Morgunblaðið - 21.09.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. sept. 1946 I OYfflllttfrlftdÍfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandfl, kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þao er fyrir bestu ÞAÐ ætlar enn að sannast á íslendingum. að þeir eiga erfitt með að standa saman þegar vanda ber að höndum. Þetta kemur greinilega í ljós nú, í samband við hið við- kvæma utanríkismál, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi. Við vitum hvernig þetta mál bar fyrst að. Bandaríkin fóru fram á að fá leigðar til langs tíma þrjár tilgreindar herstöðvar á íslandi. Þessum tilmælum neitaði íslenska ríkisstjórnin. Ekki er vafi á, að bak við þá neitun hafi íslenska þjóðin staðið sem heild. En málið var samt ekki útkljáð. Bandaríkin höfðu enn her á íslandi. Þau höfðu að vísu skuldbundið sig til að hverfa brott með allan her sinn að ófriðnum loknum. Stjórn Bandaríkjanna hefir og margsinnis lýst yfir, að hún muni standa við það loforð. En hún hefir bent á, að Bandaríkjunum væri brýn nauðsyn að fá afnot flugvall- arins í Keflavík, svo að þau gætu int af hendi þær skyldur sem Bandaríkin hafa tekist á hendur í sambandi við her- stjórn Þýskalands. Hefir stjórn Bandaríkjanna bent á, að hin önnur stórveldi, sem hafa samskonar skyldum að gegna i Þýskalandi fái þessa sömu aðstöðu hjá þeim iöndum, sem liggja á milli þeirra og Þýskalands. ★ Nú hefir forsætisráðherra íslands lagt til, að orðið vrði við óskum stjórnar Bandaríkjanna hvað þetta áhrær- ir. Að því miðar hið nýja samningsuppkast, sem liggur iyrir Alþingi. En það, sem mestu máli skiftir fyrir ís- lendinga er, að nú fá þeir aftur full umráð yfir öllu landi sínu. Allur her hverfur nú brott af íslandi. Jafnframt er brott fallinn allur hugsanlegur ágreiningur um skilning herverndarsamningsins frá 1941, en það er mikils virði, ekki síst fyrir okkar smáþjóð. ★ Undirtektirnar, sem þetta mál hefir fengið við fyrstu meðferð þess á Alþingi benda síður en svo til að þar fáist eining um málið. Málsvari Sósíalistaflokksins hefir lýst yfir, að flokkur hans vilji engan samning gera við Bandaríkin og að það valdi samvinnuslitum í ríkisstjórninni, ef hinir stjórn- arflokkamir samþykki samningsuppkastið. Þessi afstaða Sósíalistaflokksins er skýr, og kemur hún mönnum ekki á óvart. Það hefir ekki farið dult, að ráðamenn kommún- ista hjer æskja einskis fremur en að fjarlægja sem mest ísland og Bandaríkin, og skapa óvild milli þessara vina- þjóða. Án efa rekur marga grun í, hvað bak við þetta íiggur. En einkennilegt má vera, ef íslenska þjóðin stend- ur með þessu atferli við ríki, sem fyrst allra varð til að viðurkenna stofnun lýðveldisins. ★ Afstaða talsmanns stjórnarandstöðunnar (Framsókn- arflokksins) var ekki eins ljós. Þó vildi hann ekki fylgja Sósíalistum og neita að gera nokkurn samning við Banda- ríkin, heldur reyna að fá breytingar á uppkastinu, sem fyrir liggur. Hinsvegar taldi hann nauðsynlegt, áður en samið yrði að fá upplýst, hvað kostaði að setja í stand Reykjavíkurflugvöllinn, og hvað kostaði rekstur hans. Flugmálastjóri mun nýlega hafa upplýst, að það kostaði 20—30 milj. króna að setja þenna flugvöll í stand, og rífa þyrfti niður 25 íbúðarhús, til þess að fá völlinn við- unandi, sem aðalflugvöll fyrir Atlantshafsflug. Rekst- urskostnaður flugvallarins mun hafa verið nál. 2V2 milj. kr. þá 3V2 mánuð, sem liðinn er síðan íslendingar tóku við vellinum. En tekjurnar nokkrir tugir þúsunda! Kostn- aðurinn af Keflavíkurflugvellinum yrði vitanlega marg- falt meiri. ★ Við íslendingar ættum að temja okkur þá háttu í sam- búð við aðrar þjóðir, að forðast allar óþarfa ýfingar og keppa eftir vinsamlegri sambúð við allar þjóðir. Það er hinu unga íslenska lýðveldi áreiðanlega fyrir bestu. UR DAGLEGA LÍFINU Truflanir. FJÖLDI MANNS hjer á landi hefir af því yndi og dægra- dvöl að hlusta á erlendar út- varpsstöðvar. Mun þetta vera algengari skemtun en margan grunar. Til eru menn, sem sitja öllum frístundum sínum við út- varpstækið og hlusta á hljóm- list, leikritaflutning eða skemti atriði frá útvarpsstöðvum víða um heim. Þetta er skemtileg og ódýr dægradvöl. En því miður er sá galli á, að hjer innanbæjar er oft erfitt og* stundum ómögulegt, að hlusta á erlendar stöðvar fyrir vjelum, sem trufla móttökuna. Kveður svo ramt að þessu, að í sumum bæjarhverfunum heyr ist varla til Reykjavíkurstöðv- arinnar, nema að tækin sjeu því stærri og dýrari. Einu sinni voru útvarpshlustendur það rjettháir í þessu landi, að mönnum var gert að skyldu að hafa dreyfara á vjelum, sem trufluðu tæki manna. En það nýjabrum fór af eins og svo margt annað, sem byrjað er á með miklum krafti. Það væri ekki vanþörf á, að útvarpshlustendur tækju sig saman um að krefjast þess, að skemtun þeirra væri ekki eyði- lögð með vjelaskrölti. Það er ekki nema sanngirniskrafa. • Útvarpsnotendafjelag. EINU SINNI var til hjer í bænum útvarpsnotendafjelag, sem hafði talsverð áhrif og kom mörgu góðu til leiðar. En það lognaðist útaf og hefir ekki heyrst í því um margra ára skeið. Það væri nú hreint ekki vanþörf á að endurreisa þann fjelagsskap, því útvarpshlust- endur eiga mörg sameiginleg áhugamál, sem hægt væri að koma í framkvæmd með sam- tökum. Eins og er hafa útvarpshlust- endur engin bein áhrif á rekst- ur íslenska útvarpsins. Þau rjettindi voru tekin af hlust- endum. Vilja nú ekki einhverj- ir góðir menn taka sig saman' og hafa forgöngu í þessu máli? • Syrpa. MIKILL HAUGUR hefir safn ast fyrir af brjefum hjá mjer undanfarna daga frá lesendum „Daglega lífsins". Þakka jeg þeim öllum tilskrifin. Það er gaman að þeim flestum, þó ekki sje hægt að birta þau öll. Enn- þá er aðalgallinn á þessum brjefaskriftum, að brjefritarar eru feimnir við að segja til nafns síns, en samkvæmt regl- unni er ómögulegt að birta brjef frá ónefndum höfundum. Þeirri reglu verður ekki breytt og ekki til neins að ætlast til þess. Það kennir margra grasa í þessum brjefum, eins og víða áður. Einn brjefritari vill láta fornfræðinga grafa í jörð hjá Þyrli í Hvalfirði til að leita að beinum Hólmverja, sem hann segist vera viss um að liggi þar einhvernstaðar. Annar skrifar hjartnæmt brjef til að þakka bæjarstjórn- inni fyrir rottuherferðina. Seg- ist hann tala af reynslu um, að rottan sje alveg að hverfa úr bænum. Þá er það maður, sem býr á þriðju hæð, sem á við vatnsskort að stríða. Þrjár ung- ar stúlkur senda mjer lista yfir gamlar kvikmyndir, sem þær vilja fá að sjá aftur. Sem sagt stór vandamál og smá. Alfa Alfa töflur. EINN AF VELUNNURITM „Daglega lífsins“ sendir heilan pakka af Alfa Alfa-töflum og er mjög hneykslaður. Sjerstak- lega vegna þess að á pakkann er letrað á dönsku áskorun til kaupenda um að borða 16—12 töflur á dag. Segir höfundur að það sje þar að auki okrað á þessum töflum, því þær kosti einhver kynstur miðað við Alfa Alfa grasið, sem refunum er gefið og hingað til hefir þótt fullgott handa þeim, er vilja sækja sjer fjörefni í þessa fæðu. Já, margt er manna bölið, það sje jeg á brjefunum. Straumurinn á mölina. ÞAÐ ER ALTAF verið að fárast yfir því hve fólk flytji mikið til Reykjavíkur utan af landi. Og víst er það rjett, að straumurinn hefir legið til Reykjavíkur, eins og aukning íbúatölunnar sýnir. En það, sem Reykvíkingum gremst mest í þessu sambandi er að utanbæjarmenn skuli ávalt fá leigt húsnæði, eða keypt hús til að flytja í, þrátt fyrir lög og fyrirmæli, sem banna slíkt. En af þessu leiði, að Reykvíkingar sjálfir hafi ekki þak yfir höfuðið á sjer, eða verði að hýrast í óhæfum íbúðum. Mjer er ekki grunlaust, að þessar aðfinslur sjeu á rökum reistar og að ekki sje nóg eftir- lit með innflutningi fólks til Reykjavíkur. „Allir farnir til Reykjavíkur“. í ÞESSU SAMBANDI dettur mjer í hug gamansaga um prest utan af landi, sem kom hingað til bæjarins. Þetta var sóma- maður, sem hafði rækt söfnuð sinn vel í afskektu hjeraði uti á landi um fjölda ára. í ræðu, sem klerkur fluttur hjer í Reykjavík, á hann að hafa komist þannig að orði: — Þegar jeg kem til Pjeturs gamla og ber á dyr, er jeg viss um að hann segir eitthvað á þá leið, að það hafi ekki komið margt til hans úr mínum söfn- uði að undanförnu. En þegar Pjetur fer að kvarta yfir þessu hefi jeg svarið á reiðum hönd- um og segi: — Það er ekki von að mín sóknarbörn komi hingað, Pjet- ur minn, því þau eru öll farin til Reykjavíkur. MEÐAL ANNARA ORÐA ■ll•■l■ll•l•l■lal•lll•llll•■llllllll•ll■l■lllllll■ll•■ll••■l•llf••1|l•l•••••11111■■lllllll■■| Hollendingar fara að hafa nóg. MIKIÐ var rætt eftir styrj- aldarlokin um sultinn og neyð- ina í Hollandi, en nú er þetta að breytast til batnaðar, sem betur fer. Nú er það orðið svo, að Holland er orðið eitt hinna hamingjusömu landa, þar sem sultur og neyð virðast ekki yf- irvofandi. Það er blátt áfram ótrúlegt, hve mikið hefir borist í búðirnar og búrhillurnar á síðustu sex mánuðum. Hollend- ingar sjálfir eru ekki alveg búnir að venja sig við að hafa svo mikið handa á milli, að þeir þurfi að velja milli tveggja eða fleiri matvælategunda. Það líður líka nokkur tími áður en ferðalangurinn áttar sig á því, að smjörið er ekki aðeins til þess að skreyta borðin, og ekki heldur aðeins til fyrir þá efn- uðu, og að þjóðdrykkur Hol- lendinga, Genever, er ekki ein- ungis borinn fram í veislum. Það þykir ókurteisi að neita, ef manni er boðið súkkulaðis- stykki, í stuttu máli, maður á að geta borðað sig saddan, og j getur ekki verið þektur fyrir i annað. En þrátt fyrir þetta eru svo sem engar alsnægtir í Hollandi, nema kanske af grænmeti og búðingsdufti. Annars er yfir- leitt alt skamtað. Leynisalan, svarti markaðurinn, er á för- um, en þrátt fyrir þetta er það erfitt verk fyrir hollenskar húsmæður að annast störf sín eins vel og þær myndu kjósa. Bæði er það, svo, að alt er miklu dýrara en fyrir stríð, og oft erfitt verk að láta skömt- unarvörurnar nægja, erfitt verk og vanþakklát. Vanþakk- látt þrátt fyrir það, að alt er nú miklu betra en á stríðsár- unum. Og eiginmenn og börn kvarta ekki, þrátt fyrir það, þó þau fái búðing í eftirmat fimm sinnum á viku. Annar eftirmat- ur þekkist svo að segja ekki. Grænmeti er á hverju borði. Ekkert af því er skamtað nema kartöflur. Tómatar eru ákaf- lega mikið borðaðir. Avextir eru ekki skamtaðir í sumar, en verða það í vetur, þótt mikið sje til af þeim í landinu. Nóg er líka um fiskmeti, en ákaflega smátt um kjötið. Af því fær hver maður aðeins 250 grömm á viku. í þessu er einn- ig innifalinn kjötáskurður á brauð. Maður verður ákaflega hissa, þegar maður sjer, hversu ótrú- lega nákvæmir kaupmenn eru í því að vega skamtinn, t. d. þau 100 grömm af osti, sem maður má kaupa vikulega. Líka er skamtað ávaxtamauk, síróp og fleira af því góðgæti, sem venjulega er haft á morgun- verðarborðinu. Fólkið á götunum hefir braggast ótrúlega mikið í út- liti á einu ári. Og hin nauðsyn- legustu áhöld eru allsstaðar í búðargluggunum. Yfirleitt er hin duglega og hagsýna hol- lenska þjóð að rjetta svo við, að maður verður hissa á að heyra hinar sönnu sögur um neyðina í landinu vorið 1945. Hollendingar eiga þetta full- komlega skilið og það er gleði- legt, hve vel það hefir gengið. Og þó enn sje margt sem er ekki nóg af, þá getur maður verið nokkurn veginn viss um að brátt verður alt eins og það var í landinu áður en hörm- ungar stríðsins dundu yfir. — _____________(Information). .MtXSHtíilii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.