Morgunblaðið - 19.11.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. nóv. 1946 —Frá Hudson til Hisslsippi Framhald af bls. 9. ingarlaus og syngja, on finna svitann renna niður leggina ofan í sokka og skó, seytla ofan í augun og niður háls- inn, streyma niður handlegg ina og drjúpa fram af fingur- gómunum og þykjast heyra dropana detta í gólfið. Á nótt unni sofa menn noktir með eitt lak ofan á sjer í mesta lagi, og samt eru rúmfötin blaut á morgnana, — af svita vitaskuld. Og þó er komið fram að veturnóttum! Þrátt fyrir allan hitann og svitann halda allir góðri heilsu og una hag sínum hið besta. Við drekkum mikið af svala drykkjum og borðum ósköp- in öll af ávöxtum alls konar betur að eitthvað af þeim væri komið í munnana á þeim heima. MARGIR SPYRJA, hvað- an við sjeum úr veröldinn þeg ar þeir heyra á málinu, að út- lendingar eru á ferð. Flestir þykjast sjá að við sjeum Skandinavar, aðrir halda að við sjeum Rússar. aðrir Þjóð- verjar. Þegar þeir heyra, að ísland sje til, vita sumir, hvar það er, aðrir spyrja, hvort það sje í Bandaríkjunum, nokkrir hafa aldrei heyrt það nefnt á nafn. Við reyhum eft- ir bestu getu að upplýsa fólk um þetta skringilega klaka- stykki, þar sem menskir mcnn hafast við og lifa góðu lífi. Flest sæmilega upplýst fólk veit þó nok.kur deili á landinu ekki síst vegna setu ameríska liðsins. Enn fleiri spyrja, hvaða mál við tölum og undr ast, er þeim er sagt, að svo fámenn þjcð skuli tala sjer- staka tungu, lítt breytta frá grárri forneskju. Yfirleitt má fullyrða, að þessi söngför hafi orðið og muni verða til þess að auka að miklum mun kynni Bandaríkjamanna af íslandi og íslendingum, enda til þess eins farin. Sverrir Pálsson. VERKSTÆÐISVJELAR afgreiddar af lager. Leo Mad- sen, Bergergade 10, Köben- havn K. Símnefni: Weldon. Sig. Skjaidberg stórkaopmaður fimtugur Sigurður Skjaldberg stór- kaupmaður á fimtugsafmæli í dag. Hann kom hingað til bæj- arins 24 ára gamall lítt efnum búinn vestan úr Dölum til þess að leita sjer fjár og frama eins og þar stendur. Og þó hann í upphafi hefði ekki nema tvær hendur tómar, þá tókst honum eins og fleirum að vinna það með áhuga og dugnaði, sem hann ætlaði sjer. Sigurður er frá Leikskálum í Haukadal, sonur Þorvarðar Bergþórssonar bónda þar. Skömmu eftir að hann kom hingað til bæjarins gekk hann í þjónustu Guðjóns Jónssonar kaupmanns á Hverfisgötu. Vann hann þar í 8 ár og fjekk þar þá undirstöðu, til að reka sjálfstæða verslun, er til þurfti. Síðan stofnaði hann smá- söluverslun og skömmu síðar heildverslun, er hann hefir rekið með frábærum dugnaði. Hann var skeið formaður í Fje- lagi matvörukaupmanna. Og í stjórn Innflytjendasambands- ins hefir hann verið frá stofn- un þess. Sigurður Skjaldberg er hag- sýnn maður með afbrigðum. Hann berst lítið á, en fylgir því jafnan fast fram, er hann hefir ákveðið að fá framgengnt. Hann er traustur maður í við- skiftur, enda hefir hann með því aflað sjer vinsælda meðal viðskiftamannanna alment, og álits meðal stjettarbræðra sinna. V. St. Ný tillaga um Menfaskólann JÓNAS JÓNSSON flytur í sameinuðu þingi tillögu um eignarnám á lóðum vegna Menntaskólans í Reykjavík, svohljóðandi: „Alþingi álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa löggjöf um eignar- nám á lóðum og húsum á landspildu þeirri, sem er austanvert við Menntaskól- ann í Reykjavík, milli Amt- mannsstígs, Bókhlöðustígs og Þingholtsstrætis. Skal land þetta og húseignir síðan látið til afnota fyri nemendur og kennara Menntaskólans". Segir flm. í greinagerðinni, að þegar hin nýja skólalög- gjöf komi til framkvæmda verði Menntaskólinn í Reykja vík a.m.k. að taka á móti 1000 nemendum. Áformað var að byggja nýjan menntaskóla á landinu milli Laugamess og Kleppsspítala, en þegar til kom hafði Reykjavíkurbær orðið að taka land þetta til þarfa útgerðarmanna í bæn- um. Er þá sýnilegt, að ekki muni verða úr flutningi skól- ans, enda voru gamlir nem- endur, og þeir voru margir áhrifamenn, mjög mótfallnir umræddri breytingu, sem auk þess hefði orðið mjög kostn- aðarsöm fyrir nemendur og aðstandendur þeirra í bæn- um. Flm. gat þess í framsögu- ræðu, að uppi væru tillögur um að byggja skólann á Golf- skálahæðinni, en hann kvaðsí álíta að ekki bæri að flytja skólann úr bænum, án þess að leitað yrði vilja Alþingis í því efni. Máiinu var vísað til fjár- veitingarnefndar. Olympíunðftid sæk- ir um sfyrk OLYMPIUNEFND íslands hefur sent bæjarráði umsókn um fjárveitingu til undirbún- ing§ og þátttöku íslendinga í olympiskuleikjunum sem fram eiga að fara í London árið 1948. Umsókn þessi var lögð fram á fundi bæjarráðs í fyrradag. S mánaða (angelsl fyrír að verða manni að bana HÆSTIRJETTUR hefur kveðið upp dóm í málinu Rjettvísin gegn Kristjáni Bjarnasyni, bifreiðarstjóra, í Borgarnesi. Hæstirjettur stað festi dóm undirrjettar, er dæmdi Kristján í 8 mánaða varðhald. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunar- kostnað, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarjettí, 700 krónur til hvors. Málavextir eru þeir, að sunnudagsmorguninn 20. des. 1945 kom til ryskinga milli Kristjáns Bjarnasonar og Garðars Stefánssonar, frá Vestmannaeyjum, í húsi einu í Borgarnesi. í ryskingunum veitti Kristján Bjarnason Garðari Stefánssyni nokkur höfuðhögg, er urðu honum að bana. í forsendum hins staðfesta dóms segir m.a. svo, að sam- kvæmt því, sem komið hefur fram við rannsókn málsins og rjettarkrufningu, verði rjett- urinn að telja það sannað, að ákærður hafi orðið Gunnari Stefánssyni að bana, með höggum þeim er hann greiddi honum. Fjarstætt er að ætla, að það hafi verið ásetningur ákærða að bana Garðari með höggum þessum, enda virðast þati eigi hafa verið þyngri en oft eru greidd manna á millum í slagsmálum. MIKILL kuldi r nú víða í Svíþjóð og óhmju snjókoma í Oslo. Frá þssu var sagt í Osloarútvarpi í gærdag. Við Vsturbotn í Svíþjóð var 2 stiga gaddur og í Stokkhólmi var 6 stiga frost. í Oslo var fannfergið svo mikið í gær, að lögregla og slökkvilið þurfti til aðstoða við bifreiðar er sátu fastar í snjó. Vegna þessa urðu 15 bíl- slys í borginni í gærdag. Þar var 3 stiga frost. Júgóslsfar vilja ekhi skila breskum her- mönnum London í gærkveldi. JUGOSLAVAR halda enn fjórum breskum hermönnum sem þeir handtóku á landa- mærum Austurríkis og Jugo- slaviu fyrir fjórum mánuðum síðan. Þetta var tilkynt af breskum hernámsyfirvöldum í Vínarborg. í dag Hafa Bretar kvað eftir ann- að krafist þess að mennimir verði afhentir, en Jugoslavar hafa ekki svarað því og þver- kallast enn við að skila mönn unum aftur. — Reuter. Osióarnefnd efnir lil kvöldskemfunar OSLOARNEFNDIN (þ. e. nefnd sú, sem undirbjó för ísl. íþróttamanna á Evróumeistara- mótið í frjálsum íþróttum á s. 1. sumri) efnir til kvöldfagnað- ar í Sjálfstæðishúsinu næstk. miðvikudag 20. þ. m. til heið- urs Oslóarförunum. Á skemt- uninni verða m. a. sýndar í- þróttakvikmyndir og Lárus Ing ólfsson leikari syngur gaman- vísur. Þarf ekki að draga í efa, að íþróttamenn og íþróttaunn- endur fjölmenr.i mjög til þess að skemta sjer eina kvöldstund með hinum fræknu Oslóarför- um. — Tiiiap f@i£d Frh. af bls. 1 varð fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar og sagði að til- lagan væri bæði mjög óheppi leg og ekkert væri hæfþ í á- sökunum þeim, sem fram kæmi í henni á hendur Bev- ins og stjórnarinnar. Sagði hann að Bevin nyti óskor- aðs trausts ríkisstjórnarinnar og alls almennings, og Bretar vildu alls ekki styðja nein ríkjasambönd, heldur að eins hinar sameinuðu þjóðir. Full trúi íhaldsflokksins andmælti einnig tillögunni og lýsti yfir að allir íhaldsmenn myndu greiða atkvæði gegn henni, sem og varð. Síðan var til- lagan felld, sem fyrr segir. ■———nn ii n iii i»»m»iiwin ■ iiiiwiim—wfiniiMiwi'iiiiBiwitKwiiiHiiininMHini— ?»HCT,.mHiii«t«imrii«MBaBaM»WBiaB«w!>«HwiHiiHiiiiii«iiiinwiiifffwiiiii«iitnHii3«iimnimn»inmniir<«iiiH»iiii»i!i»iiniiiiiiiiiKi«nniwi X-? & £t a £t a Eflk Roberf Sfonn I 5EE.„ D0 YOU KNOW OF ANyONE EL5E 'Wl’Tb A (ViUPDER AIOTIVE? X-9: Hvað kemur yður til að halda, að Sligg málaflutningsmaður hafi myrt fóscra yðar? — Sherry: Hann hefir verið að reyna að klófesta pen- ingana hans síðan hann hvarf fyrir ári. Og svo hef- ir hann beðið mín hvað ofan í annað. — X-9: Jeg lái honum það ekki, þjer eruð inndæl stúlka. Sherry: Hann sagðist geta náð peningunum eins og skot, ef jeg giftist honum. — X-9: Einmitt. Vitið þjer af nokkrum öðrum, sem hefði getað haft á- fr- stæðu til þess að myrða Krater? — Sherry: Margir höfuðu hann. John O’Garr var einn. Hann var líf- vörður fóstra. — X-9: O-Garr lögreglumaður. — (Hugsar) Og hann var á morðstaðnum líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.