Morgunblaðið - 06.12.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. des. 1946 ni-.i ■’wji > in 1 ;rf ■. m ! in 1. Hjörvars þáttur: Nýlega gerðust þeir atburðir nokk- urnveginn jafnsnemma hjer í höfuðborginni, að dr. phil. Bjöm Guðfinnsson flutti er- indi í Háskólanum um sam- ræming íslensks framburðar og undirbúning nýrrar staf- setningar, og Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri útvarpsráðs, tilkynnti það öllum landslýð í Morgunblaðinu, að páfinn væri genginn af trúnni. Nú er það ekki ætlun mín, að blanda mjer á neinn hátt í mál þeirra dr. Björns og herra Hjörvars. Tilefni lína þessara er sú tillaga Hjörvars, að stofna þurfi „almennan talskóla í sjálfri Reykjavík, skylduskóla fyrir hvert barn, þriggja til fimm eða sex ára“. Segir Hjörvar slíkan skóla hvergi vera til, það hann viti. Rjett mun það vera, að slíkur ein- hliða talskóli mun hvcrgi vera til, og er ekki sjeð, að svo mikils sje misst við það. Að því verður vikið síðar. En skóli, sem hefur svipað og jafnframt víðtækara mark- mið, átti fyrir nokkrum árum aldarafmæli. Upphafsmaður og stofnandi þessa skóla var Fröbel (1782—1852). — Skóla þennan kallaði hann Kinder- garten — á íslensku, leikskóli — og átti hann að vera fyrir böm á aldrinum 3—6 ára. — Hugmynd Fröbels breiddist fljótlega til annarra menn- ingarlanda. Og nú er svo komið, að slík starfsemi er rekin í hverju menningar- landi, einkum þar sem mikið þjettbýli er. Dvelji börnin allan daginn í slikri stofnun (fái fæði), kallast hún DAG- HEIMILI, en dvelji börnin þar hálfan daginn (án fæðis), er það kallað LEIKSKÓLI. Eins og öllum þorra manna er kunnugt hefur Barnavina- fjelagið Sumargjöf haft for- göngu um stofnun og starf- rækslu dagheimila og leik- skóla hjer á landi. Árið 1924, sem var stofnár Sumargjafar, var sett á stofn dagheimili hjer í Reykjavík. En fjelagið gat ekki komið því við að setja á stofn leikskóla fyrri en 1940. Báðar þessar stofnanir hafa orðið mjög vinsælar hjá foreldrum hjer í borginni, og sjáanlegt er, að starfsemin þarf að verða mikiu víðtæk- ari. En höftiðmarkmiðið með dagheimili og leikskóla er að veita baminu viðunandi vaxt aj’skilyrði þann tíma dagsins, sem móðirin á einna erfiðast með að sinna því, og þá ekki síst uni allt, er stuðlað gæti að fegrun málsins. Það hefur ætíð vakið fyrir ráðamönn- um Sumargjafar, að börnin væru í hoHum ’eik lokkuð til að tala, svo að leiðbeinandi þeirra (fóstran) gæ'i við æskileg skil-vrði æft íin í að skilja og tala mæi i. Á þennan hátt gætu gre og glöggar fóstrur auk’ ; l’a- foiða barnanna. En auk þess er ætlast til að þau læri sög- ur og söngva. Þetta var mark miðið, en ýmsar orsakir hafa orðið til þess, að örðugleik- um hefur verið bundið að ná því marki, þó að forstöðu- konur og fóstrur stofnana þessara hafi iagt sig allar fram við þær aðstæður, sem fyrir hendi hafa verið. En til þessa hefur t.d. ekki verið hægt að fá sjerlærðar fóstrur. Þær hafa því orðið að læra þetta með forsjá forstöðu- kvenna heimilanna. En starfs stúlknaskipti hinsvegar tíð, m.a. vegna lágra launa, svo að slíkt starfsnám hefur oft haft skjótan enda. Við þetta varð ekki unað. Og nú hefur verið stofnaður skóli fyrir fóstrur, m.a. við dagheimili og leikskóla, þ.e. UPPELDIS- SKÓLI SUMARGJAFAR, sem tók til starfa í Tjarnar- borg þann 1. okt. s.l. Ætla má að þetta sje spor í rjetta átt og unnt verði að byggja nú örara ofan á fengna reynslu en fært hefur verið til þessa. Augljóst er oroið, að dag- heimili og leikskólar þurfa að rísa upp víðsvegar hjer í borginni. Og jeg þykist þess fullviss, að við slík skilyrði, sje til alls sem best vandað, verði happadrýgst að hefja nauðsynlegar málbætur fyrir þetta aldursskeið. Tillaga Hjörvars um sjer- stakan talskóla, eða öllu held- ur sjerstakar talæfingastund- ir í barnaskólum, átti sjer marga formælendur í ýms- um löndum, fyrir svo sem þrem áratugum, eða jafnvel fyrr. Háværar raddir komu fram frá foreldrum og skóla- mönnum um að kenna ætti framburð málsins í sjertím- um í skólunum, einkum yngri deildum barnaskóla, smá- barnadeiidunum. Kennslu- stundir þessar voru kallaðar talæfingar. Gert er ráð fyrir talæfingum í námsskrá fyrir íslensk börn (lög frá 15. ágúst 1929). Hætt er við því, að einhliða kennsla í talæfingum verði leiðigjörn, þó að þar valdi að vísu rnæstu, hver á heldur. — Mun einnig geta verið var- hugavert í framkvæmd, eink um við börn, sem hafa mál- galla Og haidin eru minni- máttarkennd. í íslenskum skólum er ætlast til, að mál- ræktaræfingar sjeu felldar saman við námsstörf, sem við köllum átthagafræði. Barninu er hjálpað til að beina athugun sinni að ein- hverju ákveðnu viðfangsefni, sem kallar það til þroskandi námsstarfa. Til þess að ná betri tökum á viðfangsefninu á barnið að fá tækifæri til að samstilla hönd og huga, hnbða leir, leggja umlínur með pinnum, búa til hluti með því að brjóta pappír, klíppa úr pappír, teikna og lita. En við þessar aðstæður vaknar löngun barnsins tíl að tjá sig í máli, tala, segja skólasystkinum sínum og kennaranum frá því, sem það hefur afrekað. Það er við þessar aðstæður, sem mennt- gjafinn (foreldrar, fóstrur eða kennarar) kemur til sögunn- ar og „tekur barnið á orð- inu“, gicfur því viðurkenn- ingu fyrir fagurt og hreint mál eða lokkar það til betri meðferðar á móðurmálinu. — Við þetta málræktarstarf upp götvar hann einstaklinga, sem misbeita málinu mjög frek- iega. Þeim ætlar hann alveg sjerstaka hjálp, og það án á- heyrnar annarra barna, ef um málbrenglanir er að ræða. Barnið talar hjer ekki af því, að því sje sagt að tala, það talar af innri þörf, vermt og uppljómað af starfsárangri og starfsgleði. Reynsla mín er sú, að undravert er hvað svona innileg skilyrði gefa góðan árangur, einmitt hvað móðurmálið snertir. Þessi skilyrði til málræktar eru með svipuðum hætti og þau bestu, sem barninu veitast í foreldrahúsum. Fyrir rösklega 20 árum rjeðist sá, sem þetta ritar, í það að stofna einkaskóla fyr- ir börn á aldrinum 5%—7 eða 8 ára. Skólinn var stofnaður í fullkomnu umkomu- og álits-leysi. En hann hafði það einkum að markmiði að gera tilraunir með að byggja lestr arkennslu á hljóðgrundvelli, og gera þann grundvöll sem allra bestan með framburð- aræfingum, m.a. í sambandi við átthagafræðina. •— Nokk- ur reynsla er fengin á vinnu- brögðum þessum. í umrædd- um skóla hefur undanfarin ár verið rannsökuð ýms geta og hæfni öVá—6 ára bama. þegar þau koma í skólann. Niðurstöður þeirra athug- ana eru á margan hátt býsna athyglisverðar, og geta t.d. gefið foreldrum þarfar bend- ingar um ýmis almenn þekk- ingaratriði, sem börnin þyrftu að hafa tileinkað sjer, áður en þau lcoma í skólann: Almennt eru börnin mjög orðfá og misbeita málinu á margan hátt, tala bögumæli og grípa til skrípyrða. Mörg 6 ára börn þekkja ekki litina, og enn fleiri þekkja ekki lög- un hluta. Þau þekkja oft ekki algengustu myntir. Fæst geta talið lengra en upp að þriðja tugnum, eða til 29. Sum kom- p.st aðeins eitthvað áleiðis að fyr,sta tugnum, og einstaka barn þekkir ekki á sjer fing- urna. Nokkur börn kunna ekki að klæða sig, hneppa að sjer yfirhöfnum sínum, reima skó o.s.frv. Vitneskja og skilningur barnanna á ýmsum atriðum í hversdags- lífi umhverfisins er að jafn- aði mun minni en ætti að vera, miðað við aldur. Og samstilling huga og handar í ýmsu föndri er oftast einnig skemmra á veg komin en þyrfti að vera, og aldur ætti að leyfa. En menn spyrja: Hvað kemur allt þetta þessu máli við? Þeirri spurningu er auð- svarað: Fullyrða má, að ó- gerningur sje að kenna illa talandi barni að lesa. Það verður heldur ekkert áhlaupa verk, ef ýmis önnur atriði eru á svipaða lund og greint var hjer að framan. — Þau börn, sem ekki hafa náð tökum á þeim almennu atriðum, hafa af skiljanlegum ástæðum fremur ljelega undirstöðu til að nema svo flókin atriði sem lestur, skrift og reikningur vilja löngum reynast. Þegar slík undirstaða er ekki fyrir hcndi, verður skól- inn að hefja starf sitt með því að skapa þann nauðsynlega grundvöll. Það er að vísu tjón fyrir barnið, að svo skuli þurfa að vera. Því að margt námsatriðið, sem þá þarf að eyða tíma í, er þess eðlis, að barnið átti að vera búið að læra það, áður en það kom í skólann. Og verst er, að stundum hefur barnið misst svo mikils við misnotuð bernskuár, að erfitt reynist að vinna slíkt upp. þó að fyllstu alúðar sje gætt. Barnið hefur orðið af „strætisvagni sín- um“. Það er hverju orði sann- ara hjá H. Hj., að gagn- gerðra endurbóta þarf við, hvað fegrun og hreinsun móðurmálsins snertir. — En meinið liggur dýpra, og end- urþæturnar þurfa því að vera víðtækari en einhliða talæf- ingar, og snerta uppeldis- menningu okkar almennt. En að því vík jeg í lok þessa máls. Jeg hef viljað hjer að fram- an minna á þetta, — og þá um leið vekja athj-gli á því, að við slíkt endurreisnarstarf höfum við enganveginn efni á að ganga fram hjá þeirri reynslu, sem þegar kann að vera fyrir hondi, hvernig annars, sem sú reynsla kynni að vera. — Þá er og það til, að ýmsir reynast seinfærir til átaka meðan verið er að vinna þjóðþrifamál með mikl um fórnum til álits. En jafn- skjótt og þau eru að verða „merkiieg“ eða „fín“, er risið upp og sagt: „Hér skal ek at vinna“. Líklegt er, að þeir áhuga- aðilar, sem stofnuðu til sam- taka um aukin þroskaskilyrði fyrir berriskuna, fyrir um fjórðungi aldar hjer í bæ, heiti nú á Hjörvar til stuðn- ings þeirri viðleitni, svo að draumur þeirra rætist um æ víðtækari starfsemi og sí- batnandi. 2. Þáttur „páfans“: Hjörvar vitnaði í páfann í grein sinni og átti þar við dr. Björn Guðfinnsson. Áður en jeg skil við þetta mál, þvkir mjer einnig rjett að víkja að honum nokkrum orðum. Öllum mönnum var það kunngut, áður en dr. Björn flutti erindi sitt í Háskólan- um, að hann hefur af mikilli elju og kostgæfni ferðast um landið undanfarin ár og rann sakað framburð um 7000 barna og 3000 fullorðinna. — Hann hefur svo brotið rann- sóknir sínar til mergjar, bundið í niðurstöður og byggt upp kerfi á vísindalegum grundvelli. með sýnishorn- um af mállýskum og hljóða- fari í íslensku máli. Og 1 fræðum þessum varði hann doktorsritgerð hjer við Há- skólann. En nú í haust kom út fyrsta bók hans um þetta efni: Mállýskur I., gefnar út. af ísafoldarprentsmiðju h. f. Deila má um það, hvort samræma eigi framburð í ís- lensku máli og undirbúa nýja stafsetningu. En um hitt verð ur ekki deilt, að það sje mikið og þarft verk að rannsaka á vísindalegan hátt hljóðfræði íslensks máls. Frá því s.jónar- miði verður að telja rann- sóknir dr. Björns Guðfinns- sonar stórmerkar. — Slíkt þarf vissulega ekki að varpa skugga á störf þeirra kenn- ara, sem árum saman hafa lagt sig fram við kennslu móðurmálsins, því að vafa- laust búa margir þeirra yfir markverðri reynslu. Undanfarna tvo áratugi hefur sá, er þetta ritar, gert tilraunir um að byggja lestr- arnám á hljóðgrundvelli, og í sambandi við það, kennt drög að hljóðfræði málsins. Einna mestu örðugleikar í þeirri viðleitni hafa verið þeir, að enginn vísindalegur grundvöllur var fyrir hendi til að byggja á, unninn af ís- ienskum vísindamanni. Síð- astliðið ár hef jeg gert mjer far um að kynnast skoðunum dr. Björns, kennslu hans og. ritsmíðum. Við þau kynni hef jeg komist að raun um, að drög dr. Björns að hljóðfræði málsins falla í fiestum atrið- um saman við reynslu mína við kennslustörf. Það er því að vonum, að mjer hafi þótt birta yfir í þessari baráttu, þegar hægt var að byggja framburðar- og hljóðæfingar fyrir börn á vísindalegum grundvelli. Tel jeg kennui’um nauðsynlegt að hafa Mállýsk ur dr. Björns í höndum, hvaða grein móðurmáisins, sem þeir kenna. Tillögur dr. Björns um sam ræming íslensks framburðar og undirbúning nýrrar staf- setningar leiði jeg hjá mjer að ræða hjer, en minni að- eins á það, að tillögumaður hvetur til að fara að öllu gætilega og feta sig smám- saman fram með stuðningi af gaumgæfilegum rannsóknum hæfra manna. En meðan verið er að leita að grundvelli til samkomu- lags um aamræming íslensks framburðar og nýja stafsetn- ingarhætti, sýnist óþarfi að Framhalti á bls. 1L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.