Morgunblaðið - 24.12.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.12.1946, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1946 SKEMMTANIR UM JÓLIN „Jeg man þá tíð“ (Ljósm. Vignir). Jólaleikritíð: „Jeg man þá tíðu Jóla-Ieikritið: . „JEG man þá tíð —“ gaman- leikur í 3 þáttum eftir Eugene O’Neill. Bogi Ólafsson hefur þýtt leikritið', sem á ensku heit ir „Ah’ Wilderness“. Leikstjóri er Indriði Waage en leikendur Arndís Björnsdóttir, Valur Gíslason, Brynjólfur Jóhannes- son, Þóra Borg Einarsson, Ro- bert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Inga Laxness, Jón Aðils, Valdimar Helgason, Guðjón R. Einarsson, Margrjet Magnúsdóttir, Þorgr. Sigurðs- son, Haukur Óskarsson, Nína Sveinsdóttir og Halldór Guð- jónsson. — Sigfús Halldórsson ríkjunum árið hefur málað leiktjöldin, en Finnur Kristjánsson gert vinnu teikningar. teikningar. Leikurinri gerist í smáborg í Bandaríkjunum ár- ið 1906. Höf. leikritsins, Eugene O’ Neill, er Bandaríkjamaður af írskum ættum. Hann er talinn einnaf allra fremstu leikrita- höfundum heimsisn, sem nú eru uppi. Þvívegis hefur hann hlotið fremstu leikritaverðlaun Ameríku og árið 1936 hlaut hann Nobelsverðlaunin í bók- mentum. O’Neill hefur samið mörg og stórbrotin leikrit, og eru sum þeirra svo löng að sýna verður þau á tveim kvöld um, miðað við venjulega leik- sýningu. Af leikritum hans munu menn hjer helst kann- ast við „Anna Christie11, en það hefur verið kvikmyndað (og það oftar en einu sinni) og sýnt hjer. í því ljek Greta Garbo í sinni fyrstu talmynd. „Ah’ Wilderness“, sem á ís- lensku hefur verið nefnt „Jeg man þá tíð —“ er eini gaman- leikur O’Neills, en öllu gamni fylgir nokkur alvara og svo er um þetta leikrit, og vegna eins atriðis í-leiknum verður.börn- um innan 16 ára aldurs ekki seldur aðgangur. Það var fyrst sýnt á The Guild Theater L New York árið 1933. Síðan hefur það verið leikið víða um heim, meðal ananrs á öllum höfuðleikhúsum Norðurlanda og hvarvetna hlotið miklar vin saéldir. Frá 1933 hefur O’Neill ekki látið nýtt leikrit koma fyrir almenningssjónir, fyr en í haust, þó vitað sje að hann hefur í mörg ár unnið að stór- um leikritaflokki og eigi eitt leikrit (annað) fullsamið. Hið nýja leikrit, sem kom fram í haust, heitir „The Iceman com- eth“ og vakti það svo mikla athygli og eftirvæntingu að einsdæmi eru. Fyrirframsala á aðgöngumiðum (áður en sýn- ingar hófust) nam yfir þrjú hundruð þúsund dollurum. „Jeg man þá tíð —“ er fyrsta leikrit O’Neills, sem sýnt er hjer é iandi, en verður efalaust ekki hið síðasta, ef dæma skal eftir þeim vinsæld um, sem þau hafa hlotið ann- arsstaðar, en talið er að ekk- ert leikritaskáld sje nú meira leikið og lesið, um allan heim, en Eugene O’Neill. TJARNARBÍÓ: „Ásfarbrjef'. TJARNARBÍÓ hefir valið að jólamynd kvikmyndina „Ástarbrjef“ (Love letters“). Aðalhlutverkin leika Jennifer Jones, sem kvikmyndahúsgest- ir munu kannast yið frá mynd- inni „Óður Bernadettu“ og Joseph Cotten. Þetta er áhrifarík mynd. Hún segir' frá tveimur vopna- bræðrum á Ítalíu í styrjöldinni. Annar þeirra skrifar stúlku, sem vinur hans er skotinn í, ástarbrjef. Spinnst út frá því hinn furðulegasti söguþráður og kemur margt og margir við sögu áður en líkur. Manndráp og minnisleysi, málleysi og fleira til að gera söguþráðinn ennþá flóknari. En alt fer vel að lokum, eins og í ævintýrum. Þetta er allsjerkennileg mynd, sem margir munu hafa gaman af að sjá. Hún er það, sem kallað er spennandi og höf undurinn hefir ríkt hugmynda flug,. sem hrífur áhorfendan með sjer. Þau Jennifer Jones og Joseph Cotten leika bæði ágætis vel. GAMLA BÍÓ: „Sýsfumar frá Si. Louis". JUDY GARLAND, sem leikur aðalhlutverkið í „Systurnar frá St.Louis“ sem verður jólamynd Gamla-Bíó, er kvikmyndahús- gestum hjer að góðu kunn. Hún hefir leikið í ótal kvik- myndum, sem hjer hafa verið sýndar. Stundum með Mickey Rooney og stundum með öðr- um íeikurum. Söngur hennar er vel kunnur og hún hefir hlotið vinsældir unga fólksins fyrir söngrödd sína og frjáls- mannlega og skemtilega fram- komu í kvikmyndum. ^ Margaret O’Brien En líklegt er að litla telpan, sem leikur systur hennar, Margaret O’Brien, skyggi nokk uð á hina eldri stallsystur sína í þessari mynd. Systurnar frá St. Louis gerist um aldamótin síðustu og er full af fjöri og gletni, söngvum og fyndni. Það er ótrúlegt að mynd þessi verði ekki jafn vinsæl hjer, eins og hún hefir orðið hvarvetna sem hún hefir verið sýnd. Og líklegt er að áður en langt er liðið frá jólum heyrist á hverju götuhorni blístrað hið skemtilega lag, sem gengur eins og rauður þráður gegnum myndina, „Meet me in St. Louis“. Þeir, sem hafa gaman af ljett um kvikmyndum og eru ekki uppnæmir fyrir æskufjöri og dálitlum gáska, munu hafa yndi af þesari kvikmynd. I g(Jiie9 jól! Verslunin Gullbrá Hverfisgötu 42. eöLle 91° // NÝJA BÍÓ: „Tökubarnið". John Payne, Connie Marshall og Maureen O’Hara MYNDIN, sem -Nýja-BLó sýn ir um jólin og hefir hlotið nafnið „Tökubarnið“ á ís- lensku, nefnist „Sentimental Journey" á ensku. Hlaut mynd þessi miklar vinsældir í Banda ríkjunum. Myndin er einkar hugð- næm. Hún segir frá ástum ungra hjóna, gleði þeirra og sorg. Unga konan hittir litla munaðarlausa telpu, sem hún fær mann sinn síðar til að taka til fósturs. Unga kon,an fær svo mikla ást á barninu, að manni hennar þykir nóg um. En að lokum fer svo að konan deyr og þá reynir fyrst á hvers virði fósturbarnið var eiginmannin- um. Gengur á ýmsu áður en allt kemst í samt lag. Aðalhlutverkin leika írska leikkonan Maureen O’Hara, John Payne og litla stúlkan- Connie Marshall, sem kemur fram í fyrsta skifti í þessari kvikmynd og vakti á sjer mikla athygli. Hún er aðeins 9 ára görnul. Unga fólkið mun kann- ast við aðallagið í myndinni, „Sentimental Journey“, sem var eitt af þessum dægurlög- um, sem fóru eins og eldur í sinu um alla Ameríku og víðar. Lansky Otto ióla-æskulýðstón- leikar AÐRIR ÆSKULÝÐSTÓN- LEIKAR Tónlistarfjelagsins verða haldnir núna um jólin. Verða það Beethoven-hljóm- leikar og leikur W. Lansky Otto á píanó. Hljómleikarnir verða tveir, á föstudaginn kem ur og sunnudaginn í Tripoli- leikhúsinu. Föstudagstónleik- arnir verða kl. 9, en sunnudags tónleikarnir kl. 3. Meðal verkefna erut Menuet í G-dúr, Rondo í C-dúr, op. 51 no. 1. Sónata í g-moll. „Fúr Elise“, tvær sónötur og loks hin dásamlega Tunglskinssón- ata. Þarf ekki að efa að æsku- lýður bæjarins flykkist á þessa tónleika. i ; f i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.