Morgunblaðið - 05.09.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.09.1946, Qupperneq 2
2 MORGUNBEAÐIÐ Fimtudagur 5. sept. 1946 María Jónsdóttir Knudsen SJE MAÐUR staddur á eystri brún Vatnsskarðs, og gefi sjer tíma til að líta í kringum sig, mætir auganu óvenju víðáttu- mikil náttúrufegurð, það má segja svo, að maður sjái yfir mestan hluta Skagafjarðar. Beint á móti manni blasa við Blönduhlíðarfjöllin með Glóða- feyki sem útvörð. Undir þess- um fagra, heilsteypta fjalla- vegg, standa svo bæii’nir, með grænum túnum og grösugum engjum. Eftir láglendinu falla Hjeraðsvötnin, er. verða þó á leiðinni fyrir hindrun, þar sem Hegranesið er, enda skiftast þau þar og renna beggja vegna við nesið í tveim kvíslum til sjávar. Ef við athugum bæina betur, sjáum við að einna mest ber .á einum þeirra, sem stend- ur við rætur Glóðafeykis, þar sjáum við glampa á kirkju og miklar byggingar. Það er hinn fornfrægi sögustaður og höfuð- ból, Flugumýri. Það var æsku- heimili Maríu Jónsdóttur Knud sen.Foreldrar hennar Jón Jónas son og Ingibjörg Jónsdóttir bjuggu þar stórbúi. Dæturnar voru tvær, Helga og María. En skyndilega dró ský fyrir sólu, móðirin dó frá dætrunum ung- um. Það var mikið áfall og jeg heyrði um það talað að sorgin legðist ákaflega þungt einkum á yngri dótturina, Maríu, sem var dul og seintekin. Faðir þeirra, 3jet sjer mjög annt um uppelai þeirra, og þar var ekkert til sparað, sem efni gátu veitt. Seinna giftist hann ágætiskonu, sem varð þeim systrurn sem besta móðir, en þrátt fyrir það, get jeg vel hugs að að hin þunga og ákafa sorg Maríu hafi að einhverju leyti aldrei að fullu yfirgefið hana. Flugumýri er annexía frá Miklabæ. Faðir minn var því tíður gestur þar, og mat það fólk mikils. Jeg man vel, að hahn sagði okkur börnunum oft frá þeim systrum og vorum við, eins og börnum er títt, þyrst að heyra frá þeim. Sjálf kynntist jeg Maríu þeg- ar hún var 13 ára gömul. Þá var jeg vetrartíma kennari á Flugumýri. Jeg var þá ung og nýskroppin úr skóla, hafði lítið fengist við kennslu áður. Jeg var ekki búin að vera þar lengi, þegar jeg fann hversu ljett hún átti með allt nám, en þó var það annað, sem jeg undraðist enn meir, það var hve víðlesin hún var, hversu ákveðnar skoð- anir hún hafði og hve dóm- greind hennar var nákvæm. Að eðlisfari var hún fjarska dul og draumlynd og seintek- in, en á kvöldin þegar við vor- um háttaðar, systurnar og jeg, vorum búnar að slökkva ljós- ið, og fórum þá að tala saman, þá leystist úr læðingi hin bundna dul dagsins, og komu Ijettar fram þær skoðanir á mönnum og málefnum, er fyrir voru. Þessar kvöldstundir eru mjer ógleymanlegar, og á þessum kvöldstundum kynntist jeg Maríu best. Þessi ár voru að mörgu leyti merkilegir tímar fyrir ísland. Ungmennafjelagshreyfingin hafði borist hingað frá Noregi. JHún hreif unglingana. Fjelög vóru stofnuð um sveitir lands- Minningarorð ins og unga fólkið streymdi í þau. Aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar var minnst um land allt mjög hátíðJega. íslenski fáninn var ofarlega á dagskrá. Þetta var nokkuð til að ýta við hugsandi og gáfuðum ungling- um. Mjer kæmi ekki á óvart, þó að þetta allt hefði haft djúp áhrif á jafn næmgeðja ungling og Maríu. Nú skildu leiðir okkar um margra ára skeið Við hjeld- um háðar burt af æskustöðv- unum, hver til síns lífsstarfs. Mörgum árum seinna var jeg að lesa sundur póst á heimili mínu, þá varð fyrir mjer blaða- strangi til mín, sem jeg ekki kannaðist við. Það var ,,Nýtt Kvennablað“, að hefja göngu sína. Það gladdi mig, að sjá nafn Maríu í ritstjórn þess. Eftir þeim kynnum, sem jeg hafði haft af henni í æsku, fanst mjer að hún þar mundi vera á sinni rjettu hillu. Enda mun það sanni næst, að meðan hún gat skrifað, — og það gerði hún meðan heilsa hennar entist, — þá hafi fáar ísttnskar konur komist lengra, eða verið ritfær- ari en hún. Áhugamál hennar voru mörg. En hennar mesta áhuga- og hugsjónamál mun þó hafa ver- ið jafnaðarstefnan, og frá þeirri rót voru kvenrjettinda- málin runnin. Manm’jettindi, mun vera rjettasta orðið yfir það. Hún vildi, að allir fengju að njóta rjettar síns. Um þessi og önnur áhugamál ritaði hún. Við íslenskar konur, stönd- um í mikilli þakkarskuld við hana, fyrir allt sem hún hefir ritað og rætt um okkar rjettinda og hagsmunamál, og jeg tel víst að við eigum nú að baki að sjá, við missi hennar, einum rjett- sýnasta og öruggasta talsmanni kvenrjettindamálanna. I kven- rjettindafjelagi Islands var María um fleiri ára bil og mun löngum hafa verið ritari þess, en það sjest best, hversu mikils trausts hún naut innan fjelags- ins, að við hið sviplega fráfall Lauíeyjar Valdimarsdóttur, var það eindreginn vilji fjelags- kvenna, að hún færi með stjórn þess, enda var hún á aðalfundi þess einróma kjörin formaður þess. Síðan jeg fluttist hingað til Reykjavíkur hefi jeg verið tíð- ur gestur á heimili Maríu, því þar var gott að koma. Það var alltaf jafn gaman að 'tala við hina gáfuðu og menntuðu hús- móður. Mjer varð það oft ráð- gáta, hvernig hún. þessi hæga og faslitla kona gat komið öðru eins í verk, og raun varð á Það er ekki svo lítið starf, að vera húsmóðir og móðir, en auk þess vann María alltaf á skrif- stofu hjer í bæ. Svo bættust fjelagsmálin og ritstörf þar of- an á. Margri konunni hefði hvert eitt starfið verið nóg, en í höndum hennar’ fóru þau öll ljettilega. Starfsorku hennar virtust engin takmörk sett. Við vinir og samstarfsmenn hennar finnum vel hversu skarðið er stórt, sem eftir verð- ur við fráfall hennar, en sár- ust verður þó sorgin hjá henn- ar nánustu, sem nutu daglegr- ar umhyggju og éstúðar henn- ar, því þrátt fyrir það, að öll hennar yfirgripsmiklu störf væru með þrýði jf hendi leyst, þá var hún þó fyrst og fremst móðir, skilningsrík og góð. Verðgildi hverrar æfi verð- ur ekki metin í árum eða augna blikum, heldur í starfsorku. Það er ekki lengd æfinnar, heldur hvernig og til hvers hver stund er notuð, sem ákveð ur verðgildið. Æfi þessarar konu varð ekki löng, — en hún var athafnarík. Jeg sat hjá hennni síðasta kvöldið, jeg sá að vísu líkams- þrótt og krafta að þrotum komna, en jeg fann sálarkrafta algerlega óbilaða, svo heil- brigða, að það var dálítið erfitt, að hugsa sjer þá í sambýli við svo veikan líkama. En nú er því sambýli lokið. Nú er andi hennar ekki lengur fjötraður sjúkum líkamsfjötrum, nú er hann frjáls. María Jónsdóttir Knudsen var fædd 2. des. 1897, dáin 30. ágúst 1946. Foreldrar hennar voru Jón Jónasson óðalsbóndi á Flugumýri í Blönduhlíð og kona hans Ingibjórg Jónasdótt- ir sama stað. Dætur þeirra voru tvær: Helga og María. Móður sína misstu þær ungar. Nokkr- um árum síðar giftist faðir þeirra aftur, Sigríði Guð- mundsdóttur frá Frostastöðum í Skagafirði, sem lifir mann sinn og dvelur nú hjá syni þeirra á Flugumýri. María stundaði nám við gagnfræða- skóla Akureyrar og útskrifað- ist þaðan. — Giftist eftirlifandi manni sínum Árna B. Knud- sen bókara árið 1920. Þau hafa eignast fjögur börn, sem öll eru á lífi: Knútur student, stundar háskólanám í Stokkhólmi og þrjár dætur heima, Ingibjörg, Elísabet og Jóna Sigríður. Sigríður Björnsdóttir. ,.Og dagar koma“ (,,And Now Tomorrow11) heitir mynd- in, sem Tjarnarbíó sýnir þessa dagana. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu eftir Rachel Field, og hefir bókin komið út í íslenskri þýðingu eftir Jón Helgason, blaðamann. Aðal- hlutverkin í myndinni leika Loretta Young, Alan Ladd, Susan Hayward og Barry Sulli- van. Myndin er skemtileg og vel leikin, þótt efnið sje ekki sjerlega stórbrotið. mmmmmmmummum Næstu Otympíu- leikar undirbúnir Lausanne í gærkveldi. OLYMPÍUNEFNDIN, sem nú situr á rökstólum hjer í Laus- anne í Sviss, hefir ákveðið, að næstu Olympíuleikir fari fram á Wemhleyleikvellinum í Lon- don árið 1948 og verði háðir síðustu 18 daga júlímánaðar. Engar keppnir fara fram á sunnudögum. 1 Ákveðið hefir einnig verið að taka upp keppni í 10 kílómetra göngu, hætta við 50 km. göngu og taka upp 25 km. í staðinn. Engin ákvörðun var tekin um það, hvar vetrarleikirnir skyldu haldnir. Forseti nefnd- arinnar skýrði frá því að Wemb ley-leikvangurinn yrði stækk- aður svo um munaði og áhorf- endasvæði aukið. Þá verður gerð þar sundlaug og einnig hús fyrir kepni í hnefaleikum. —Reuter. fvrsíi fuitdur bráða- birgðastjómarinnar New Dehli í gærkvöldi. INDVERSKA bráðabirgða- stjórnin kom saman á fyrsta fund sinn í New Dehli í dag. Fundurinn var haldinn í bú- stað Wavells, varakonungs Ind- lands, og var varakonungurinn í forsæti. — Bráðabirgðastjórn- inni hefir borist heillaóska- skeyti frá ráðstefnu matvæla- og landbúnaðarsambands Sam- einuðu þjóðanna, sem nú fer fram í Kaupmannahöfn. Eru í skeytinu látnar í Ijós óskir um að stjórninni megi takast að leysa farsællega hin miklu verkefni, sem hennar bíði, því að störf hennar hafi ekki ein- ungis þýðingu fyrir Indverja sjálfa, heldur fyrir heiminn all- an. —Reuter. - Parísarfundurinn Frh. af bls. 1 Vyshinsky ósveigjanlegur. Er Byrnes hafði skýrt stutt- lega frá þeim sjónarmiðum, sem fram komu á fundinum, tók Vyshinsky til máls. Kvaðst hann verða að mælast til þess, að tillaga Sovjetríkjanna um frestunina yrði samþykkt, svo að sameiginlegur málstaður fjórveldanna næði fram að ganga. Var síðan fundi frestað en samþykt að fela Bidault að boða til annars fundar með utanríkisráðherrunum, ef að- stæður eða sjónarmið skyldu breytast. Ennfremur var sam- þykkt, að fulltrúa kínversku stjórnarinnar og Spaak, for- seta þings Sameinuðu þjóð- anna, skyldi boðið á þennan j fund, ef til hans kæmi. Sjónarmið Breta. Af hálfu Breta var því hald- ið fram, að besta lausnin, ef friðarráðstefnan og þing Sam- einuðu þjóðanna rækjust á, væri sú að halda þingið á til- settum stað og stundu, en með takmarkaðri dagskrá, þannig að einungis brýnustu mál yrðu tekin þar fyrir, svo sem fjár- hagsáætlun bandalagsins, upp- taka nýrra meðlima og athug- un tillagna um fastan aðset- ursstað fyrir bandalagið. Önn- ur mál gæti þingið svo rætt síðar, til dæmis í byrjun næsta árs. Sexfugur: Jósep Gíslason, þjónn HANN Jósep á ,,Esju“ er sex- tugur í dag. Það má búast við að mörgum verði á að trúa þessu með fyrirvara, því mað- urinn er harla unglegur. En satt mun þetta vera, stendur ritað í Kirkjubókina með skírri hendi síra Páls Stephensen, sem þá var nývígður prestur að Melgraseyri og er Jósep fyrsta barn, sem síra Páll skírir. Auk þess hefir Jósep haldið þessu fram nú í mörg ár, að hann sje fæddur á Sandeyri við ísa- fjarðardjúp 5. september 1886 og hann er reikningsglöggur og alkunnur að sannsögli. Snemma byrjaði Jósep að vinna fyrir sjer, fór að róa frá Sandeyri 12 ár gamall, reri svo á opnum skipum og mótorbát- um, ýmist sem háseti eða mat- sveinn, þar til 1930 að hann rjeðist á e.s. Gullfoss sem þjónn á II. farrými. Þar sigldi hann með mestu prýði þar til „Gullfoss“ var kyrsettur af styrjaldarástæðum í Kaupm.- höfn 1940, eins og kunnugt er. Fyrst eftir heimkomuna vann hann um skeið í landi, en rjeð- ist von bráðar sem þjónn á e.s. Esju, þar sem hann starfar enn í dag, sem ungur væri. Hygg jeg að margir mimi senda Jósep hlýjar kveðjur á þessum mcrkisdegi í lífi hans og minnast • með þakklæti mannsins, sem unnið hefir að þjónsstörfum, i þessa orðs bestu merkingu, nú um margra ára skeið og ávall verið reiðu- búinn að hjálpa og liðsinna öll- um þeim mörgu, sem hafa ver- ið honum samferða. bæði landa í milli og með ströndum fram. Jósep kvæntist 1926 Ingi- björgu Björnsdóttur, ættaðri úr Álftafirði vestra. Varð þeim þriggja barna auðið, tveggja sona og einnar dóttur, sem þau mistu unga. Sambúð þeirra hjóna varð styttri en skyldi, því 1929 veiktist frú Ingibjörg, dvaldi síðan lengst af á Krist- neshæli og þar andaðist hún haustið 1933. Jósep er maður vinfastur svo af ber og vill hvers manns vandræði leysa. Glaður og reif ur og hrókur ails fagnaðar, enda aufúsugestur hvar sem hann kemur. Jósep dvelur nú á heimili sínu á Vífilsgötu 6, og þangað munu vinir hans og góðkunn- ingjar stefAa árnaðaróskum sínum í dag. G. S. ]

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.