Morgunblaðið - 21.09.1946, Blaðsíða 1
83. árgangur. 213. tbl. — Laugardagur 21. september 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f.
Sæða Olaís Thors Sorsætisráðherra:
RSLEIMDINGAR FÁ ÓSKORAÐ VALD YFIR
KEFLAVÍklJRFLIJGVELLINIJIVI
Wollace vikið úr
isetti
Vegna gagnrýni á siefnu
Bandaríkjasfjémar í ufanríklsmálum.
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
Á blaðamannafundi í Washington í dag tilkynnti Truman, for-
seti Bandaríkjanna, að Henry Wallace, viðskiftamálaráðherra
Bandaríkjanna, hefði beðist lausnar frá störfum samkvæmt til-
mælum forsetans. Truman kvaðst hafa borið fram þessi til-
mæli, vegna þess, að Wallace hafi á opinberum vettvangi lýst
sig andvígan og gagnrýnt fasmótaða stefnu Bandaríkjastjórnar
1 utanríkismálum, en í síðastliðinni viku flutti Wallace ræðu, þar
sem hann m. a. sakaði Breta um heimsveldisstefnu í Austur-
löndum og Bandaríkjastjófh um altof óvægna stefnu gagnvart
Sov j etr í k j unum.
Arabar andvígir
skiffingu Paiesfínu
Traust til Byrnes.
Truman sagði, að utanríkis-
málin væru svo mikilvæg, að
Bandaríkjastjórn yrði í þeim að
koma fram sem samstæð heild
gagnvart öðrum þjóðum. Hverj
um einstakling í lýðræðisríki
væri að sjálfsögðu heimilt að
gagnrýna utanríkismálastefnu
stjórnarinnar, en þess myndi
verða krafist, að meðlimir rík-
isstjórnarinnar gerðu slíkt ekki
á opinberum vettvangi. Truman
kvaðst sjálfur, ásamt meiri-
hluta Bandaríkjastjórnar, bera
fullkomið traust til James
Byrnes utanríkisráðherra og
fulltrúa Bandaríkjanna á frið-
arráðstefnunni í París.
Þjóðholl störf Wallace.
Truman kvaðst harma það,
að hann skyldi hafa neyðst til
þess að bera þessi tilmæli fram
við Wallace, sem ætti sjer að
baki langan og þjóðhollan starfs
feril í þágu Bandaríkjanna.
Hinsvegar ætti það að vera
Wallace greiði að losa hann við
ráðherrastarfið, svo að hann
gæti óhindraður barist fyrir á-
hugamálum sínum og unnið
þeim fylgi og viðurkenningu.
Bcist áfram.
í lausnarbeiðninni til Tru-
mans, sem er mjög stuttorð,
segir: „Þjer hafið beðið mig að
biðjast lausnar. Hjer er lausn-
arbeiðni mín. Jeg mun halda
áfram að berjast fyrir varan-
legum friði í heiminum, og jeg
vona, að þjer munið einnig
leggja fram krafta yðar í því
göfuga starfi“.
LONDON: Nýlega voru und-
iri'itaðir samningar um flutn-
ing á 2.500 smálestum af mel-
ónum og 3.000 smál. af vínberj-
um frá Portúgal.
London í gærkvöldi.
Á FUNDI Palestinuráðstefn-
unnar í London í dag lögðu
fulltrúar Arabaríkjanna fram
tillögur um lausn Palestinumál-
anna ,og eru þær mjög á ann-
an veg en tillögur Breta. —
Arabarnir vilja binda enda á
umboðsstjórn Breta í Palestinu
og koma þar á fót fullvalda
ríki, þar sem Arabar og Gyð-
ingar njóta sömu rjettinda. —
Þeir vilja stemma stigu fyrir
flutningum Gyðinga til lands-
ins. í þessu felst höfnun á til-
lögum um skiptingu Palestinu.
Kjörin var nefnd, þar sem í
eiga sæti aðalfulltrúar Araba-
ríkjanna og einn fulltrúi Breta,
og á hún að semja álit um til-
lögurnar og leggja fyrir næsta
fund ráðstefnunnar. — Bevin
sat fundinn í dag, en hann er
væntanlegur til París á morg-
un. Búist er við, að skömmu
eftir komu hans verði haldinn
fundur utanríkisráðherra fjór-
veldannaf
— Reuter.
Friðarráðstefnan:
Samþykkt landamæri
Italíu og Júgóslavíu
París í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
í DAG var á fundi nefndar þeirrar, sem fjallar um landamæri
Ítalíu, gei’ð samþykt um landamæri Ítalíu og Júgóslavíu og tak-
mörk Trieste, og samkvæmt henni verða þau óhögguð frá því,
sem utanríkisráðherrar fjórveldanna höfðu tiltekið í frumdrög-
um að friðarsamningum við Italíu. Samþykkt þessi var gerð,
eftir að felldar höfðu verið breytingartillögur frá fulltrúum Jú-
góslavíu og Hvíta-Rússlands. Það vakti athygli að fulltrúi
Sovjetríkjanna hjelt fast við ákvarðanir utanríkisráðherranna
og greiddi attkvæði gegn báðum breytingartillögunum.
Ákvæðunum um landamæri Trieste verður nú vísað til alls-
herjarfundar ráðstefnunnar.
Deilt um neitunarvald.
I Tiáestenefndinni var í dag
deilt um neitunarvald væntan-
legs landsstjóra Öryggisráðs-
ins í fríríkinu Trieste. Bretar,
Frakkar og Bandaríkjamenn
vilja, að landsstjórinn hafi
neitunarvald gagnvart frum-
vöi’pum frá löggjafarsamkundu
ríkisins, þangað til fenginn sje
úrskurður Öryggisráðsins. —
miðlunartillögu, þess efnis að
neitunarvald þetta skyldi ein-
ungis gilda í þeim málum, sem
snertu fullveldi og hlutleysi
ríkisins, en ekki í innanríkis-
málum. Fulltrúi Sovjetríkjanna
mun vera fylgjandi tillögunni,
en fulltrúar Bretlands, Frakk-
lands og Bandaríkjanna báðu
um frest til morguns til að at-
Fulltrúi Júgóslavíu bar fram huga hana, og var hann veittur.
Einnig öllum þeim út-
lendingum, sem
þar starfa
Frá þingfundi í gær.
FUNDUR hófst í Sameinuðu Alþingi kl. IV2 miðdegis
í gær.
Á dagskrá var eitt mál, tillaga til þál. um heimild fyr-
ír ríkisstjórnina til að gera samning við Bandaríki Ame-
ríku um niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o. fl.
Þingsályktunartillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar, að heimila ríkisstjórninni að gera
samning við ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku, samhljóða
samningsuppkasti því, sem prentað er sem fvlgiskjal með
þessari ályktun".
Uppkast þetta birtist hjer í blaðinu í gær.
Ákveðnar voru tvær umræður um tillöguna.
Því næst tók Ölafur Thors
forsætisráðherra til máls. Ræða
hans var svohljóðandi:
Ræðan.
S AMNINGSUPPKAST það,
er hjer liggur fyrir á þingskjali
18 skýrir sig að mestu sjálft.
Þó þykir mjer hlýða að fylgja
því úr hlaði með fáeinum orð-
um.
I júlimánuði 1941 var hinn
svonefndi herverndarsamning-
ur gerður milli ríkisstjórnar ís-
lands og forseta Bandaríkjanna.
I brjefi ríkisstjórnar íslands til
forseta Bandaríkjanna segir
m. a.:
„Bandaríkin skuldbinda
sig til að hverfa burt af ís-
landi með allan herafla sinn
á landi, í lofti og sjó, undir
eins og núverandi ófriði er
Iokið.“
Hinn 1. október 1945 bar
stjórn Bandaríkjanna fram
óskir um að stjórn íslands tæki
upp viðræður við stjórn Banda-
ríkjanna um leigu til langs tíma
á þrem tilgreindum herstöðv-
um hjer á landi. Tilmælum
þessum svaraði ríkisstjórnin
hinn 6. nóvember s. 1. á þá leið,
að hún sæi sjer ekki fært að
verða við þeim, og eftir að sendi
herra íslands í Washington,
samkvæmt ósk stjórnar íslands,
hafði rætt málið við stjórn
Bandaríkjanna, tilkynnti hann
stjórn íslands hinn 8. des. s. 1.,
að stjói'n Bandai'íkjanna hefði
fallist á, að stöðva málið, a. m.
k. í bili. í júlímánuði s. 1. var
dvöl Bandaríkjahersins á ís-
landi gerð að umræðuefni á Al-
þingi. í sambandi við þær um-
ræður gaf jeg hinn 25. júlí svo-
hljóðandi yfirlýsingu:
„Ríkisstjórnin mun, svo
fljótt sem auðið er, hefja við-
ræður við stjórn Bandaríkj-
anna um fullnægingu og nið-
urfellingu herverndarsamn-
ingsins frá 1941 og öll atriði
sem máli varða í því sam-
bandi, og gefa Alþingi
skýrslu um málið strax og
það kemur saman.“
Aðalatriðin.
Samkvæmt þessu fyrirheiti
hóf jeg í júlílok umræður við
umboðsmenn stjórnar Banda-
ríkjanna um þetta mál í heild.
Niðurstaðan liggur nú fyrir á
því þingskjali sem hjer er til
umræðu.
Aðalatriðin eru þessi:
1. Hervemdarsamningurinn
frá 1941 er úr gildi felldur.
2. Bandaríkin skuldhinda sig
til að hafa flutt allan her sinn
burtu af Islandi innan 6 mán-
aða frá því hinn nýi samningur
gengur í gildi.
3. Bandaríkin afhenda ís-
lendingum tafarlaust.Keflavík-
urflugvöllinn til fullrar eignar
og uniráða.
Með þessu er fullnægt öllum
þeim óskum sem af íslands
hálfu hafa verið frambornar í
þessu máli. Má og væntanlega
treysta því, að hvað þetta áhrær
ir, muni hinn nýi samningur
engri gagnrýni sæta, heldur
einvörðungu fögnuði allra ís-
lendinga, a. m. k. allra þeirra,
Framh. á 2. síðu.