Morgunblaðið - 17.11.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. nóv. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
7
Samningarnir.
STARFIÐ i samninganefnd
stjórnmálaflokkanna gengur
fremur hægt ennþá. Umræð-
urnar um stjórnarmyndun virð-
ast vera á undirbúningsskeiði
enn, meðan ekkert verður um
það sagt, hvaða flokkar það
verða, sem taka höndum sam-
an, til þess samstarfs, sem á að
miða að því að landsmönnum og
þá einkum sjávarútveginum
verði sjeð farborða.
Frá öndverðu var við því bú-
ist, að samningnum myndi miða
hægt áfram, á meðan flokks-
fundum þeim er ekki lokið, sem
boðað hafði verið til í nóv-
ember. Að afloknu þingi Al-
þýðusambandsins verður hald-
inn miðstjórnar- eða fulltrúa-
fundur Kommúnistaflokksins.
Þing Alþýðuflokksins hefir
staðið yfir undanfarna daga. Og
Framsóknarmenn eiga að koma
hjer saman innan skamms.
Fundur útvegsmanna.
MEÐAN á þessu stendur, hef-
ir Landssamband ísl. útvegs-
manna haldið hjer fulltrúafund
sinn. Er það mjög vel til fallið,
að þeir geri einmitt grein fyrir
afstöðu sinni til máianna, og
hvernig horfurnar eru fyrir út-
gerð landsmanna, áður en þing-
flokkarnir taka ákvarðanir sín-
ar. Því þegar alt kemur til alls,
þá er það aðalatriðið í þjóðar-
búskapnum, að sjávarútvegur-
inn geti blómgast. og haldið
áfram að standa undir þjóðar-
búinu.
A fundi útgerðarmanna voru
70—80 manns víðsvegar að af
landinu. Svo að þar komu fram
þau sjónarmið sem nú eru ríkj-
andi meðal útvegsmanna.
Á fundinum voru margar
ályktanir gerðar, til leiðbeining
ar fyrir hina ráðandi flokka á
þingi þjóðarinnar.
Yfirvofandi taprekstur.
ÓLAFUR JÓNSSON útgerð-
armaður í Sandgerði birti hjer
í blaðinu fróðlega og ítarlega
grein, er hann nefndi „Stað-
reyndir um sjávarútveginn“.
Þar skýrir hann m. a. frá
útgerðaráætl., sem gerð hefir
verið fyrir nýjan vjelbát, sem
á að gera út á næstu vertíð hjer
við Faxaflóa.
Verðið á fiskinum uppúr
sjónum er tahð 50 aurar á kg.
En til þess að útgerð bátsins
beri sig, þyrfti verðið að vera
85 aurar á hvert kg. í stað 50
aura.
Það virðist því skakka nokk-
uð miklu að sú framleiðsla geti
borið sig. Og er þó reiknað með,
að meiri veiði verði hjer í Fló-
anum, en í verstöovum annars-
staðar á landinu.
Ólafur gerir ennfremur grein
fyrir því, hvernig utkoman cr
á ísfiskveiðunum. Tapið á út-
gerð togara, sem veiðir í ís, og
fer með aflann til Englands, og
fara 24 dagar í að veiða fiskinn
og koma honum á markað, verð
ur með núverandi tilkostnaði og
verðlagi kr. 43,500,00.
í þessari áætlun vekur það
sjerstaka eftirtekt, að reiknað
er með því, að afli togarans
seljist fyrir 5,692 sterlingspund.
Fyrir stríð seldist ísfisksfarm-
ur togara jafnaðarlega fyrir
1000—2000 sterlingspund, eða
jafnvel innan við eitt þúsund
pund stundum.
Einhugur um
viðreisn.
REYKJAVÍKURBRJEF
fundarins flutti framkvæmda-
stjóri Landssambandsins Jakob
Hafstein ræðu, þar sem hann
benti m. a. á, hvílík nauðsyn
það er, að þjóðin standi sam-
einuð í því, að komið verði í
veg fyrir, að sjávarútvegurinn
stöðvist. Hann fullyrti, að farið
væri að bera á því, að menn
16. nóvember
utanríkisverslun okkar í stórum
dráttum á styrjaldarárunum.
Þessi grein dr. Odds, ásamt
grein Helga Bergssonar, er áð-
ur hafði birst hjer, kveða nið-
ur margar fjarstæður og rang-
færslur, er haldið hefir verið á
færu af veiðiskipunum, til þess ^ lofti um verslunarmál okkar á
að taka heldur að sjer bygginga ! sígustu árum.
\innu og aðia vinnu í landi, j Með því einíaldlega að leggja
þvi landvinnan væri betur borg salnan verðmæti innflutnings
uð í svipinn, en sjálf vinnan. 0g útflutnings landsmanna á
við framleiðslu sjávarafurða. I styrjaldarárunum, þá kemur
Það gefui auga leið, að þá þag ; ijós, að enda þótt útflutn-
verður ekki mikið úr nýsköp- ingurinn hafi tvöfaldast á þess-
un atvinnuveganna við sjóinn, I um arum frá þvi sern hann var
ef menn fást ekki til þess að á árunum fyrir stríð og meira
vinna á veiðiskipunum. t;t þá er þag ehhi af útflutnings
Svo var að heyra á Þjóðvilj- (versluninni sem innstæður söfn
anum, að Alþýðusambandsþing uðust eriendiS) heldur af þeim
íð ætlaði að taka þetta mál til ^ greigslum er rUnnu inní land-
ið frá setuliðinu er hjer var.
Á árinu 1940 varð útflutn-
ingurinn 59 miljónum króna
meiri en innflutningurinn.
Næsta ár var verslunarjöfnuð-
urinn hagstæður um svipaða
upphæð. En þegar tekinn er inn
flutningurinn árið 1941—1944,
þá nam hann samanlagður eins
miklu og útflutningurinn. Öll
tekjumiklu árin 1941—’44 safn
aði þjóðin engum erlendum inn
stæðum með útflutningi.
sjerstakrar athugunar, að sjó-
menn yrðu að fá eins hátt eða
hærra kaup en þeir sem í landi
vinna. En ekki hefir það komið
í ljós ennþá, hvaða ráð verka-
lýðsfjelögin hugsa sjer að taka
upp, til þess að fá á þessu hinn
rjetta jöfnuð.
Gestakoma.
ÞRÍR erlendir verkamanna-
leiðtogar hafa komið hingað
sem gestir Alþýðusambandsins,
til þess að sitja þing þess. Frá
Sviþjóð Albin Lind ritstjóri, frá
Noregi Alfred Skar rithöfund-
ur og Carl P. Jensen ritari
danska Alþýðusambandsins.
Á sunnudaginn var, birti
Alþýðublaðið viðtal við Alfred
Skar og Albin Lind. Segir svo
um álit þeirra m. a. á kaup-
gjalds- og dýrtíðarmálum:
„Við krefjumst ekki kaup-
hækkana og viljum með því
forðast dýrtíð og lággengistíma.
Við vinnum að því að halda
öllu niðri, til að forðast dýrtíð,
því hún fer verst með verka-
lýðinn. Við vinnum markvisst
að því, með hinum sósíal-demó
kratisku alþýðuflokkum, að
koma á þjóðarbúskap, sem
bygður sje á traustum grund-
velli, en sjáum svo um, að all-
ar endurbætur á kjörum komi
fyrst til þeirra, sem við erfið-
ust kjör eiga að búa.“
Frá Noregi.
ALFRED SKAR sagði Al-
þýðublaðinu m. a. svo frá: I Al-
þýðusambandi Noregs eru 38
fagsambönd. Kommúnistar ráða
aðeins í einu þeirra. ... Meðan
Noregur var hernuminn tóku
Nasistarnir völdin í Alþýðusam
bandinu og tveir kommúnistar
voru settir yfir það. . . . Dýrtíð
er ekki mikil hjá okkur. Vísi-
[talan er 160 stig, miðað við 100
stig fyrir stríð. . . . Við gætum
hækkað kaup verkalýðsins upp
úr öllu valdi ef við vildum, en
við viljum það ekki, af því við
viljum ekki kalla yfir okkur
dýrtíð og lággengi. Við þekkj-
um nefnilega af reynslunni
hvaða áhrif það hefir. Sú stefna
sem verkalýðssambandið hefir
nú, var samþykt á síðasta þingi
þess í einu hljóði“.
Þetta eru fá orð í fullri mein-
ingu.
I
Þróun gjaldeyris-
rnálanna.
DR. Oddur Guðjónsson form.
Viðskiptaráðs, skrifaði hjer í
í UPPHAFI útvegsmanna- 1 blaðið grein, þarsem hann rakti
Innstæðurnar.
í ÁRSLOK 1944 voru erlendu
innstæðurnar 562 miljónir kr.
Innstæður vegna hagstæðs versl
unar jöfnuðar voru þá 57 millj.
kr. En 505 miiljónir hafði þjóð-
in aflað með öðrum hætti en
vöruútflutningi. Gjaldeyririnn
er við keyptum af herstjórnun-
um til ársloka 1944, var samtals
427 milljónir króna eða rúml.
85 milljónir á ári í 5 ár.
Erlendu innstæðurnar voru
þ. 1. okt. s. 1. 301 milj. kr. hafa
rýrnað um 261 millj. síðan í
árslok 1944. Vöru-útflutning -
urinn á árinu 1945 og fram til
1. okt. í ár nam 471 miljón. En
samantalin notkun þjóðarinnar
á erl. gjaldeyri hefir á þessa
tímabili numið 733 milj. kr.
Þau blöð sem mest geipa um
þessi mál, hafa haldið því fram.
að gjaldeyriseyðslan á þessu
tímabili hafi verið 1,200 milj.
Svo þar skakkar um 500 milj.
eða hálfan miljarð. Er þetta
sennilega stærsta reiknings-
villa, sem fram hefir komið, :
útreikningum manna eða rang-
færslum um íslensk viðskipta-
mál og sýnir hve vissum mönn-
um hefir verið umhugað um,
að fara með vitleysur, er þeir
hafa þóttst vera að leiða sann-
leikann í ljós í viðskiptamálum
þjóðarinnar.
Nokkrar staðreyndir.
YFIRLITIÐ yfir viðskipta-
og atvinnuhagi þjóðarinnar í
dag er í stuttu máli þetta.
Erlendu innstæðurnar hafa
safnast að þvínser öllu leyti fyr-
ir utanaðkomandi orsakir, sem
við á engan hátt áttum þátt í,
eða gátum haft áhrif á. Til þess
að þeir fjármunir, sem þannig
hafa fallið þjóðinni í skaut,
komi að varanlegu gagni, þurfa
þeir að notast til að skapa mcgu
leika fyrir auknum afkösturr. og
auknum vöruútflutningi í íram
tíðinni.
Nú í svipinn er þanig um-
horfs með þjóðinni, að ekki er
sjáanlegt að aðalatvinnuvegur
landsmanna geti aukist, heldur
benda líkur til, að óbreyttum
aðstæðum, að framundan sje
taprekstur á útgerð, og menn
yfirgefi skipin vegna þess að
arðvænlegra sje að vinna að
því að byggja hús og þvíum-
líkt, heldur en að vinna að fran
leiðslunni.
Þingið getur ekki skilið við
þessi mál fyrr en teknar eru
upp aðferðir, til að tryggja hai a
lausan rekstur útgerðarinnar,
ekki aðeins um stundarsakir
heldur svo að að varanlegu
gagni komi.
Brotnar kýr.
ÁÐUR en fyrir lágu greini-
legar skýrslur um það, hvernig
innflutningnum hefir verið var-
Ið, og nú hvernig erl. innstæð-
urnar eru til komnar og þróun-
in hefir verið í þeim málum, þá
reyndu óhlutvandir blaðasnakk
ar að telja mönnum trú um, að
halla hefði tekið undan fæti í
þjóðarbúskapnum, vegna þess
að svo mikið hefði verið flutt
til landsins, af óþarfa varningi,
en innflutningur slíkur, hefir á
ustu á
á meðal verið nefndur gler-
kýr.
Nú hafa skýrslur um þessi
mál verið leiddar í ljós svo
menn hafa sjeð, að orsakanna
fyrir hinu ískyggilega ástandi í
þjóðarbúskapnum er annarsstað
ar að leita en í sambandi við
glerkýrnar, því innflutnings-
skýrslur sýna, hve óþarfavar-
an nemur litlum hluta af inn-
flutningnum.
nú að gera tilraunir með skygni
tæki, sem eru svo fullkomin,
að hægt eigi að vera að sjá með
þeim síldartorfur í sjó og á yf-
irborði sjávar, sem eru fleiri
hundruð kílómetra frá sjáand-
anum. Reynist þetta rjetthermi,
þá ætti að vera hægt að skygn-
ast með einu slíku tæki eða
tveim, um öll hin venjulegu
síldveiðimið fyrir Norðurlandi.
Skyldum við hafa efni á þvi
að vera langt á eftir öðrum
með notkun slíkra undratækja?
Einokun og
ófrelsi.
ÞVI hefir verið fleygt manna
á milli, að hið „róttæka aftur-
hald“ í landinu, hugsi til þess
að koma upp verslunareinokun
arbákni, og láta í veðri vaka að
það eigi að leysa vandkvæði at-
vinnuveganna og ljetta undir
með almenningi. Aldrei gæti
slík viðskiftaófreskja orðið til
annars, en gera innflutnings-
vörur dýra að óþörfu, og skapa
óþægindi og glundroða í við-
skiftum.
Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS
kom á dögunum heim, frá því
að hafa setið þing alþjóðasam-
bands samvinnumanna í Zurich
í Sviss.
Er hann var nýkominn það-
!.
Síldin.
í GREIN dr. Odds Guðjóns-
sonar er minst á síldaraflann
síðustu 3 sumur, og skipafjöld-
ann, er við veíðarnar yar hvert
árið.
Síldarskipin voru í sumar sem
leið rúrnl. einu hundraði fleiri
en árið 1944. Bræðslusíldarafl-
inn var í sumar 1,171,000 hektó
lítrar. En ef aíiinn hefði að jafn
aði verið sá sami á skip, og hann
var árið 1944, þá hefði heildar-
aflinn í ár orðið um 4 miljónir
hektólítra og útflutnings verð-
mæti bræðslusíldar-afurðanna
orðið um 130 miljónir króna.
Það er undarlegt. að nokkur
skuli hika við að leggja til, að
fá hingað fullkomið hafrann-
sóknaskip, þegar bað getur olt-
ið á hundrað miljónum króna,
til eða frá, hve mikil útflutn
ingsverðmæti fáist uppúr einni
síldarvertíð hjer við landið.
Menn vita alveg með vissu, að
gnægð síldar er í sjónum. Af-
köst síldarverksmiðjanna hafa
verið tvöfölduð, með ærnum
kostnaði, til þess að hægt sje
að hagnýta metafla, þegar hann
kemur. En aðalatriði málsins er
vanrækt, að gera alt sem í mann
legu valdi stendur, til þess að
finna síldina.
Við þurfum ransóknarskip
til þess að hægt sje að fá'auk-
inn kunnleik á göngum síldar-
innar og orsökunum fyrir breyt
ingum þeirra. En vera má, að
nú sje það ekki nægilegur und-
irbúningur, þegar aðrar þjóðir
eru í óðaönn að útbúa tæki,
til þess að síidveiðimenn geti
sjeð síldartorfurnar í sjónum
langar leiðir.
Heyrst hefir að Skotar sjeu
hann þar segir hann m.a. frá
nokkrum samþyktum, er al-
þjóðasamband þetta gerði, til
þess að marka stefnu sam-
vinnumanna í heiminum.
Forstjórinn segir svo frá, að í
þessum samþyktum þingsins
hafi verið lögð sjerstök áhersla
á, að komið yrði á meira frjáls-
ræði í viðskiptum þjóða í milli.
Alveg sjerstaklega, segir Vil-
hjálmur var þó lögð áhersla á,
að takmörkuð yrði hverskonar
þjóðnýting í verslun og viðskift
um.
Þar hefir þessi forystumaður
í Framsóknarflokknum kveðið
uppúr með, að samvinnumenn
yfirleitt sjeu bví fráhverfir, að
þjóðnýta verslunina. Ef flokks-
menn hans hugsa sjer, að leggj-
ast á móti stefnu samvinnu-
manna úti um heim, er ætl-
andi að Vilhjálmur Þór sje sá
atkvæðamaður innan flokks síns
að hann geti komið viti fyrir
flokksbræður sína. Ekki er að
efa að hann mælir af fullri
einlægni er hann fordæmir þjóð
nýtingu verslunarinnar.
FERMING í DáS
í Dómkirkjunni kl. 2
Halgrímssókn.
Sr. Jakob Jónsson.
Drengir:
Beinteinn Ásgeirsson, Njáls-
götu 69.
Guðjón Agnar Egilsson, Öldu-
götu 53.
Steinar Waage, Eiríksgötu 25.
Vilhjálmur Bjarni Vilhjálms-
son, Skólavörðuholti 12.
Stúlkur:
Lísabel Signolín Davíðsdóttir,
Njarðargötu 35.
Oddný Ásmundsdóttir, Týs-
götu 5.
Regína Hanna Gísladóttir, Sól-
vallagötu 33.
Sigrún Víglundsdóttir, Lauga-
vegi 70.
Svava Hrefna Þorsteinsdóttir,
Mjóuhlíð 14.