Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 17.09.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. 'sept. 1946 til al hitta ífiróitaæsku ÍsEands aft«r“ —segir Per Hauge-Moe Einn kunnasti íþrótta- blaðamaður Noregs, Per Hauge-Moe, ritstjóri við „Sportsmanden“, hefir rit- að eftirfarandi grein fyr- ir Morgunblaðið um þátt- töku íslcnsku íþrótta- mannanna í Evrópumeist- aramótinu: ÞAÐ VORU gleðilegar fregn- ir, sem oss bárust hingað til Noregs nokkru áður en við byrj uðum að undirbúa Evrópu- meistaramótið í írjálsum íþrótt um: ísland ætlaði í fyrsta skipti að senda frjálsíþrótta- menn til Noregs. Og ekki dró það úr ánægjunni, að eitt af helstu verkefnum vorum á þessum fyrstu árum eftir styrj- öldina er að auka gagnkvæma kynningu þessara tveggja þjóða- Ekki síst á sviði íþrótt- anna, en þar höfum við verið ófróðir hverjir um aðra. Is- lendingar hafa að vísu kannast við Birger og Asbjörn Ruud, Ballangrud og Sonja Henie og nú liöfum við hjer í Noregi sjeð floltk íslenskra frjálsíþrótta- manna. En þetta er nú aðeius vísir að þeim samskiptum, sem þessar þjóðir munu eiga í fram tíðinni. Og Evrópumeistara- mótið var sem sagt upphaf þessa. Að því, er íslensku íþrótta- mennina snerti, höfðum við að vísu fengið nokkrar upplýsing- ar um þá ár^ngra, sem þeir liöfðu áður náð. En þar sem hjer var um að ræða á Evrópu- meistaramót, þar sem geysi- miklar kröfur eru gerðar til æfingar og taugastyrks, þá var ekki hægt að byggja mikið á þessum upplýsingum. Þess vegna er það enn á- nægjulegra að geta nú, að mót- inu loknu, slegið því föstu, að frammistaða íslendinganna var mjög góð. Raunar svo glæsileg, að við getum strax farið að hlakka til að mæta íslenskum íþróttamönnum, hvort sem leik- vangurinn verður í Osló eða úti á Islandi. Jafnframt var okk ur ljóst, að aðaltilgangur ís- lensku íþróttamannanna með þátftöku í mótinu var að sjá og læra. Og ef maður ætlaði sjer að læra, þá verður ekki á betra kosið en einmitt þetta framúrskarandi Evrópumeist- aramót. Þó að íþróttamenn flestra þjóða, sem þátt tóku í því, hafi á síðustu árum haft ýmislegt annað en íþróttir um að hugsa, þá varð árangur móts ins mjög góður. Evrópumeistari og spretthlaupari. En nú skulum við snúa okk- ur aftur að íslensku þátttak- endunum í mótinu. Ef maður ætlar að lýsa lítillega helstu einkennum hvers einstaklings, þá verða að sjálfsögðu fyrst tveir menn: Evrópumeistarinn, risinn Iíuseby, og svo Finn-' björn Þorvaldsson, hinn stíl- fagri spretthlaupari. Strax snemma í vor byrj- uðu að fara hjer miklar sögur um Gunnar Huseby, og það er best að segja það strax, að hann brást á engann hátt. von- um okkar. Jeg sá hann sjálfur á æfingu. fyrir Evrópumeistara- mótið, og varð þá strax hrif- inn af getu hans og stíl. Við höfum satt að segja haldið, að Huseby væri eiginlega bara kraftajötunn, en hraðinn og tæknin aukaatriði. En á æfing- unum kastaði hann hvað eftir annað yfir 15 metra, og lengsta kast hans, sem mælt var, reynd ist 15.98 m. Þetta færði okkur heim sanninn um það, að hann var vel æfður ,,tekniker“, og hraði hans og örj^ggi í köstum voru trygging fyrir því, að hann myndi verða I stöðugri framför. Þess vegna kom það mjer engan veginn á ovart, að hinn ungi Huseby skyldi næla í gull- peninginn í keppni við úrval fremstu kúluvarpara í Evrópu. í þetta sinn kastaði hann 15.56 m., en það er ábyggilegt, að pilturinn sá gæti kastað lengra. En hjer verðum við að taka með í reikninginn þær sálrænu truflanir, sem koma frá áhorf- endum og keppinautum. Og auðvitað þarf maður ekki að gera betur en sigra. Við hlökk- um til þess að hitta Gunnar Huseby aftur á næstu kross- götum. En að vissu leyti urðum við jafnvel ennþá hrifnari af Finn- birni Þorvaldssyni. Hann sigr- aði bæði Valmy og Monti, tvo af fremstu spretthlaupurum Evrópu, í undanriðli í 100 m. hlaupi. Þetta gaf eóð fyrirheit. Hann stóð sig líka jafn prýði- lega í milliriðli, og þótt hann væri ekki með þeim fremstu í úrslitunum, þá hefir hann fulla ástæðu til þess að vera ánægður. Hinn frjálsi og lipri hlaupa-stíll hans var alveg að- dáunarverður, og alger skortur hans á virðingu fyrir hinum miklu keppinautum sínum er Ejkemmtilegur eiginleiki ungs manns, sem í fyrsta skipti kem- ur fram í slíkum fjelagsskap. Ef Finnbirni verður ekki þræl- að um of í keppnum á næst- unni, þá verður hægt að færa íslandsmetin í spretthlaupum allverulega niður. — Og hinir. Hinir íslendingarnir komust, eins og reyndar mátti búast við, ekki upp á hátindinn. Það hafði auðviíað enginn búist við því, en þótt svo hafi farið nú í fyrsta skipti, þá teljum við, að ekki sje mikið upp úr því að leggja. Sá lærdómur, sem þessir ungu menn hafa aflað sjer, mun hafa ómetanlega Framh á bls. 12. um London í gærkveldi. SMUTS hershöfðingi, forsæt- isráðherra Suður-Afríku og að- alfulltrúi á friðarráðstefnunni í París, fór frá Aberdeen áleiðis til París í kvöld, en hann hefir um helgina dvalist með kon- ungshjónunum í sumarbústað þeirra til þess að ræða við þau um væntanlega för þeirra til Suður-Afríku snemma á næsta ári. Smuts ræddi við blaða- menn í Aberdeen. aðallega um friðarráðstefnuna. Þar hefði mörgum deginum verið eytt í einskisverðar hnippingar og orðaskak. En þó mættu menn ekki missa alla von um árang- ur af störfum hennar. Og það væri ekki rjett að ætlast til þess, að þjóðir þær, sem þátt tækju í ráðstefnunni, gætu á augabragði samlagast þeim að- stæðum, sem þær hefðu barist ■ fyrir í styrjöldinni. Smuts sagði að mikið lægi við að skipa mál- um Þýskalands sem best. Það yrði að brjóta þýska hernaðar- andann á bak aftur. En hinsveg ar yrði að gefa Þjóðverjum tæki færi til þess að komast aftur í samf jelag siðaðra þjóða. Nauð- synlegt væri að tengja Þjóð- verja sem sterkustum böndum við vesturveldin, því að annars myndi skapast of sterk sam- steypa í austurvegi. —Reuter. Fyrsta bílferðin úr Þjórsárdal, um Naut- haga, í Kerlingarfjöll LONDON. Stungið hefir ver- ið upp á því, að þingmönnum Lundúnaborgar verði fækkað úr 60 niður í 40. FYRSTA bílferð úr Þjórsár- dal um Nauthaga, (undir Hofs- jökli í grend við Arnarfell hið mikla), í Kerlingarfjöll, var farin 6: þ. m. Hefir Morgun- blaðið fengið eftirfarandi upp- lýsingar um ferð þessa frá leið- angursmönnum. Farið var á þremur jepp- bifreiðum. Leiðangursmenn voru 6, og voru þeir þessir. As- ólfur Pálsson, bóndi að Ásólfs- stöðum, Guðmundur Jónasson frá Völlum, bifvjelavirki, Grím ur Gíslason, framkv.stj., Einar Arason, verkstj., Ari Einarsson, loítskeytam. og Asgeir Jóns- son, framkv.stj. Lagt var upp úr Þjórsárdaln- um, föstudagsmorguninn þ. 6. sept. og ókum við fyrsta dag- inn sem leið lá eftir Sprengi- sandsvegi í Gljúfurleit. Þessi kafli er stirður, en við vitum að fá má betri leið með því að fara öræfin vestar, sem við höfum í hyggju að kanna síð- ar. Úr Gljúfurleit ókum við beint inn á öræfin, sem kölluð eru, vestur fyrir Öræfahnjúk, og þaðan sem næst beina stefnu á Arnarfellið mikla. Leið þessi er sandur og grýttir melar, sem þó rekjast furðu vel. Allar ár fengum við góðar með því að fara þetta ofarlega. í Naufhaga komum við að kvöldi annars — Færeyjar Frh. af bls. 1 það augljóst mál, að þótt hon- um entist ekki aldur til að taka þátt í atkvæðagreiðslu þessari, þá er það fyrir forustu hans á undanförnum árum, fyrst og fremst, að úrslitin urðu þessi. Skilnaður vís. Eins og fram kemur í um- mælum danska blaðsins „Poli- tiken“ og birt eru hjer á eftir, mun næsti þáttur málsins verða sá, að það verður lagt fyrir Lögþing Færeyinga. Undirlektirí Dan- mörku Khöfn í gær. Einkaskeyti til Morgbl. Hefir forsætisráðherra Dan- merkur látið svo um mælt í til- efni þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar, að skilnaður Danmerkur og Færeyja verði að fara fram, úr því að meirihluti kjósenda í Færeyjum hafi óskað eftir því. En hinsvegar sje nauðsynlegt, að semja um það, með hverjum hætti skilnaðurinn skuli fara fram. Christmas Möiler segir, að taka verði tillit til atkvæða- greiðslunnar, en úrslit hennar bendi til þess, að nýir samn- ingar verði að fara fram. Hann segir, að tilboð dönsku minni- hlutastjórnarinnar Færeyingum til handa, þurfi ekki að verða síðasta orð orð Dana í þessu máli. Ummæli blaðanna. Dönsku blöðin harma það, að úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar skyldu verða svo óglögg, „Politiken" segir, að reyndar hafi formlegur meirihluti atkv. verið með skilnaðinum, en þó sje hjer ekki um að ræða nema 30% af atkvæðisbærum mönn um í Færeyjum. Þess vegna verði danska stjórnin að bíða eftir erindi frá Lögþingi Fær- eyja, en Lögþingið muni líta svo á, að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi aðeins ráðgefandi þýðingu. „Socialdemokraten“ segir, að 150 atkvæða meirihluti sje ekki sannfærandi úrslit. En hinsveg ar virðist útilokað, að frekari samningaumleitanir fari fram, þar sem í tilboði dönsku stjórn arinnar felist viðurkenning á því, að virða verði úrslit at- kvæðagreiðslunnar sem grund- völl skilnaðarkrafna Færey- inga. „Nationaltidende“ segja, að óvissa sje um framtíð Færeyja. Úrslit atkvæðagreiðslunnar gefi í raun og veru ekki til kynna óskir meirihluta Færeyinga. •— Að líkindum ætlist Færeyingar ekki til þess, að út í æsar sje tekið tillit til úrslita atkvæða- greiðslunnar, en hinsvegar verði ekki hægt að nota þau til þess að þvinga Dani til frek- ari eftirgjafa. Af þessu geti svo leitt skilnað Dana og Færey- inga. — Páll. dags, án þess að við teldum neinar verulegar torfærur á leiðinni nema Blautukvísl, Blautukvíslareyrar og Miklu- kvísl, en þar -er um talsvert vatn að ræða og sandbleytur. Úr Nauthaganum er frekar stutt í Arnarfell hið mikla og þangað hefði verið gaman að koma, en hugur leiðangurs- manna var allur við að opna leið í Kerlingarfjöll. Þá leið þekkti enginn okkar og ríkti því óvissa um hana. Úr Naut- haganum ókum við sömu leið til baka yfir Blautukvísl og Hnífa fyrir ofan Hnífárver, en þar yfirgáfum við braut okk- ar og hjeldum vestur Illahraun norður fyrir Loðmund, og sem leið lá í sæluhúsið í Kerlinga- fjöllum. Þessi leið má heita greiðfær eins og er að undan- skildum smá höftum sjerstak- lega við Ulahraun. í sæluhús- ið komum við að kvöldi þ. 8 eftir ágætis ferð, engin óhöpp, besta veður, og reyndust bílarn- ir með ágætum, enda ferðin bestu meðmæli með þeim. Ferð þessa fórum við fyrst og fremst okkur sjálfum til ánægju, en ekki ber því að neifa að okkur grunar að margan ferðalanginn fýsi að vita, hvort ekki muni mögu- legt að fara þessa leið á bíl, og ekki þætti hreppamönnum verra að geta sent vistir fjall- manna á bíl í leitarkofana í stað þess að binda þær upp á hesta. Ýmsa kafla leiðarinnar mætti eflaust. fá betri en þá sem við fórum, en leiðin er í heild frek- ar jafnlend, og lítið þarf að laga til að hún geti heitið fær bíl- um með fjögra hjóla drifi. Þetta er óhætt að fullyrða um leið- ina að minnsta kosti inn að Blautukvísl, en hvort lengra er haldið verða menn að gera upp við sjálfa sig í hverju einstöku tilfelli. Með því að tengja sarnan jafn fallega staði og Hvítárvatn —■. Hveravclli----Kerlingafjöll —• Nauthaga — Arnarfell — Þjórs árdal í eina hringferð, virðist manni niargf ver farið en þótt jarðýta væri látin vinna þar nokkra daga, enda sjáum við í anda eitt af sæluhúsum Ferða- fjelagsins rísa upp á þessari leið. Vegalengdirnar reyndust þessar: Frá Ásólfsstöðum í Nauthaga um 112 km. Frá Hnífá í sæluhúsið í Kerlingar- fjöllum um 32 km. Alls er hring urinn í óbyggðum Ásólfsst. —■ Brattholt um 240 km. Um ó- bygðir ókum við um 140 km. leið, sem enginn bíll hafði far- ið áður. Veiddu tundurdufl. LONDON. Breskir fiskimenn á togara einum fengu nýlega tundurdufl í vörpuna. Innbyrtu þeir duflið, reirðu það fast á þilfarið og fóru með það til hafnar, þar sem duflið var gert óvirkt. ,

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55740
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað (17.09.1946)
https://timarit.is/issue/107015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað (17.09.1946)

Aðgerðir: