Morgunblaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Sunnudagur 13. október 1946 REYKJAVÍKURBRJEF er á blaðsíðu 9. Sex íslendingar fé ókeypis skólavisl í Sríþjéð EINS OG SAGT var frá í ágústmánuði síðastl. veitti sænska ríkið fyrir milligöngu Norræna fjelagsins í Svíþjóð 100 nemendum frá öllum Norð- urlöndum ókeypis námsdvöl við sænska lýðháskóla. Sex ís- lenskum nemendum var nú gefinn kostur á því að njóta þessara kjara og hafa þau nú verið valin og fóru í gær með Drottningunni af stað til Sví- þjóðar. I frjett frá Norræna Ijelag- inu segir á þessa leið: Gert var að skilyrði að nem- endurnir hefðu verið einn vet- ur á lýðháskóla hjer á landi. Þau sem urðu fyrir valinu eru þessi: Aðalbjörg Sigtryggs- dóttir frá Eiðaskóla, Ragnhild- ur Jónssdóttir frá Reykholts- skóla, Sólveig Árnadóttir frá Laugaskóla, Ellert Guðmunds- son frá Reykjaskóla, Jón Sig- urðsson frá Laugarvatnsskóla og Ólafur Guðbrandsson frá Reykholtsskóla. Nemendurnir fá alveg ókeyp- is kenslu og skólavist ásamt kenslubókunum, sem þeir þurfa að nota í skólunum. Skólarnir eru um það bil að byrja og standa til aprílloka. Duglas flugvjeSfn lendir í Eyjum HIN stóra 22 sæta landflug- vjel Flugfjelags íslands, Dug- las-Dakota-flugvjelin fór í gær í fyrstu flugferð sína til Vest- mannaeyja og settist á hinn nýja flugvöll. Flugmenn voru þeir Örn Johnson, framkvæmda stjóri Flugfjelagsins og Krist- ján Kristinsson, flugmaður. Þeir Ijetu mjög vel yfir Vest- mannaeyjaflugvelli. Flugfjelag íslands mun taka upp ferðir á þessari flugleið. ÁTTUNDA þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var sett í fyrstu kennslustofu Há- skólans í gær kl. 15.30. Mættir voru 65 fulltrúar frá 20 fjelögum. í Bandalaginu eru nú samtals 2350 meðlimir. For- seti þingsins var kosinn Helgi Hallgrímsson, en heiðursforseti þess var kjörinn Ágúst Jósefs- son, heilbrigðisfulltrúi. Á fyrsta fundi þingsins flutti prófessor Gunnar Thoroddsen eríndi um rjettindi og skyldur opinberra starfsmanna. Enn- fremur var kosið í fastanefndir þingsins o. fl. Næsti fundur verður kl. 2 síð- degis í dag á sama stað. Rætldi um Bandariki Evrópu Ræða Churchills, sem hann hjelt nýlega í Svxss og ræddi um Bandaríki Evrópu sem lausn vandamálanna vakti mjög mikla athygli. Myndin hjer að ofan var tekin þegar Churchill er að koma til ráðhússins í Bern, þar sem hann flutti ræðuna. Reykjavíkurbær kaupir annan dieseltogara BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að festa kaup á dieseltogara þeim, sem nú er verið að byggja í Bret- landi, á vegum Nýbyggingarráðs. Þetta er því annar diesel- togarinn sem Reykjavíkurbær festir kaup á. Auk þessa togara hafa vefið keyptir til bæjarins 12 eim- knúnir togarar. Reykjavíkur- bær var upphaflega kaupandi að 7 þeirra, en útgerðarfjelög í bænum fimm. Síðar seldi bær- inn fimm hinna eimknúnu tog- ara til útgerðarfjelaga hjer. Reykjavíkurbær á því fjóra togara. Tvo eimknúna og tvo dissel. Þeirra á meðal er bv. Ingólfur Arnarson, en hann verður eimknúinn. Samkvæmt byggingarsamn. verður hann fyrstur hinna nýju togara, sem afhentir verða, en afhendingin á að fara fram 30. nóv. n.k. Þykir alt benda til þess, að þann dag fari hún fram. Flugvjel Loffleiða kemur fil Eyja Frá frjettaritara vorum í Vestm.eyjum, laugardag. í DAG kom hingað Anson- flugvjel Flugfjelagsins Loft- leiðir h.f. og settist flugvjelin á hinrí nýja flugvöll. Þeir Krist- inn Ólsen og Hjalti Pálsson flugu flugvjelinni. — Þeir fjelagar buðu bæjarstjóra bæjarstjórn og frjettamönnum blaða og útvarps, í hringflug yfir eyjarnar. Þeir ljetu mjög vel yfir flugvellinum. Hjeðan fór flugvjelin með 7 farþega. Gætti silkisokka. LONDON. Nýlega var vopn- aður vötður látinn vera inni í flugvjel einni hjer á flugvell- inum, vegna þess hversu farm- ur vjelarinnar var, en í henni voru 120.000 pör af silkisokk- um bestu tegundar. Fjelag Vestur-íslendinga heldur fund í Oddfellowhúsinu n.k. miðvikudag og verða þau María Markan og George Öst- lund heiðursgestir á fundinum. Allir, sem dvalist hafa vestan hafs geta gerst fjelagar á fund- inum. Fyrst verður sameiginleg kaffidrykkja og síðan dans. Skutu andstæðinginn. LONDON. Á hernámssvæði Bandamanna í Venezia Giulia var einn andstæðingur Tito- stjórnarinnar skotinn til bana nýlega, en reynt að ræna öðr- um. Komu hermenn í veg fyrir ! að þetta tækist. Við getum ekki selt Pólvérjum fleiri hross UNRRA neiiðði að framlengja samningíim LANDBÚNAÐARMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir tilkynnt, að um frekari hrossasölu íslendinga til Póllands sje ekki að ræða. UNRRA hefir algjörlega neitað að framlengja samn- inginn. Verða því ekki haldnir fleiri hrossamarkaðir á vegum ■ráðuneytisins á þessu hausti. í tilkynningu Landbúnaðar- málaráðuneytisins segir svo: ______ ÞAR SEM UNNRA hefur algerlega neitað framlengingu á samningi um kaup á 2500 hrossum, verða ekki haldnir fleiri hrossamarkaðir á veg- um Landbúnaðarmálaráðu- neytisins á þessu hausti. Þeg- ar samningar tókust milli UNNRA og ríkisstjórnarinnar um sölu á 2500 hrossum, skuld batt ríkisstjórnin sig til að af- henda fyrsta farm minst 1700 hross þann 17. september s. 1. Voru þá boðaðir og haldnir markaðir á svæði, sem bænd- ur höfðu lofað 2080 hrossum á þeim markaðsaldri sem UNN RA að síðustu setti skilyrði um. Hinsvegar fengust ekki keypt nema 1173 hross og af þeim urðu 1153 útflutnings- hæf, og tveim dögum áður fær fulltrúi UNNRA hjer, fyr irmæli frá London um að stöðva kaup. Töldu þeir til- gangslaust að senda annað skip, þar sem ekki hafði feng- ist nema 1153 hross í það fyrsta, í stað 1700. Þann 25. sept. gekst UNN RA svo inn á að senda skip þ. 7. okt., en setti jafnframt það skilyrði samkvæmt heimild í samningi, að hrossin skyldu hafa 10 daga hvíld í Reykja- vík fyrir útskipun. Þetta var óframkvæmanlegt. Samningur var útrunninn þann 10. október, en UNNRA í Washington bauð skip þann 25. okt., ef UNNRA í London vildi framlengja samninginn. Eftir að sjómannaverkfallið skáll á í Bandaríkjunum, sem getur tafið skipið um ófyrir- sjáanlegan tíma, hefur UNN RA í London verið algerlega ófáanlegt til að framlengja samninginn. NémskeiS fyrir gæslukomir leik- valla SAMKV tillögum fræðslu-. fulltrúa og garðyrkjumála- ráðunautar Reykjavíkurbæjar, hefir bæjarráð samþykt að haldið verði námskeið fyrir gæslukónur barnaleikvalla bæj arins. Námskeiðið mun væntanlega verða haldið í þessum mánuði og mun það standa yfir í viku- tíma. Aðalnámsgreinar verða: uppeldisfræði, hjálp í viðlögum og leikjastarfsemi. Flugvailarsamning- urinn undirriiaður Frjettatilkynning frá utanríkisráðuney tinu: EINS OG TILKYNNT hefir verið nýlega í blöðunum, veitti forseti íslands forsætis- og ut- anríkisráðherra í ríkisráðs- fundi, sem haldinn var mánu- daginn 7. þ. m., heimild til þess f. h. ríkisstjórnarinnar, að gera samning við Bandaríki Amer- íku um niðurfelling hervernd- arsamningsins frá 1941 o. fl. samkv. þingsályktunartillögu um sama efni og samþykt var á Alþingi laugardaginn 5. októ- ber 1946. Samkvæmt fjeðri heimild hef ir umræddur samningur verið gerður við ríkisstjórn Banda- ríkjanna. VON ER á ungverskum fiðlu leikara, ungfrú Ibalyka Zilzer, hingað til bæjarins í dag. Kem- ur hún hingað á vegum Hljóð- færaverslunarinnar Drangey og ætlar að halda hjer hljómleika. Fyrstu hljómleikarnir verða x Gamla Bíó n.k. miðvikudag kl. 7,15. I Lesbókin í dag 1 LESBÓKIN í dag hefst | i á grein eftir Árna Óla um | i vistheimilið Reykjalund, 3 ! sem nú er mikið talað um. 3 = 3 i Þá ritar Sigurður Bjarna- 1 I son alþm. um heimsókn í | i nokkrum hafnarborgum | i Frakklands, er verst urðu | i úti þegar bandamenn hófu | i þar landgöngu sína og | i brutu niður „Atlantshafs- i! i vegginn“. Þá er grein eftir ii i norskan mann um loft- | i árás á Bergen fyrir tveim- I i ur árum. Allar þessar | { greinar eru með myndum. | { A. J. Joh'nsen skrifar um | { flugferðir í sumar fram og | { aftur milli Reyðarfjarðar 3 { og Reykjavíkur. Þá er | { kafli úr brjefi frá Birni | i Jónssyni ritstjóra ísafold- | { ar. Enn er grein um starf- | { semi Þjóðabandalagsins | { gamla, sem ekki getur dá- | 5 ið, þótt það hafi verið lagt §j { niður. Kvæði er eftir 3 { Kjartan Ólafsson, smá- | { greinar o. fl. | i I aiiiiiiitiiiKUKtimiMMiaiiiikiUMiiciiiiiciimtiiirniiMiimB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.