Morgunblaðið - 12.01.1947, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. jan. 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.l Sigfús Jónsson
Ritstjórari Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Aústurstræti,8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Alt fyrir nýsköpunina;
■ EKKI er ósennilegt, -að kjósendur Sósíalistaflokksins
eigi erfitt með að átta sig á hinni nýju „línu”, sem for-
ingjar flokksins eru komnir út á.
Það hefir ekki farið dult, að Sósíalistaflokkurinn hefir
talið nýsköpunina stærsta og farsælasta málið, sem hefir
komið á dagskrá hjá þjóðinni. Þjóðin veit í dag öll skil
á nýsköpuninni. Hún veit, að þetta var höfuðmálið, sem
ríkisstjórnin var mynduð um haustið 1944, undir forustu
formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, forsætisráð-
herra. Þjóðin sýndi í kosningunum s.l. vor, að hún studdi
eindregið nýsköpunina.
Þessi ótvíræði dómur þjóðárinnar var merkilegri fyrir
þá sök, að stjórnarandstaðan, Framsóknarflokkurinn und-
ir forystu Hermanns Jónass'onar, barðist hatramlega gegn
nýsköpuninni. Hermann hafði að því leyti góða aðstöðu
í kosningabaráttunni, að nýsköpunin var aðeins að litlu
leyti komin í framkvæmd. Hinir stóru sigrar, sem hún
á eítir að færa þjóðinni voru enn ekki komnir í ljós.
Hermann og lið hans gat því rægt nýsköpunina eftir vild
og haldið áfram að spá hruni og eyðingu yfir þjóðina.
Þetta var líka gert ósvikið.
% En þjóðin hafði róg og hrunspá Hermanns að engu.
Hún fylkti sjer um stefnu ríkisstjórnarinnar og ljet flokk
Hermanns fá slíkar hrakfarir í kosningurium, að hann
mun seint bíða þess bætur.
★
En það var minna úr sigrinum, sem kosningarnar færðu
ííkisstjórninni og stefnu hennar en búast mátti við. Því
að strax og þingið kom saman eftir kosningarnar, rauf
. Sósíalistaflokkurinn samstarfið, og leiddi það til lausnar-
beiðni stjórnarinnar 10. okt. s.l. Sósíalistar báru við
ágreiningi um flugvallarsamninginn við Bandaríkin, sem
þeir tölu að væri gerður í óþökk Sovjetríkjanna. Ekkert
hefir hinsvegar komið fram sem bendir til að Sovjetríkin
hafi nokkuð að athugaVið þenna samning. En framkoma
Sósalista sýriir, að það voru ekki íslenskir hagsmunir,
sem rjeðu gerðum þeirra, heldur ímyndaðir hagsmunir
erlends stórveldis. Þetta er önnur saga.
★
En það er afstaða Sósíalista til myndunar nýrrar ríkis-
stjórnar, sem vert er að athuga lítillega.
Þjóðviljinn skýrir frá því, að Sósíalistaflokkurinn hafi
gert tvær tilraunir til stjórnarmyndunar.
Fyrri tilraunin átti upptök sín í brjefi, dags. 2. des.,
þar sem Sósíalistaflokkurinn fór þess á leit við Fram-
sóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn, að þessir þrír flokkar
ræddu um sameiginlega stjórnarmyndun.
Á fyrsta viðræðufundinum, sem haldinn var 6. des.,
var rætt um málið almennt og kom þá fram sú skoðun
að eðlilegast væri að stærsti flokkurinn (Framsókn)
myndaði slíka stjórn. Síðan segir Þjóðviljinn orðrjett:
„Lýsti Framsókn því yfir að hún gerði kröfu til slíks sem
stærsti flokkurinn. FuIItrúar Sósíalistaflokksins lýstu því
yfir fyrir flokksins hönd að þeir álitu þetta eðlilegt og
teldu að formaður flokksins, Hermann Jónasson, ætti að
mynda þá stjórn“!
Með öðrum orðum: Fyrsta tillagan sem Sósíalistáflokk-
urinn gerir í stjórnarmynduninni er sú, að biðja höfuð-
fjandmann nýsköpunarinnar að taka að sjer stjórnar-
myndun og heitir honum fullum stuðningi!
Svo kom að því, að formanni Sjálfstæðisflokksins var
falið að reyna stjórnarmyndun. Hann sneri sjer strax til
fyrri samstarfsflokka með þá ósk, að nýsköpunarstjórnin
yrði enudurreist. En á meðan þær viðræður standa yfir,
snýr Sósíalistaflokkurinn sjer til utanþingsmanns og bið-
nr'hann að gangast fyrir stjórnarmyndun með Framsókn
og Aiþýðufulökkhurri, og heitir honum fullum stuðningil
Hverriíg áétíú Sósíáliktár að'fáLjóQendu)r sínö til að tfúa-
því, að þeír h'áfí’méð' fiUögtútt'síwurh ýerið að virriÉa'íyirih
nýsköpuriíriáf
Irií/í/e/yV slripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Mál-æði.
MIKI-Ð SKELFINGAR ósköp
geta þeir menn verið'leiðinleg-
ir, sem sífelt eru að stagast á
því að bæía þurfi málið, bjarga
þurfi íslenskunni. Tungan sje
að fara í hundana og ekkert
geti bjargað þessari veslings
þjóð úr voðanum nema hreint
og kjarngott mál en sjálfir gera
þessir menn ekkert til úrbóta,
nema að fjasa um ímyndaða
galla annara.
En verst er þegar menn
skrifa langar hugvekjur um
þetta áhugamál og greinarhar
eru fullar af dönskuslettum og
,,málblðmum“. En það hefir
komið fyrir.
Það er alveg hátíska eins og
stendur, að ef maður þarf að
halda tækifærisræðu, þá velur
hann sjer að umtalsefni „hið
óskaplega slæma mál blaða-
manna“. Og það endar vafa-
laust með því, að almenningur
fer að trúa því, að málið á blöð
unum sje svo slæmt, að það
megi ekki láta unglinga kom-
ast í að lesa þann skratta. En
að mestu leyti er það slúður
eitt að blöðin sjeu yfirleitt illa
skrifuð. En hitt er rjett, að
þau eru grálúsug af prentvill-
um.
En nú skulum við halda einn
allsherjar málhreinsunarsunnu
dag og fara hjer á eftir brjef
frá spekingum, sem hafa skrif-
að mjer um málhreinsun frá
tveimur hliðum.
Flóttinn frá dönsk-
unni fer of langt.
H. J. skrifar:
„EINHVERJIR málhreinsun-
menn vilja útrýina orðinu að
reka og rekstur í sambandi við
atvinnufyrirtæki, vegna þess
j að það sje sama hugsunin og
at drive í dönskunni. — Þó að
það sje rjett'aðjoftast sje einfald
ara að segja að búa og að
versla í stað þess að reka bú og
' að reka verslu^, þá leiðir ekki
I af því, að útrýma beri hugtök-
; um, eins og búrekstur, atvinnu-
rekstur, reksturshalli og að reka
hin og þessi fyrirtæki. Það
mundi þvert á móti fremur
spilla tungunni ef ætti að út-
| rýma þessum orðum, þar sem
þau fara vel og setja í stað-
. inn klaufalegri orð eins og t. d.
i að starfiækja og starfræksla,
sem menn japla nú á í tíma og
, ótíma. — Það er fjarstæða, að
ekki megi nota orðið að reka í
i afleiddri merkingu eins og ótal
önnur orð sem menn reka sig
fljótt á í hvaða orðabók sem
menn fletta upp. — Það nær
heldur engri átt að hafna góð-
um orðum og hugtökum aðeins
vegna þess, að Danir nota eitt-
hvað líka. — Hvað ættu þá t.
d. Bretar að hafa í staðinn fyr-
ir „to run a business“, því að
enn síður mundu þeir mega
segja to drive, því að það yrði
þá alveg eins og í dönskunni!
•
Útlendu nöfnin.
Islendingur skrifar:
„HEILL OG SÆLL, Víkverji.
Hertu þig að reka útlend nöfn
og orðskrípi úr landi og gróð-
ursetja íslensk orð. Þið blaða-
mennirnir eruð stórveldi í land
inu. Tripolileikhúsið á Melun-
um, eins og það oft er nefnt, á
auðvitað að heita Mela-leik-
húsið og því nafni hefi jeg oft
heyrt það kallað. Winston-
hótelið gæti heitið Flug(vall-
ar)skálinn eða eitthvað á þá
leið. Femina, nýja tískuritið,
ætti að heita Kvenfólkið. „Ti-
voli“ er mesta vandraáðanafn
og ættu eigendur að sjá sóma
sinn í að gefa þeim skemtistað
íslenskt heiti — nóg eru nöfn-
in til. Þannig mætti lengi telja.
Ætti að skíra ,,útlendinga“ að
nýju t. d. Pirola, Ultima, Ster-
ilvask o. s. frv., svo nokkur
ljeleg nöfn sjeu nefnd.
•
Gott eftirdæmi.
„ÚTVARPIÐ gengur á und-
an með „göróttu eftirdæmi“,
segir íslendingur. Auglýsinga-
málið er t. d. fyrir neðan allar
hellur oft og ejnatt. Geta bæði
blöð og útvarp kippt því í lag,
ef aðeins þau nenna. Ekki er
tónlistarmál útvarpsins heldur
nein fyrirmynd. Þar úir og
grúir af óþörfum útlendum
orðum. Hversvegna er t. d.
verið að burðast með tríó,
kvartett o. s. frv. (Refatríó er
skilgetið afkvæmi þessarar út-
varpsmál-ó-venju. Þristur og
fjarki (eða þríund og fjórund)
eru góð og gild íslensk orð, sem
útvarpinu væri sómi að nota.
Takið í ykkur hug og dug út-
varpsmenn og breytið þessu til
bóta. ,,Teksti“ er hálfleiðinlegt
orð. Ljóð og lag hljómar miklu
betur. Svo „útsetja" þeir lög-
in, setja þau líklega á guð og
gaddin, en virðast hika við að
raddsetja þau og nota gamalt
og gott orð. Eftirmiðdagar og
formiðdagar eru löng orð am-
böguleg og leið hálfdönsk
skrípi. Árdegis — árdegi —
síðdegi — síðdegis eru hinsveg
ar ljómandi falleg íslensk orð
og miklu munntamari. Jeg sje
að nýlega er farið að nota þau
orð í auglýsingum frá sjálfstæð
isfjelögunum o. fl. og er það
-vel farið.“
MEÐAL ANNARA ORÐA
Marshail — hinn nýi utanríkisréðherra Bandaríkjanna
TRUMAN forseti hefir lýst kvæmt eigin ósk, en Dwight
George Catlett Marshall, hin- , Eisenhower, sem eins og kunn-
um nýja utanríkisráðherra ugt er, hafði getið sjer mikið
Bandaríkjanna, sem „stjórn- j frægðarorð bæði í Afríku og
málamanni og hermanni, sem Evrópu, tók við formensku
Bandaríkin standi í jafn mik-
illi þakkarskuld við um fram-
tíð sína og nokkurn annan ein-
stakling“.
Truman sagði þetta, er hann
herforingjaráðsins.
Um þetta leyti var það vit-
að, að Marshall æskti þess, að
draga sig algerlega í hlje og
setjast að á heimili sínu ná-
sæmdi Marshall einu æðsta j Jægt Leesburg, Virginía. Þó
höfðu ekki liðið nema sjö dag-
ar frá uppsögn hans, er Tru-
heiðursmerki Bandarikjanna,
en degi seinna skipaði hann
hershöf ðing j ann
sjerstakan man forseti tilkynti, að hann
sendimann sinn í Kína.
Sem yfirmaður herforingja-
ráðs í styrjöldinni, þurfti Mar-
shall að vera annað og meira
hefði fallist á, að fara til Kína,
sem erindreki forsetans.
Marshall hlaut mentun sina
í Virginia Military Institute og
en hermaður. Hann átti oft ■ varð liðsforingi nokkru eftir
viðræður við erlenda stjórn-
málaleiðtoga, tók þátt í um-
ræðunum í Casablanca, Que-
bec, Cairo, Teherán og Malta.
Eftir lát Roosevelts forseta,
var Marshall einnig viðstadd-
að hann útskrifaðist. Hann
gegndi herþjónustu á Philips-
eyjum, og er heimsstyrjöldin
fyrri skall á, var hann einn af
fyrstu Bandaríkjahermönnun-
um að fara til Frakklands. í
ur fundinn í Potsdam, þegar j nóvember 1918, var hann skip-
íuil'.
raoa .GnA
aður yfirmaður herforingja-
ráðs áttunda hersins. en næsta
ár, var hann gerður að aðstoð-
armanni John J. Pershing, sem
þá var yfirmaður Bandaríkja-
herjanna í Evrópu. Eftir að
hafa gegnt margskonar störf-
um, var hann loks, eins og áð-
Hæfiíeíkar 'háris og. föfustuéig- 1 lir ér ságt, skípaður yfirmaður
íriÍéikáÉ ‘ i - -n' «o. . aeðsta íierforingjáráðsins‘1939:
tuls liiorf úct ova ,,vrr|í tfeia öjut tíj»a cttsú rlod lðij
Truman ræddi við Stalin og
Churchill og síðar Attlee for-
sætisráðherra.
Roosevelt skipaði Marshall
yfirmann herforingjaráðsins í
september 1939. Ein af orsök-
um þess, að Marshall varð fyr-
ir valinu, voru stjórnmála-
1 ova ,vn
'f>hov i ;2tbvdn
Eisenhovver tekur við.
ýar Mar-
shaíl leystúr frá störiflfri' ‘sam-
I riovember 1946.
Hariri er virisæjlí!.‘'
Blöðiri í Bandarfkjuhuirii
tóku því yfirleitt' vél, ér Mar-
shall var fengið embætti utan-
ríkisráðherra. Mörg þeirra
töldu, að Truman hefði tekist
valið vel, og bæði republican-
ar og democratar voru, að því
er virðist, ánægðir með út-
nefpingu hans.
Blaðamenn benda hins veg-
ar á, að segja megi, að Mar-
shall sje með þessu orðinn ann-
ar valdamesti maður Banda-
ríkjanna, enda mundi hann,
lögum samkvæmt, taka við
forsetaembættiriu, ef Truman
fjelli frá. Þá hafa einnig verið
leiddar getgátur að því, að
Marshall muni hafa hug á að
bjóða sig fram við forsetakosn
ingarnar 1948. Ekkert eru
þetta þó nema ágiskanir, enda
hefir hinn nýi utanríkisráð-
herra aldrei gefið sig mikið að
stjórnmálum í Bandaríkjurtum.
Innbrol, og bíl
siolið
í FYRRINÓTT var framið
innbrot í Vöruhúsið við Lauga-
veg. Þjófurinn hafði á brott með
sjér 180.' króttur. En ekki mun
öðru hafá'verið stolið þar.
Þesgá’ sÖínu nótt var bifreið-
ínni R-2700 stolið. í gærdag
fanst hútt. á veginum milli Graf-
arhölts Og Ellíðár.