Morgunblaðið - 24.12.1946, Page 9

Morgunblaðið - 24.12.1946, Page 9
Þriðjudagur 24. des. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 FUGLAR OG JAPÖNSKUNÁM ÞEGAR jeg var í Tokíó fyrir nokkrum árum síðan, ákvað jeg að læra japönsku. Kennari minn, Watanabe- san, að nafni, kom á morgni hverjum heim til mín á mó- torhjóli sínu. Hann klæddist gráum flókahatti, háum flibba, röndóttri þverslaufu; stuttum, svörtum jakka og síðum flónelsnærbuxum. — Utanyfirbuxurnar hafði hann á böglaberanum aftan á mótorhjólinu, til þess að óhreinka þær ekki, þegar hann ók um hinar óstein- lögðu götur Tokíó. Á mínút- unni átta heyrði jeg fyrir utan hús mitt dauðastunur mótorhjólsins hans Watana- be-sans, en þá fór jeg jafn- an niður og opnaði fyrir hon um. Ætíð gekk hann inn í anddyrið beygjandi sig og bukkandi, um leið og hann dró hátt að sjer andann gegn um tennurnar. Að þessu loknu fór hann í utanyfir- buxurnar og við settumst við borðstofuborðið. Sjálfur hafði jég fundið upp á því að láta hann koma á þessum tíma dags. — Jeg þurfti að vera kominn til vinnu minnar klukkan níu, og leit svo á, að þetta væri tímasparnaður. Þegar jeg fyrst sagði honum, að jeg mundi snæða morgunverð, meðan við færum yfir lex- íur mínar, hvarflaði það ekki að mjer, að hann borðaði með mjer. Jeg hjelt, að hann mundi snæða heima hjá sjer, áður en hann stigi á bak mó- torhjólinu, og þar sem jeg neytti aldrei annars en aþp- elsínusafa og kaffis, leit jeg svo á, að ekkert sakaði, þótt jeg sæti og drykki þetta, meðan hann kenndi mjer mál þjóðar sinnar. Watana- be-san hafði svo sem ekkert við þessu að segja, en eftir fyrstu tvo dagana, kom hann með sinn eigin morgunverð í rauðum, gljáfægðum kassa, sem hann reyrði aftan á mó- torhjólið, ásamt utanyfirbux unum. Þetta var japanskur morgunverður. í kassanum voru rauðir, lakkeraðir disk- ar og skálar. Á diskunum og í skálunum voru agnarlitlir bitar af allskonar kræsing- um, smáagnir af súrsuðum fiski, næpubiti, kalt, þurkað kjöt, súpuögn, eggjamjólk,. hrísgrjón. Og allt var þetta dregið upp úr kassanum og lagt á borðið, og Watánabe- san settist við að borða það með matprjónunum sinum, sem hann geymdi í vestis- vasanum. „Þetta“, sagði hann á stundum, um leið og liann hóf á loft skál fulla af radísum, „er daikon. Á jap- önsku segjum við daikon. Endurtakið þetta“. „Dai- kon“, sagði jeg. . Watanabe-san kendi ensku við einn af gagnfræðaskól- um borgarinnar. Hann var Einkennileg æfintýri rithöfundarins, sem ætlaði að nema japönsku Eftir St. ClairMcKelway framsækinn maður, smávax inn, þybbinn og fullur af orku. Hann hafði skögul- ennur. Tennurnar hans Wat anabe-san voru svo æðis- gengið langar, að manni fanst að hann ætti að geta lagt þær í kross, líkt og fing ur, ef hann gerði tilraun til þess. Þegar hann talaði fjör- lega, var eins og hann væri að vinka til manns. Vegna tannanna var bros hans hringmyndað og óafmáan- legt. Hann hefði orðið að beita afli, til að loka munn- inum. Hann var einhver sá þolinmóðasti . maður, sem jeg hefi þekkt, og hann gerði allt sem hann gat, til að kenna mjer að segja jap- önsk orð. Hann talaði aldrei um nokkurn þann hlut, sem ekki var í einhverju sam- bandi við kennslUna. Aldrei heyrði jeg hann segja álit sitt á málum. Hann var þægi legur í viðmóti, en dulur. — Meðmæli hans báru það með sjer, að hann hafði reynt að kenna mörgum ungum út- lendingum japönsku. Eftir því, sem líða tók á kennsluna, fór það að endur- taka sig æ oftar, að Watana be-san segði, „Röng ending. Þetta er endingin, sem not- uð er við fugla“. Um leið og hann sagði þetta, kipraði hann saman varirnar, til þess að sýna mjer, að hann væri ekki að .hlægja að mjer, en aldrei sá jeg þær mætast. Það, sem skeð hafði var, að Watanabe-san hafði reynt að kenna mjer tólf auð veldar endingar við hverja þá sögn, sem varð á vegi okkar, og einu endingarnar, sem jeg virtist geta munað, voru þær, sem manni var ætlað að notá, þegar talað var um, eða við, fugla. Ef til vill ætti jeg að skýra þetta nánar. í japnösku notarðu sjerstaka endingu, þegar þú segir „farðu“ við eða um þjón, og þegar þú segir „farðu“ við, eða um faðir þinn, notarðu alt aðra end- ingu; og við þetta bætist svo það, að þú notar enn aðra endingu, þegar þú segir ,,farðu“ við, eða um, móður | þína, og enn einu sinni aðra, i ef þú segir „farðu“ við, eða I um fugla. Þá eru einnig sjer stakar endingar notaðar í sambandi við hesta, her- menn, fiska, lögreglumenn, hunda, krókodíla, bílstjóra o. s. frv. — tólf einfaldar endingar, eins og sagt er, og nokkrir tugir erfiðra við all- ar sagnir tungumálsins. For .... Tennurnar í honum voru svo stórar, að þó hann hefði beitt afli, hefði hann ekki get- að lokað munninum. eldrar mínir voru ekki í Jap an, og þetta auðveldaði mjer nokkuð námið, en fyrstu tvær eða þrjár vikurnar virtist jeg gleyma endingum allra sagna, nema þeirra, er notaðar voru við fugla, svo að í hvert skifti er jeg sagði eitthvað á japönsku, rak jeg mig á það mjer til undrunar, að jeg var að tala við, eða um fugla. Jeg lærði til dæm is, eða hjelt jeg hefði lært, hvernig segja ætti við bíl- stjóra, „Gerið svo vel að beygja fyrir næsta horn og stoppa við litla steinhúsið til hægri“. Það, sem jeg í raun og veru sagði, var, „Fuglar, gerið svo vel að beygja fyrir næsta horn og hætta að fljúga við litla stein-fugla- húsið til hægri“. Jeg reyndi iþessa setningu stundum á bílstjórum og venjulega sneru þeir sjer við í sætum sínum og hlógu flóttalega. Þegar svo var komið, benti jeg venjulega á hornið, sem jeg vildi að við beygðum fyr ir, og þegar við komum að húsinu, hallaði jeg mjer fram á við og greip í öxlina á bílstjóranum, um leið og jeg hrópaði, „Stoppo! Stopp o!“ Flestir bifreiðastjóranna skildu þetta, en stundum kom þó fýrir, að jeg varð að láta sem jeg ætlaði að stökkva út úr bílnum, um leið og hann fór fram hjá húsinu, eða þá að teygia mig yfir framsætið og toga í handbremsuna. Jeg mundi hafa revnt að sigrast á þessari tilhneig- ingu til að tala aðeins við, eða um, fugla, og ef til vill hefði mjer tekist það, hefði jeg ekki komist að þeirri niðurstöðu, að fleira var erfitt með japönskuna en sagnendingar. Lítið til dæmis á niðurröðun orða, og reynum þá að hugsa okk- ur, svona til þægindaauka, að jeg hafi verið að læra orð og setningar. Jeg fann það út að ef eitt orð hafði ranga stöðu í setningu, þá ger- breyttist hún og öll máls- greinin með, að öllum lík- indum. Það, sem skeður, þegar þetta hendir þig, er mun verra, en þegar spila- borg hrynur. Setningin verð ur eiginlega ekki óskiljan- leg. Hún fær í sig nýtt líf, nýjan svip, öll orðin breyta um stöðu eða merkingu, nafnorðin geta ósjaldan orð- ið að sögnum, sagnirnar lýs- ingarorð, og hjer og þar kostlegum áföllum, au þau koma til með að þýða allt annað en ætlast var til. Jeg verða orðin fyrir svo stór- hefi jafnvel sjeð þess dæmi, að orð hverfi með öllu. Jeg rak mig harkalega á það, að örlítill skjálfti í vörum mín- um gat snúið svo við setn- ingu minni um að stoppa við litla steinhúsið, að helst mátti skilja mig svo, að jeg,. hundurinn, væri að biðja lögregluþjóninn í framsæt- inu, að fleygja mjer undir hjól leigubílsins og láta fugl ana grýta mig. Næstum öll erlend tungumál gera nem- andanum ýmsa grikki til að byrja með, en japanskan hef ur einkenni, sem engum öðr um tungum líkjast. Þegar setning finnur upp á öðrum eins skolla og að ofan grein- ir, hafa jafnvel Japanar enga örugga aðferð til að komast að því, hvað þú ert að reyna að segja. Ensku- nemandi gæti sagt eitthvað eins og t. d. „steinhús, stoppa hægri“, og sæmilega snjallt fólk, sem kannaðist við mál- ið, mundi vita, hvert hann væri að fara. En þegar þú segir japönskum lögreglu- mönnum að láta fugla grýta þig, halda þeir að það sje það, og ekkert annað, sem þú eigir við. Þegar þú ert orðinn vanur því, þykir þjer það • blátt áfram heiíllahdi tilfinning, að byrja að tala um eitthvað til þess eins að komast að jraun um, að þú hefur sagt allt annað en þú hjelst. Jeg minnist þess, að einn morg- uninn reyndi jeg að segja: „Kirsuberjarunnarnir í Hi- biya skemtigarðinum eru mjög fallegir á vorin“, óg Watanabe-san sagði mjer seinna, að það, sem jeg hefði sagt, hefði í raun og veru verið: „Við, kirsuberja litu fuglarnir, fljúgum alltaf í Hibiya skemmtigarðinum á vorin“. Þetta er gott dæmi um það, þegar orð, eða hluti af orði, hverfur með öllu. — Orðhlutinn „runnarnir'* hafði horfið. „Hvað varð af j,runnarn- ir“?“ spurði jeg Watanebe- san. „Orðhlutinn „runnárnir“,“ sagði hann, „varð að orð- hlutanum „litu“ í 'orðinu ,,kirsuberjalitu“. Þjer not- uðuð endinguna, sem fer með fuglum“, bætti hann við. Samkvæmt ráðum Watana be-san, keypti jeg stóra ensk -japanska orðabók, og hún varð til þess, að jeg sökk jafnvel dýpra í orða og end- ingafenið, þegar hann var ekki nálægur. Jeg tamdi mjer, að segja eitthvað við sjálfan mig á japönsku, eitt- hvað, það er að segja, sem jeg ætlaði vera sæmilega ein falt og blátt áfram, og að því loknu, gat jeg, með því að styðjast við orðabókina, komist að því, hvað jeg hafði sagt. Þegar maður er einu sinni byrjaður á þessu, er ekkert að vita, hvar mað- ur endar. í fyrstu athugaði jeg aðeins, hvað jeg hefði sagt og gleymdi því svo. — Þegar je*g til dæmis hafði kornist að því, að í stað þess að segja „En hvað þetta er gömul musterisbjalla, sem þú ert að hringja hjá tjörn- inni“, hafði jeg sagt, „Hund ar, haldið áfram að gelta, þar til við höfum kaffært móðir okkar“, velti jeg því bara fyrir mjer stundarkorn, og reyndi svo eitthvað annað. En þetta bar engan árangur, því þegar jeg byrjaði. að svara því, sem jeg hafði sagt og fletti svo svörunum upp í skruddunni, tók jeg orða- bókina undir handlegginn, gekk með hana niður götuna og inn í bókabúð og seldi hana. Þegar jeg sagði honum frá þessu, var Watanabe-san hinn kurteisasti. Jeg hafði það á tilfinningunni, að hann hefði áður staðið í slíku sem þessu og mundi gera það aftur og aftur í framtíðinni. Daginn eftir að jeg seldi orðabókipa, borg- aði jeg honum kennslugjald ið, og Watanabe-san kvaddi hátíðlega, smeygði sjer úr utanyfirbuxunum og fór. ilec^ jól! f Ingimar Jónsson % Drápuhlíð 13. | <§>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.