbreytingagjörnum mönn- um þeirra tíma gat fundist sem hin skjannalegri langhúsþil settu reisulegri svip á bæina en bustaþilin er voru minni að flatarmáli. Að minsta kosti bæri meira á þeim tilsýndar í landslaginu . Svo rann upp öld steinhús- anna ef millistigi timburhús- anna er slept... Þegar menn renna augunum yfir steinhúsa- bygðar sveitir í dag, þá er engu líkar en þeir sem ráðið hafa mestu um byggingamar, og hvernig þær hafa verið settar niður, hafi fyrst og fremst haft í huga hið sama sem vakti fyr- ir þeim, er bygðu langhúsin með timburþilunum fyrir fram- an torfhúsaþyrpingar sínar, að sem mest bæri á hinum nýju byggingum. Húsunum hefir verið hreykt upp á hóla, mörg þeirra bygð há, rjett eins og þau stæðu á dýrum lóðum. Allvíða sjást háreist hús uppi á hæðum, þar sem allir vindar ársins svelja og íbúarnir geta hvergi fengið neitt afdrep utanhúss. í gamla daga var þó alltaf hægt að bregða sjer upp í bæj- ar sundin. Svo mikil áhersla hefir verið.lögð á að láta mikið á þessum húsum bera að alt þeirra fyrirkomulag minnir mann stundum á vitabygging- ar sem komið er fyrir á hávöð- um með sjó fram, svo þaðan sje hægt að senda ljósglætu til þeirra, sem annars kynnu að fara villur vegar. Ef hús þau, sem svo hátt er. hreykt, væru til fegurðarauka fyrir hina fögru fjallanáttúru lands, gætu menn betur sætt sig við þetta fyrirkomulag. En skiftar skoðanir munu vera um það. Mergurinn málsins er þetta. Síðan landsmerm hafa fengið steinsteypuna fyrir byggingar- efni, hefir ekki tekist að koma hjer á húsagerð, sem er hent- ug fyrir sveitafólkið og sem fer vel í landslaginu. Þetta er vandasamt verk, og má segja, að ekki sje von til þess, að full- gild úrlausn sje fengin á því enn. Það er vandi, sem ekki hefir verið leystur hjer á landi, að reisa stórhýsi á skóglausu ber- svæði, ekki síst, þegar þeim er hreykt upp á hóla, og hæða- drög svo vel fari á. Nema ver- ið sje að fullnægja þeirri til— hneigingu einni, sem rjeði því, að reist voru langhús fyrir bustabæi, íil þess að bygging- árnar váeru meíra áberandi í landslaginu t'il að sjá. Allir sem fara um hinn svip- Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.