Morgunblaðið - 17.09.1946, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. sept. 1946
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Rltstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Hlutfallskosningar
UM ÞESSAR MUNDIR standa nu yfir um allt land
kosningar á fulltrúum í verkalýðsfjelögum til þess að
mæta á 19. þingi Alþýðusambands íslands, sem haldið
verður hjer í Reykjavík nú í haust.
Kosningar þessar eru yfirleitt meira og minna póli-
tískar og er í sjálfu sjer ekki óeðlilegt, að pólitísk sjón-
armið manna hafi áhrif á það eða ráði hverjum þeir
vilja fela trúnaðarstörf innan verklýðssamtakanna. Þó
að verkalýðsfjelögin sjeu stjettasamtök en ekki pólitísk
samtök, hlýtur að sjálfsögðu að gæta margvíslegra
pólitískra áhrifa innan þeirra. Það er alveg fásinna að
segja sem svo, að vegna þess, að hjer sje um stjetta-
samtök að ræða, eigi ekki stjórnmálaskoðanir manna að
koma til greina við kosningu fulltrúa eða trúnaðar-
manna. Fyrir það verður aldrei girt.
Það sem aðalmáli skiftir, er, að allir þeir, sem sam-
kvæmt stöðu sinni og starfi sinu eru bundnir til þess
að starfa innan verkalýðssamtakanna, hafi jafna aðsíöðu
og fullkomið jafnrjetti við kosningar og aðra f jelagsstarfs-
semi, hver svo sem stjórnmálaskoðun þeirra er, hvar í
flokki, sem þeir standa.
Á þetta skortir mjög, eins og nú er háttað skipulagi
verkalýðssamtakanna. Kosningar á fulltrúunL til Alþýðu-
sambandsþings og annara trúnaðar og stjórnaarstarfa
innan samtakanna eru yfirleitt einfaldar meirihlutakosn-
ingar, sem leiða það að verkum, að stærsti flokkurinn eða
hópurinn, sem af einhverjum ástæðum bindst samtök-
um við kosningar, hefir öll ráð í sinni hendi, en önnur
sjónarmið, skoðanir minni flokka, koma þar ekki til
.greina.
í kvöld eiga að fara fram kosningar á fulltrúum til Al-
þýðusambandsþings í stærsta verkamannafjelagi lands-
ins, Dagsbrún, í Reykjavík. Þar á að kjósa 31 fulitrúa.
Samkvæmt venju og gildandi reglum fjelagsins mun
stjórnin leggja fram lista, þar sem hún gerir uppástungur
eða tillögur um 31 fulltrúa, og áður en þessi stjórnarlisti
er lagður fram á fjelagsfundi, hefir hann einnig gengið í
gegnum hreinsunareld trúnaðarráðs fjelagsins, sem lagt
hefir blessun sína á hann. Er þannig aðstaða þeirra. sem
með stjórnina fara, vel trygð og undirbúin áður en til
íjelagsfundar kemur, og er þetta í sjálfu sje mjög óvana-
iegt og ólýðræðislegt fyrirkomulag. Aðrir hafa þó rjett
til þess að koma fram með aðra lista. En það, sem aðal-
máli skiftir er það, að hvaða listi, sem meirihluta fær,
þótt ekki muni nema einu einasta atkvæði, hann fær alla
sína fulltrúa kosna, en hinn eða hinir alls engan.
Á svona augljósu misrjetti og svona ólýðræðislegum
aðferðum, er sjálfsagða leiðin til að ráða bót á að
koma á hlutfallskosningum. Það hefir verið ákveðið
stefnumál Sjálfstæðisverkamanna að vinna að því að
komið verði á hlutfallskosningum innan verkalýðssamtak
anna og nú hefir náðst samkomulag við verkamenn í
Dagsbrún, sem Alþýðuflokknum fylgja, að þessir aðiijar
beri fram sameiginlega á Dagsbrúnarfundinum í kvöld
iista með fulltrúum til Alþýðusambandsþingsins, og
grundvöllur þessa samkomulags er sá, að báðir aðiljar
ætla að beita sjer fyrir því og vinna að því að komið verði
á hlutfallskosningum innan samtakanna.
Ef listi þeirra, sem vilja hlutfallskosningar, aukið lýð-
ræði innan verkalýðssamtakanna, hlýtur me'.rihlutafylgi,
er líklegt, að áhrif fulltrúa hans verði einnig ráðandi á
Alþýðusambandsþinginu, og mundi það leiða til þess, að
teknir væru upp nýir lýðræðislegir hættir í skipulags-
málum þess með hlutfallskosningum. Það hefði þau áhrif,
að fultrúar allra flokka hefðu hlutfallslega sömu aðstöðu
til áhrifa innan samtakanna, þeim myndi verða stjórnað
af fulltrúum allra flokka sameiginlega með hlufallsiega
rjettum áhrifum, en hin illvíga barátta og skaðvænlega
íyrir samtökin um meirihlutavaldið, samkvæmt núgild-
andi reglum, legðist niður. Mundi þetta að sjálfsögðu leiða
til friðsamlegri og heillavænlegri vinnuaðferða.
verj
i'i ikrijar:
UR DAGLEGA LlFINU
Bjartari litir.
ÞAÐ HEFIR GENGIÐ sann-
kölluð þrifnaðar og fegrunar-
alda yfir Reykjavík undanfarin
ár. Það keppast allir um að
hafa sem þrifalegast í kringum
húsin sín. Víða þar sem áður
voru sorphaugar, eða rusl við
hús eru nú laglegir túnblettir,
eða blómabeð.
Bæjaryfirvöldin hafa gengið
á undan með góðu fordæmi |
með því að láta garðyrkjusjer-
fræðinga hugsa um skrúðgarða
bæjarins, sem nú eru orðnir að
fegurstu reitunum í bænum öll-
um til gleði og augnagamans.
Gamlir húshjallar, sem ekki
hafa komist í tæri við málningu
svo árum skiftir. hafa verið
pússaðir upp á nýtt og gefa
margir hverjir nýju húsunum'
lítið eftir í ytra útliti.
Það er bjartara yfir Reykja-
vík en nokkru sinni áður og það
er ekki síst því að þakka, að
húseigendur láta nú mála húsin
sín í björtum litum í stað rauðu
og grænu litanna, eða þá dökk
gráu, sem alstaðar bar mest á
hjer áður fyr.
Bjartara líf.
LJÓSU LITIRNIR, sem eru
að verða yfirgnæfandi í bæn-
um, hafa betri áhrif en margan
grunar. Bæjarlífið verður bjart
ara og sennilegt að það bæti
skap manna svona almennt í
bænum. Það er t. d. erfitt að
hugsa sjer að geðvondur maður
geti lengi haldist við á sólbjört-
um sumar- og haustdegi innan
um öll skrautblómin við Aust-
urvöll, eða í Hljómskálagarð-
inum.
Það ánægjulegasta við þess-
ar björtu hliðar á bænum er,
að Reykvíkingar hafa fundið
þetta upp hjá sjer sjálfum, hver
og einn og sú skoðun er að
breiðast út, að við eigum að
láta björtu hliðina snúa út, því
þá líði okkur betur. Og þetta
er hárrjett.
Ef við höldum'áfram á þeirri
braut, sem vafalaust verður, þá
verður þess ekki langt að bíða,
að Reykjavík verður kunn
undir nafninu: Bjarta borgin
við Faxaflóa.
í bíó.
KVIKMYNDASÝNINGAR
eru enn, og verða vafalaust um
hríð, algengasta skemtun ís-
lendingá, sem í bæjunum búa.
Hjer í Reykjavík er erfitt að
komast i bíó þegar góðar kvik-
myndir eru sýndar, einkum á
kvöldsýningar.
Það er því harla einkenni-
legt hve margir þeir eru meðal
kvikmyndahúsgesta, sem ekki
virðast hafa tíma til að veita
sjer þessa skemtun. En það
verður vart túlkað á annan veg,
en að tímaleysi valdi, að menn
skuli ekki geta setið kyrrir í
sætum sínum, þar til sýningu
er lokið, og gengið síðan skipu-
lega úr sætum sínum út á göt-
una.
Við hverja einustu kvik-
myndasýningu hjer í bæ, eru
það fleiri eða færri kvikmynda
húsgestir, sem rjúka upp úr
sætum sínum um leið og sjeð
verður fyrir endalok sögunr.ar
í myndinni.
Það þarf ekki að lýsa því
hvað þetta óðagot skemmir
fyrir þeim, sem vilja sjá mynd-
ina til enda. Oft lýkur kvik-
myndum með einhverju fallegu
lagi, sem haldið er áfram að
leika, þó efni myndarinnar sje
þrotið.
Þeir, sem ekki hafa tíma til
að sitja í sætum sínum þar til
sýningum er lokið, ættu að vera
heima, eða á götunni og leyfa
hinum, sem vilja njóta sýning-
arinnar, að komast að.
Vinsæll listamaður.
EINAR KRISTJÁNSSON ó-
perusöngvari á marga aðdá-
endur hjer í bænum. Þetta sá
jeg best núna um helgina. Á
laugardag birti jeg hjer í dálk-
unum nöfn nokkurra íslenskra
listamanna, sem komið hafa í
heimsókn í sumar, en fyrir
vangá og klaufaskap minn, fjell
nafn Einars úr í þeirri upptaln-
ingu. Síðan hafa mjer borist
brjef, þar sem kvartað er yfir
því, að nafn Einars Kristjáns-
sonar skyldi ekki hafa verið
með í hinum glæsilega hóp ís-
lenskra listamanna. Vitanlega
átti það þar að vera.
Einar Kristjánsson er Reyk-
víkingur, fæddur hjer og upp
alinn, og frá því að hann var
smádrengur í barnaskólanum
skemti hann bæjarbúum með
söng sínum.
Reykvíkingar hafa fylgst af
áhuga með frægð hans og
frama í útlandinu. Þeir þakka
honum komuna og vænta þess
að fá sem oftast tækifæri til að
hafa hann hjá sjer.
•
Fyrsti snjórinn.
NÚ ER ÞAÐ SVART maður,
alt orðið hvítt, varð piltinum í
útilegunni að orði, er hann leit
út úr tjaldi sínu að morgni og
sá, að jörð var orðin alhvít af
snjó.
Líkt hafa vafalaust margir
bæjarbúar hugsað í gærmorg-
un, er þeir sáu að snjóað hafði
í Esjuna og Bláfjöllin í fyrri-
nótt.
Þessi fyrsti snjór haustsins
segir sína sögu. Sumarið er að
fjara út að þessu sinni. En við
höfum oft áður haft meiri
ástæðu til að kvarta en nú.
Sumarið hefir verið einstak-
lega gott og sólríkt og þess
vegna er það ekki svo „svart“,
þó að það snjói í fjöll þegar
komið er fram í miðjan sept-
ember.
iTMuiMiiiiiiiiunmmimiiiT““-«.....................................................
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . |
uiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimMiiixMiiHniiniiimmmmmiminmiimimimiirmnai
Atorkusöm forselafrú.
EIGI alls fyrir löngu kvænt-
ist Perón, forseti Argentínu,
leikkonu að nafni Eva Duarte.
Þetta er ung kona og glæsileg
og á þeim tveim mánuðum, sem
hún hefir verið æðsta kona
Argentínu, hefir hún látið
meira til sín taka en nokkur
önnur forsetafrú í landinu hef-
ir áður gert.
Frú Eva vann eins ötullega
að því að Perón væri kosinn og
hann gerði sjálfur. Og hún hef-
ir ekki lagt árar í bát, þó hann
hreppti forsetatignina. Hún tal-
aði í útvarpið mörgum sinnum
í áróðri forsetans til þess að
stöðva dýrtíðina. Ræddi hún
þar um það við húsfreyjur,
hvernig best mætti nota sjer
fatnað og spara hann. Þegar
viðskiftamálaráðherrann kynti
hana fyrir hlustendum, benti
hann á það, hversu vel færi á
því að íorsetafrúin ræddi þessi
mál og líkti henni beinlínis við
Eleanor Roosevelt.
Sú er venja í Argentínu, að
forsetinn er skírnarvottur allra
þeirra sem eru sjöundu synir
einhverra hjóna í landinu og er
þetta sem viðurkenning til for-
eldranna fyrir frjósemi þeirra.
Þetta tók forsetafrúin að sjer
í síðastliðnum mánuði. Áður en
einn sjöundi sonur var skírður
á dögunum í smábæ einum
norður í landinu, fóru bifreið-
ar með gjallarhornum um ná-
grennið og skoruðu á fólk að
vera viðstatt skírnina. Það
gerði það líka svikalaust og
kom margar milur vegar til
þess að sjá forsetafrúna halda
hnokkanum undir skírn.
En forsetafrúin gerir nú
fleira en hjer hefir verið drepið
á. Hún hefir sínar eigin skrif-
stofur og þær ósmáar í aðal-
pósthúsinu í Buenos Ayres. Þar
hefir hún sem ráðgjafa heilan
hóp af sjerfræðingum, og skift-
ir sjer mikið af kvenrjettinda-
málum. Einnig skipuleggur hun
verkakvennasambönd.
Hún veitir áheyrn á mánu-
dögum, miðvikudögum og
föstudögum. Meðal þeirra, sem
þurfa að ná tali af henni eru
háttsettir stjórnarembættis-
menn, sem vita hvert best borg-
ar sig að leita. Hún hefir oft
svo mikið að gera, að jafnvel
ráðherrar verða að biða eftir
viðtali. Og hvert sem hún fer,
er það jafnskjótt komið í
blöðin.
Þegar flokksbræður forset-
ans komu til höfuðstaðarins frá
Mendozafylkinu í júlí, til þess
að ræða við hann og ráða með
honum ráðum um það að stofna
„hinn eina þjóðlega byltingar-
flokk“, þá var kona hans við
hlið honum oft og tíðum við
samningana. Hún veitti einnig
fulltrúunum frá Mendoza á-
heyrn sjerstaklega. Blöðin í
Mendoza sögðu á eftir, að allir
íbúar fylkisins sem einn maður,
verkamenn, miðstjettir og æðri
stjettir, styddu forsetafrúna, og
forsetafrúin hefði líka lofað
þeim stuðningi sínum til allra
góðra mála. „Sendinefndin",
sögðu blöðin ennfremur, „færði
þessum ágæta og harðduglega
maka forseta vors blómakörfu
mikla í þakklætisskyni“. —
(Newsveek).
Bretðr mlnnast
sigursins f orust-
unni um Bretland
SÍÐASTLIÐINN laugardag
fóru fram miklar flugsýning-
ar í Bretlandi til minningar
um sigurinn í loftorustunum
um Bretland.