Morgunblaðið - 12.11.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ; Faxaflói: Vestan og NV-gola. Skýjað. Þriðjudagur 12. nóvember 1946 Þing Albýðusam- bandsins var seK á sunnudag NÍTJÁNDA þing Alþýðu- sambands íslands var sett á sunnudag í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar. Hermann Guðmundsson forseti þess setti þingið með ræðu. Á þessu ári- er sambandið 30 ára og í tilefni af því bauð það fulltrúum frá Norðurlönd um. Við setningu þingsins voru mættir Lind ritstjóri frá Verkalýðssambandi Svíþjóð- ar og Alfred Skar, ritstjóri frá V erkal ýðssambandi Noregs. Báðir tóku þeir til máls að iokinni þingsetningu, en hljómsveit Ijek þjóðsöngva þessara landa. Fulltrúar frá Danmörk og Færeyjum eru ekki enn mættir. Þá ávörpuðu þingfulltrúa þeir Guðjón B. Baldvinsson formaður Starfs mannafjelags ríkis og bæja, Lúter Grímsson frá Far- manna og Fiskimannasam- bandi íslands og Sigurður Guðgeirsson frá Iðnnemasam bandi íslands. Forseti þingsins var kosinn Þóroddur Guðmundsson. Hann fjekk 131 atkv Hannibal Valdimarsson fjekk 84. Fyrsti varaforseti Guðgeir Jónsson og annar Steingrímur Aðal- steinsson. Þing þetta sitja 230 fulltrú ar, af 240 kosnum, frá 123 sam bandsfjelögum. Þetta er fjöl- mennasta þing í sögu Alþýðu- sambandsins. iasssexfef! Feafher- stonehaugh leikur í kvöld JASS-SEXTETT Buddy Featherstonehaugh kom hing að til bæjarins fiugleiðis frá Prestwick um tvöleytið í gær, en þar höfðu hljóðfæraleikar- ernir verið veðurteptir í fjóra daga. — Blaðamenn hittu hljóðfæraleikarana að Hótel Winston í gær. í sextettinum eru, auk Featherstonehaugh, sem leikur á tenórsaxafón, þessir menn: Moss (trompet), Frazer (guitar),.Race (píanó) Seymour (kontrabassi) og Lcfts (tromma). Fyrstu hljóm Jeikar sextettsins verða í Gamia Bíó í kv'öld. Ekki er víst, að sextettinn geti leikið hjer oftar en tvisvar eða þrisv ar sinnum. Á hijómleikunum í kvöld verða leikin sautján lög, en breytt, efnisskrá verð- ui á síðari hljómleikum sex- tettsins. — Sextettinn Ijek nokkur lög fyrir blaðamenn- ina, og voru menn á einu máli tim það, að leikur hans væri með ágætum. Mun óhætt að fullyrða, aö betri jazzhljóm- sveit hefur ekki látið til sín heyra hjer í Reykjavík. Gecrg Grikkjakonungur snýr heim Georg Grikkjakonungur sjest hjer í skipsbátnum á leið til lands, er hann kom heim til Grikklands eftir landflóttann á styrjaldarárunum. Konungurinn er í dökkum einkennisfötum. Danski fiðluieikarinn Tworek kominn til /> Islands DANSKI fiðlusnillingurinn Wandy Tworek kom hingað til landsins í gærdag loftleiðis og hjelt fyrstu hljómleika sína í Gamla Bíó í gærkvöldi; I för með honum er kona hans og enn fremur Ester Vagning, sem aðstoðar hans við hljóm- leikana. Gert hafði verið ráð fyrir að Tworek kæmi hingað fyrr, en flugvjelin tafðist í þrjá sólar- hringa í Prestwich hjer voru í gærkvöldi eins og fyrr segir, en þeir næstu verða á miðvikudagskvöld. Byrjaði þriggja ára. Tworek er 33 ára að aldri. Hann byrjaði þriggja ára gam- all að leika á fiðlu og þegar harin var 14 ára var hann far- inn að leika í veitingahúsum. Hann stundaði nám hjá hinum þekta Max Schluter. Á stríðs- árunum hjelt hann marga hljómleika í Danmörku og ferð- aðist um landið. Einnig hefir hann haldið hljómleika víðar og leikið inn á plötur og í kvikmyndum. Hjelt hljómleika með utanfar- arkórnum. Tv/orek hjelt ^ina hljómleika með utanfararkór Sambands ís- lenskra karlakóra 1 sumar. — Kvaðst hann þá hafa sannfærst um að íselndingar væru mjög músíkalskir. Einnig hefir hann komið fram í hljómleikum með Elsu Sigfúss og Stefán íslandi. Hcfir stutta viðdvöl. Skipaskoðunarsfjéri kominn !i! Horna- íjarðar SKIPASKOÐUNARSTJÓRI og menn hans fóru í gær með flugvjel til Hornafjarðar, til þess að rannsaka að fullu flak ms. Borgey. Ekki var blaðinu kunnugt um hvenær þeir myndu koma til baka, en það mun ekki verða fyr en þeir hafa gengið úr skugga um aít er máli þessu viðkemur þar eystra. Skartgripir herloga- hjénanna af Wind- Tworek kvaðst hafa hlakkað I Rio De Jaaeiro í gærkvöldi mjög til þessarar íslandsferðar. ! OPINBERLEGA er tilkvnt Hingað hefir hann ekki komið ,í Árgentínu, að mikið af skart fyrr, en heyrt mikið um iand- 1 gripum hafi nýlega fundist í ið. Sjerstaklega langar hann farangri manns nokkurs af mikið til þess að sjá heitu hver- jítölskum ættum, sem kom ina. jflugleiðis frá Rómaboi'g til Tworek hefir aðeins stutta j Argentínu. Er talið líklegt, að viðdvöl hjer að þessu sinni. — þetta sje að minsta kosti hluti Hann fer hjeðan aftur 20. þ. m. j af skartgripum þeim, sem ný- þar sem ákveðið hefir verið, að (lega var stolið frá hertoga- hann haldi hljómleika ytra 25. hjónunum af Windsor,, c-r þau nóv. — Fyrstu hljómleikar hans |voru á ferð í Englandi. Reuter 75 þátttakendur í Sundmóti Ármanns Keppl verður í 11 greimim FYRSTA SUNDMÓT vetrarins — Sundmót Ármanns — fei' fram í Sundhöllinni annað kvöld. Skráðir til keppninnar em 75 þátttakendur frá sjö iþróttafjelögum. Ármann sendir 29, Ægir 20, KR 17, ÍR 5, Umf. Ölfusinga 2 og Umf. Laugdæla og Hjeraðssamband Þingeyinga einn hvort. Alls verður kept í 11 greinum. 303 stig Vísitalan KAUPLAGSNEFND og Hag- stofan hafa reiknað út vísitölu nóvembermánaðar og reyndist hún vera 303 stig, eða einu stigi hærri en sl. mánuð.Hækk- unin stafar af verðhækkun á strásykri, fatnaði o. fl. Hjótt brennasl í eldi SNEMMA á sunnudagsmorg- un, vaknaði Axel Þorsteinsson, Bjargarstíg 3, kjallaranum, við að svefnherbergi hans var al- elda. Hann vakti konu sína og fjögur börn, hið yngsta sex ára og bjargaði þeim út. Við þetta brendist hann á hægri hendi. Þegar kona hans frú Aðal- heiður Ingimundardóttir var komin út, hjelt hun eitt barn sitt enn vera inni. Fór hún inn í húsið og brendist við það á öxl og fótum. Þá var búið að bjarga barninu. Slökkviliðsmenn sem komu fljótlega á vettvang slökktu eldinn á skömmum tíma og urðu skemdir ekki mjög miklar. Slökkviliðsmenn fluttu hjónin í Landsspítalann. en þar var gert að brunasárunum. Skemfisatnkoma ungra Sjálfstæðis- manna í Rangár- vallasýsiu „FJÖLNIR“, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Rangár- vallasýslu hjelt skemtisam- komu í samkomuhúsi. Holta- manna s.l. laugardag. Jón Pálmason, forseti sam- einaðs Alþingis og Ingólfur Jónsson, alþingismaður fluttu ræður. Lárus Ingólfsson, leik- ari söng gamanvísur og Vig- fús Sigurgeirsson sýnid ís- lenskar kvikmyndir í eðlileg- um litum, hvorutveggja við mikla hrifningu fundarmanna Að lokum var svo dansað fram eftir nóttu. Á skemtun- inni voru um fjögur hundruð rnanns og skemti fólk sjer hið besta. ^ Meðal keppenda verða marg ir bestu suridmenn og sund- konur landsins. Skplu hjer að- eins nokkrir nefnáir; Ari Guð mundsson, Æ, keppir í 400 m. skriðsundi. Áslaug Stefánsi dóttir, UMFL, og Anna Ólafs- dóttir Á, berjast enn um sig- urinn í 100 m. bringusundi kvenna og sennilega einnig Is- landsmetið. Halld. Bachmann, Æ, Guðmundur Ingólfsson ÍRi Ólafur jGuðmundsson, ÍR, og Iæifur Eiríksson, KR, keppa allir í 100 m. baksundi karla. Meðal keppenda í 100 m, bringusundi karla eru gömlu keppinautarnir Sigurður Jóns son, Þingeyingur og nafni h'ans úr KR og ennfremur Atli Steinarsson, ÍR. Tvö mjög skemtileg boð- sund eru meðal keppnisgreina Það eru 4x50 m. boðsuncl kvenna (bringusund) og 8x50 m. boðsund karla. í kvenna- boðsundinu keppa þrjár sveit ir, tvær frá Ármanni og ein frá Ægi. í karlaboðsundinu eru einnig þrjár sveitir, ein frá Ármanni, ein frá Kr. ogí ein frá Ægi. Fjöldi landa þarfn- asf enn matvæla- sendinga Washington í gærkvöldi. L.A. GUARDIA, forstjóri ITNNRA, hefur farið fram á það við bandalag sameinuðu þjóðanna, að stofnaður verðí sjerstakur sjóður, að upphæð 100 miljón sterlingspund, til að koma í staðinn fvrir UNRRA, er sú stofnun verður lögð niður um áramótin. La Guardia heldur því fram að skorturinn næsta vor verðí engu minni en hann vár fyrir ári síðan, —"—- - - ....——•"—,•*, i i I í I Sijóriunáianámskeii j Heimdallar STJÓRNMÁLANÁM- SKEIÐ Ileimdallar heldur áfram í dag í Sjálfstæðis- húsinu. Málfundur verður frá kl. 17,15 og stendur til kl. 19. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.