Morgunblaðið - 24.12.1946, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 24. des. 1946
8
MORGUNBLAÐIÐ
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Ausrurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
I lausasðlu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók.
Jólin 1946
HINUM umfangsmikla undirbúningi jólanna er lokið.
Jólahátíðin sjálf er runnin upp. Um allan hinn kristna
heim er hátíð haldin. Ys og þys hins daglega lífs hljóðnar
um skeið og fólkið leitar til heimilanna og nýtur þar frið-
ar og birtu.
★
Aldrei verður það eins ljóst eins og um jólin, hvers
virði heimilin eru öllum mönnum. Þau eru hin helgu vje
einstaklinganna. Heimilisræktin er þessvegna hverri þjóð
mikill styrkur. Fögur og smekkleg heimili eru órækari
vottur en flest annað um sanna menningu. En sköpun
fagurra heimila þarf ekki alltaf að byggjast á miklum
íburði eða auðlegð, enda þótt góður efnahagur skapi bætta
möguleika til þess að koma upp góðum húsakynnum og
til þess að prýða þau. Smekkvísi og samheldni fjölskyld-
unnar ræður miklu um það, hvort heimilið er vistlegt
og notalegt.
★
Efnahagur íslendinga hefir batnað mjög á síðustu ára-
tugum. Hefir það ekki hvað síst lýst sjer í stórbreyttum
húsakynnum til hins betri vegar. En híbýlamenning vor
er ennþá ung og lítt þroskuð þótt einnig hafi merkileg
þróun orðið á því sviði. Það er vel við eigandi, að minnast
á þessi mál um jólin, hátíð heimilanna og barnanna. Upp-
tldisáhrif umhverfisins eru mikil og varanleg. Fagurt
heimili á ríkan þátt í að móta skapgerð æskunnar til góðs
''-egar. Smekklegur og hóflegur jólaviðbúnaður hefir djúp-
tæk áhrif á börnin, sem alast upp við hann og gleðjast
við hann. Allt óhóf í þessum efnum verkar hinsvegar illa.
Og það er í algerri andstæðu við eðli jólahátíðarinnar
sjálfrar. Boðskapur hennar er einfaldur og látlaus en fag-
ur og lýsandi. Gildi jólanna felst ekki fyrst og fremst í
dýrum gjöfum eða íburðarmiklu skrauti, heldur í þeim
friði, sem þau boða.
★
ÚR DAGLEGA LÍFINU
ENN EINU SINNI halda
kristnir menn jólahátíð og
friður og velþóknun er með
mönnunum. Jólin eru dásam-
leg hátíð. Þau gera mennina
svo góða. Við hugsum með hlý-
hug til meðbræðra okkar og
systra. — Sögur eru sagðar í
sambandi við jólin um hörku-
tól, sem urðu bljúg eins og
börn. — Gamallri reiði var
eytt, gamlar skuldir hugans
greiddar. Á þessari miklu kær-
leikshátíð urðu gamlir menn
börn. Fyrirgáfu og elskuðu ó-
vini sína.
Undursamlegur máttur fylg-
ir orðinu jól. Því hefir verið
lýst hvernig hermenn á víg-
vellinum lögðu niður vopn sín
og fjendur sameinuðust í söng
jólasálma. — Við höldum
heilög jól til minningar um
Hann, sem kendi okkur um-
burðarlyndi, þolinmæði. Hann,
sem kendi að mennirnir ættu
að elska óvini sína. — Á slíkri
hátíð þarf mannkynið að halda,
ekki einu sinni á ári, heldur
hvern einasta dag, sem Guð
gefur.
•
Friður á jörðu.
í RÚMLEGA 1900 ár hefir
fagnaðarboðskapur jólanna
verið boðaður meðal mann-
anna. — En samt eru nú að-
eins tvenn jól liðin síðan frið-
ur komst á eftir ægilega heims-
styrjöld, þar sem bræður börð-
ust og urðu hver öðrum að
bana. — Og enn er langt frá
því, að fullur friður sje kom-
inn á í heiminum. Núna, á þess
um jólum, falla menn fyrir
vopnum. Víða í heiminum ber-
ast menn á banaspjót. Meiri
útbreiðslu hefir fagnaðarerind-
ið ekki náð í raun og veru.
Háleitasa takmark allra manna
hvort sem þeir eru hvítir,
svartir eða gulir á hörundslit
er, að friður megi ríkja. En
samt er barist og samt er deilt
um lítilfjörlega veraldlega
hluti.
Ef jólaboðskapur-
inn ríkti.
MIKIÐ VÆRI mannkynið
sælt, ef jólaboðskapurinn ríkti
ávalt í hjörtum mannanna. —
Ekki aðeins tvo, þrjá daga árs
ins, heldur alt árið, hvern ein-
asta dag. — Vilja menn ekki
hugleiða þetta. — Það er ekki
nóg að halda kærleikshátíð
einu sinni á ári hverju, lofa
Drottinn og fara að hans boði
þann eina dag. — Hið sanna
og rjetta hugarfar verður að
ríkja alt árið.
•
I döprum hjörtum.
„í DAG ER glatt, í döprum
hjörtum“, segir í jólasálminum
og víst veita jólin gleði í hjörtu
margra, sem áður voru daprir.
En það eru líka margir, sem
ekki geat fylgst með hátíða-
höldunum þessi jól. Það eru
þeir, sem mist hafa ástvini sína
rjett fyrir jólin. •— Þeim verð-
ur litið í auða sætið við jóla-
borðið og hugsa daprir til þess
er það áður fylti.
Og það eru þeir, sem af ýms-
um ástæðum geta ekki veitt
sjer þá jólagleði, sem keypt er
fyrir fje. Reynt hefir verið að
hjálpa með gjöfum. Það hefir
verið hugsað til margra, sem
bágt áttu. En víða verða enn
döpur jól í þessum heimi. Jafn-
vel einnig hjer á íslandi, þar
sem þjóðin hefir átt meiri efna
legri velmegun að fagna en
nokkru sinni fyr.
Til þess fólks ættum við að
hugsa, sem höfum allt til alls
og njótum jólanna í hamingju-
sömum og heilum hóp ástvina
okkar. —
•
Þeir, sem vinna
skyldustörfin.
UM JÓLIN eigum við líka
að hugsa til þeirra fjölda
mörgu, sem ekki gefa sjer tíma
til að halda jólin á þann ver-
aldlega hátt með mat og drykk,
eins og flestir aðrir. Það eru
þeir, karlar og konur, sem
gegna skyldustörfum sínum í
landi og á hafinu.
Það eru margir, sem ekki
fá tækifæri til að halda hátíð.
Það eru þeir, sem gæta þess,
að við hin höfum ljós og yl.
Það eru þeir, sem gæta símans,
lögreglan, varðmenn og fjöldi
annarra. —
A hafinu eru sjómennirnir
að sínum skyldustörfum. —
Þeir hugsa heim til ástvina
sinna og það er hugsað til
þeirra.
•
Misjöfn hátíð.
OG VIÐ HIN, sem getum
gert það við tímann, sem okk-
ur sýnist þessa næstu hátíðis-
daga, þurfum ekki að hafa á-
hyggjur af daglegum störfum,
notum hátíðina misjafnlega. —
Sumir nota tímann til að hvíla
sig eftir erfiði jólaundirbún-
ingsins. Aðrir hafa magann fyr
ir sinn guð eða blóta Bakkusi
og koma þreyttari til vinnu að
hátíðinni lokinni, en er þeir
fóru heim á aðfangadag.
En flestum er fyrirgefið og
men segja: „Jólin koma ekki
nema einu sinni á ári“. Því
skyldu menn ekki gera það,
sem þeim sýnist best?
Þannig vill hátíðin verða
misjöfn hjá mörgum.
•
Gleðileg jól.
í KVÖLD BJÓÐUM við hver
öðrum gleðileg jól. Við höf-
um reynt að viða að okkur ein-
hverju smáu eða stóru eftir at-
vikum til að gleðja vini okkar.
Við gleðjumst með börnunum,
því jólin hafa verið og verða
lengst af hátíð barnanna fyrst
og fremst.
í jólagleði barnanna finnum
við hina sönnu og hreinu gleði
og ánægju og mörg okkar verða
aftur börn og minnast jólanna
í æsku okkar.
Og þeir, sem njóta jólanna
eins og börnin, þeir hafa gleði-
leg jól. — Megi sem flestir
njóta þeirra þannig.
Þessa er holt að minnast á þeim óróasömu tímum, er
vjer nú lifum. Mannkynið hefir um mörg ár skort frið
og það skortir hann enn, þótt heimsstyrjöld sje lokið. —
Óvissa og örðugleikar setja um allan heim svip á líf
fólksins.
★
Oss, hjer á íslandi, líður á þessum jólum, betur en oft-
ast áður, þótt einnig hjer sjeu ýmsir örðugleikar fram-
undan. Lífsbarátta íslendinga hefir á liðnum öldum verið
hörð og hlýtur í framtíðinni að verða það, þótt hún hafi
ljest til.mikilla muna. En allt líf er barátta og starf. Þess
verðum vjer að minnast. Því aðeins höldum vjer í dag jól,
við að mörgu leyti góðar aðstæður, að forfeður vorir
ruddu framförum og lífsþægindum brautina með þraut-
seigu og ötulu starfi.
★
Baráttan gegn skortinum heldur áfram. Vjer eigum enn
langt í land til fullkomins sigurs yfir honum. Vjer viljum
að birta og gleði ríki á hverju einasta íslensku heimili á
jólum framtíðarinnar. Vjer stefnum að því að eyða
skugga fátæktarinnar, sem svo lengi hefir grúft yfir ís-
lenskum heimilum. Með þessa ákvörðun í huga, skulum
vjer íslendingar halda jólahátíð nú. En minnumst þeirra,
sem ekkert jólaljós eiga, þeirra, sem bera harm í hjarta
eða dvelja einmana fjarri heimilum og ástvinum. Minn-
umst sjómanna vorra og farmanna, sem halda jólin er-
lendis eða á höfum úti.
Vjer óskum, að þeir komi heilir í höfn og sendum þeim
jólaóskir, hvar sem starf þeirra stendur.
Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum og allri
þjóðinni
'ola
I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Jarðskjálffabörnin.
Jarðskjálftarnir.
Á síðastliðnu hausti voru,
sem kunnugt er, liðin 50 ár frá
því jarðskjálftarnir miklu
dundu yfir sveitirnar á Suður-
landssundirlendinu.
Allir sem þá voru lifandi,
og komnir til vits og ára, minn-
ast þeirra atburða með skelf-
ingu, er jörðin gekk í bylgjum
hvað eftir annað, og torfbæ-
irnir hvolfdust víða við, svo
grjótið, sem var neðst í veggj-
unum meðan þeir voru uppi-
standandi, var komið ofan á
moldarbyng rústanna, þegar
jarðskjálftakippirnir voru úti.
Menn undrast í dag, hvernig
fólkið komst af yfir veturinn,
þar sem öll, eða flest bæjar-
húsin hrundu. En það varð
jarðskjálftabændum mikið
happ, hve haustið var góð-
viðrasamt, og því hægt að
vinna óvenjulega lengi að húsa
bótum. .
Samskotin er. efnt var til,
handa hinu nauðstadda fólki á
jarðskjálftasvæðinu, urðu mik-
il, eftir þeirra tíma mæli-
kvarða, og komu áreiðarilega
að góðu gagni. Einnig sú hjálp,
sem fólkinu var veitt, með því
að börnum frá þeim bæjum,
sem hrundu til grunna, var
komið fyrir í fóstur hjer í
Reykjavík og víðar. Sumt af
þessum börnum ílentust hjá
fósturforeldrunum enda þekkja
allir Reykvíkingar það, að þeg
ar talað er um borgara bæjar-
ins karla og konur, þá er sagt
að þessi eða hinn sje „Jarð-
skjálftabarn“, þegar um er að
ræða einhverja þá, sem komu
hingað til Reykjavíkur af jarð-
skjálftasvæðinu haustið 1896
til veturvistar, en urðu hjer á-
fram hjá fólki því, sem tók
þessi börn að sjer.
Árið 1896 voru íbúar Reykja
víkur nokkuð á 5. þúsund
manns.
Um „Jarðskjálftabörnin“ seg
ir í ísafold í janúar 1897:
Þau urðu 116 alls, börnin
sem tekin voru í haust úr land-
skjálftasveitunum til dvalar
hjer syðra, flest til fáeinna
vikna, meðan verið var að
koma upp skýlum á heimilum
þeirra til vetrarins, en nokkur
vetrarlangt.
Eigi að síður varð þó niður-
staðan sú, þegar til kastanna
kom, að ekki fór nema þriðj-
ungur barnanna heim aftur í
haust eða fyrri part vetrar, en
hinum (77) veitt dvöl til vors.
Þessi, sem heim fpru aftur,
voru flest úr Ölfusinu ....
Upphaflega var ekki hugsað
lengra, en láta hjálp þessa ná
aðeins til næstu sveitar, Ölf-
usins með því að þaðan var svo
hægt um flutninga barnanna í
vagni. En er undirtektir voru
margfalt betri en við var búist
í upphafi, voru færðar það út
kvíarnar, að bætt var við frek-
lega öðru eins úr öðrum sveit-
um. Komu 57 börn úr Ölfus-
inu, en 59 lengra að, 36 úr
Hraungerðis- og Sandvíkur-
hreppum, og voru þau einnig
sótt hjeðan í vagni, en hin úr
Landsveit 10, af Skeiðum 7, úr
Áshreppi 5, Holtamannahreppi
3, og Gnúpverjahreppi 2.
Það eru alt einstakir húsráð-
endur, er þetta góðverk hafa
gert, flestallir með því að taka
börnin á heimili sín, en fáeinir
með því að koma þeim fyrir
annarsstaðar hjá góðu fólki og
gefa með þeim, nema hvað
Fraamb á b!s. 12.