Morgunblaðið - 17.09.1946, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. sept. 1946
r
r
Iþróttir
Frh. af bls. 2.
þýðingu og gera sitt til að móta
frjálsar íþróttir á Islandi
Ánægjulegt var að kynnast
hástökkvaranum Skúla Guð-
mundssyni með sína 1.94 m.
Hann stóðst að vísu ekki sam-
keppni við þá Bolinder, Pater-
son, Nicklen & Co., en allt bend
ir til þess, að hier sje um að
ræða mann, sem möguleika
hefir til að ná iangt í sinni
grein. Stíll hans er ennþá nokk-
uð frumstæður, en fjaðurmögn-
unin er fyrir hendi. Hann verð-
ur sjálfsagt hættulegri í næsta
skipti, er hinir stóru koma sam-
an.
Oliver Steinn komst í úrslit
í langstökki, og var þó greini-
legt, að hann hefði getað gert
betur. En í sjálfu sjer ér það
alltaf gott afrek að komast í
úrslit.
Annars hefir keppnis- og ný-
liðaóstyrkur áreiðanlega háð
íslendingunum mikið. En sem
sagt, þeir árangrar, sem jeg hef
þegar minnst á, eru mjög góðir
af-ungri íþróttaþjóð, sem er að
byrja að keppa á alþjóðavett-
vangi.
Og íþróttamenn Islands eiga
stóra og öfundsverða eign —
æskuna. Hún hefir meira að
segja en allt annað. Þeir eiga
árin fyrir sjer, þessir piltar, og
þeir munu koma aftur ennþá
sterkari.
Og svo hlökkum við til að
hitta íþróttaæsku Islands aft-
ur, hvort sem okkur gefst færi
á að keppa á Islandi eða þá, að
piltarnir koma hingað aftur og
keppa á norskri grund.
Það eru ánægjuleg kynni,
sem Norðmenn hafa hjer aflað
sjer.
Alexander lór ekfti
í fússl
A. V. ALEXANDER, flota-
málaráðherra Bretlands, kom
til London á laugardag, en
hann hefur undanfarna daga
verið aðalfulltrúi Breta á frið
arárðstefnunni í forföllum
Bevins, sem setið hefur Pale-
stínuráðstefnuna í London.
Blaðamenn áttu tal við Alex-
ander á flugvellinum. Hann
kvaðst vilja nota tækifærið
til þess að mótmæla frjetta-
stofufregn einni, sem hermdi,
að hann hefði farið í fússi af
nefndarfundi í París á föstud-
Guðrún A. Símenar
Söngskemlun í Gl.
Bíó
ÞAÐ er erfitt að rífa sig upp
úr byrjunarnámi í söngiist til
þess að halda konserta og ætla
að sýna verulegan árangur, því
slíkt nám er æði erfitt og tek-
ur langan tíma. Ungrú Guðrún
Á. Símonar hjelt tónleika í Gl.
bíó í fyrra, og sýndi þá ótvíræða
hæfileika og örugga framkomu
á söngpallinum. Þá hafði hún
lært nokkuð hjá Sigurði Birk-
is söngmálastjóra. Nú kom hún
aftur fram fyrir reykvíska á-
heyrendur, eftir aðeins eins
vetrar nám í London, og söng
aríur eftir Mozart, Hándel og
Puccini auk íslenskra laga og
(Zigeunásöngva eftir Dvorák.
Það er erfitt að segja mikið um
árangur af svona stuttu námi
— sem líkja mætti við fyrstu
áratogin á löngu brimsundi. En
þó mátti glöggt heyra muninn
frá því í fyrra á fyrstu aríunni
úr „Brúðkaupi Figaros", eftir
Mozart, sem var sungin af góðri
tækni og ljettleik og naut sín
ágætlega. Hið sama má yfirleitt
segja um öll verkefni söngskrár
innar, þau voru sungin af skiln
ingi, og - músikalst vel túlkuð.
Röddin er með nokkuð sjer-
kennilegum blæ og minnir oft
á strokhljóðfæri. Röddin mun
eiga eftir að fá meiri mýkt með
vaxandi námi, og meiri fyll-
ingu, en nú er hún í deiglunni,
og verður gaman að fylgjast
með vexti hennar og þroska.
Það brá fyrir á stöku stað, eink
um á háum tónum, að ungfrúin
,,intoneraði“ of hátt, en að öðru
leyti var söngurinn hreinn og
bar vott um miklar meðfæddar
sönggáfur, svo miklar, að óhætt
er að gera sjer háar vonir um
framtíð hinnar ungu söngkonu.
En söngröddin ein nægir hvergi
nærri til þess að skapa góðan
söngvara. Maður gæti eins vel
sagt, að góður sjálfblekungur
nægði til þess að gera mann að
góðum rithöfundi. Nei, músík-
gáfan þarf að fylgja með, eða
rjettara sagt. Góð rödd þarf að
fylgja sterkri músíkgáfu, ef vel
á að fara. Og það hygg jeg að
hjer sje tilfellið, þar sem Guð-
rún Á. Símonar er,
Söngkonunni var ákaft fagn
að með lófaklappi og heilu „dríf
húsi“ af blómum. Fritz Weiss-
happel var henni hin besta að-
stoð með undirleik sínum. P. í.
Ællar að stunda
nám við Háskólann
FYRSTI erlendi stúdentinn,
sem stundar nám við Háskól-
ann, síðan fyrir stríð, er nýkom
inn til landsins. Það er Miss
Vera H. Hobbs, magister frá
háskólanum í London. — Hún
kom hingað s.l. þriðjudag með
bv. Venus og býr nú að Nýja
Garði, í Shakespearesherberg-
inu, sem Anglia gaf Garði með-
an á byggingu hússins stóð.
Það er fyrir milligöngu próf.
Sigurðar Nordal, að hún er hing
að komin til náms. Hún ætlar
að leggja stund á íslensku við
Norrænudeild Háskólans og ger
ir ráð fyrir að dvelja hjer í 4
ár.
Tíðindamaður blaðsins hitti
Miss Hobbs að máli 1 gær. Hún
kvaðst vera mjög ánægð yfir að
vera komin hingað. Mjög sagð-
ist hún vera undrandi yfir hin-
um mikla menningarblæ, sem
væri yfir Reykjavík. Húsin,
hitaveitan og hin íslensku heim
ili.
Mjög rómaði hún viðkynn-
ingu sína við Islendinga, þá
sjerstaklega sjómennina. — Á
sunnudaginn fór hún til Þing-
valla, Geysis og víðar. — Þótti
henni þessi ferð vera mjög
ánægjuleg.
Að lokum gat hún þess, að
sjer þætti dýrtíðin hjer vera
mikil. Og til þess að ljetta und
ir kostnaðinum ætlar hún að
taka fólk í enskutíma.
Nýr leikhússtjóri.
LONDON. Sir Barry Jackson
hefir nýlega verið skipaður
leikhússtjóri Shakespeare-leik-
hússins í Stratford-on-Avon og
einnig formaður nefndar þeirr-
ar sem stjórnar minningarleik-
sýningum um Shakespeare.
Nokkur minningarorð
um Þórunni Ojarnadóttur
PIINN 11. ágúst síðastliðinn
andaðist að Hrífunesi (Hrís-
nesi) í Skaftártungu merkis-
konan Þórunn Bjarnadóttir,
komin hátt á 93. ár. Hún var
fædd að Syðri-Steinsmýri
(Miðbænum) í Meðallandi, 8.
nóv. 1853, dóttir hjónanna
þar, Bjarna Gissurarsonar og
Þuríðar Ólafsdóttur. Árið
1883 giftist hún Páli eldra
Jónssyni í Seglbúðum í Land-
broti, syni Jóns bónda Jóns-
sonar og Katrínar Pálsdóttur,
er þar bjuggu; en bróðir Páls
var Páll yngri, er lögreglu-
stjóri varð í Bolungavík (d.
1940). Páll í Seglbúðum var
hinn gervilegasti maður og
þjóðhagasmiður. Hann ljest í
Hrífunesi fyrir 20 árum (’26).
Lengst bjuggu þau Páll og
Þórunn í Hrífunesi, en höfðu
áður verið á Mýrum í Álfta-
veri (4 ár) og víðar. Þau eign-
uðust mörg börn og komust 7
þeirra upp. Tveir yngstu syn-
ir þeirra: Kjartan og Páll,
drukknuðu með skömmu milli
bili fyrir rúmum 30 árum, en
hin eru þessi: Bjarni, búfræð-
,ingur, nú ullarmatsmaður í
Hveragerði, kvæntur Elínu
Sigurbergsdóttur; Jón söðla-
smiður og bóndi í Hrífunesi,
kvæntur Elínu ljósmóður
Árnadóttur, frá Pjetursey;
Jóhann, trjesmíðameistari í
Reykjavík, kvæntur Sigríði
(d. 1937) Árnadóttur, frá
Pjetursey; Þuríður húsfreyja
að Herjólfsstöðum í Álftaveri,
gift Jóhannesi Guðmunds-
syni bónda þar (áður á Sönd-
um í Meðallandi); Kristín
húsfreyja í Reykjavík, gift
Magnúsi Oddssyni frá Steins-
mýri, en hann ljest í Sanda-
seli árið 1927.
Samtíða Þórunni í Hrífu-
nesi, árin 1890—1910, var hið
merkasta fólk, er verið hefur
í Skaftártungu á síðari árum,
flest vel efnað að þeirrar tíð-
ar hætti og vel metið í hví-
vetna, sumt alkunnugt fyrir
atgervi sakir og drengskapar.
Þótt efni væri ekki mikil í
Hrífunesi á þeim árum, en
börnin mörg í ómegð (framan
af), stóð heimili þeirra þór-
unnar síst að baki öðrum
myndarheimilum í sveitinni,
börnin uxu upp, hvert öðru
efnilegra og búið blómgaðist
ótrúlega ört, og að lokum
auðnaðist Þórunni að sjá
Hrífunesheimilið (í höndum
sonar síns og tengdadóttur)
verða sannkallað merkisheim
ili um allan myndarbrag, svo
að telja má það nú á meðal
hinna allra fremstu í sýsl-
unni.
Það er víst, að engin meðal-
manneskja hefði ráðið fram
úr þeim erfiðleikum, er Þór-
unnar biðu í húskapnum, því
að hlutverk hennar varð ær-
ið vandasamt, en hinni stór-
brotnu ráðdeildarkonu tókst
vonum fyrr að skapa sjer og
börnum sínum lífvænleg kjör;
börnin mönnuðust öll vel og
urðu hin nýtustu og nutu mik
illa vinsælda. Mun Þórunnar
jafnan getið með hinum mæt-
ustu og tápmestu húsfreyjum
í Skaftártungu; hún var elsk-
uð og virt af skyldum og
vandalausum enda framkoma
hennar jafnan hin prýðileg-
asta.
Þórunn Ijet af búskap í
Hrífunesi 1909, er Jón sonur
hennar tók þar við húsforráð-
um. Síðan var hún með börn-
um sínum, en lengstum í
Hrífunesi. Hún var mjög ern
eftir aldri, hjelt bæði sjón ogf
heyrn, en minnislítil orðin.
fótavist hafði hún fram á síð-
asta dag. Hún var jarðsung-
in að Grafarkirkju 19. ágúst
að viðstöddum miklum mann
fjölda. Flutti sóknarprestur-
inn, sjera Valgeir Helgason,
ágæta húskveðju og stutta
hkræðu (í kirkju). Við útför-
ina voru stödd öll börn henn-
ar svo og all-flest fólk úr
Skaftártungu, margt úr Álfta-
veri og víðar að. Er ekki of-
mælt að þessi jarðarför hafi
verið einhver sú veglegasta,
er nú tíðkast, og ekkert tit
þess sparað, að alt mætti
verða hinni látnu merkiskonu
sem maklegast og aðstand-
um öllum til stórsóma.
Skaftfellingur.
gmifnmviiinimranxnainfnmnfiwnRntnn
Rnnvni7&stmiimtmii<rtiintsifmtiimfiiifninfifiifiPmimimmiifiimismiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiifiimmmiifiiiifiimiiiii(iiiiiiiiimmiimiiiiimimmraug
X-9
A
Effir Reberi Sform
HiiiiiiiimoiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiu
AT LEA5T, I
KNOW TMEV ARC
NOT ARA'iBD —
$ENölNö SO/WE TRICK, KROEQER PASMES g.ACK
TO TME RUBBER RArT
WHAT A LOUT I
AM, TO 6E TFUCKcÐ \
AWAV fRCM tME gOAT!
EVEN NOW/ TUEV MI6UT
-í BE ABOARD _____v
Copr 1945, King F/afurcs Syndicate, Inc., WorlJ rights rcscrved.
ÍM Tl4c 5E//I- DARKNE6&/ KROEQER 00E4- NOT éEE
PWÍ’_ AND WiLOA.
TMERc 60E& 0UR •
eCABMB UP IN FOAM!
TURN BACK-QUICK! \VE
&TILL 'dAVE ANOTMER
GA/MS to pláv -— /
mm
Kröger hefir fundið á sjer einhverja hættu og
meira að segja verið komin um borð. En að minsta fór þessi áætlun í hundana, við skulum snúa við.
þýtur út að bátnum. Mikill bölvaður bjáni er jeg
kosti veit jeg að þau eru ekki vopnuð. Hann sjer
Enn getum við gert dálítið.
að láta gabba mig svona frá bátnum. Þau gætu ekki Vildu og X-9 í hálfrökkrinu. —- X-9: Þarna