Morgunblaðið - 24.12.1946, Blaðsíða 1
I 48 síður og Lesbók 32 síður
33. árgangur
295. tbl. — Þriðjudagur 24. desember 1946
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Betri horíur með
ísfiskssölunu
Brefar leyfa athausaSan fiÉ
ÞffiR FREGNIR hafa borist fcá Bretlandi, að Bretar
muni nú leyfa sölu á afhausuðum fiski, en það hafa þeir
bannað að undanförnu.
Þetta gerir útiitið með ísfisksöluna bjartara. Verðið á
ísfiski verður nú sem hjer segir: Á þorski 61 sh. 4 p. pr.
kitt og um 41 sh. á ufsa.
Togari með fullfermi af þorski ætti með þessu verði
að geta fengið fyrir aflann 8—10 þús. síeríingspund,
eftir stærð skipsins, í stað þess að undanfarið hefur
ekki fengist nema 5—6 þús. pund fyrir farminn.
Þessi góðu tíðindi hafa þær verkanir, að nú munu
togarar hverfa að ísfisksveiðum á ný.
Bretar hafa hinsvegar ekki enn fengist til að slaka
neitt til á tollinum, og þykir íslendingum það miður
farið.
Bevin flytur ræðu í
bresku útvurpii
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BEVIN utanríkisráðherra flutti ræðu í gærkvöldi í breska
útvarpið og skýrði frá árangri þeim, er náðst hefði á fundi
utanríkisráðherranna og sameinuðu þjóðanna í New York.
Bresku blöðin eru yfirleitt sammála um, að utanríkisráð-
herrann hafi í ræðu sinni hnekt gagnrýni þeirri, sem kom-
ið hefir fram að undanförnu um afstöðu Breta til Rúss-
lands og Bandaríkjanna.
□-----------------------□
JHorcjimfclaÍJÍÖ
48 síður í dag, (3svar 16 síð-
ur). — Lesbókin, sem fylgir
jólablaðinu var borin út til
kaupenda hjer í bænum í gær,
(32 síður).
í fyrsta blaðinu eru frjettir
og annað efni sem venjulega
Meðal greina í því blaði eru
þessar:
Elisabeth Kenny og mænu-
veikin og grein eftir Kristján
Júlíusson um skiparadar.
I öðru blaðinu er m. a.
Skemtanir um jólin, Jólagam-
an barnanna, Íþróttasíða, Stór-
hátíð í Starrlford Bridge eftir
Björgvin Schram, Skartgripa-
notkpn og kjólasnið í kvenna-
^íðu eftir Sonju, Fuglar og
japönskunám eftir St. Clair
Mc Kelway o. m. fl.
I þriðja blaðinu eru m. a.
þessar greinar: Heimsókn í
Lindarrjóður í Vatnaskógi, Frá
Móum til Grímseyjar, Kirkju-
tónleikar karlakórsins Þrestir
0. m. fl.
□-----------------------□
Góður árangur.
Bevin taldi, að mikill árang-
ur hefði náðst af starfi utan-
ríkisráðherranna, þar sem stór
veldin hefðu meðal annars kom
ist að samkomulagi um fyrstu
friðarsamningana. Að Bretar
hefðu hallast um of á sveif með
Bandaríkjamönnum að undan-
förnu, taldi hann fjarstæðu, og
sagði, að Bretland mundi ekki
binda sig nokkurri þjóð, nema
samkv. sáttmála sam. þjóð-
anna.
Þýskaland.
I ræðu sinni vjek Bevin einn
ig að Þýskalandi. Sagði hann
að það mundi taka langan tíma
að leysa vandamál Þýskalands,
eða að minsta kosti mannsald-
ur. Áhrifa nasismans gætti enn
mjög í Þýskalandi, sagði hann.
STRÍÐSFANGAR TIL BRET-
LANDS.
LONDON: Yfir 2000 þýskir
fangar komu nýlega til Liver-
pool frá Kanada. í Bretlandi
eiga þeir að vinna við land-
búnað og viðgerðir á húsum,
sem urðu fyrir skemmdum í
styrjöldinni.
ölum gefur skýrslu um
bardagana í indo-iíma
Frakkar sakaðir um
harðstjórn í landinu
París í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
MIKLIR bardagar geisa nú í Indó-Kína og hafa borg-
irnar Hanoi og Saigon verið lýstar í umsátursástand. Leon
Blum, forsætisráðherra Frakklands, gaf þingmönnum í dag
skýrslu um málið og bað menn að búa sig undir það, að
erfiðar vikur færu í hönd. Fulltrúar Vietnam-stjórnarinnar í
F’rakklandi hafa fyrir sitt leyti lýst því yfir, að Frakkar beiti
hinni mestu harðstjórn í Indó-Kína og hafi hleypt borgara-
styrjöld af stað með framferði sínu.
------------------------<5>
Leon Bluni, hinn nýi for-
sætisráðherra Frakka, á nú úr
vöndu að ráða vegna atburð-
anan í Indo-Kína.
Vöruskífti fflilli
þýsku hernáms-
svæðanna
Hamborg í gærkvöldi.
Hernámsstjórnir bresku og
bandarísku hernámssvæðanna
í Þýskalandi hafa náð sam-
komulagi um vöruskipti við yf-
irstjórn rússneska hernámshlut
ans. Samkvæmt samkomulagi
þessu, munu Rússar fá járn,
stál og kol, en láta í staðinn
korn og matvæli.
Lík vöruskipti hafa farið
fram undanfarna fjóra mánuði
og fengu hernámshlutar Breta
og Bandaríkjamanna meðal
annars 42,000 tonn af kartöfl-
um og 30,000 tonn af korni á
þessu tímabili. — Reuter.
Afgrelðslu frönsku
fjáriaganna að
verða loki
París í gærkvöldi.
FRANSKA þingio gerir
sjer vonii' um að ijúka af-
greiðslu fjárlaganna í kvöld
eða nótt. Fjárlagaáætlun þessi
hefur vakið allmikla eftirtekt
í fjárlögunum er gert ráð
fyrir, að varið verði samtals
41,000 miljónum franka til
jhersins næstu þrjá mánuðina.
Til endurreisnar á sama tíma
bili er þó ,,aðeins“ gert ráð
fyrir útgjöldum, sem nema
um 35,000 miljónum franka.
— Reuter.
1000 férusl í jarð-
skjálfiunum
íJapan
London í gærkveldi.
SÍÐUSTU fregnir frá Japan
herma, að vitað sje nú með
vissu, að rúmlega 1000 manns
hafi látið lífið af völdum jarð-
skjálftans og flóðaldanna s. 1.
laugardag. Hjer um bil jafn-
margir munu hafa særst, en
150 er saknað. Ekkert mann-
tjón varð hins vegar meðal
bresku og bandarísku hersveit
ana, sem í Japan dvelja.
Talið er, að um 100,000
manns sjeu heimilislausir eftir
jarðskjálftann.
■— Reuter.
Brelar og Egypfar
ésammála utn
framílð Súdan
Cairo í gærkvöldi.
BRESKI sendiherrann í Cairo
ræddi í dag við Nokrahi Pasha,
forsætisráðherra Egyptalands.
Búist er við, að samningaum-
leitanir um endurskoðun bresk-
egypska sáttmálans muni nú
hefjast á ný.
Meginágreiningur í sam-
komulagsumleitunum þessum
hefur til þessa verið um fram-
tíð Súdan. Vilja Bretar að íbú-
um Súdan verði gefið tækifæri
til að ákveða það sjálfir, hvort
þeir haldi áfram að vera í sam
bandi við Egyptaíand, eða
verði algerlega óháðir, en
Egyptar telja þetta brjóta í
bága við áform sín.
Lord Stansgate, formaður
bresku samninganefndarinnar,
sem rætt hefur við egypsku
stjórnina, er nú væntanlegur
á ný til Cairo, en hann hefur
verið í Englandi undanfarna
þrjá mánuði. — Reuter.
Ýktar frjettir.
I ræðu sinnni sagði Blum, að
ástandið væri ekki það slæmt,
að það gæfi ástæðu til mikils
kvíða. Taldi hann blöðin mjög
hafa ýkt fregnir af bardögum
í Indo-Kína, en þó liti ekki út
fyrir það, að bardagar mundu
hætta í bráð. Það, sem fyrst
og fremst vakir fyrir Frökk-
um, bætti Blum við, er að koma
á friði og reglu.
Yfirgangur Frakka.
Talsmenn Vietnan birtu í
dag yfirlýsingu, þar sem þeir
meðal annars segja, að ef
Frakkar ætli sjer að beita nauð
ungaraðferðum í Vietnam,
muni mæta þeim 20 miljónir
karla og kvenna, sem sjeu stað
ráðin í að verja frelsi lands
síns. Eru Frakkar bornir þeim
sökum, að fangelsa fólk að til-
efnislausu og varpa sprengjum
á konur og börn.
Varúðarráðstafanir.
Franski nýlendumálaráðherr
ann er nú á leið til Indó-Kína
til að ráðgast við ráðamenn
þar. Hafa frönsku yfirvöldin í
landinu tilkynt, að allir þeir
verði tafarlaust skotnir, sem
ekki sjeu "í einkennisbúningi,
en beri þó skotvopn. Öll hús,
sem ekki hafa uppi hvítan
fána, verða rannsökuð.
Spænski sendiherr-
herrann í London
á förusn
London í gærkvöldi.
SPANSKI sendiherrann í
London sem kallaður hefur
verið heim um óákveðinn
tíma, mun ekki leggja af stað
heimieiðis fyr en eftir tvær til
þrjár vikur.
Sendiherrann var afturkall
aður, er Bretar gáfu sendi-
herra sínum í Madrid skipun
um að hverfa heim þegar í
stað. — Reuter.