Morgunblaðið - 06.12.1946, Side 8

Morgunblaðið - 06.12.1946, Side 8
8 MORGUNB LAÐIÐ Föstudagur 6. des. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, AusruTStræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. 1 lausasðlu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók. Batnandi er best að lifa TÍMAMENN hafa nýlokið sínu flokksþingi. Á það komu vonsviknir flokksmenn víðsvegar af landinu. Þeir töldu sig eiga erindi á flokksþing og vissulega var það svo. Margir þeirra töldu flokkinn sinn kominn á villu- götur. Hann hafði rofið samvinnu og neitað samvinnu, cg mörgum flokksmannanna fanst það illa hæfa og ekki í samræmi við allar yfirlýsingarnar um fylgi við sam- vinnufjelagsskapinn, sem ætti að þýða ótvíræðan vilja til samvinnu á stjórnmálasviðinu. En í fjögur ár hafa forilngjar flokksins beitt sjer fyrir því, að sundra samvinnu og koma í veg fyrir hana. Hafa og sjálfir lent utan við alla garða. I tvö ár hafa málgögn flokksins og stjórn hamast gegn framíörum og nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Samvinna milli andstæðra flokka og ólíkra atvinnustjetta hefir af þess- um mönnum verið rægð og tortrygð með öllum þeim ráðum og meðulum sem hægt var að hugsa upp. Fram- farirnar hafa þeir kallað öfgar og vitleysu, samvijmuna lirask og atvinnufriðinn heimsku. Allir hinir þroskaðri kjósendur flókksins eru fyrir löngu orðnir uppgefnir á þessu. Þegar allstór hópur þeirra kemur saman á flokksþingi, þá taka þeir til sinna ráða. Eftir fimm daga setu birta þeir í Tímanum mesta urmul af tillögum sem þeir hafa samþykt og kennir þar margra grasa. Eitt er þó sjerstaklega athyglisvert. Flokksþingið sam- þykkir, að styðja alt það, sem fráfarandi stjórn og þeir flokkar sem hana studdu hafa verið að vinna að og und- irbúa síðustu tvö ár. Allar þær framfarir, öll sú um- bótaviðleitni sem foringjar og ritarar Tímaliðsins hafa fordæmt fær traust og samþykki í tillögum flokksþings- ins. Nú á það víst alt að heita: „Stefna Framsóknar- fiokksins". Má um þessa staðreynd segja að „batnandi mönnum er best að lifa“ og því ber að fagna. Hitt er svo annað mál, að það er meira blóð í kúnni. Til að byrja með er það, að Framsóknarþingið hefir tekið upp og endursagt í ýmiskonar tillöguformi mik- inn hluta af því sem Alþýðuflokkurinn, Sósíalistaflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt fram sem grund- völl til stjórnarsamvinnu á ný í tólf-manna nefndmni.á Alþingi. Einna mest ber á samþykki við róttækustu til- lögur Sósíalistaflokksins svo sem eignauppgerð, hásköttun og fleira. Rekur sig þó hvað á annars horn í allri þeirri '-eggjavíðu rjett. Sjálfsagt á það nú einnig alt að heita: „Stefna Framsóknarflokksins“! Auk alls þessa birtast svo í tillögum þessa flokksþings margvíslegar sjerkreddur, sem eru eins og gljáfægðar spegilmyndir úr ræðum, tillögum og ritum flokksstjórn- arinnar síðustu fjögur árin. Þar eru ýmislegar lýsingar á voða dýrtíðarinnar og eins og venjulega fálmkendar og grautarlegar kröfur um lækkun hennar og útrýmingu. Þar er fast að orði komist um upptöku höfðatölureglunnar, um aukin innflutningshöft, og vikið að einskonar einkasölu á olíu sem þýðingarmiklu úrræði. Einn er sá málaflokkur sem alveg er sneytt hjá í öllum tillögu morandanum og það af eðlilegum ástæðum. Þetta tru utanríkismál. í þeim hefir þingflokkurinn klofnað í þrent hvað eftir annað. í efnahagslífi þjóðarinnar vill þetta Framsóknarþing í stuttu máli vinna að því, að útrýma auðmönnum, og fátæklingum, háskatta allar tekjur og hærri eignir og hafa þó „alla menn efnalega sjálfstæða11. Er um þetta farið mörgum orðum og hjartnæmum og vafalaust taka þeir menn það alt alvarlega, sem ekki leiða hugann að samkvæmni eða framkvæmanlegum aðgerðum. — Þegar tillögurnar eru allar lagðar saman, þá er þar að finna mjög marglitan hrærigraut af annara stefnu og fjölþætt- um óskum manna sem vilja sýna ítrustu viðleitni til að halda lífinu í flokki sem þeir vita sjálfir, að er stefnulaus og á ekki framtíðar tilverurjett. ÚR DAGLEGA LÍFINU Skoðanakönnun um brugg. HREPPSNEFND ARODD - VITI úti á landi sendir mjer skemtilegt plagg. Það er brjef, sem honum hefir borist frá Stórstúku íslands. Samskonar brjef hefir verið sent til allra hreppsnefndaroddvita á land- inu. Eru þeir beðnir að svara því hvort mikið eða lítið hafi verið um áfengisbrugg í þeirra sveit á árunum 1930—34. „Trú legt er, að margar sveitir landsins hafi verið að mestu eða öllu leyti lausar við áfeng- isbrugg á þessu tímabili og yf- irleitt hafi heimabrugg verið mjög orðum aukið, þó að víða væri það slæmt', segir orðrjett í þessu brjefi. Hjer mun vera á ferðinni skoðanakönnun og er ekki erf- itt að geta sjer til um tilgang hennar. Það á sem sagt að vekja upp gamla banndraug- inn á ný og nota þessa frum- legu skoðanakönnun í áróðri fyrir því að áfengisbanni verði aftur komið á hjer á landi. Það er gleðilegt, að íslenzka þjóðin skuli bera gæfu til að eiga syni og dætur, sem vilja af heilum hug og öllum kröft- um berjast fyrir þvi, að drykkjuskapur rjeni með þjóð vorri. En þeir geta eyðilagt sitt góða starf með því að haga sjer barnalega. • Voruð þjer bruggari fyrir 16 árum? ODDVITINN, sem sendir mjer brjefið, segist ekki skilja hversvegna sje verið að senda oddvitum þessar fyrirspurnir. Þeir sjeu ekki yfirvöld. Það hefði verið rjettara að snúa sjer beint til sýslumanna, eða hreppstjóra, sem viti meira um málið. Ennfremur hljóti að vera skýrslur til um allan þann fjölda manna, sem tekn- ir voru og dæmdir fyrir heima- brugg á fyrnefndum árum, þó aldrei náist á þann hátt til allra, sem dunduði við að brugga brennivín á bannárun- um. Það hefði verið alveg eins gott að skrifa hverjum einasta bónda á landinu og spyrja: „Voruð þjer bruggari fyrir 16 árum, herra minn. Ef svo, vilj ið þjer gjöra svo vel og láta Stórstúku íslands vita“. Um leið hefði verið hægt að spyrja, svona til fróðleiks, hvað mik- ið hefði verið bruggað í alt og hvaða árstími hefði verið heppilegastur fyrir brugg. Með þessu móti hefði verið hægt að fá skemtilega heimabruggs- skýrslu, ef menn hefðu þá nent að vera að því að svara því, hvort þeir hafi framið lög- brot, sem nú er fyrnt yfir. En að oddvitar fari að þefa ofaní hvers manns kopp í sinni sveit til að vita hvort þar finst 16 ára brugglykt, er frá- leitt“. • Æskulýðstónleik- amir. „ÆSKULÝÐSTÓNLEIKAR Tónlistarfjelagsins í Tripolo- leikhúsinu verða mjer ógleym- anleg stund“, skrifar Þorberg- ur Sæmundsson. „Það var dá- samlegt að horfa yfir þenna fríða unglingahóp, sem hlust- aði með athygli, en svo kyrt var meðal áheyrenda, að ekki heyrðist stuni nje hósti. Þegar hverju verkefni var lokið, kvað við lófaklapp, sem sýndi að unglingarnir skyldu hvað þeir voru að hlusta á og að þeir vildu þakka lista- mönnunum fyrir vel túlkuð verkefni. Að hljómleikunum loknum gengu áheyrendur prúðmann- lega út úr salnum. Þar var enginn troðningur, engin ó- hljóð, ekkert blístur og á gólfi salsins var ekkert brjefarusl eftir sælgætisumbúðir. í einu orði sagt, hlustendur voru prúð og vel upp alin Reykja- víkuræska. Það er mikið talað um Ijóta framkomu unglinga hjer, en Tónlistarfjelaginu hefir nú tekist að ná saman prúðu ungu fólki og sýna að það er til. • Samanburðu. AÐ LOKUM gerir svo brjef- ritari samanburð á þessum æskulýðstónleikum og öðrum, sem haldnir voru hjer nýlega í bænum, þar sem jazz-hljóm- leikar voru á boðstólum. Þar hafði verið öðruvísi um að lít- ast um mun það satt vera, en jeg ætla að leiða hjá mjer þann kafla brjefsins, því til lítils gagns er að koma af stað ríg milli þeirrá, sem hlusta á jazz og hinna, sem vilja heyra sí- gilda tónlist, enda er það meira að segja svo, að það getur vel farið saman, að hafa gaman af hvoi'ttveggja. En Tónlistarfjelaginu verð- ur ekki nógsamlega þakkað, að það skyldi ráðast í þessa æsku- lýðstónleika og gaman var að þeir fyrstu tókust vel. Það þarf ekki að kvíða því að þetta gangi ekki alt vel. • Gjafabögglar okkar. í SAMBANDI við gjafa- böglaumræðurnar hjer í blað- inu og víðar, þar sem fundið hefir verið að því, að vörur hafi farið út úr landinu, sem við máttum illa án vera, hefir kunningi minn skýrt mjer frá því, að erlendis þar sem hann þekki til, sje haft ’strangt eftir- lit með gjafasendingum til út- landa. Þannig sje það til dæmis í Danmörku. Kunningi sinn hafi ætlað að senda sjer nokk- ur epli fyrir jólin. Danska eplauppskeran var óvenjugóð í sumar og svo mikil, að fullyrt er að eplin liggi undir skemd- um. En maðurinn fjekk neitun hjá dönsku yfirvöldunum um að senda nokkur epli í gjafa- böggli til kunningja síns á ís- landi. Við slíltum reglum er ekkert að segja. Það ræður hver hvað hann gerir hjá sjer. Og við ættum að hafa vit á, að gera slíkt hið sama. I MEÐAL ANNARA ORÐA . Péfagaukarnir í Þjóðviljanum I vaxandi mæli ber Þjóðvilj- inn þess vott, að ritstjórn hans taki sjer til fyrirmyndar blöð, sem gefin eru út undir mjög ólíkum kringumstæðum, og þeim, sem eru hjer á landi. Ber þetta málgagn kommún- ista mjög greinilegan blæ af blöðum eins og þau hljóta að vera, þar sem aðeins einn flokkur er leyfður þ. e. a. s. Kommúnistaflokkurinn, en þeir sem eru á andstæðri skoðun við kommúnista, fá ekki að láta í ljósi skoðanir sinar. Þegar Morgunblaðið birtir frásögn af grein, sem fyrir nokkru kom út í sænsku bók- mentatímariti, þá segir Þjóð- viljinn að auðsætt sje, að hjer sje aðallega stuðst við greinar, er birtist í amerískum afturhaldsblöðum. (!) Þegar Morgunblaðið bendir á, að Þjóðviljinn sje ófáanleg- ur til þess að skýra frá, hvað- am hann fái daglegar frjettir sínar, þá er svarið þetta: Að Morgunblaðið sje orðið þátt- takandi í áróðri hins ameríska afturhalds(l) Svona flótti frá staðreynd- um getur komið blaðamönnum að haldi í einræðislöndum, þar sem almenningi er meinað að kynnast málunum nema frá einni hlið. En í lýðfi'jálsu landi á blaðamenska Þjóðviljamanna ekki heima. Það er hver heil- vita maður löngu farinn að sjá. Hin „mælska þögn“ Þjóð- viljans um það, hvaðan hann hafi frjettir sínar, verður ekki misskilin. Þjóðviljinn er rek- inn sem málgagn rússneskrar herveldisstefnu. Þar er daglega fluttur áróður, og meira og minna ofstækisfullar aðdrótt- anir eða skammir, um hinar engilsaxnesku þjóðir. Útgáfa Þjóðviljans og starf ritstjórnarinnar, miðast við það, hvernig hægt sje að sverta engilsaxnesku þjóðirnar í aug- um íslendinga og gera alt starf þeirra sem miðar að velferð mannkynsins, tortryggilegt. En svo smáskítlegir eru Þjóð viljamenn í þessum áróðri sín- um, að þeir vilja ekki við neitt kannnast. Þeir vilja ekki með nokkru móti láta lesendum sínum í tje vitneskju um, hvað- an þeir hafi hinn daglega áróð- ur, sem þeir flytja gegn engil- saxnesku þjóðunum. Verður þetta ekki skilið á annan hátt, en þeir beinlínis treysti sjer ekki til að segja frá þessu. Orsakir til þeirrar þagnar eru nokkuð auðskildar. Þjóð- viljinn er angi af því erlenda áróðurskerfi, sem nú er beint með hatrömu ofstæki gegn engilsaxnesku þjóðunum. En hver sá maður, eða hvert það blað, hvar sem er í heimi, er andæfir þeim daglegu svívirð- ingum, er kommúnistar dreifa út um heiminn í blöðum, sem þeir hafa yfir að ráða, eru á máli kommúnistanna kallaðir ,,fasistar“ og „föðurlandssvik- rr“. Menn, sem þannig eru orðnir aftaníossar erlends herveldis, þykjast svo í öðru orðinu vera hinir eldheitustu föðurlands- vinir. FÖðurlandsást sína þykj- (Framh. á bls. 12).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.