Morgunblaðið - 24.12.1946, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. des. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
ELIZABETH KENNY OG MÆNUVEIKIN
DR. AENEAS John Mc
Donnell, yfirskurðlæknir við
Toowoomba General Hos-
pital í Queensland, Ástral-
íu las langt símskeyti dag
nokkurn 1910, og hristi höf-
uðið raunamæddur. Eliza-
beth Kenny, hjúkrunar-
kona, sem starfaði ein í skóg-
lendinu 100 mílur í burtu
bað um ráðleggingar um
hjúkrun fjögurra barna, sem
tekið höfðu einkennilega
veiki. í skeyti sínu lýsti
hjúkrunarkonan sjúkdómi
þessum, en dr. McDonnell
svaraði um hæl: MÆNU-
VEIKI. ... ENGIN ÞEKKT
LÆKNISAÐFERÐ. GERIÐ
HVAÐ ÞJER GETIÐ.
Ári seinna kom hin unga
Elizabeth Kenny — há
stúlka og útitekin — í frí. Dr
MacDonnell spurðist fyrir
um mænuveikistilfellin.
„Það komu upp tvö önnur
tilfelli — verri en þau fyrri“,
sagði unga hjúkrunarkonan.
„En öllum 6 sjúklingunum
er nú batnað."
„Ágætt!“ sagði læknirinn.
„Hversu mörg barnanna eru
lömuð?“
„Þau eru ekki lömuð.
Hvert einasta þeirra er stál-
hraust.“
Dr. MacDonnell starði á
frk. Kenny. Því næst dró
hann fram símskeyti hennar
„Eftir skeytinu að dæma
hafa þetta verið alvarleg til-
felli — sumir sjúklinganna
hafa þegar verið búnir að fá
lömun,“ sagði hann. „Löm-
unartilfelli á borð við þetta
verða ekki læknuð svona
vel.“
„En sjúklingarnir eru heil
brigðir,“ endurtók hjúkrun-
arkonan.
„Hvað gerðuð þjer?“
spurði læknirinn og var mik-
ið niðri fyrir.
„Jeg notaði það, sem jeg
hafði við hendina — vatn,
hita, teppi og hendur mín-
ar,“ sagði hjúkrunarkonan.
„Börnunum batnaði.“
Dr. McDonell, er enn var
vantrúaður, flýtti sjer til
spítalans með hjúkrunarkon
unni. I emu hvítu rúmanna
lá lítill drenghnokki, fætur
hans voru reirðar í spelkur,
en andlitið var afmyndað af
kvölum.
„Hjerna er nýr lömunar-
sjúklingur,“ sagði læknirinn
„Jeg fel yður algera umsjón
hans. Sýnið okkur nú, hvað
þjer gerðuð.“
Læknar og hjúkrunarkon-
ur söfnuðust saman, til að
horfa á þessar óvenjulegu
aðfarir. Áður en nokkur
gæti komið við mótmælum,
hafði frk. Kenny varlega
flett umbúðum og spelkum
af hinum fölu og þjáðu fót-
leggjum barnsins. Að því
loknu ljet hún færa sjer
sjóðandi vatn og þykkt teppi
og tók til starfa. Hún reif
teppið niður í ræmur, vatt
Læknisaðferðir hjúkrunarkonunnar
eru nú viðurkenndar um allan heim
Eftir Lois Mattex Miller
þær upp úr heitu vatni og
vafði þeim um fótleggina.
Jafnóðum og teppisræmurn-
ar kólnuðu, skifti hún á
þeim og öðrum.
Sjúklingnum batnar.
ÖLLUM til mikillar furðu
byrjaði litla sjúklingnum að
batna. Að nokkrum dögum
liðnum var allur verkur horf
inn úr fótunum og sárin með
Fölvinn hvarf, en í hans stað
kom nýr litur og aukinn
þróttur. Þegar hjer var kom
ið, byrjaði unga hjúkrunar-
konan að hreyfa til hand-
leggi og fætur barnsins og
nudda vöðvana. Loks ljet
hún sjúklinginn sjálfan
reyna að hreyfa limina.
Nokkrum vikum seinna var
drengurinn kominn á kreik
og eins hraustur og hann
hafði nokkurn tíma verið.
Og þannig var það, að syst
ir Kenny — Bretar kalla yf-
irhjúkrunarkonur ,,systur“
— hóf hina hetjulegu bar-
áttu sína gegn hinum hrylli
lega sjúkdómi, mænuveik-
inni. Að fyrri heimsstvrjöld
inni undanskilinni, fórnaði
hún öllu lífi sínu til þessarar
baráttu. Hún kynti læknum
aðferðir sinar, þjálfaði hjúkr
unarkonur og beitti áhrifum
sínum af áhuga trúboðans.
Hjúkrunarkona, sem notaði
Kenny-aðferðina, kemur
ekki í stað læknisins, held-
ur vinnur með honum. Hún
læknar ekki sjúkdóminn —
læknavísindin vita um enga
aðferð til að lækna hann. En
aðferðin gerir það að verk-
um, að auðveldara er að
standa undir sóttinni og hún
minkar eða kemur ósjaldan
alveg í veg fyrir eftirstöðv-
ar hennar.
í Ástralíu hefur systir
Kenny unnið algeran sigur.
Yfirvöldin halda uppi Eliza-
beth Kenny deildum í átta
stórum sjúkrahúsum. Hundr
uð hjúkrunarkvenna taka
tveggja ára námskeið, sem
fullkomnar þær í Kennv-að-
ferðinni.Læknar viðurkenna
gildi hennar. Almennmgur
tlibiður systir Kenny.
Líknarstarfsemi.
EN enda þótt þetta hefði
áunnist, lagði hún ekki árar
í bát. Hún hafði tileinkað
sjer það starf, að kynna líkn-
arstarfsemi sína eins víða og
mögulegt væri, og Ameríka
var takmark hennar. Mænu-
veiki kemur alstaðar fyrir,
en af einhverjum óþekktum
ástæðum, koma fvrir fleiri
tilfelli í Bandaríkjunum og
Kanada en í öllum hinum
mentaða heimi samanlögð-
um. Bandaríkin höfðu einn-
ig glímt af mestri raunhæfni
við vandamálið og þar hafa
veigamestu rannsóknirnar
verið framkvæmdar.
Snemma á árinu 1940 varð
stærsti draumur systur
Kenny að raunveruleika.
Henni var boðið að sýna
bandarískum læknum aðferð
ir sínar.
Fyrsta skýrslan, sem birt
var í Journal of the Ameri-
can Medical Association í
júní 1941, ári eftir að turaun
ir byrjuðu sýnir að Kenny-
aðferðin hefur hinn furðu-
legasta árángur. Skýrslan
bendir til þess, að fjórir af
hverjum fimm sjúklingum,
sem njóta þessarar lækn-
ingaaðferðar nógu snemma,
batnar eftir fjórar til sex
vikur, án þess að á nokkurri
lömun beri. Læknarnir Wall
ace H. Cole og Miland E.
Knapp, sem fvlgdust með til
raununum, lýstu því yfir að
þessi aðferð mundi verða
grundvöllur framtíðarlækn-
ingar mænuveikinnar.
Það virðist öruggt, að starf
semi systir Kenny í Banda-
ríkjunum verði haldið áfram
Ríta litla.
FÓLKIÐ í og í kringum
Minneapolis kannast við ár-
angurinn af starfi systir
Kenny. Lítið bara á það, sem
kom fyrir Rítu litlu. í nóv-
ember 1940, var Ríta, þá tíu
ára gömul, flutt á sjúkrahús
hættulega veik. Vinstri hlið
hennar var algerlega lömuð.
Læknarnir höfðu gefið upp
alla von, þegar systir Kenny
var sótt. Eftir að hafa skoð-
að Rítu, tilkynti hún, að á-
kaflega litlar líkur væru fyr-
ir því, að litla stúlkan mundi
lifa. Þó tók hún til starfa.
Tveim dögum seinna gat
jhún látið annað álit í ljós:
ekki var nóg með það, að alt
benti til þess, að Rítu mundi
batna, heldur var mjög senni
legt, að hún mundi ekki
verða lömuð. Tuttugu og
einum degi seinna fekk hún
að fara úr sjúkrahúsinu, al-
heilbrigð ög hraust. — Um
þetta segir móðir hennar:
„Þetta líktist kraftaverki -
við vorum orðin algerlega
vonlaus“.
Fáir læknar vita, að í meir
en 20 ár, hefir systir Kenny
ekki tekið nokkra þóknun
fyrir starf sitt. Þeir, er þetta
vita, velta því fyrir sjer,
á hverju hún lifi. Svarið er
afar einfalt. Þegar systir
Kenny starfaði sem hjúkr-
unarkona í heimsstyrjöld-
inni, fann hún upp og fekk
einkaleyfi á sjerstakri gerð
af sjúkrabörum. Þeir litlu
peningar sem þetta gefur af
sjer, hafa nægt henni til að
^lifa af.
Osjerplægni.
j í SAMBANDI við þetta
' segir dr. John H. Pohl, lækn
ir við Minneapolis General
Iiospital: „Herferð hennar
hefir bygst á ósjerplægni,
þar sem hún hefir hvorki
ætlast til frægðar nje pen-
inga, en aðeins þess, að kenn
ingar hennar verði viður-
kendar, svo að börnin njóti
góðs af því“.
Elizabeth Kenny er greitt
í annari mynt. í Queens-
landi minnast börnin henn-
ar í morgunbæn þeirri, sem
þau fara með á morgnana í
skólunum. Og síðastliðið ár
var í Townsville opnaður
skemtigarður, sem ber nafn
hennar. í garðinum hafa ver
ið gróðursett uppáhalds trje
hennar, og þaina er henni
ætlaður sjerstakur staður, til
að dveljast á á elliárunum.
Þegar garðurinn var opin-
berlega opnaður almenn-
ingi„ sat á ræðupallinum vel
þektur ástralskur verslun-
armaður, ásamt sonum sín-
um tveimur. Hann var einn
barnanna, sem hún gat um
í skeyti sínu fyrir þrjátíu
árum — fyrsti sjúklingur
systur Kenny.
(Stylt).
— Skipa-radar
Framh. af bls. 7.
um Fiskifjelags íslands hafa
nemendur aðganga að mörgum
tegundum mótorvjela og er
veitt fræðsla um hverja tegund
sjerstaklega.
Það er enginn vafi á því, að
með Radarttækinu eykst mjög
öryggi þeirra skipa er það nota
(og jafnvel annarra skipa líka),
og notkun þess mun leiða af
sjer minni útgerðarkostnað, t.
d. með því að stuðla að fijótari
og öruggari ferðum skipsins.
Það er því mikið atriði að notk-
unaröryggi þess sje fyrst og
fremst tryggt um borð í skip-
inu sjálfu, en ekki á verkstæð-
um eða vinnustofum í landi,
en það er aðeins hægt með því
að loftskeytamanninum sje gef-
inn kostur á að kynnast því
Held jeg að mjer sje óhætt að
fullyrða að allir starfandi skipa
loftskeytamenn óski eftir þess-
ari fræðslu.
Nóv. 1946.
Eldsvoði getur valdið dauða
Farið gætilega með eldinn og varist eldhæítuna nvina um skilja ekki eftir straum á straujárninu. 4) Að hreinsa ekki
jólin, með því — fatnað upp úr eldfimum efnum. 5) Að hafa rafmagnsöryggi
1) Að reykja ekki ,eftir að þjer eruð háttuð. 2) Að leita í lagi.
ekki með logandi Ijósi í fataskápnum, nje skúffum. 3) Að