Morgunblaðið - 21.09.1946, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. sept. 1946
— Ræða forsætisráðherrans
Frh. af bls. 2.
Reykjavík, eins og vera vildi.
En samkvæmt samningnum er
ætlast til, að það herlið «em
enn er hjer fari einmitt fyrst úr
Reykjavík.
í stuttu máli: Ráðheriann
var á móti samningnum, af því
hann ætlaði sjer það, hvernig
sem hann væri. Það var auð-
heyrt á ræðu hans. Lauk hann
máli sínu með því að segja, að
ef samningurinn yrði sampykt-
ur, þá teldi hann að grundvöll
urinn fyrir stjórnarsamstarfinu
væri ekki lengur til.
★
t * - - J m ■•» « ^ H'its'W'f wm wt*
. . HERMANN JÓNASSON byrj
aði ræðu sína með því, að mót-
mæla ummælum Brynjólfs
Bjarnasonar um, að hervernd-
arsamningurinn frá 1941, hafi
verið nokkur nauðasamningur.
Hann fór mörgum orðum um
það, hve vinátta engilsaxnesku
þjóðanna væri okkur íslending
um lífsnauðsynleg. Og hann
hefði aldrei efast um, að þjóðir
þessar færu tafarlaust með her
sinn af landinu um leið og rík-
istjórnin færi fram á slíkt,
enda þótt nokkur dráttur hefði
orðið á því, að allir Bandaríkja
hermenn hefðu íarið hjeðan.
Ræðumaður komst að orði á
þá leið, að um 3 leiðir væri að
velja fyrir þingið. Að neita að
semja við Bandaríkin, að sam-
þykkja það samningsfrumvarp,
sem hjer liggur fyrir, eða í 3.
lagi, að gera annan samning,
en þann sem fyrir f.inginu
liggur.
Síðan tók hann að setja út á
samninginn, m. a. það að ýms
ákvæði hans væru skýrari, er
viðkoma Bandaríkjunum en ís
landi, rjett eins og hann teldi,
að taka þyrfti sjerstaklega fram
ýmsa sjálfsagða hluti, sem
leiða af því, að þegar slíkur
samningur gengur í gildi, sem
kveður á um fullkomin yfirráð
ísl. stjórnarvalda yfir flugvell-
inum, þá er ekki nauðsynlegt að
endurtaka það, að íslensk lög ná
til þeirra manna, sem þar eru.
Er leið á ræðu Hermanns Jón
assonar, var hann í raun rjettri
hniginn á band með formanni
Sósíalistaflokksins, að telja
samninginn óhafandi og harm-
aði það þá, ef svo skyldi fara,
að þær viðræður sem fram
hefðu farið og uppkast það,
sem fyrir þinginu liggur, yrði
til þess að spilla þeirri vináttu
milli íslensku þjóðarinnar og
Bandaríkjanna, sem hann í upp
hafi ræðu sinnar taldi íslend-
ingum lífsnauðsynlega.
Er hjer var komið sögu, var
klukkan langt gengin fjögur, og
þingfundi frestað, þar til kl.
hálf tvö miðdegis í dag.
- Síða S. U. S.
Framhald af 5. síðu.
þorað að hefja styrjöldina. En
um leið og Rússar gerðu banda-
lag við þýsku nasistana snjer-
ust íslensku kommúnistarnir al-
gerlega með öll blöð sín til vel-
vildar og samúðar með ofbeldi
Hitlers. Þannig hjelst stefnan
þar til Hitler rjeðist á Rússa
1941 þá snjerust kommúnistar
aftur við blaðinu. Þannig hafa
kommúnistar rekið pólitík
sína, látlaus hringsnúningur,
engin stefna aðeins þjónkun við
húsbændurnar í Moskva.
IHIWfMIUIUIUIIIIIIIUIHIUHHIIIHIIIIIIvailHllllllin
Stúlka óskar eftir
i á veitingahúsi eða mat- i
\ sölu í Reykjavík. Tilboð i
I sendist afgr. Morgunblaðs- \
\ ins fyrir mánudagskvöld, \
I merkt: „Rösk—115“.
i óskast í vist. Sjerherbergi. i
Auður Auðuns,
Reynmel 32.
Sími 6090.
< 111111111111111111111111II llfllllllllilUlllliaUIHUIHHHIIIIIHI
{ |
Plötur j
1 á grafreiti i
Z H fy 2
! Get útvegað áletraðar {
i plötur á grafreiti. Uppl. f
! Rauðarárstíg 26, kjallara, |
i sími 6126.
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU
Gamaiivfsur Aiferds
komnar ú§
ALFREÐ ANDRJESSON ,er
vinsæll gamanvísnasöngvari, og
hefir sungið marga og mikla
gamanbragi, öllum sem á
hlýddu til bestu skemtunar og
mikils hláturs. Marga hefir
langað til að eignast bragina
og vísurnar, sem Alferð hefir
sungið á undanförnum árum, og
nú er þetta hægt, þar sem safn
þessarra ljóða, alls 42 bragir
eru nýkomnir út í einni bók.
Hún er 122 bls. að stærð og er
þar allt það sem Alfred hefir
sungið síðustu árin. — Munu
margir ryfja upp þægilegar
minningar við, að lesa þessi
gamankvæði, sem þeir veltust
um af hlátri við að heyra Al-
fred syngja. Höfundar kvæð-
anna eru allir ónefndir.
ÁhrHameiri en at-
ómsprengjan
Washington í gærkveldi
VÍSINDAMENN, sem starfa
fyrir her Bandaríkjanna hafa
fundið upp eiturtegund, sem
talin er geta haft meiri hern-
aðarleg áhrif í framtíðinni en
jafnvel atomsprengjan. Eitur
þetta er unnið úr bakteríum, og
segir , frjettinni, að ein unsa
af eitrinu mundi geta drepið
180 miljón manns, ef dreif-
ingunni væri rjett hagað.
í sambandi við frjett þessa,
er bent á það, að er umræður
fóru fram um eftirlit með atom-
sprengjunni, kom það fram, að
tilraunir með bakteríur voru
gerðar meðan á stríðinu stóð
og að árangur tilraunanna var
geysimikill.
FlakiS a! belgísku
flugvjellnni fundið
Saint Johns í gærkveldi.
VITAÐ er nú, að að minnsta
kosti fimm af belgisku flug-
vjelinni, er fjell til jarðar skamt
fyrir sunnan Garder Lake á
Nýfundnalandi, eru á lífi. Ein
af leitarflugvjelum þeim, sem
sendar voru út, hefir fundið
flakið af vjelinni og sjest hefir
til mannaferða við flugvjelina
og skemt frá henni.
Matvælum og öðrum birgð-
um hefir verið varpað niður til
þeirra, sem af komust, og björg
unarsveitir eru á leiðinni á slys
staðinn. •— Reuter.
Leiðbeiningin óþðrf
SVOHLJÓÐANDI yfirlýsing
barst Morgunblaðinu í gær:
Um leið og vjer skírskot-
um til fyrri samþyktar
Bandalags íslenskra lista-
manna um herstöðvamálið,
vill stjórn Bandalagsins vara
Alþingi Islendinga við því
að gera að íslensku þjóðinni
forspurðri nokkra samninga
um að veita erlendu ríki
• sjerrjettindi á Islandi vegna
hernaðarreksturs þessa rík-
is, og teljum slíkt afsal ó-
skoraðs umráðarjettar þjóð-
arinnar yfir landinu stofna
sjálfstæði íslands í beinan
voða.
Reykjavík, 20. sept. 1946.
Lárus Pálsson,
Halldór Kiljan Laxness,
Helgi Pálsson,
Sigurjón Ólafsson,
Sigurður Guðmundsson.
Viðvörun undirritaðra heið-
ursmanna, sem að sjálfsögðu
senda hana frá sjer í hjartans
einlægni, kemur mönnum ó-
neitanlega dálítið einkennilega
fyrir sjónir, því einmitt sama
daginn og þeir láta til sín
heyra á þennan hátt, er lagt
fram á Alþingi uppkast að
samningi, sem felur í sjer „ó-
skoraðan umráðarjett þjóðar-
innar yfir landinu“. En eins og
allir vita hafði nokkuð skort á
að sá óskoraði og sjálfsagði
rjettur hafi verið í höndum
þjóðarihnar undanfarin 6 ár.
Ef hinir undirrituðu 5-menn-
ingar hefðu gert sjer far um að
fylgjast með því, sem er að ger-
ast í landinu, þá hefðu þeir
getað sjeð að viðvörun þeirra
var einmitt út í hött daginn
sem þeir gáfu hana út.
En skylt er að meta viljann
fyrir verkið.
Busch og Serkln
koma í dag
LIBERATOR-leiguflugvjel
Flugfjelags íslands er væntan-
leg hingað milli kl. 7 og 9 f.h.
í dag.
Meðal farþega er fiðlusnill-
ingurinn Adolf Busch og
píanóleikarinn Rudolf Serkin.
Flugvjelin lagði af stað frá
Nýfundnalandi kl. 23 í gær-
kveldi.
Verkfall knatt-
spyrnumaima í
Englandi yflrvofandi
London í gærkvöldi.
YFIRVOFANDI er nú verk-
fall hjá atvinnuknattspyrnu-
mönnum í Englandi, sökum
þess að þeir vilja fá kauphækk-
un. Var fundur haldinn í dag,
þar sem fulltrúar knattspyrnu-
mannanna ræddu við fulltrúa
fjelaganna og var fulltrúi
verkamálaráðuneytisins breska
þar viðstaddur. Aðilar ræddust
við í þrjár klukkustundir, en
ekkert samkomulag náðist á
fundinum. Knattspyrnumenn
hafa stungið upp á því, að
verkamálaráðuneytið skipi
sáttasemjara í deilu þessari, en
fullkomlega er óvíst hvenær
það verður. Knattspyrnumenn-
irnir hafa ekki tilkynt ákveðið,
hvenær þeir munu hætta að
keppa, ef ekki næst samkomu-
lag. —Reuter.
Nefnd fil að al-
huga Ukraínukæru
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu
þjóðanna kom saman í kvöld
til þess að athuga kæru Ukra-
inu á hendur grísku stjórninni.
Johnson fulltrúi Bandaríkj-
anna bar fram þá tillögu, að
þriggja manna nefnd yrði skip-
uð til þess að athuga ástandið
í Grikklandi, Albaníu, Búlgaríu
og Júgóslavíu. Nokkrar umræð
ur urðu um tillöguna, og var
þeim ekki lokið, er síðast frjett-
ist. Felld var tillaga frá full-
trúa Hollendinga, þess efnis,
að stjórnir Albaníu og Grikk-
lands væru beðnar að koma í
veg fyrir landamæraskærur
framvegis. Tillagan hlaut tvo
þriðjunga atkvæða, en náði
ekki fram að ganga, vegna
þess að Gromyko, fulltrúi Sov-
jetríkjanna, beitti neitunar-
valdi.
Sjómannoverkfall-
inu lokíð
Washington í gærkvöldi.
TIKYNT var í kvöld, að sjó-
mannaverkfallinu í Bandaríkj-
unum, sem staðið hefir um hríð,
væri lokið. Sjómennirnir munu
fara til vinnu sinnar eins fljótt
og auðið er. —Reuter.
^ AC'rl! I DARE not
6LEEP/ FOR FZAPl THE VAMKES '
Piú VJILI TAICE ME By ZÚRPRIZZ!
I VVA.ð F00LI5M TO LET T.IOOE
~‘,V0 ÖUT OF C06MT, EVEM FOR 1
a:í imotamt... ^ „J
Hourc
LATER
/ AT DAYSREAK
k I WILL 60
i ACHORE
11 AND ---- X
COMETHINO BliMPBO
AGAINCT THE BOAT í
TME AMERíCAW IC
TRYIN6 'TÖ ÖNEAfC
_ ABOARD------ ^
Ph'ILl HE
JUCT FlREO
TWG EHOTC'.
ONE OF THE COCOANUTC I
GET ADRlFT PRCBA5LY ’hOUNO
ITC AlA.RK-— RART CF O'JR -
AÁR 0F NER.YE6 ‘ VgmX
9-10, Kiri;; l'catures Symiicatc, Inc., VCorl i
Kröger um nóttina: Æ, jeg þori ekki að sofa því af þessu pakki, en í fyrramálið fer jeg í land og, Hann skaut tveim skotum! — X-9’ Ætli önnur
þá er jeg hræddur um að svínið komi að mjer þá .... Hvað? það rakst eitthvað í bátinn, ætli kókoshnetan, sem jeg henti í sjóinn, hafi ekki rek-
óvörum. Jeg var bjáni að missa nokkurntíma sjónar hann sje að reyna að læðast um borð? — Vilda: ist á bátinn. Þetta er fyrirtaks taugastríð.