Morgunblaðið - 19.11.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. nóv. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 ELDSVOÐINN VIÐ AMTMANNSSTÍG mn Frh. af bls. 2. í sundið með stiga til að komast upp á kvist á nr. 4, því! óttast var að þar væri eitthvað eftir af fólki inni. En slökkvi- liðsnienn urðu brátt að fara með stigann burt úr sundinu sökum hita og reyks, enda var hætta á að það kviknaði í stiganum. Af þessum ástæðum var heldur ekki hægt að bjarga Amt- jmannsstíg 4A nje íbúðar- skúrnum, þar sem ekki var kom ist að þeim húsum. Kviknar i K.F.U.M. Mjög fljótlega komst eldur í hús K.F.U.M.. sem einnig var við sundið, að vestanverðu. Hálf byggingin er gömul timburbygg íng, en helmingunnn er nýlegt steinhús, næst olíuportinu. Eld- urinn læsti sig efst í timburhús K.F.U.M. og ennfremur í Amt- mannsstíg 2, hús Sigfúsar Sig- hvatssonar, sem er beint á móti Amtmannsstíg 4, aðeins sundið á milli. gekk slökkviliðið að því að verja þessi tvö hús, svo og hús Gunnþórunnar Halldórs- dóttur Amtmannsstíg 5, sem er stórt timburhús, og nýbygg- ing úr steini. Ennfremur læsti eldur sig í glugga á húsinu nr. Húsið Amtmannsstígur 4 alelda, áður en það hrundi. Þessi mynd er tekin skömmu eftir að slökk\úliðið kom á vett- vang. (Ljósm. Guðm. Kr. Björnsson). an upp aftur og varð að senda menn á vettvang á ný. Neistaflug suður um alt. Neistaflug náði suður um all- an bæ. Voru margir sem ótt- uðust að eldurinn myndi breið- ast út um öli Þingholtin. Við Þingholtsstræti er Sóttvarnar- húsið. Frk. María Maack, sem þar stjórnar húsum, greip til 6 við Amtmannsstíg, sem erj, „ . , , . . L , tt, x tÍ- u h þess raðs, ao lata dæla vatni ur jvatnsslöngu á alt húsið hjá sjer. Var það virðingarverð viðleitni, sem slckkviliðsst.jóri hældi steinhús. Húsin við Þingholts- | stræti nr. 12, 14 og 16 voru einnig í hættu og ennfremur kviknaðií húsinu nr. 11 við Bók hlöðustíg. Öll þessi hús tókst að verja að mestu og að lokum var ráðið við eldinn í þeim. Tvisvar eða þrisvar töldu slökkviliðsmenn sig hafa kæft eldinn í suðurenda Amtmanns- stígs 2, en eldur gaus þar jafn- mjog. Eldurinn i K.F.U.M. FIús K.F.U.M. var lengi í mikilli hættu. einkum sökum þess að ekki var komist að því! með slökkvitækin nema að j vestan og norðanverðu frá, sök j Grumman- Loftleíða komu í /Ttr ^KJCLlxUL :ær Alfreð Elíassois Slaeg elmmi feelrra frá Georiía 0 Reykjaviur i ________ ÞRÍR FLUGBATAR bættust við flugflotann í gær. — Klukkan rúmlega 4 komu hinir þrír Grummanflugbátar flugfjelagsins Loftleiðir h.f. Alfreð Eliasson, flugmaður, flaug þeim er fyrst settist, en hinum tveim flaug amerísk óhöfn. Flugbátarnir eru af sömu® gerð og eldri bátar fjelags- bátarnir eftir um 5 klukku- íns. Fjelagið keypti þá af stunda flug. Bandaríkjastjórn suður í Georgiafylki ívrir mjög hag- kvæmt verð. Þeir eru lítið notaðir og hreyflar þeirra eru alveg nýir. Alfreð flaug einum þeirra alla leið frá Georgia til Reykjavíkur. Áður ep lagt var upp í ferð Sna hingað heim voru auka- bensíngeymar settir í flugbát- ana, en síðan var k'aldið af stað til íslands. Var fyrst flogið til Goosebay í Labra- dor. Þar voru flugbátarnir veðurtepptir í 2 vikur, vegna óveðurs í Grænlandi. Þeir lögðu af stað til Grænlands á laugardag og komu þangað sam-dægurs. Frá Grænlandi var haldið* í gærdag og á Reykjavíkurflugvöll settust Flugbátur sá, er Alfreð Elíasson stjórnaði ber ein- kennisstafina TF RVJ. — Með honum var í fiugbátn- um Jóhann Kristjánsson, for stjóri. Hann var eini farþeg- inn. Með Alfreð var loft- skeytamaðurinn AVormser. — Flugbáturinn TF RVI var næstur, en honum stjórnaði Hoover og vjelamaður með honum, Elliot. Síðast kom TF RVG. Honum stjórnaði Baird, en siglingafræðingur- inn Rover var með honum. Rover var siglingafræðingur er hin heimsfræga flugvjel „Dreamboat“ flaug frá Guam til Washington. Loftleiðir eiga nú fimm Grummanbáta. um þess hve heitt var í sundinu að austan. Steinnúsið, sem er áfast timburhúsinu gerði það einnig erfitt að komast að timb- urhluta hússins að sunnan. En slökkviliðsmönnum tókst að koma slöngum sunnan vestan og norðanmegin frá, og að lok- um að austanverðu úr sundinu, er bálið rjenaði i Amtmanns- stíg 4 og 4C, cg kreldu þeir svo þak hússins svo að aldrei kvikn aði í sjálíu þakinu, heldur læsti eldurinn sig milli baks og lofts, sem er yfir aðaisal K.F.U.M., en eigi var liægt að komast ao eldinum vegna þess, að engin uppgangur er upp í risið og mur húðun neðan á sailoftinu. Var loftið rifið niður í ncrðvestur horningu og þaðan sprautað inn á loftið. Auk þess voru stigar j reistir og menn sendir upp á jþak með slöngu til slökkvistarfs Fór svo að lokum að þakið fjell á loftið yfir salrum og það síðan niður. í eldra K.F.U.M. húsinu urðu því mestar skemdu’ á efri hæð- inni og eyðilagð.ht fundarsal- urinn þar, en í nýrri hluta urðu ekki teljandi skemdir og lítið brann á neðri. hæð gamla hús- ins, þó skemdir vrðu af vatni og reyk. Slökkviliðið lagði mikið á sig til að verja K.F.U M. og Olíu- port Hins íslenska steinolíu- hlutafjelags, sem barna er milli Amtrnannsstígs og Bókhlöðu- stígs. Vatn sótt að úr ölum áttum. Það var mikið verk að koma fyrir slöngum frá átta stöðum þar á meðal var brotinn ísinn á Tjörninni og vatni dælt það- an. Annars var vatn sótt í Bankastræti, LæK.iargötu, Þing holtsstræti og í Tjörnina, auk nærliggjandi brunahana. Voru 20 slöngustútar í notkun í einu. Varð stöðugt að sprauta vatni á húsin nr. 12—18 við Þingholts- stræti auk húsanna Amtmanns- stíg 5 og 5A og’ húsið nr. 11 við Bókhlöðustíg, sem kviknaði í eins og fyr segir. Húsið nr. 4 við Amtmanns- stíg fjell um klukkan tæplega 8, eða tveimur tímum eftir að eldsins hafði fyrst orðið vart í því. Húsið nr. 4A og íbúðar- skúrinn fjellu skömmu síðar. En slökkviliðið var að bérjast við eldinn í K.F.U.M.-húsinu og öðrum húsum fram undir há- degi. 6 klukkustunda þrældómur. Það var um 6 kiukkustunda þrældómur hjá sumum slökkvi- liðsmönnum og hann erfiður. Margir höfðu ekki unnið lengi að slökkvistarfinu er þeir voru orðnir rennandi votir inn að skinni. Var reynt að senda þá heim til að skifta um föt, en margir unnu þó holdvotir lengi. Fólk í næstu húsum bauð slökkviliðsmönnum upp á kaffi. Þannig hafði frk. María Maack heitt kaffi allan morguninn fyr ir slökkviliðsmenn og kona ei-ns slökkviliðsmannsins kom með fimm hitabrúsa með rjúkandi kaffi til að gefa slökkviliðs- mönnum þar sem þeir voru að vinna. Var það þegið með þökk um. En stundum höfðu slökkvi liðsmenn engan tíma til að drekka kaffibolla. því þeir voru sóttir um leið og þeir ætluðu að fara að fá sjer hressingu. Síökkviliðið frá fiugvellinum. Klukkan rúmlega 6 hringdi slökkviliðsstjóri tú. flugvallar- ins og bað slökkviliðið þar að koma til aðstoðar. Brá það fljótt við og kom með tvo bíla og eina dælu og 7 menn. Unnu þeir við að aðstoða varðliðið og um tíma tók flugvallarliðið að sjer húsið Bókhlöðustíg 11 sem eldur hafði læst sig í. Um hádegið var slökkvistarf- ið að mestu loldð og ekki eftir nema varðstarf við rústirnar. Þeir sem heima áttu í húsumsm sem brunnu. Samkvæmt uppiýsingum for- stjóra manntalsskrifstofunnar áttu heima í húsiou Amtmans- stíg 4: Gunnar Þórðarson, skrif stofustjóri, frú Guðlaug (Þor- steinsdóttir, Þórður G. Edilons- son, barn og Helga Gunnars- dóttir barn, Hallgerður Snæ- björnsdóttir, verksmiðjustúlka, frú Þorbjörg Björnsdcttir, Ól- afur J. Kalldórsson. Steinunn Kristjánsdóttir, ekkja, Ari Arn- alds, fyrv. bæjarfógeti, Einar Blandon. þingvörður, Jón Jósefs son, skrifstofum., Þorgeir Þor- steinsson, innheimfumaður, Her dís Jóhannesdóttir. starfsstúlka, Jónína M. Pjetursdóttir, Sigríð- ur Kristjánsdóttir, ráðsk., Inga Gísladóttir, starfstúlka, Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Guðlaugs- dóttir og Vildís Jónsdóttir. í bakhúsinu og litla timbur- skúrnum bjuggu Hermann Jóns son, vjelsmiður, S'gurlaug Jóns dóttir, Guðrún Sigurlaugsdótt- ir, Högni Jónsson. barn og Jón- ína Kristofersdóthr. Eigandi hússins Amtmanns- stig 4 var Samvinoumötuneytið í Reykjavík. Húsið keypti það í sumar er það flutti úr Gimli við Lækjargötu. Húsið var vá- tryggt fyrir 412 900 krónur. Bakhúsin bæði, Amtmannsstíg 4A voru vátryggð fyrir 21.500 krónur, þessi hús átti Hermann Jónsson. K.F.U.M.-húsið var vá tryggt fyrir 729.600 krónur. Olíuportið. Það vakti talsverðan ugg meðal íbúa húsanna sem næst stóðu brunasvæðinu að eldur- inn var svo nálægt hinu svo- nefnda olíuporti Hins íslenska steinolíufjelags, en inngangur- inn inn i portið er framhjá K.F.U.M. .og husunum sem brunnu. Neistaflug var mikið yfir portið, og því viðbúið, að þar kynni að gjósa upp mikið við- bótarbál, ef þar hefði verið nokkuð verulegt sf eldfimum efnum. Þarna voru nokkrir tank-bílar og allmikið af olíu- tunnum. Blaðið átti í gær tal við for- stjóra Hins íslenska steinolíu- fjelags og spurði hann að því hvort bensin hefði verið í tank- bílunum og hve mikið hefði verið þar af olíu a tunnum. Hann skýrði svo frá, að sam- kvæmt gildandi reglum um notkun olíuports'ns væri það skylda, að hafa tankana í olíu- flutningabilunum tóma, er geng ið væri frá þcim að kvöldi. Og tunnurnar sem gevmdar eru í portinu, eru allar tómar. Oðru- vísi má ekki geyma þær þarna. Einasta bensín, sem þarna hefði verið, hefði verið það sem var á bílunum sjálfum, til reksturs þeim, og gat hann ekki sagt hve mikið það hefði verið, því hending rjeði hve mikið væri á bílunum, er hætt væri að nota þá að kvöldi. rðuleg björgun dsvoða e Það mun verða talið undr- unarefni í sambandi við stór- bruna þessa að enginn skyldi farast eða'stórslasast í eldinum einkum hvílík mildi það var að allir íbúar hússins þar sem eldurinn kom upp skyldu kom- ast útúr eldinum. Ekki er hægt að gera sjer grein fyrir hve langur eða öllu hcldur stuttur tími leið frá því Jón Jósepsson, er fyrst varð eldsins var smeygði sjer útum suðurdyr hússins og þangað til allir íbúar þess voru komnir út. Jón. kemst útúr ganginum lít- illega brendur, en hefir ekki ráðrúm til þess að gera sam- býlisfólki sínu aðvart með öðru móti en því að hann hrópar upp yfir sig, að eldur sje í hús- inu. Þegar Einar Blandon vaknar kemst hann ekki útúr herberginu sem fyrr segir, en þeir voru andbýlingar á hæð- inni Jón og hann. Herbergi þeirra syðst í ganginum var eftir endilangri hæðinni. Þegar þær vakna sem sváfu í nyrstu herbergjunum, Stein- unn Kristjánsdóttir og ráðs- kona mötuneytisins, Sigríður Jónsdóttir. þá er eldurinn kominn það langt norður eítir ganginum, að þær komust ekki að bakdyratröppunni sem var í miðju húsinu austanverðu. Sigríður álítur að hún hafi kallað yfir ganginn til Stein- unnar, til þess að gera henni Framhald á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.