Morgunblaðið - 12.11.1946, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.11.1946, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIE Þriðjudaginn 12. nóv. 1945. Bimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiujiiiiiimiiiii" iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniiimiiiiiE BLÓÐSUGAN £ftir Jjolm Cjo d ujiyi iininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimiiuiiiiiiiiiiim 36. dagur XIV. KAPÍTULI. Westington suðaði af æsingi eins og broddflugnahreiður, sem hreyft hefir verið við. — Verksimðjurnar voru lokaðar allan daginn og strætin glumdu af fótataki margra þungra stígvjela, en menn með kæn- leg og harðleg andlit og stúlk- ur með sjöl á höfðinu þyrpt- ust saman víðsvegar í bænum. Kosningin var á hvers manns vörum. Westingtonbúar voru íþróttamenn í anda ekki síður en stjórnmálamenn og því voru kosningarnar skoðaðar sem einskonar hundaat, og hefðu ekki fremur viljað vera án þeirra en knattspyrnukeppni. Þeir vildu hafa hreinar línur og hörð högg í stjórnmálabar- áttunni. Á öllum veggjum blöstu við auglýsingar: „Orme að eilífu.“, „Greiðið atkvæði með Craven og hærri ágóða- hluta“. ---- • -w-* Á stóru torgi, sem npkkrar verksmiðjur lágu að, í ein- hverjum fjölfarnasta hluta borgarinnar, stóð John Orme og við hlið hans Ingram, vin- ur hans og aðstoðarrr.aður. Hann var stór vexti, ljóshærð- ur, einbeittlegur maður um fertugt. — Þú slærð hann út, Orme, sagði Ingram, — en mundu það, bætti hann við og sló hnefan- um í lófann, — að það verður ekki nema með sáralitlum meiri hluta. Craven hefir góða að- stöðu og hann hefir unnið eins og þræll — rjett eins og þú — og svo eyðir hann peningum eins og skít. — Jeg var alltaf við því bú- inn, svaraði Orme. Er nokkur möguleiki, að hann gangi of langt í því og kosningu hans verði velt á þeim grundvelli — það er að segja fyrir mútur? — Kemur ekki til mála. Til þess er hann langtum of klók- ur. Hann myndi aldrei leggja sig í hættu fyrir það. Og þó J hann reyndi til þess, þá myndi ^ aðalmaðurinn hans, Massing-1 ham, verða fljótur að beina honum á rjetta braut. Massing- ham er gamall í hettunni og kann þetta uppá sína tíu fing- ur. Þetta er einvígi. Bara þú fyrir „Nýja flokkinn“ og Cra- ven fyrir þann ,,Rauða“, því að „guli“ maðurinn er genginn úr skaftinu. En jeg er hræddur um, að við missum fjöldann allan af þeim, sem kusu þig seinast. — Hversvegna? — Jeg er hræddur um, drengur minn, að það sje ein- mitt vegna spunavjelanna okk- ar. Þær eru stórkostleg nýjung, sem auka framleiðsluna geisi- lega, og jeg er hræddur um, að margir hugsi, að þær” muni leiða af sjer atvinnuleysi. — Þær þvert á móti auka at- vinnuna meir en nokkur hlut- ur. annar, svaraði Orme. Þær auka bæði framleiðslu og at- vinnu og kaup. Og það er fram- leiðslan, sem landið þarfnast. Og okkar menn auka hana með þessum vjelum og bæta um leið sipm eigin hag. Þú veist, að það er sjeð fyrir því í samningun- um. — Alveg rjett, en þeir eldri hafa illan grun á þessu og halda, að þeir hafi skaða af því. — Jeg lái þeim það ekkert, svaraði Orme. — Svo oft hafa þeir verið fjeflettir af húsbænd um sínum. Þeir myndu hafa illan grun á sjálfum erkiengl- inum Gabríel. En það verður bara ekki lengL Ef maður gerir Lancashiremanni eitthvert blátt áfram og heiðarlegt til- boð, þá gengur hann að því. Jeg er sjálfur Lancashiremað- irr og get úr flokki talað. Jeg vil altaf sjá spilin lögð á borð- ið. Fyrirætlun okkar er ennþá ný og ókunn og andstæðingar okkar hafa borið út lygasögur um hana. En kallarnir skulu fá að vita sannleikann þegar við tökum til óspiltra málanna eftir sigurinn. — Já, en þangað til er það okkur til ógagns. Sigurinn er enn ekki okkar. Jeg er ekki að barma mjer, Orme, heldur tek jeg blákaldar staðreyndirnar eins og þær koma fyrir. En hver kemur þarna? Þetta er svei mjer falleg stúlka. Bíll kom akandi og stansaði við, hliðið á verksmiðjunni, og Margaret Garth steig út úr honum, undurfögur og út úr augum hennar brann áhuginn. —- Þjer eruð þá hjerna í miðri orustunni? sagði hún og rjetti Orme höndina. — Jeg' hefi verið að róa undir við kjós endurna síðan seinast. Þessir bómúllarverkamenn hjerna í Westington eru skarpir eins og hnífar. En þeir eru heiðarlegir menn og þekkja rjett frá röngu. Þjer vinnið, hr. Orme. Hvað get jeg gert fyrir yður næst? — Þú sjerð, Ingram, að engl- arnir berjast mín megin, sagði Ormi um leið og hann kynti fjelaga sinn. — Ungfrú Garth? Nú, þjer eruð þá sú, sem Orme bjargaði frá þessum glæpamönnum í London, sagði Ingram um leið og hann tók litlu höndina, sem honum var rjett, með stóru krumlunni og hristi hana með ánægjusvip. — Já, það er rjett, svaraði Margaret og brosti og roðnaði. — Það er fyrirtak, sagði Ing- ram. — Þjer getið gert okkur gagn á við heila hersveit. — Hvaða vitleysa! svaraði Margaret. — Hvaða maður haldið þjer, að taki mark á mjer? En jeg hefi ekki einu sinni heyrt hr. Orme halda ræðu enn. Er ekki neinn kjós- endafundur núna? Mig langar að koma þar upp á pallinn og hlusta á. Má jeg það ekki, hr. Orme? — Jú, það skal hamingjan vita, þjer megið gera hvað, sem þjer viljið, svaraði Orme. En þrátt fyrir gleðina, sem hann fann til af nærveru hennar, var hann eitthvað vand æðalegur á svipinn. — Heyrf nú til, Ingram, jeg vil eki t sjá af þessum brellum þínum. Ekki eitt orð. Jeg ætla mjer ekki að vinna kosningu á heiðursmerki, sem jeg kann að hafa fengið í ófriðnum og heldur ekki á því að hafa bjargað stúlku, eða neinu þessháttar. Margaret lyfti fallegu hök- unni dálítið og hún leit á Orme með dálitlum. þrjóskusvip. — Jeg ætla ekki að fara að halda neinar ræður um það, að þjer hafið bjargað mjer, en ef einhver spyr, ætla jeg hinsveg- ar ekkí að þegja yfir því. Og jeg ætla að koma á fundinn! — Rjett hjá yður, ungfrú Garth! sagði Irgram með mik- illi áherslu, — það er rjett hjá yður að vera ekki að hlusta á vitleysuna í Orme. Hver maður á að fá það hrós, sem hann á skilið, segi jeg altaf, og okkur er það ómetanlegt gagn, að þjer skuluð verða viðstödd á fund- unum. En nú skulum við fara — maður má aldrei láta hátt- virta kjósendur bíða eftir sjer! Þegar þau gengu saman yfir torgið, heyrðust mikil fagnað- arlæti úr stóru húsi þar skamt frá, þar sem fáni Cravens var dreginn á stöng, og kosninga- auglýsingar fvrir Craven hengd ar upp. — Sir Melmoth er að tala á fundi þarna, sagði Ingram, — og þið getið heyrt á hávaðan- um, að hann er liðsterkur. All- ir verksmiðj ueigendurnir og fjöldinn allur af vjelamönnun- um er hans megin. — Það er meira en þeir þyrðu, ef jeg gæti sagt þeim, hver maður hann er, sagði Orme og beit á jaxlinn, — en við skulum koma og sjá hvort við getum ekki safnað eins mörgu fólki og hann. Þau komu nú í stóran sal, þar sem fundur Ormes átti að verða. Þar var fullt af fólki og margt úti á götunni, sem ekki hafði komist inn. Orme fór með þau inn um hliðardyr, en á pallinum voru þegar margir fylgismenn hans, sem heilsuðu honum með fögnuði. Aftur á móti var lítið af fánum eða auglýsingum. Undirbúningur- inn var ekki annað en það, sem hann sýndist. Hjer var aðeins flokkur, sem ætlaði að heyja harða orustu með sínum eigin verðleikum, án þess að eyða miklu fje í auglýsingar og þess háttar. illllllHltMHIUIIIIIIIHMIðllliailKIUHIIIíUIIIIUIIUIIIIIIINI Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 16. Það voru margir fleiri af þessum lýð og byrjuðu nu að rannsaka mig með mestu nákvæmni og forvitni. Þeir tóku í hárið á mjer, í fötin mín og klipu mig. Þeir sneru ' mjer við, til þess að sjá hvort jeg hefði hala, en þegar i þeir sáu að svo var ekki, ráku þeir upp mikla hlátra. Þeir höfðu stórar, hvítar og sljettar tennur, nema augntenn- urnar í efri gómnum, sem voru talsvert lengri en hinar, það sást altaf svolítið í þær, þó munnurinn væri lokaður. Þegar þeir höfðu athugað mig í nokkurn tíma, komst einn þeirra að því, að fötin voru ekki hluti af mjer sjálf- um, og rifu þeir þá það fat af mjer með yfirgengilegum hlátursköllum. Eins og apar fóru þeir nú að máta þetta fat á sjálfa sig, en þeir höfðu ekki nægilegt vit til þess að þeim tækist það og gáfust þessvegna upp við það. Meðan þetta gekk á hafði jeg verið að reyna að koma auga á Perry, en gat hvergi sjeð hann, þó jeg sæi vel trjen, þar sem hann hafði fyrst leitað hælis. Jeg var hrædduf um að eitthvað hefði komið fyrir gamla manninn, og þó jeg kallaði oft á hann eins hátt og jeg gat, fjekk jeg ekkert svar. Mannverurnar þreyttust að lokum á að leika sjer að fötum mínum og hentu þeim til jarðar. Svo tóku þeir mig tveir milli sín og lögðu af stað með mig af ofsahraða upp í trjánum. Aldrei hef jeg hvorki fyrr nje síðar lent í annarrri eins ferð og oft hefir mig dreymt um hana. Hafa þeir draumar jafnan endað í hryllilegri martröð. Það var stokkið með mig frá einu trje til annars, og kaldur sviti stóð á enni mjer, þegar jeg sá, hversu hátt var til jarðar. Jeg vissi vel, ef þeir sem báru mig, misstu mig, væri jeg dauður um leið og jeg kæmi niður. Og margt annað hugsaði jeg um. Hvað hafði orðið af Perry? Mundi jeg aldrei sjá hann aftur? Hvað höfðu þessir hálfmenn í hyggju að gera við mig? Voru þeir íbúar sama heims og þess, sem jeg hafði fæðst í? Nei, það gat ekki verið. Og Og samt hafði jeg ekki yfirgefið jörðina, mn það var jeg viss. Samt gat jeg ekki gert að því að mjer fannst jeg { Góð gleraugu eru fvrir öllu. i Afgreiðum flest gleraugna | recept og gerum vi’ ' augu. • | Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI W. F. Austurstræti 20. Trúboði nokkur var tekinn til fanga af villimönnum og dæmdur til dauða. Villimenn þessir höfðu þá einkennilegu venju, að fórnardýr þeirra áttu að segja skoðun sína á ein- hverju rnáli, sem gat verið vafamál. Ef höfðingi þeirra ákvað, að hann hefði rjett fyrir sjer, átti að skjóta fangann með eitruðum örvum, en ef það, sem hann hjelt fram, var dæmt rangt, átti að brenna hann lif- andi. En trúboðinn var snarráður náungi, og kom með setningu, sem hafði þær afleiðingar, að samkvæmt siðvenjum villi- mannanna, var ómögulegt að taka ha»n af lífi. Hvað sagði trúboðinn? Svar: Trúboðinn sagði: „Jeg verð brendur lifandi“. Ef höfðinginn sagði, að þetta væri rjett, átti að nota eitraðar örvar við aftökuna. Þetta mundi samt hafa það í för með sjer, að trúboðinn hefði rangt fyrir sjer, og ef svo var, átti að brenna hann á báli. En ef hann var brendur, mundu orð hans vera sönn, og þá var ómögulegt að taka hann af lífi á þann hátt, sem taka átti lygara af lífi. ★ Hirðfífl nokkurt kom einu sinni að konungi sínum, þar sem hann beygði sig yfir þvottaskál. Það lá vel á hirðfíflinu — of vel í rauninni — því hann sparkaði duglega í afturhluta hans hátignar. Kóngsi varð auðvitað voða- lega reiður og skipaði að taka fíflið af lífi, en á síðasta augna- bliki lofaði hann, að hirðfíflið skyldi sleppa, ef það gæti beðið afsökunar á þann hátt, að af- sökunin yrði í rauninni enn meiri móðgun en hið uppvuna- lega afbrot. Hirðfíflið hugsaði sig um andartak og sagði: — Jeg bið yðar hátign inni- lega afsökunar. Jeg vissi ekki, að jeg væri að brjóta af mjer við yður. Jeg hjelt þetta væri drotningin. Hinn stórríki sænski upp- ! finningamaður Alfred Nobel, hafði eitt sinn þjónustustúlku, sem ætlaði að fara að gifta sig. Hann bað hana að segja sjer ; heitustu ósk sín í tilefni af þessu, og kvaðst mundi reyna að uppfylla hana. Hún bað um eínar dagtekjur hans. Nobel gerði sem hún bað, og upphæð- in, sem hún fjekk var 28,462 1 sterlingspund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.