Morgunblaðið - 17.11.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. nóv. 1946
BLÓÐSUGAN
£ft ir JoL n Cjoocl i
EininiiiiiimiiiiiiiiimniiiiiiiiiiniHiiiminniiiiiisiiiiiiiiiiiiiii
niiiiiiiiiiiuiimiiiiiiimimiimuiHiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiia
41. dagur
— Er það ekki yndislegt ..
dásamlegt? kallaði hún. — Við
höfum unnið sigur, og hver j
getur svo sagt, að ranglætið j
Hún sneri sjer að Orme og [
sagði: — Þetta er okkar dagur!
— Víst er það! tók Ingram
fram í, og Orme getur þakkað
yður fyrir það! Hann kemst að
með ekki nema 152 atkvæða
meirihluta, en þjer hafið út-
vegað okkur fleiri atkvæði en
það, og ef þjer hefðuð ekki
barist með Orme, hefði hann
áreiðanlega aldrei komist að.
— Þetta er satt! sagði Orme
og sneri sjer að Margaret, sem
hló og tók í hönd hans. En áður
en nokkurt þeirra gæti sagt
meira, kom hópur af aðalstuðn-
ingsmönnum Ormes inn í her-
bergið til að óska honum til
hamingju. Fólk í Lancashire
sleppir sjer við svona tækifæri.
En hávaðinn í herberginu hvarf
fljótt fyrir öðrum enn meiri
hávaða að utan. Hóparnir úti á
torginu höfðu heyrt úrslitin, og
húrrahrópin urðu nú að sam-
anhangandi djúpu öskri. Að
neðan neðan mátti heyra grenj-
að, — John Orme, komdu og
sýndu þig.
— Nú er mannskapurinn
orðinn vitlaus! sagði Ingram.
— Blessaður farðu út og heils-
aðu upp á háttvirta kjósendur,
annars hætta þeir ekki fyr en
kofinn hrynur.
Orme gekk út að glugganum
og dró Margaret hálfnauðuga
með sjer. Nú keyrði hávaðinn
fram úr öllu hófi.
— O, hvað þau eru sæt! æpti
lagleg verksmiðjustúlka, hvelt
og veifaði með sjalinu sínu. —
Stúlkan lengi lifi! John Orme
hefir sigrað tvisvar!
Margaret slapp frá gluggan-
um aftur og roðnaði hlæjandi.
I augum hennar var ljómi, sem
ekki einu sinni Orme sá. Þegar
Orme gat fengið hljóð, hjelt
hann stutta tölu til kjósend-
anna og þakkaði þeim fyrir
sigurinn. Hann sagðist eiga
þeim sigurinn að þakka og lof-
aði að launa þeim það.
I þessu bili skeði annað. sem
dreifði athyglinni frá Orme.
Vagn sigraða frambjóðandans
kom hægt og hægt yfir torgið
og staðnæmdist á því miðju.
Hávaðann lægði, því margir
vildu heyra, hvað hann ætlaði
að segja.
— Westington - kjósendur!
kallaði Sir Melmoth skýrum
rómi. — Jeg þakka ykkur. Jeg!
hefi tapað, en jeg hatast ekkert;
við andstæðinga mína fyrir,
það. Þetta hefir verið jafn bar- j
dagi og jeg vona að sama skapi
heiðarlegur. Og jeg kann að,
taka ósigri eins og sannur Eng- J
lendingur.
Einhverjir æptu fagnaðaróp'
og vagninn hjelt leiðar sinnar.:
— Hann tekur því þó að j
minsta kosti eins og mnður, j
sagði einhver þeirra, sem var
inni hjá Orme.
— Einmitt það? svaraði Ing- j
ram. — Nei, þegar Craven íer
að tala fagurlega, þýðir það
ekki annað en það, áð éitthvað,
óhreint er á seiði, getið þið reitt j
ykkur á. Ingram datt síst í hug, <
hversu sönn þessi orð hans
voru.
— Jæja, hann hefir hvað sem
öðru líður, beðið lægra hlut og
er nú úr sögunni, sagði sá, sem
fyrr hafði talað.
— Jeg er ekki líkt því bú-
inn að ganga frá þeim högg-
ormi enn, sagði Orme, en hins
vegar ætla jeg ekki að hætta,
fyr en hann hefir fengið mak-
leg málagjöld.
— Þú byrjar að minsta kosti
vel, sagði Ingram. Hann lagði
höndina á öxl Ormes. — En
mundu nú, að þú þarft að vera
í London í kvöld. Það er vinnu-
harka, veit jeg, en hins vegar
verðum við að ganga endanlega
frá verksmiðjunni okkar.
— Rjett er það, svaraði
Orme. — Jeg ætti að fara að
komast af stað. En jeg ætla
samt að halda herbergjunum
hjerna, því jeg verð kominn
aftur eftir tvo daga.
Margaret, sem hafði hlustað
á, varð dapurleg á svipinn.
— Jeg var að vona, að þjer
kæmuð með mjer til frú Dere-
ham, svo vil gætum haldið sig-
urinn hátíðlegan. sagði hún.
Orme greip báðar hendur
hennar.
—- Jeg hefði alt viljað til
vinna að geta komið, sagði
hann, lágt og alvarlega, — en
þessi ferð er því miður alveg
óumflýjanleg. Jeg get ekki
brugðist Ingram. Verðið þjer
hjerna þegar jeg kem aftur?
— Jeg bíð eftir yður, sagði
Margaret, blátt áfram.
Klukkustund síðar sat Orme
í hraðlestinni á suðurleið, í
dimmunni. Hann var frá sjer
numinn af gleði og vonum um
framtíðina. En þó var það ekki
gleði yfir kosningunni, sem
fyrst og fremst fylti hjarta
hans, heldur myndin af Mar-
garet, hið fagra andlit hennar
var sí og æ fyrir augum hans
og augnatillit hennar fjekk
hjarta hans til að slá hraðar
og fylti hann von, sem hann
hafði ekki þorað að segja frá
með orðum.
— Þegar jeg kem aftur, ætla
jeg að segja henni það, sagði |
hann við sjálfan sig, — og ef j
kraftaverkið skeður .... ef i
hún elskar mig .... er jeg
hamingjusamari en voldugasti
maður heimsins. Margaret,
elskan mín; jeg er að berjast
fyrir þjer en ekki fyrir frægð
eða hefnd.
Sir Melmoth var kominn í
skrautlegu íbúðina sína 1
,.Hvítu Rósinni“ og hlustaði,
kurteis en leiður í skapi, á
huggunarorð hinna ýmsu stuðn
ingsmanna sinna. Hver einn
þeirra þóttist vera að segja eitt-
hvað frumlegt, og fullvissaði
hann um, að hann hefði unnið
„siðferðilegan sigur“. Þegar sá
síðasti var loksins farinn, brosti
h : og blandaði sjer í glas.
- „Siðferðilegur sigur“ get-
ur náttúrlega verið góður, það
lann nær, sagði hann hugs
auui við sjálfan sig, — en ann-
ars var siðíerðið aldrei minn
sterkasti litur. Og kanske held-
ur ékki rjétt að nota tilsvar-
andi lýsingarorð um það, sem |
næst skeður. t
— En hvenær skeður það?
Það þætti mjer gaman að vita,
bætti hann við og tók sjer
vindil. — Það ætti að verða
mjög bráðlega, ef mjer skjátl-
ast ekki. Heiðursmaðurinn
Linke hefir fengið sín hundr-
að pund í viðbót. Og Massing-
ham er farið að gruna, að ekki
sje alt með feldu. Og ef hann
er eins strangheiðarlegur og
jeg tel hann, lætur hann ekki
á sjer standa að rannsaka þann
grun nánar. En ef þetta nú
bregst og jeg næ ekki sætinu,
er jeg búinn að vera. A þessu
þingsæti veltur öll mín tilvera.
Hann hjelt áfram að hugsa
málið og horfði á reykinn, sem
liðaðist upp í loftið. Þá heyrð-
ist títt fótatak úti fyrir og
Massingham kom æðandi inn.
Kosningasmalinn virtist í ó-
venjulega æstu skapi og litla,
skarpa andlitið ljómaði af eft-
irvæntingu.
— Setjist þjer niður, Mass-
ingham, og takið við þakklæti
mínu, sagði Craven vingjarn-
lega, — en farið þjer bara ekki
að segja mjer, að jeg hafi unn-
ið „siðferðilegan sigur“.
— Jeg er yfirleitt ekki hing-
að kominn til að þvaðra um
neinn hjegóma, svaraði Mass-
ingham. En svo sannarlega sem
jeg lifi, þá held jeg, að þjer
vinnið kjördæmið, þrátt fyrir
alt.
Sir Melmoth gerði sjer upp
undrun og fórst það vel. Hann
spurð, hvað Massingham væri
eiginlega að fara.
— Jeg meina ekki annað en
það, að það hafa átt sjer stað
svik hjá andstæðingum okkar,
sagði smalinn, — og það getur
ekki hjá því farið, að sætið
verði dæmt af Orme. Nú skal
jeg segja yður, hvernig málið
liggur fyrir. Jeg hefi hóp af
glöggum mönnum, sem gæta
að öllu þessháttar. Og einn
þeirra fann nokkuð, sem var
grunsamlegt. Hann komst að
því, að kjósendur hafa fengið
feitar stöður við verksmiðju
Ormes og jafnvel fengið út-
borgaða peninga, að því til-
skildu. að þeir kysu hann. Og
það hafa þeir gert. En þetta
verður að vera okkar á milli,
rjett í bráðina, því jeg er að
leita að einhverjum áþreifan-
legum sönnunum, og á sama
augnabliki, sem jeg hefi fengið
þær, kærið þjer.
— Jæja, sagði jeg yður það
ekki strax, að Orme væri fant-
ur? sagði Craven. — Hitt datt
mjer bó ekki í hug, að hann
gerði þetta. En maður, sem
saurgar kosningu,. getur gert
hvað annað verra sem er.
— Jeg efast nú enn um, að
Orme hafi nokkurn tíma sam-
þykt þetta eða vitað af því,
sagði Massingham, — því þetta
er svo klaufalega gert. Líklegra
er, að einhver bjáninn hans
megin hafi ætlað að gera hon-
um þennan greiða. En það ger-
ir engan mismun, það kostar
hann sætið jafnt f.yrir því.
— Eru þessi keyptu atkvæði
svo mörg, að þau svari meiri-
hlutanum hans? spurði Craven
með sakleysissvip. — Hanh
hafui hundrað fimmtíu og . ..
BEST AD ATTGÍ VSA
f ivtorgtnviíT.Anrvi■
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAE RICE BURROGHS.
eins við að miða, eins og í þetta sinn. Þegar hundurinn
var rjett kominn að mjer, kastaði jeg, og steinninn kom
af heljarafli beint í trýnið á honum, svo hann hrökklaðist
ýlfrandi undan og veltist á hrygginn.
í sama bili gullu við öskur og óp frá apafólkinu, og
jeg sá fljótt að það var ekki vegna þess hvernig útreið
hundurinn hafði fengið. Það kom nefnilega flokkur hlaup-
andi eftir skarðinu inn í dalverpið, flokkur loðinna manna,
sem líktust mest Górillaöpum. Þeir voru vopnaðir öxum
og spjótum og höfðu langa sporöskjulagaða skildi.
Þeir rjeðust á apamennina, sem óðir væru, og hund-
urinn, sem hafði nú skreiðst á fætur, flýði undan þeim
eins hratt og hann komst. Bæði þeir sem flúðu og hinir,
sem eftir sóttu, fóru framhjá okkur Perry, og hinir loðnu
iitu tæplega á okkur, fyrr en allir apamennirnir voru
horfnir af sjónarsviðinu Þá komu loðnu mennirnir til
okkar aftur, og einn sem virtist einhverju ráða, bauð að
við værum fluttir með þeim.
Þegar við vorum komnir út úr dalverpinu og niður á
sljettuna, sáum við langa halarófu karla og kvenna, manna
eins og við vorum sjálfir og í fyrsta skipti á þessum und-
arlega stað, fann jeg' til einhvers sem líktist því að væri
von eða ljettir. Að vísu var þetta fólk hálfnakið og villt
ásýndum, en að minnsta kosti var það skapað í sömu
mynd og við vorum sjálfir, það var ekkert hryllilegt nje
viðbjóðslegt við það eins og allar hinar verurnar í þessum
undraheimi.
En þegar við komum nær, dofnuðu vonirnar aftur hjá
okkur., því þá sáum við að fólkið var allt hlekkjað saman.
Hafði hver og einn hlekki um hálsinn og var með þeim
tengdur við næsta mann, en loðnu górillamennirnir voru
fangaverðir þessarra manna. Án mikillar viðhafnar vor-
um við Perry festir saman við hlekkjum og tengdir við
þá síðustu í röðinni. Síðan var aftur haldið af stað.
Allt til þessa höfðu viðburðirnir og hraði þeirra haldið
okkur uppi, en nú fór hitt að segja til sín, að langt var
Mrs. Vernon O. Capo frá
Cortes, eignaðist tvíbura í dag.
Mrs. Capo á tvíburasystir.
Maður hennar á bræður, sem
eru tvíburar.
Ljósmóðir frúarinnar á tví-
bura.
Læknir frúarinnar er tví-
buri.
Og maðurinn, sem skrifaði
þessa frjett, á tvíbura. — (Ur
blaðinu Seattle Post-Intelli-
gencer.
★
Maðurinn skrifaði dagblað-
inu: Kæri ritstjóri. Jeg er ást-
fanginn í mjög ólaglegri stúlku,
en sjerstaklega falleg stúlka,
sem er ákaflega rík, vill giftast
mjer. Hvað á jeg að gera?
Svar ritstjórans: Auðvitað
eigið þjer að giftast þeirri, sem
þjer elskið. Gerið mjer þann
greiða, að senda mjer nafn og
heimilisfang hinnar.
★
Maðurinn keypti sjer einn
vindil og gekk út. Fimm mín-
útum seinna þaut hann inn í
verslunna.
— Þessi vindill er bráð-
drepandi, hrópaði hann.
— Yður ferst að vera að
kvarta, svaraði verslunarmað-
urinn, jeg sit með meir en þús-
und sömu teguridar.
★
Húsbóndinn hringdi til pípu-
lagningarmannsins og sagði:
„Voruð það þjer, sem komuð
heim til mín í morgun, til að
gera við lekann í vatnsleiðsl-
unum?“
„Já,“ var svarið.
„Og sögðuð þjer ekki kon-
unni minni, að þjer væruð van-
ur þessari vinnu og mistækist
aldrei?“
„Jú, það getur verið, að jeg
hafi sagt eitthvað á þá leið“.
„Jæja, hvernig stendur þá á
því að ljósakrónan í stofunni
gýs vatni eins og gosbrunur, og
kranarnir í baðherberginu
standa í björtu báli?“
★
Yfir 60.000 manns í Banda-
ríkjunum eiga einkaflugvjelar.
Tala þerra hefir tvöfaldast á
einu ári.
★
Það er krökt af fólki í kirkju
görðunum, sem hjelt að ver-
öldin gæti ekki komist af án
þess.
★
Það eru til meir en 2000 teg-
undir af nöðrum, og þar af e. :
um 600 eitraðar.
Danski fánnn er talinn einn
af elstu þjóða fánum veraldar-
innar. Hann hefir verið í notk-
un síðan á 13. öld.