Morgunblaðið - 12.11.1946, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.11.1946, Qupperneq 7
jÞrÍðjudaginn lj2{ nóvy 1946. .^áORG.^JNBLAÐip .7 STAÐREYIMDIR AVARUTVEGSMAL Framhald af bls. 6. vjelbáta, sem einni? fylgja hjer með, hafa aftur á móti almenn ara gildi fyrir síldveiðiskip hvaðan sem hau eru af land- inu.“ Þá var og bent á, að afla- hlutir bátanna jöfnuðust rjett á við kaup landverkamanna, sem hefðu stöðuga vinnu 8 tíma á dag, en sjómennirnir yrðu að vinna 12—16 klst. á sólarhring (og stundum meira) jafnt á helgum sem virkum dögum. Ýmislegt fleira var drepið á í greinargerðinni, til rökstuðn- ings og skýringar, en hjer er ekki rúm til að rekja það nán- ar að sinni. Stórfeldar breytingar hafa orðið á afkomu útvegsins. Sennilega mun marga, sem ókunnugir eru þessum málum, reka í rogastans er þeir lesa þessa skýrslu. Allt of margir hafa verið þeirrar skoðunar ,,að útgerðin væri alltaf að græða“. Það hefir að vísu verið svo um stórútgerðina undanfarin ár og allt fram á yfirstandandi ár, þangað til að ísfiskverðið lækk aði í Bretlandi En lækkunin hefir verið svo mikil á árinu og auk þess lagður 10% inn- flutningstollur á íslenska ísfisk inn þar, að nú hefir dæmið al- veg snúist við og er nú orðið stórtap á ísfiskveiðum togar- anna, sem hafa gefið lands- mönnum langmestu tekjurnar á undanförnum árum og lagt grundvöllinn að fjárhagslegri velmegun þeirra. Hvað vjelbátaflotann snertir, er öðru máli að gegna. Þar hóf- ust breytingarnar síðari hluta árs 1942, er hinar miklu grunn- kaupshækkanir byrjuðu hjer á landi fyrir alvöru og vísitalan steig ört í kjölfar þeirra. Árið 1940—1942 voru yfir- leitt hagstæð fyrir vjelbátaút- veginn, og rjettu margir smá- útvegsmenn þá úr kútnum, sem þeir voru í eftir kreppuna á und an. Gátu margir þá greitt all- ar skuldir sínar og átt þannig bátana skuldlausa eða skuld- litla, hafa margir þeirra búið að því fram að þessu. Aftur á móti hafa þeir menn er byggt hafa eða keypt, eldri sem yngri báta, eftir árið 1942 flestir orðið fyrir miklu fjár- hagstjóni, þar sem afkoma bát- anna hefir sífelt farið versn- andi síðan, þótt nú virðist fyrst ætla að keyra um þverbak. Til skýringar skal þess getið að fiskverð innanlands hefir mjög lítið hækkað síðan 1942, er vísitala framfærslukostnað- ar var 183 stig. Síðan hefir grunnkaup hækkað mjög mik- ið, sumstaðar allt að helming og vísitalan um 119 stig. Það er því ekki að undra, þó afkomu þeirra hafi hrakað. sem litla grunnkaupshækkun og enga vísitöluhækkun hafa fengið. — Og verða auk þess að greiða kauphækkanir hinna. Er afkoma sjávarútvegsins einkamál útvegsmanna? Margir menn eru því miður tilá Islandi, sem segja sem svo: „Þetta eru einkamál útvegs- manna og koma okkur ekki Við“. Þetta er algerlega röng hugs- Un. Það eru ekki einkamál út- vegsmanna hvort atvinnutæk- ' in, sem standa eiga undir svo að segja öllum þóðarrekstrinum eru starfrækt eða ekki. Þar af leiðandi eru það heldur ekki einkamál þeirra hvort starf- rækslan ber sig eða.ekki. Verði ár eftir ár tap á rekstrinum, þá hlýtur hann að dragast sam- an og leggjast niður að lokum. Þetta átti sjer einnig stað á árunum fyrir striðið. Útgerðin í heild var þá yfirleitt rekin með halla, þótt einstöku ver- tíðir skiluðu aflahæstu skipun- um arði inn á milli. Enda dróst þá útgerðin smátt og smátt sam an og' framleiðslan minnkaði. Var t. d. fjöldi af ágætum, stór um fiskibáíum, sem aðeins voru gerðir út á sí'dveiðar, en lágu aðgerðarlausir ca. 34 hluta árs- ins. Mun hin erfiða afkoma út- gerðarinnar, sem stafaði af skilningsleysi valdhafanna (A1 þingi og ríkisstjórnar) hafa átt einna drýgstan þátt í gjaldeyris skorti þeim, sem þjóðin átti þá við að búa, sem leiddi svo aft- ur af sjer skort á ýmsum nauð- synjum, svo sem á byggingár- efni, er Islendingar höfðu þá af mjög skornum skammti og er höfuðástæðan fyrir því, hve mikið er nú krafist að byggt sje hjer á skömmum tíma, — svo að það er á góðum vegi með að sprengja gjaldeyris- og vinnuþol þjóðarinnar •—. Oska menn nú almennt eft- ir að saga áranna fyrir stríð end urtaki sig hvað snertir starf- rækslu og afkomu atvinnutækja sjávarframleiðslunnar? Já, og ekki einungis endurtaki sig, heldur og verði miklu verri, því að með lítt breyttum aðstæðum yrði vart hægt að gera út nokk urt skip á þorskveiðar — að minnsta kosti ekki til lengdar. Síldveiðar mættu ef til vill stunda eitthvað lengur. Sjávarútvegur íslendinga er málefni, sem snertir alla þegna þjóðfjelagsins — hvar í stjett eða flokki sem þeir standa —. Gangi sjávarútvegurinn vel. vegnar allri þjóðinni vel — að minnsta kosti efnalega —. Já, og reyndar má segja líka and- lega — því að hvar ættum við að taka allt það fje, sem þarf til okkar mörgu og dýru skóla og menntastofnana, ásamt námi íslendinga erlendis. ef sjávar- útvegurinn fer í rúst? Myndi landbúnaðurinn og iðnaðurinn geta staðið straum af þörfum þjóðarinnar? Varla á meðan útflutningsverðmæti þeirra atvinnugreina er ekki nema lítill hluti af innflutnings þörfum þeirra sjálfra. Kannske annars að verslun- in ein gæti staðið undir öllu þjóðarbúinu? Maður freiste»t næstum til að halda í seinni tíð að sumir menn hugsi eitthvað í þá átt. Sjávarútvegurinn er untlir- staða þjóðarbúsins. Sem betur fer held jeg að flestir Islendingar sjeu nú farn- ir að skilja að sjávarútvegurinn og vinnsla úr sjávarafurðum sjeu undirstöðu atvinnuvegur íslendinga, sem svo að segja allur þjóðarbúskapurinn hvílir á- Nú er svo komið fyrir þess- um höfuðatvinnuvegi að hann er mestallur rekinn með tapi og stór hluti hans berst í bökk- um. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst gengdarlaus ásælni allra annara stjetta þjóðfjelags ins til aukinna tekna og lífs- þæginda, sem allt hefir að lok- um lent á útflutningsfram- leiðslunni, því að annarsstaðar yerður ekki hægt að taka það að lokum. Þá er orsakarinnar að leita að nokkru leyti til verð falls afurðanna á erlendum markaði — ísfiskmarkaðurinn á Bretlandi —. Síðari ástæðuna getum við Is lendingar sennilega lítið ráðið við, en þá fyrri höfum við í hendi okkar — bara ef skiln- ingur og vilvilji fær að ráða gjörðum okkar. — Verkamaðurinn getur ekki búist við að geta til lengdar fengið 10 krónur fyrir vinnu, sem gefur ekki af sjer nema 3 krónur og verslunarmaðurinn getur heldur ekki. búist við að fá til lengdar dollarann keypt- ann fyrir kr. 6,50 ef það kost- ar kr. 11,00 að afla hans. Með öðrum orðum: Islendingar verða að horfast í augu við lífsvenjubreytingu. Við verðum að d.raga úr kröf- um okkar. Hvort það verður gert með fækkun á ísl. krón- um, sem hver og einn fær á milli handa, eða með minnkuð- um kaupmætti peninganna (hækkuðu verðlagi), er kann- ske aukaatriði, aðra eða báðar leiðirnar má fara, ásamt ýms- um öðrum ráðstöfunum. En því minni þarf lífsvenju- breytingin að vera sem við get um framleitt meira. Getum við notað til fulls öll þau góðu tæki, sem við þegar höfum eign ast og erum að fá til landsins og bætt auk þess verulega við þau, og alli-ar hagsýni verði gætt við starfrækslu þeirra og nýtingu og sölu afurðanna, er þau framleiða, þá mun þess sennilega ekki verða langt að bíða, að við getum aftur veitt okkur allt, sem við höfum haft á undanförnum veltiárum — og jafnvel sumt af því. sem við til þessa höfum orðið að neita okk- ur um. ASalatriðið er að komast nú vel yfir erfiðleika þá, sem breyt ingin hefir í för með sjer. Skapa útflutningsframleiðslunni þann grundvöll að hún verði rekin með hagnaði og verði eftirsótt- ari en allur annar atvinnurekst- ur í landinu, þá mun fjármagn- ið af sjálfu sjer leita þangað og vinnuaflið um leið, því að þ'að fylgir fjármagninu, samkvæmt grundvallarreglum þeim, sem þjóðarbúskapur okkar byggist á. Verði þetta gjört mun eng- inn á íslandi þurfa að líða skort í náinni framtíð. p.t. Rvík, 10. nóv. 1946. Ólafur Jónsson. Draumur sem vonandi rætist. Að lokum langar mig til þess að segja hjer frá draumi, sem mig dreymdi í nótt (aðfaranótt sunnudags 10. nóv. ’46) og mjer finnst vera táknrænn í þessu sambandi. Mjer fannst jeg vera staddur á Akranesi — á æskuslöðvun- um gerast flestir draumar. — Jeg er á gangi með Haraldi Böðvarssyni niður á Breið. árla morguns að haustlagi. Verður mjer þá litið út yfir Faxaflóa. Virðist mjer flóinn vera fullur af hafísjökum. himinháum og smærri ísjakar inn á milli. Sýnd ist mjer fjöldi skipa vera að reyna að komast í gegn um ís- inn og mörg sitja föst í honum. Jeg horfði á þetta um hríð og beið eftir að Haraldur hefði fyrst orð á að „Landsins forni fjandi“ væri nú aftur kominn að landinu. Er mjer þykir það ætla að dragast, vjek jeg at- hygli hans á þessu. hann virðir þetta fyrir sjer góðastund og segir síðan: ,.Þetta eru aðeins skýjabólstrar drengur minn“. Rjett í þessu skín sólin yfir Esjuna og hehlir geislum um ýfir láð og lög. Hverfa pá skýjabólstrarnir hver af öðruirí og ekkert virðist framar hindra ferðir skipanna um hafið. Mætti þannig sól sannlelka og rjettlætis skína yfir ,,Esjtt“ þröngsýnis og eigingirni ög þyrla á burtu skýjabólstriwn valdastreitu, síngirni og sundr- ungai'. Þá mun íslandi vel favn ast. Að lokum vil jeg minna á hia athyglisverðu viðvöruiiasi^ip skáldsins, hver ennþá estv miður í fullu gildi’ ^ ,,Þú litla þjóð, sem átt í vök atf verjast, vertu ei við s-jálfa þig að berjast“. Rvík., 10. nóv 1946. Hjartanlega þakka jeg Selfoss-búum hina rausnarlegu gjöf, sem þeir færðu mjer op; aðra auðsýnda hluttekningu í mínum örðugu kring umstæðum. Sjerstakleg? þakka jeg þeim Þórði Guðmundssyni og Sigmjmdi Karlssyni, sem á einn og annan hátt hafa sýnt mjer vináttu og hjáipsemi. — Guð launi ykkur öllum! Ingibjörg Sólveig Sigurðardóttir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem á svo margvíslegan hátt heiðruðu okkur á 50 ára hjúskaparafmælinu, 7. nóv., með heimsóknum, skeytum, blómum, bókvm og öðrum gjöfum- Sjerstaklega viljum við þakka börnum okkar og tengdabörnum fyrir.scmsætið sem það hjelt okkur í tileíni af deginum. Guð blessi ykkur öll! Margrjet Bjarnadóttir, Jón Jónsson. Mínar bestu hjartans þakkir færi jeg öllum þeim skildum og vandalausum, nær og fjær, sem heiðruðu mig á 60 ára afmælisdaginm með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll! Pjetur Hansson, verkstjóri. Hjartanlega þakka jeg öllum skildum og vandalausum, nær og f.iær, fyrir vinarhug og virðingu mjer auðsýnda á fimmtugsafmælinu, 9. nóvember 1946. Guð blessi ykkur og launi. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Ásabergi, Eyrarbakka. Innilegt þakklæti til svpitunga okkar, barna og annarra vina, sem glöddu okkur á gullbrúð- kaupsdaginn okkar, með heimsóknum, gir'um og heillaskeytum. Helga Pálsdóttir, Valdimar Brynjólfsson, Sóleyjarbakka. Jeg þakka hjartanlega álla vinsemd mjer auðsýnda á áttræðisafir.æli mínu. Gísli Björnsson, frá Elliðavatni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.