Morgunblaðið - 06.12.1946, Side 9
Föstudagur 6. des. 1946
MORGTJNBLAÐIÐ
9
GEÐSHRÆRIIMG GETUR DREPIÐ
ÁRIÐ 1940 fórust 40.000
manns í bifreiðaslysum í
Bandaríkjunum, 1.500.000
slösuðust, 1,000,000 bíla
skemmdust. Sjerfræðingar í
umferðamálum spá því, að
útkoman í ár verði jafnvel
yerri.
Þó er vitað, að 98% af
bifreiðastjórum þeim, sem
lentu í dauðaslysum, voru
vanir akstri. Hvað var það
þá, sem kom þeim til þess,
að fara yfir lögboðinn öku-
hraða, fara fram úr bílum
á hæðum og beygjum, skipta
sjer ekki af ljósmerkjum,
stela rjettinum eðaleika sjer
að lífi sínu og annara á ann-
an hátt?
Dr. Herbert J. Stack, yfir-
maður öryggisfræðsludeild-
ar New York University,
hyggur, að hættulegur
akstur eigi ósjaldan rót sína
að rekja til geðshræringar
bif reiðast j órans. — Maður,
sem er í mikilli geðshrær-
ingu — hefur orðið hrædd-
ur, reiður eða hryggur —
er hættulegur, þegar hann
er við stýrið.
Sálfræðingar ganga jafn-
vel skrefi lengra. Þeir líta
svo á, að margir bifreiða-
stjórar verði fyrir slysum,
sökum þess að þeir óafvit-
andi æski þess: „slysin“ eru
í raun og veru óvitandi til-
raunir til sjálfsmorðs eða
manndráps.
Sorg.
Frú W. sem jafnan ók sjer
staklega varlega og hafði
aldrei orðið fyrir óhappi,
keyrði til borgarinnar dag
nokkurn, til þess að tala við
lögfræðing sinn um skilnað.
Þegar hún fór frá honum,
var hún grátandi og í mjög
æstu skapi. Á leiðinni heim,
þurfti hún að aka yfir járn-
brautarteina. Hún hafði far-
ið þessa sömu leið oft áður.
Hún vissi hvenær lestarinn-
ar var von; járnbrautartein-
arnir voru á opnu svæði. —
Lestarstjórinn gaf aðvörun-
armerki, og þó ók frú W.
beint í veg fyrir lestina. Á
síðustu stundu gerði hún til
raun til að bjarga sjer, en
um seinan, og járnbrautar-
lestin ók yfir hana í einni
svipan. Sorgin er hættuleg-
ur bifreiðafarþegi.
Reiði.
Reiður bílstjóri er heimsk-
ur bílstjóri. — Gregorv L.
reifst morgun nokkurn við
konuna sína. Þegar hann fór
út, skellti hann útidvrahurð
inni, stökk upp í bíl sinn og
þaut út úr hliðargötunni —
beint á hliðina á vörubíl. —
Árangur: 415 dollara kostn-
aður og viku rúmlega. Þetta
hefði getað kostað hann líf-
ið. Hann var góður bílstjóri,
veðrið var ágætt, og hann
vissi, að trjáveggur skvggði
fyrir útsýnið, þegar hann ók
Reiði, sorg, ótti, jafnvel gleði getur
haft alvarleg slys í för með sér
út úr hliðargötunni. Og þó
þeyttist hann á bíl sínum út
á götuna, til að sanna reiði
sína. Ef hann hefði jafnað
sig í fimm mínútur, mundi
þetta slys ekki hafa hent
hann.
Þreyta.
Bert P. fór sunnudag einn
í bíltúr ásamt konu sinni og
dóttur. Er þau óku til baka hæðarinnar, ók hann út úr
til borgarinnar, var þjóðveg röðinni, með það í huga, að
urinn yfirfullur af bílum og reyna að komast inn í opið
Bert var heitt og hann var , fyrir framan. Hann komst
þreyttur. Framundan sjer rjett nógu langt til að verða
sá hann örlítið op í hinni á milli vörubíls og bílsins,
löngu röð bíla, sem voru á sem hann var að revna að
leiðinni upp hæð nokkra — fara fram úr. Hann og dótt-
Enda þótt Bert gæti ekki ir hans dóu á svipstundu,
sjeð, hvort annar bíll væri kona hans meiddist hættu-
að koma upp hinn enda lega.
Hræðsla.
Læknir Philips K., sagði
honum á mánudegi, að hann
hefði krabbamein. Á þriðju-
degi lenti hann á bifreiða-
slysi. Á fimmtudegi varð
hann fyrir tveimur til við-
bótar. Hann hafði aldrei áð-
ur orðið fyrir óhappi. — Úr-
skurður læknisins hafði
hrætt hann svo, að hann var
óhæfur til aksturs.
Gleði.
Erfiðara er að ímynda sjer
að gleði geti verið hættuleg
(Framh. á bls. 12).
SAMKOMUSALURINN, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er haldið. Hann er í byggingu í Flushing, New York,
sem reist var fyrir heimssýninguna 1939.
Vandamál á allsherjarþingi S. Þ.
MARGVÍSLEG vandamál híða úrlausnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú situr í New York og sem íslend-
ingar hafa nýlega gerst aðilar að. — Mörg þessara vandamála hafa áður verið á dagskrá bæði í öryggisráðinu og friðar-
ráðstefnunni. Veltur á miklu fyrir heimsfriðinn, að úr þessum málum rætist á hinn besta hátt.
FLÓTTAMENN: Miljónir Evrópubúa eru
heimilislausir, eins og Berlínarbúarnir á
myndinni hjer að ofan. Það er erfitt mál
viðureignar.
FRANCO: Fulltrúar samein- NEITUNARVALDIÐ: Rætt verður á þingimi
uðu þjóðanna eru ekki sammála hvort rjett sje, að stórveldin noti sjer neit-
um hvað þeir eigi að gera við unarvaldið á líkan hátt og Rússar er rætt
Franco-Spán. , var um Iran, og Gromyko stökk af fundi.
PALESTÍNA: Framtíð landsins er mikið vandamál. Bæði SETULIÐIN: Rússar hafa krafist upplýsinga um setuliðs-
Arabar og Gyðingar gera kröfu til landsins. Myndin er af styrk bandamanna. Rússar halda því hinsvegar leyndu hvað
Gyðingaflóttamönnum í fangabúðum á Cyprus. mikið setulið þeir hafa erlendis,