Morgunblaðið - 24.12.1946, Síða 5
Þriðjudagur 24. des. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
5
STÓRHÁTÍÐ í STAMFORD BRIDGE
JEG hafði alltaf haft mikla
löngun til að sjá knattspyrnu-
kappleik á einum af hinum
stóru knattspyrnuvöllum Lund-
úna, sem rúma frá 60 til 100
þúsundir áhorfenda.
Eftir allt það, sem vinur minn
Freddie Steele, sem .hjer var í
sumar þjálfari hjá K. R, hafði
sagt mjer um meðspilara sína
í hinU fræga knattspyrnuf jelagi
Stoke City, gat jeg ekki hugsað
mjer neitt fullkomnara en að fá
að sjá Steele keppa með fjelög-
um sínum gegn öðru álíka
sterku liði. _ ' g
Þessa ósk mína fekk jeg upp
fylta, er mjer ásamt konu minni
var boðið að sjá Stoke City _
leika á móti hinu fræga fjelagi ’
Chelsea á velli þess síðarnefnda *
„Stamford Bridge“ í London þ.
12. okt. s.l.
Jeg hitti Stoke spilarana
kvöldið fyrir kappleikinn rjett
í svip, er þeir komu til London .
og bjuggu í Imperialhótelinu,"*ist ó^Um ^ götunum og áður
EFTIR BJÖRGVIN SCHRAM
íslensku knattspyrnumennirnir í Hampton Court í London
en j
því sama og íslenski knatt-
spyrnuflokkurinn bjó í sællar
minningar. Mjer fanst þessir
Stoke piltar eiginlega allir vera
kunningjar mínir og jeg gat
nefnt þá flesta með nafni, bæði
af lýsingu Freddie og af mynd-
um er jeg hafði sjeð af þeim.
Þetta voru vissulega frískir og'
gerfilegir menn, yfirleitt mjög
ungir, kurteisir og blátt áfram
bæði í framkomu og klæða-
burði. Ekki var hægt að merkja
að hjer væri á ferð það knatt-
spyrnulið, sem mótherjum
stæði meiri stuggur af en e. t. v.
nokkru öðru knattspyrnuliði í
öllu Englandi í dag. — Stoke
piltarnir höfðu sem sje unnið
undanfarna 6 kappleiki og sum
af þeim liðum er látið höfðu í
minni pokann fyrir þeim voru
ekki af lakari endanum. Og það
sem meira er, næstum alla
þessa leiki hafði Stoke unnið
án „stjörnunnar" miklu Stan-
ley Mathews, en það er nú önn-
ur saga. Er jeg ávarpaði Ant-
onio, hægri innframherja á þá
leið að lið þeirra hlyti að vera
mjög sterkt, þá sagði hann brós
andi: „Já, lið okkar spilar lag-
lega og Freddie hefir hepnast
vel að skora mörk fyrir okkur
það sem af er“. En sleppum
þessu og skreppum „út á völl“
— Stamford Bridgé — heim-
kynni sjálfs Chelsea fjelagsins,
sem er eitt af elstu og frægustu
atvinnu knattspyrnufjelögum í
Bretlandi, þar sem hinn mikli
bardagi á að hefjast í dag kl.
3,15.
Hinn gestrisni og voldugi fram
kvæmdastjóri enska knatt-
spyrnusambandsins Mr. S. F.
Rous, hefir sjeð fyrir öllu. Hann
sækir okkur hjónin á hótelið í
einkabifreið og ekið er af stað
til Starrfford Bridge. Er við
nálgumst völlinn, þar sem leik-
ur dagsins verður háður, þreng
Tíminn líður óðum, 15 mín:
varir virðist gatan alveg lokuð, ' eftir þar til leikurinn hefst.
því manngrúinn er svo þjettur, Stúkusætin kringum okkur eru
að mjer virðast engin tök á því nú öll setin. miðunum hefir
að komast í gegn. Hjer er lÖg-j verið lokað því 70 þús. manna
regluþjónn og sendir alla bíla eru komnir inn og meira er ekki
burt úr þessari aðalæð til vall- leyfilegt. Tugir þúsunda bíða
arins, en sjá! okkar bifreið fær (vonsviknir fyrir utan. Þetta er
að halda áfram og meira en það, leikur dagsins og hvergi í öllu
lögregluþjónn blæs í flautu og Englandi er fleira fólk saman
gefur fjöldanum merki um að komið á einum stað heldur en á
víkja til hliðar. Og við ökum Stamford Bridge í dag. Menn
greitt áfram í gegnum mann- j lesa leikskrána. Tvær breyt-
hafið. Já, enska ,,K.R.R.“ er ingar eru tilkyntar í Chelsea
voldugt. Merki þess var fram-j liðinu, en engin hjá Stoke. —
an á bifreiðinni og þar sem því j Ekki einu sinni Mathews tekinn
merki var beitt, eru allar dyr ' inn í liðið. „Hann kvað vera
opnar. Sjerstakt einkabílahlið veikur ennþá“, segir einhver.
er opnað og við ökum svo að „Nei, hann er alveg frískur, þeir
segja inn að „stúku“. Enn eru vilja ekki hafa hann með“, seg-
45 mín. uns leikurinn hefst.
Jeg hafði einmitt óskað eftir
koma snemma, til þess að sjá
allan aðdraganda að þessum
mikla kappleik. Okkur er vís-
að til sætið á besta stað í „stúk-
unni“ og nú virði jeg fyrir mjer
útsýnið. Fyrst verður mjer star
sýnt á sjálfan völlinn, þennan
yndislega, dökkgræna, renni-1
sljetta og dásamlega vel hirta
grasflöt, með nettu, fallegu,
hvítu mörkunum. Hinar stór-
kostlegu yfirbyggingar yfir á-
horfendasætin og stæðin á þrjá
vegu við völlinn, þar sem koma
má fyrir mannfjölda, sem er
meira en helmingur allra Is-
lendinga.Sætin umhverfis okk-
ur eru flest auð ennþá, því þetta
eru sjerstök, frátekin sæti, svo
eigendur þeirra þurfa ekki að
flýta sjer af ótta við að kom-
ast ekki að. Gaman er að sitja
hjer og horfa á hinn endalausa
straum áhorfenda, er þyrpist
inn um hin ótalmörgu hlið. —
Lúðrasveit, 40 manna leikur út
á vellinum, hin fjörugustu lög.
af miklum krafti. Særðir her-
menn eru bornir inn eða þeim
ekið í sjúkrastólum fram fyrir
fremstu röð áhorfenda.
ir annar. Það er erfitt að gera
breytingu á liði, sem hefir unn-
1 ið sex leiki í röð. Jeg hugsa með
sjálfum mjer, hann getur varla
verið neinn meðalmaður þessi
piltur á hægra kanti, sem held-
ur sjálfum Mathews, mesta
knattspyrnumanni heimsins, út
úr liðinu. Gaman verður að sjá
hann, piltinn þann.
Skyndilega kemur hrevfing á
þessa 70 þúsund kolla og eins
og þrumuhljóð heyrist frá mann
fjöldanum — hvað er að ske —
jú, Chelsea liðið, í bláum peys-
um og hvítum buxum hleypur
inn á völlinn og að markinu
til vinstri. Rjett á eftir kemur
Stoke City liðið í rauð-hvít
röndóttu peysunum. Sjerkenni
legt finst mjer altaf hlaupalag
atvinnuknattspyrnumanna, ær
þeir koma inn á völlinn. Það
er eins og þeir nenni þessu alls
ekki, þeir hlykkjast einhvern-
veginn áfram — allir í öxlun-
um og virðast varla geta krept
knjen. Eins þegar þeir spyrna
á mark fyrir leikinn, hver mað-
ur minst eina spyrnu, þá er eins
og þeir geri þetta með „hang-
andi hendi“, en ekki af áhuga.
Þeir vilja „afslappa“ sig sem
mest og engri orku eyða fyr en
út í alvöruna kemur. Dómarinn
flautar og fyrirliðarnir koma til
móts við hann á miðjum velli,
eins og venja er til. Chelsea
vinnur hlutkestið og leikur und
an vindi. Freddie Steel stillir
knettinum upp og síðan hefst
þessi kappleikur, sem jeg mun
■jafnan minnast sem þess <Já-
samlegasta ér jeg hefi sjeð á
íþróttasviðinu. Mjer finst jeg
gæti skrifað heila bók um kapp
leikinn óg þó veit jeg ekki hvað
jeg á helst að draga út og segja
frá í blaðagrein.
Spyrnurnar eru í fyrstu, að
mjer virðist lítið eitt óvissar,
en það fgr fljótt af og knött-
urinn er sendur með ofsahraða,
ýmist stutt til næsta manns
eða langt yfir eða framhjá mót
herjunum og ávallt í áttina
ill ákveðins manns, sem að
vísu ekki altaf tekst að ná knett
inum, því mótherjinn hefir sjeð
hvað gera átti og sókn er óðara
snúið í gagnsókn.,
Jeg en sem dáleiddur. Hjer
er einmitt verið að sýnda mjer
knattspyrnu leikna á þann full
komna hátt sem mig hefir oft
dreymt um að ætti að leika
hana, en sem jeg hefi ávalt
efast um að væri hægt, eða að
mjer mundi nokkru sinni auðn
ast að sjá. Það er einkum Stoke
City liðið, sem sýnir þessa list.
Stoke hefir glæsilegt knatt-
spyrnulið. Hvergi veila —
hvergi stjarna — alt samstiltir
fjelagar, sem þekkja getu hvers
annars til hlítar. Eins og órjúf-
*
anleg keðja, þar sem allir hlekk
ir eru jafn öruggir. Chelsea-
liðið, með sinn glæsilega
Tommy Lawton, sem skínandi
stjörnu, er líka fyrsta flokks,
en munurinn er sá, að þar sjást
veilur á stöku stað. Keðjan brest
ur við og við. Chelsea hefir
ekki 11 knattspyrnumenn „af
guðs náð“, eins og mjer virðist
Stoke hafa. Jeg spyr sjálfan
mig hvað sje nú mest áberandi
við leik þessara snillinga. Hvers
vegna eru þeir komnir svo
miklu lengra í íþróttinni en t.
d. piltarnir heima. Mjer finst
erfitt að segja um hvað sje mest
áberandi. Jeg held að hinn geysi
legi hraði í ieiknum stingi mest
í stúf við okkar spil, ásamt hinu
mikla jafnvægi og öruggu knatt
meðferð, hversu mikill sem
hraðinn er. Þegar um það er
talað hversvegna þessir menn
sjeu komnir svona langt i íþrótt
inni, þá þarf í fyrsta lagi að
hafa það hugfast, að í lið sem
þessi komast alls ekki aðrir að
en þeir, sem hafa sjerstakt knatt
spyrnu „upplag“. Menn, sem
þegar í æsku sýna að þeir eru
fæddir knattspyrnumenn, eins
og við gætum orðað það. Hjá
okkur heima er, vegna fámenn
is, vitanlega miklu minna um
Slík efni, og verðum við því að
notast við marga menn, sem
hafa sára lítið knattspyrnu
„upplag“ og geta því aldrei orð
ið afreksmenn í knattspyrn-
unni. Þessir piltar sem hjer
keppa í dag, hafa fæstir geyt
nokkuð annað um æfina, en að
iðka knattspyrnu og um margra
ára skeið undir handleiðslu
hinna færustu kennara, við hin
bestu skilyrði, sem völ er á. Og
verkin sýná merkin. Þeir eru
í fullkominni þjálfun. Geta haVl
ið út þetta látlausa strit kapp-
leikinn á enda. Hraðinn ér
mikill. Knattmeðferðin full-
komin hjá flestum. Skilningur-
inn á skipulagi sóknar og varn
ar er hinn ágætasti. Skotfifhi
og staðsetning ásamt öllum öðr
um vandamálum kepninnar er
þeim í blóð borið. Þeir lifa og
hrærast í íþróttinni. Þegar öll
þessi atriði eru gerð ljós, þá
munu menn skilja hversvegna
okkar knattspyrnumenn fara
halloka í samanburði við þessa
atvinnu-knattspyrnumenn.
En snúum okkur aftur að
leiknum. Eftir hálftíma leik
ætti útkoman að vera Stoke 3,
Chelsea 1, en mörkin eru 1:1.
Steele skallar inn fyrsta mark-
ið fyrir Stoke. Hann fær stuttu
síðar"|ott tækifæri til að skora,
en markmaðurinn hleypur út úr
markinu og kastar sjer á knött-
inn. Og enn fær Stoke upplagt
tækifæri sem ekki notast. —
Stoke er í sífeldri sókn. En nú
kemst Lawton í færi og þá er
ekki að sökum að spyrja —•
mark 1:1. Eldsnögg upphlaup
stöðvast á hinum snjöllu varn-
arspilurum á víxl. Áberandi
finst mjer hvernig hliðarfram-
verðirnir byggja upp hverja
sóknartilraunina af annari. —•
Fulkomnari upþhlaup, en þáu
sem hjer sjást hjá báðum, ,er
vart hægt að hugsa sjer. Hváð
eftir annað er farið með knött-
Framh. á bls. 13.