Morgunblaðið - 06.12.1946, Blaðsíða 1
16 síður
33. árgangur.
277. tbl. — Föstudagur 6. diísember 1946
ísafoldarprentsraiðja h.f.
STORFELD RÉTTARHÖLDI
Vopnasmyglið rætt é Alþingi
k
lÍIl
nauosyn
ítarEegrar
í BYRJUN fUndar í Samein-
uðu Alþingi í gær kvaddi Einar
Olgeirsson sjer hljóðs utan dag-
skrár og beindi fyrirspurnum til
dómsmálaráðherra varðandi
vopnasmygl til landsins, sem
blöðin hefðu greint frá. Kvað
Einar að eitt blaðið (Alþýðu-
blaðið) hefði notað mál þetta
til aðdróttana gegn ákveðnum
flokki. Kvaðst því vilja spyrja
ráðherrann hvað upplýst væri
í málinu, hvort rannsókn hafi
farið fram eða málið afhent
rannsóknarlögreglunni til með-
ferðar.
Svar ráðherra.
Emil Jónsson samgöngumála
ráðherra, sem gegnir störfum
dómsmálaráðherra kvaðst ó-
undirbúinn að svara þessu, þar
eð hann hafi ekkert um málið
vitað fyrr en hann sá þess get-
ið í Morgunblaðinu. En strax
og hann sá þess getið að smygl-
að hefði verið inn vopnum, sem
ekki væri vitað að til annars
væru notuð en að drepa menn,
kvaðst ráðherrann hafa falið
skrifstofustjóranum í dómsmála
ráðuneytinu að athuga málið.
Skrifstofustjórinn hafði þá sam
stundis snúið sjer til lögreglu-
stjóra og fengið staðfestingu á
því að lögreglan hefði fundið
þrjár hríðskotabyssur. En þar
sem enn hefði ekki borist nein
skrifleg skýrsla frá lögreglu-
stjóra um málið, kvaðst ráð-
herrann ekki geta gefið frek-
.ari upplýsingar að svo stöddu,
aðrar en þær að vopnasmygl
þetta mun hafa átt sjer stað fyr
ir nokkru síðan. Háfi þá strax
verið hert á tolleftirlitinu.
Miklar umræður.
Hófust nú miklar umræður
er urðu all-harðar áður en lauk
milli Stefáns Jóh. Stefánssonar
og Einars Olgeirssonar. Verður
hjer skýrt frá umræðunum í
stórum dráttum.
Hermann Jónasson: Er jeg
las fregnina í Morgunblaðinu
hringdi jeg til lögreglustjórans,
til þess að fá frekari upplýs-
ingar. Lögreglustjóri kvaðst
ekki vita hvernig Mbl. hefði
EraraU. á síöu
Her íranstjórnar
Teheran í gærkveldi.
STJÓRNARVÖLDIN í íran
hafa mötmælt þeirri staðhæf-
ingu Azerbaijanstjói’narinnar.
að herir miðstjórnarinnar hafi
í dag farið inn yfir landamæri
Azerbaijanhjeraðs og að kom-
ið hafi til vopnaviðskipta. Einn
af formælendum miðstjórnar-
innar hefir tjáð blaðamönnum
að her hennar bíði ennþá á-
tekta við landamærin og muni
ekki leggja til orustu. án þess
að hafa fengið opinbera fvrir-
skipun um það.
Stjórnmálafulltrúinn bætti
því þó við. að fregnir hefðu
borist af tíu mínútna viðureign
í gær. en flokkur manna sem
hliðhollur er miðstjórninni. rjeð
ist á eina af hersveitum Azer-
baijanstjórnarinnar. — Reuter.
FRANSKA þingib
HAFNAR BIDAÖLT
Sýru beitt í óeirðum
New Dehli í gærkveldi.
ÓEIRÐUNUM í Indlandi
heldur enn áfram. í Bombay
særðust allmargir menn í dag,
þar á meðal 24, er svru var
fleygt á þá. í Calcutta ríkir
sama ófremdarástand og hafa
þrír verið drepnir þar en 80
særst.
París í gærkvöldi.
ST J ÓRNMÁL ARIT AR AR
telja nú, að svo geti farið, að
núverandi sam-
steypustjórn
Frakklands
verði látin sitja
áfram, enda hef
ir franska þing I
ið nú hafnað,
sem forsætis- j
ráðherrum, leið
i
togum tveggja'
öflugustu
flokka lands-
ins. I gær var
Thores, léiðtoga
kommúnista
hafnað af þinginu, en Bidault,
foringja kaþólska framfara-
flokksins, tókst ekki 1 dag að
afla sjer nægilegs fylgis, til að
taka að sjer myndun nýrrar
stjórnar.
í dag, er Bidault gaf kost á
sjer, fjellu atkvæði þannig:
Með Bidault: 240; gegn honum
337. -—- Reuter.
Georgee Bidault
Nýjar bandarísfcar
fciarnorkueftirlit
New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BERNARD BARUCH, fulltrúi Bandaríkjanna í
nefnd þeirri á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem fjall-
ar um eftirlit með atomorku, bar í kvöld fram þá til-
lögu, að alþjóðaeftirlit með atomorku * yrði ákveðið
með samningi, sem allar meðlimaþjóðir Sameinuðu
þjóðanna gætu orðið aðilar að. Skyldur og rjettindi
þjóða þeirra, sem undirrita samkomulagið, er gert
ráð fyrir að verði jafn mikil.
16 eftirlitsmenn „stærsta
kvenfangelsis veraldarsögunnðr“
ákærðir
Hamborg í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
1 DAG, um þrem árum ef tir að Himmler Gestapo-
foringi, kom til Ravensburg-kvenfangabúðanna í
Þýskalandi og lýsti yfir óánægju sinni yfir því,
hversu fáir fangar hefðu verið drepnir, hófust rjett-
ar’höld yfir 16 af eftirlitsmönnum og læknum fanga-
búðanna, þar á meðal sjö konum. Eitt af fyrstu vitn-
unum mun verða 34 ára gömul móðir, sem höfð var
í haldi í fangabúðunum og lýst hefur sársaukaópum
kvenna þeirra, sem misþyrmt var. Allir hinna á-
kærðu hafa neitað sekt sinni, en fangaverðir og
læknar fangabúðanna eru meðal annars sakaðir um,
að hafa notað kvenfangana sem tilraunadýr. — í
ákæruskjalinu er Ravensburg lýst sem stærsta kven-
fangelsi veraldarsögunnar.
Áform Jipana:
Tillögurnar.
Baruch lagði eftirfarandi til-
lögur fyrir nefndina, og fór
fram á það, að þær yrðu tekn-
ar til athugunar þegar í stað:
1) Að alþjóðakerfi, til eftirlits
með atómorkunni, verði komið
á; 2) að með samningum, sem
allir meðlimir sameinuðu þjóð-
anna gcti staðið að, verði á-
kveðið, hver tilgangur og verka
j hringur slíks eftirlitskerfis eða
eftirlitsstofnunar yrði.
Onnur ákvæði.
I tillögum sínum gerir Baruch
ráð fyrir því, að eftirlitskerfið
komi ekki til íramkvæmda, fyr
jframh. a 2. síðu
undir yfirráðum
þeirra
London í gærkveldi.
Skýrslur úr leyniskjala-
safni japanska hermálaráðu-
neytisins hafa nú verið lagð-
ar fram í sambandi við rjett-
arhöld þau, sem fram fara í
Tokyo yfir forystumönnum
Japana í styrjöldinni. í skjöl
um þessum kemur í ljós, að
japanska stjórnin hafði fyr-
ir allöngu síðan gcrt áætlun
um stjórn landsvæða, sem
samanlagt eru hvorki meira
nje minna en hálfur heim-
urinn!
Samkvæmt japönskum á-
ætluninni, átti að’ hafa sjer-
staka landstjóra á Indlandi,
Ceylon, Astralíu, New Zea-
land, Mið-Ameríku og við
Karabiskahaf. Auk þessa,
átti japanskur fylkisstjóri að
vera í Alaska, en þaðan átti
hann að hafa umsjón með
British Colombia og banda-
ríska fylkinu Washington.
Um framtíð Trinidad var
gert ráð fyrir að Þjóðverjar
og .Tananir gerðu með sjer
sjerstakt samkomulag.
—Reuter.
Slclp reksf á fundurdafl
LONDON. „Skipjack“, 1.600
tonna flutningaskip, rakst fyr-
ir nokkru á tundurdufl á Ad-
ríahafi. Eins manns er saknað.
ÞJÁLFAÐI IRMU GRESE
Ein af konum þeim, sem
ákærðar eru, er 24 ára að
aldri. Hún mun hafa haft um-
sjón með kenslu þýskra kven
varða og þjálfaði Irmu Grese,
sem tekin var af lífi fyrir all-
löngu síðan fyrir grimmdar-
verk sín í Belsen; en í hinum
nýbyrjuðu rjettarhöldum
munu meðal annars bera
vitni konur frá Bretlandi,
Frakklandi, Belgíu, Hollandi.
Danmörku, Noregi, Póllandi,
Tiekkóslóvakíu, Austurríki og
Þýskalandi.
HUNDRAÐ ÞÚSUND
HORFNAR
Stephen Stewart, höfuðs-
maður, saksóknari rjettarins,
sagði í dag, að enda þótt fanga
búðirnar hafi upphaflega ver-
ið bygðar til að hýsa sex til.
sjö þúsund konur, hafi um
40,000 jafnan verið haldið
þar. Aðeins 12,000 fangar voru
á lífi, er bandamenn komu til
fangabúðanna, en vitað er, að
um 100,000 hafa farið í gegn-
um þær. Um örlög þeirra er
ckkert vitað.
Meðal hryðjuverka þeirra,
sem búist er við að vitni lýsi
í rjettinum, eru læknisfræði-
legar tilraunir, sem breyttu
ungum, hraustlegum stúlkum
í ellilegar, gráhærðar nornir.
Áætlað er, að um 7000 kon-
ur hafi verið drepnar í gas-
klefum, sem þeim var komið
fyrir í, 150 í senn. Börn, sem
fæddust í fangabúðunum,
voru drepin við fæðingu, en
verðii-nir ljeku sjer að föng-
unum, með því að fleygja
brauðleyfum fyrir þá, líkt og|
um skepnur væri að ræða.
Frainh. á bls. 15.