Morgunblaðið - 12.11.1946, Side 8

Morgunblaðið - 12.11.1946, Side 8
8 | f i I MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 12. nóv. 194t>. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsfa, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ui'lvei'ji ihripar: y ÚÍL DAGLEGA LÍFINU Tvö íjelagasam tök ÞESSA dagana eru haldin hjer í Reykjavík fulitrúa- þing tveggja fjelagasamtaka, sem að vísu eru ólík eðlis, en bæði hafa svo mikilvægu hlutverki að gegna í þjóð- fjelaginu, að það hlýtur að vekja athygli alþjóðar, hvað þau leggja til málanna. Annarsvegar er fulltrúafundur Landssamban'ds ís- íslenskra útvegsmanna, sem kom saman í gær Sitja hann fulltrúar frá flestum deildum L. í. Ú., samtals 70—80 út- gerðarmenn og fulltrúar þeirra víðsvegar af landinu. Hinsvegar er 19. þing Alþýðusambands íslands, er kom saman s.l. sunnudag. Sitja það fulltrúar verklýðsfje- laga af öllu landinu, alls á þriðja hundrað fulltrúar. Hjer eru m. ö. o. á ráðstefnu fulltrúar þeirra fjelaga- samtaka, sem þjóðfjelagið á meira undir en fiestu öðru, að vel og viturlega sje ráðið málum. Og þótt svo virðist í fljótu bragði, að hjer sjeu tvær andstæður, þar sem annarsvegar eru fulltrúar atvinnurekenda, en hinsveg- ar fulltrúar launþega, verður þetta ekki svo í reyndinni. Því að sannleikurinn er sá, að engar stjettir þjóðfjelags- ins eiga fleiri sarneiginleg hagsmunamál. Þessvegna er það svo, að ef fulltrúar þessara tveggja fjelagasamtaka tækju höndum saman og ynnu í bróð- urlegri einingu að lausn vandamálanna, væru flest eða öll önnur ,,þing‘‘ óþörf í okkar landi í bili. Hinum póli- tísku flokksþingum væri þá algerlega ofaukið. Jafnvel Alþingi gæti að skaðlausu fengið frí í viku eða hálfan mánuð, meðan fulltrúar höfuðatvinnuvegar landsmanna og verkalýðsins væru að ráða fram úr málunum. 'k En það er víst ekki því að heilsa, að vænta megi slíkra aðgerða frá þessum fjelagasamtökum. Það væri nýtt og óþekt fyrirbrigði í okkar þjóðfjelagi, að þessir aðilar færu að vinna saman að lausn vandamálanna. Og það myndi áreiðanlega ekki hljóma vel í eyru beirra, sem mestu ráða nú t verklýðsfjelögunum, ef ymprað væri á því á þingi Alþýðusambandsins, * að leitað skyldi sam- starfs við atvinnurekendur um úrræði til að tryggja afkomu útvegsins. En hvað blasir við íslenskum verkalýð í dag, ef sú verður raunin á, sem miklar horfur eru á, að allur út- Á öðrum stað hjer í blaðinu birtist grein eftir Ólaf Jónsson útgerðarmann í Sandgerði. Þar er birt áætlun um útgerð vjelbáts og togara á komandi vertíð. Niður- staðan er sú að reksturshalli vjelbátsins er yfir 74 þús. kr. á vertíðinni, og reksturshalli togarans yfir 43 þús. kr. í hverri veiðiför! Sje nokkurt vit í þessum áætlunum sjer hver heil- vita maður að ekkert skip verður gert út frá íslandi á komandi vertíð. Áætlanirnar liggja frammi og getur hver sem vill gagnrýnt þær. Opinberir aðilar geta að sjálfsögðu kynt sjer reikninga hinna einstöku fyrirtækja og sannprófað hvort ’rjett sje með tölur farið. Ef svo er, að útgerð verði hjer ekki lengur starfrækt nema með stórfeldu tapi, miðað við verðið sem nú er á afurðunum og tilkostnaði við framleiðsluna, er það vita- skuld sama og sjálfsmorð að sitja aðgerðarlaus, í stað þess að hefjast handa um róttækar aðgerðir til bjargar framleiðslunni. En það er auðveldara um að tala, en úr að bæta. Hjer er stjórnlaust lana og enginn hefir forgöngu um lausn) málanna. Ef kommúnistar hefðu ekki stigið það óheilla- í spor, að rjúfa samstarf ríkisstjórnarinnar, myndu málin ; horfa betur nú en raun er á. Stjórnarflokkarnir þrír í höfðu allar aðstæður til þess að leysa málin farsællega. j Og þeim bar skylda til þess, eftir traustið sem þjóðin f.ýndi þeim í kosningunum. í stað þess er stjórnarsam • starfið rofið, þegar verst gengdi. Hlaupið frá nýsköpun inni og cllu því mikla viðreisnarstarfi, *sem henni fylgdi. Enn um íslcnttinga- sögur. í TILEFNI af pistlinum á sunnudaginn hefir forstjóri Bókaverslunar Sigurðar Krist- jánssonar skrifað „Daglega líf- inu“ brjef um útgáfu íslend- ingasagna. Hann bendir meðal annars á, „að allar íslendinga- sögur eru til í hinni ágætu al- þýðuútgáfu Sigurðar Kristjáns' sonar, bæði heftar fyrir aðeins kr. 311,30 (8090 blaðsíður) og einnig í handunnu skinnbandi með djúpfals (en ekki í vjela- bókbandi). Og ennfremur að Islendingasagnaútgáfa Sigurð- ar Kristjánssonar ein býður, til viðbótar Islendingasögun- um Sæmundar eddu, Snorra eddu og Sturlungasögu og er andvirði þessara bóka innifalið í fyrnefndu verði. Þetta býður engin önnur Islendingasagna- útgáfa“. • Víkvcrji veit. VEIT VÍKVERJI VÍST. að Sigurður Kristjánsson hefir gefið út íslendingasögurnar. Það veit hvert mannsbarn, að sá heiðursmaður á alþjóðar þakkir skilið-fyrir útgáfu sína á Islendingasögunum, enda stuðlaði hann manna best að því, að Islendingasögur urðu alþýðueign hjer á landi. • Einstakar sögur seldust upp. „AUÐVITAÐ kom það fyrir á stríðsárunum að einstakar Islendingasögur í Islendinga- sagnaútgáfu Sigurðar Krist- jánssonar seldust skyndilega upp“, segir í brjefi forstjórans, og „enda hefir þessi útg. jafnan verið ákaflega hjartfólgin is- lensku þjóðinni, og svo jafn- framt vegna þess, að hún þykir ákjósanlegur bókakostur við islenskunám í skólum um land alt. íslendingasagnaútgáfa Sig- urðar Kristjánssonar er gefin út í 45 sjerstæðum bókum og fylgir formáli hverri íslend- ingasögu ásamt vísnaskýring- um og nafnaskrá. Nú vita svo að segja allir Islendingar og þá ekki síst bókaútgefendur, að ákaflega erfitt hefir verið að fá bækur prentaðar nú á stríðsárunum, og gildir þetta auðvitað um ís- lendingasögurnar eins og áðrar bækur, en þrátt fyrir hina miklu sölu, sem vafalaust er alveg einstæð, þá hafa allflest- ar Islendingasögurnar í íslend- ingasagnaútgáfu Sig. Krist- jánssonar jafnan verið fyrir- liggjandi. Það hefir aldrei vantað nema skamman tíma í einu eina eða örfáar íslend- ingasögur, en sem sagt, þá hafa þær að allmestu leyti verið alltaf fáanlegar, því jafnóðum var prentað að nýju strax og einhver Islendingasaga seldist upp.“ Að lokum segir forstjórinn í byefi sínu, að nú í dag sjeu allar Islendingasögurnar í út. Sigurðar Kristjánssonar fáan- legar, bæði heftar og bundnar í skinnband- iiiniiiimiiiiiii liii'iiiiiiiiiiiiiiKifimiiiimim MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. iiiiiiiniiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiin Tímarifið „Heilbrigt líf ;í?r TÍMARIT eru ákaflega mis- munandi, eins og eðlilegt er, eftir því hverjir stjórna þeim og skrifa þau. 3um þeirra eru þannig, að manni sýnist þau ekkert koma sjer við, eða vera úti á þekju. En aftur eru önn- ur, sem verða kunningjar fjölda manna, kærkomnir gestir á heimilunum, í hvert sinn sem þau koma þangað, með nýjan fróðleik og skemtun. Eitt slíkra tímarita er „Heilbrigt líf“ er. Rauði krossinn gefur út og Gunnlaugur Claessen annast. Ritið fjallar um heilbrigðis- mál eins og allir vita. Er efni þess svo fjölbreytt og aðgengi- legt, að mikil ánægja er að hverju hefti þess. Þar eru rædd málefni sem alla varðar í stutt- um læsilegum greinum, ritað um alvarleg vandamál almenn- ings, á viðfeldinn og smekk- legan hátt. I síðasta hefti sem kom út fyrir nokkru, eru m. a. þessar greinar: Sagan um sorpið, eft- ir Guðmund heitinn Hannes- son prófessor, þar sem höfund- ur ræðir um erfiðleika á að hafa sorphreinsunina í lagi, og hvaða endurbætur kæmu helst til greina. Úlfar Þórðarson augnlæknir skrifar um rang- eygt fólk, og gefur margar gagnlegar leiðbeiningar, þeim sem hafa orðið fyrir því óláni, að vera rangeygðir. Pjetur Jónsson læknir skrifar glöggar og gagnlegar leiðbeiningar um krabbameinið, og færir rök fyrir því af kunnáttu sinni, að sjúkdómur þessi, sem nú er hinn mannskæðasti hjer á landi, sje alls ekki eins ólækn- andi, eins og almenningi hættir til að halda. Ritstjórinn Gunnlaugur Cla- essen á mestan þáttinn í þessu hefti sem löngum áður. Hann skrifar m. a. um höfund rönt- gengeislanna, hvernig Röntgen prófessor fann bá, hve mikill velgerðarmaður hann varð mannkyni, með uppgötvun sinni. Fátækur og einmana dó hann eftir heimsstyrjöldina fyrri og hrunið sem þá varð í Þýskalandi. Grein er og þarna eftir Claessen, um krabba meinsvarnir, sem mjög er eft- irtektarverð, grein um styrj- aldir og sjúkdóma, m. a. hvern- ig sjúkdómar hafa hvað eftir annað ráðið úrslitum styrjalda, og orsakað meira mannfall en sjálfar orusturnar. Þá er í heftinu „ritstjóra- rabb“ og fleiri smágreinar, „Á víð og dreif“ og „Sín ögnin af hverju“, eins og ritstjórinn nefnir smágreinarnar, en auk þess margir molar, er hann hefir tínt saman úr Landfræð- issögu Þorvaldar Thoroddsen, en hún er sem kunnugt er, ein hin fjölbreyttasta og skemti- legasta fræðibók, sem enn hefir komið út á íslensku. Prentaður er í þessu hefti kafli úr fyrirlestri eftir Árna Ola, þar sem hann greinir frá því, e_r Sesselja húsmóðir í Skógum í Þorskafirði sagði honum frá föður sínum, er misti framan af fæti og varð að líða miklar þjáningar, ganga með sár á fætinum áratugum saman, en tunna var smíðuð utan um fótinn. Ritstjórinn segir einnig í stuttu máli frá heilbrigðis- skýrslum, sem út eru komnar fyrir árið 1941. Er í þeim mik- ill fróðleikur um hagi og heilsu far þjóðarinnar. Þar kemur m. a. í ljós, að sullaveikin er alls ekki rir sögunni enn, en dánar- tala berklaveikra hefir á næsta áratugnum fyrir 1941 lækkað úr 220 á ári í 120. Eitt af því sem athygli vekur í skýrslunum eru óþrifin í skóla börnunum. Skýrslur ná til 13,422 skólabarna það ár. Af þeim reyndust 1855 að vera með nit eða lús, eða 14%. Gunnlaugur Claessen leggur til, og fleiri munu vera á sömu skoðun, að timi sje kominn til þess, að hefja alsherjar útrým- ingu á lúsinni, svo þessi ósómi verði af þjóðinni þveginn. Kláðinn er líka svo útbreidd- ur enn, að læknar telja fulla á- stæðu til, að hjer verði komið upp kláðalækningastöð. Nómsfólk erlen Kúsnæði rektors o YFIRFÆRSLA GJALD- EYRIS TIL NÁMSFÓLKS GÍSLI JÓNSSON flvtur svohljóðandi þingsályktunar- tillögu í Sþ.: „Álþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera nú þeg- ar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að ieyfð verði yfir- færsla á hæfilega miklum gjaldeyri til íslendinga, sem nám stunda eriendis." Telur flm. mikla tregðu hafa verið á því að Viðskifta- ráð fengist til að veita gjald- eyrisleyfi fyrir nægilega miklu fje til námsmanna er- lendis. Væru dæmi tii þess að nemendur hafi ekki haft nema sem svarar 5—6 þús. krónur á ári. Pjetur Magnússon, viðskifta málaráðherra kvað tregðu þá á yfirfærsium sem átt hefði sjer stað stafa af því að Við- skiftaráð hafi viljað afla sjer frekari upplýsinga, hvort þess ar yfirfærslur gangi til þeirra manna, sem nám stunda, Gerð a>:' hefðu verið tilraunir til að misnota þéssar yfirfærslur og væri því varla hægt að ámæla Viðskiftaráði þótt það reyndi. að ganga úr skugga um, hvort þeirra væru þörf. Páll Zóphoniasson sagði, að veittir hefðu verið námstyrk- Fraxnhald á bLs. 1L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.