Morgunblaðið - 12.01.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. jan. 1947
GRÍPTU ÚLFINN
CfUr J-tlíu CL arterió
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHSt
62
Þó kom að því, að jeg komst niður að strönd eyjar-
innar, en jeg hlýt að hafa gengið langa vegalengd, þvi
jeg borðaði fjórum sinnum og lagðist tvívegis til svefns,
áður en jeg komst á áfangastað. En þó komst jeg þetta,
og ekki dró það úr kæti minni, að jeg rakst á eintrján-
ing, sem falinn hafði verið í runnum þeim, sem jeg gekk
í gegnum, rjett áður en jeg komst að enda eyjarinnar.
Ekki þarf að taka það fram, að jeg var fljótur að draga
fleytuna niður að vatninu og ýta frá landi. Ja hafði fært
mjer heim sanninn um, að ef jeg ætlaði mjer að stela
eintrjáning, mátti jeg ekki vera seinn á mjer, en kom-
ast sem lengst frá eigandanum, eins skjótt og auðið væri.
Jeg hlýt að hafa lagt út frá öðrum enda eyjarinnar en
þeim, sem við Ja lentum við, því að meginlandið var
hvergi sjáanlegt. Jeg rjeri langa stund meðfram eyj-
unni — en hjelt mjer þó vel frá landi — áður en jeg kom
auga á meginlandið í fjarska. Jeg lagði strax af stað í
áttina til þess, því jeg hafði fyrir löngu síðan tekið þá
ákvörðun, að snúa aftur til Phútra og gefa mig fram, svo
jeg gæti á ný hitt Perry og Ghak hinn loðna.
Mjer fannst jeg hafa komið fíflslega fram, er jeg reyndi
einn að flýja, og þá sjerstaklega er tillit var til þess tek-
ið, að við höfðum í sameiningu lagt drögin að því, að
komast undan. Jég gerði mjer auðvitað ljóst, að mögu-
leikar okkar til undankomu voru sáralitlir, en jeg vissi,
að jeg mundi aldrei njóta frelsis míns einn, og að mjer
tækist að bjarga gamla manninum meðan jeg var frjáls
maður, þótti mjer harla ólíklegt.
Ef Perry hefði verið dáinn, hefði jeg með glöðu geði
haldið uppi baráttu minni gegn þeim frumstæða og misk-
unarlausa heimi, sem jeg var staddur í. Jeg hefði getað
hfað lífi einsetumannsins í einhverjum hellinum, þar til
jeg hefði lokið við að búa mig hinum ljelegu vopnum
steinaldarmannsins, og lagt síðan land undir fót í leit
minni að stúlkunni, sem mig dreymdi um jafnt vakandi
sem sofandi.
En eftir því sem jeg best vissi, var Perry ennþá á lífi,
og það var skylda mín og heitasta ósk, að finna hann
aftur, svo að við gætum í sameiningu mætt hættum
þessa einkennilega heims, sem við höfðum fundið. Og
ekki mátti gleyma Ghak. Þessi stóri, úfni maður var
orðinn okkur báðum kær, því segja mátti að hann væri
bæði karlmaður og konungur í orðsins fylstu merkingu.
Því verður ef til vill ekki neitað, að vmsir mundu nú á
7. dagur
— Heimskingi! sagði Bittle.
Hjelduð þjer að jeg hefði unnið
mig upp úr skítnum án þess að
hafa gáfur? Hjelduð þjer, að sá
maður, sem hefir leikið á snjöll
ustu fjármálamenn í London,
láti stelpukrakka leika á sig?
Svei! Nú hafið þjer reitt mig
til reiði, þótt jeg vildi það ekki.
Við skulum hætta þessu. Jeg
hefi sagt yður skýrt og skil-
merkilega hvað jeg vil. Annað-
hvort giftist þjer mjer, eða jeg
stefni frænku yðar. Kjósið þjer
nú og sleppum öllum geðshrær
ingum.
— Nei, sleppum þeim ekki,
sagði Helgi og stökk inn í her-
bergið.
Patricia þekti hann undir
eins. Bittle stökk á fætur og
háböívaði. Hann var sótrauður
í framan, Helgi stóð brosandi
með hendur í vösum.
-=-• Sir, hreytti Bittle úr sjer
og svo stóð í honum.
— Yðar þjónustu reiðubú-
inn, sagði Helgi kurteislega.
Gott kvöld, Pat. Trufla jeg
ykkur?
Og svo leit hann á þau til
skiftist með góðmannlegu
brosi. Patricia færði sig ósjálf-
rátt nær honum. Þá brosti
hann enn hlýrra og rjetti henni
höndina. Bittle barðist við það
að ná valdi yfir sjálfum sjer og
að lokum tókst honum það.
— Jeg minnist þess ekki, Mr.
Templar, að jeg hafi boðið yður
hingað í kvöld, sagði hann.
— Jeg minnist þess ekki
heldur, sagði Helgi vinalega.
Er það ekki skrítið?
Bittle dæsti. Hann var fjúk-
andi reiður og hann grunaði,
að Helgi hefði staðið á hleri.
Hann íhugaði líka hvernig fara
mundi ef til átaka kæmi. Helgi
var hár vexti, en þótt hann
væri ekki þrekinn, þá mátti
sjá, að hann var mjög stæltur,
og ekki árennilegt að fást við
hann. Og svo var einhver ó-
hugnanlegur glampi í augum
hans, svo að Bittle hraus hug-
ur við.
— Eigum við ekki að tala
eins og maður við mann, Mr.
Templar. Jeg þarf víst varla að
taka það fram, að hin skyndi-
lega hingað koma yðar skeði á
óheppilegum tíma, sagði Bittle.
Helgi hleypti brúnum.
— Það skil jeg ekki.
Bittle ypti öxlum, gekk að
borði þar sem stóðu glös og
flöskur.
— Má bjóða yður whisky,
Mr. Templar? \
— Þakka yður fyrir, sagði
Helgi, en jeg fæ mjer whisky
þegar jeg kem heim. Jeg drekk
ekki með hverjum sem vera
skal. Einu sinni átti jeg vin,
sem var mjög skeytingarlaus
um það, og einn góðan veður-
d»g var lík hahs slætt upp úr
skurðinum hjá Suraboya. Jeg
kæri mig ekki um að láta fara
þannig með skrokkinn á mjer.
— Til þess að sýna, að jeg
hefi ekki ilt í huga ....
— Ef jeg drekk whisky yð-
ar, fjelagi, sagði Helgi, þá
verður það bara til þess, að við
höfum báðir ilt í huga.
Bittle gekk aftur á sama stað
og sló öskuna nú vindli sínum.
Hann horfði á Helga og aftur
fór hálfgerður kuldahrollur um
hann. En Helgi hafði altaf
staðið kyr í sömu sporum, og
það var eins og honum fyndist
alt eins og það ætti að vera og
honum lægi ekkert á. ■ Þetta
fanst Bittle alveg óþolandi.
— Þjer hagið yður ekki eins
og gentlemaður, sagði hann.
— Nei, það geri jeg ekki,
sagði Helgi, og jeg þakka guði
fyrir það að jeg er ekki gentle-
maður. Þeir eru allir vindhan-
ar og höfðingjasleikjur. Gentle
mennirnir hjerna vilja til dæm
is ekkert hafa saman við yður
að sælda, að mjer er sagt. En
þannig er jeg ekki. Jeg held að
okkur geti komið ágætlega
saman, og að þessi kynning
verði upphaf að löngum kunn-
ingskap, báðum til gagns og
gleði.
— Þjer gefið mjer ekkert
undanfæri, Mr. Templar, sagði
Bittle og hringdi bjöllu.
Helga brá ekki hið minsta
og hann stóð kyr í sömu spor-
um. Svo var barið að dyrum og
inn kom þjónn, stór og digur
eins og hnefaleikamaður.
— Fylgið Mr. Templar til
dyra, mælti Bittle.
-— En hvað þjer eruð gest-
risinn, mælti Helgi og öllum til
undrunar gekk hann rakleitt
fram að dyrunum og fylgdist
út með þjóninum.
Bittle stóð og glápti forviða
á eftir honum. Hann hafði ekki
búist við því, að svo auðvelt
yrði að losna við hann. Svo
hristi hann sig og sagði:
— Jeg kann nú tökin á svona
peium!
En ánægja hans varð
skammær, því í sama bili
heyrðist mikill hlunkur v og
hurðaskellur. Bittle rak upp
stór augu og í því kom Helgi
aftur.
— Hvað, hvað? hvæsti Bittle
og um leið opnaðist hurðin aft-
ur og þjónninn ruddist inn með
miklu fasi. Hann var allur af
sjer genginn og engu líkara en
að hann hefði barist við hrúta.
Blóð rann úr nefi hans og
munni, og augnaráðið benti til
alls annars en friðar á jörðu og
velþóknunar á mönnunum.
— Þetta kalla jeg að hlaupa
í skarðið, ha? eins og Algy
mundi segja, sagði Helgi.
— Látið mig ná í þrælinn,
urraði þjónninn og færði sig
nær.
Helgi stóð brosandi með
hendur í vösum. .
— Þjer reynduð að hrinda
mjer ofan tröppurnar, sagði
hann, en þjer renduð yður þar
óvart. niður á hausnum. Jeg
skal ekki segja hvað fyrir yður
kemur ef þjer ætlið að ráðast
á mig aftur.
Bittle gekk á milli þeirra.
Svo hvesti hann augun á þjón-
inn og benti honum á dyrnar.
Þjónnin:: drattaðist út og
bölvaði í Sand og ösku. En
Bittle sneri sjer að Helga og
mælti:
— Má jeg biðja um skýr-
ingu?
— Já, biðjið þjer bara, svar-
aði Helgi.
Það brann eldur' úr augum
Bittle.
— Það er óþarfi að eyða
tímanum í fíflalæti, sagði
hann.
— Rjett segið þjer, .mælti
Helgi, og það var gott að þjer
mintuð mig á það. Og, góði
vinur, af því að gestrisni yðar
er dálítið undarleg, þá ætla
jeg að leyfa mjer að íylgja
ungfrú Holm heim. Verið þjer
sælir.
Svo tók hann í hönd Pat-
riciu og leiddi hana út að ver-
andarhurðinni, en Bittle var
svo forviða, að hann stóð og
glápti. En í dyrunum sneri
Helgi sjer við, eins og hann
hefði gleymt einhverju og
sagði:
— Vel á minst, Bittle, þjer
voruð þarna með einhver
skjöl áðan, var ekki svo?
Bittle svaraði engu, en Helgi
mælti enn:
— Afheijdið mjer þessi skjöl
og jeg skal gefa yður ávísun
fyrir upphæðinni.
— Nei, hvæsti auðkýfingur-
inn.
— Eins og yður þóknast,
sagði Helgi. Jeg er að vísu ekki
fróður í lögum, en jeg held að
þjer getið ekki neitað þessu,
nema með því að afsala yður
öllu tilkalli til skuldarinnar.
Jeg ætla að minsta kosti að
biðja lögfræðing minn að senda
yður ávísun, og sjáum svo hvað
gerist.
Svo snaraðist hann út og
rakst á Patriciu í myrkrinu.
Hann greip hana í faðm sjer
svo að hún dytti ekki. Hann
fann þá að hún skalf af
hræðslu. Og ástæðan kom brátt'
í ljós, því að hann heyrði
hunda urra og gelta úti í garð-
inum.
í hendingskasti dró hann
stúlkuna með sjér inn í stof-
una aftur og lokaði dyrunum.
Þar staðnæmdist hann og hafði
Patriciu að baki sjer.
— Hm — eins og Orace
mundi sagt hafa, sagði hann.
Viljið þjer gera svo vel að
leika trúðurinn á meðan jeg
held sýningu á mexikanskri
hnífskutlan?
Bittle sá glampa á stál í
mexikanskri hnífskutlan?
Bittle sá glampa á stál i
hendi hans, og hann ljet síga
marghleypuna, sem hann hafði
á lofti.
IV.
í klípu.
— Nei, sagði Helgi og hristi
höfuðið, jeg get ekki fengið
mig til þess. Fyrst og fremst
tökum við þetta alt af alvar-
lega, og jeg veit að yður er
illa við það. I öðru lagi höfum
við farið vitlaust að. Yður vant
ai^ æfingu — jeg hefi aldrei
s.ieð meinleysislegri þorpara en
yður á þessari stundu. Jeg vil
að við jöfnum þetta. Hvað seg-
ið þjer um það, að'við sláum
öllu á frest og hittumst aftur
eftir svo sem tvo mánuði. A
þeim tíma get.ið þier safnað
skeggi og verið óþekkjanleg-
ur ....
REST * i i * v >
tM
Maður ræfilslega til fara
stöðvaði vel klæddan rnann á
götu og bað hann um að gefa
sjer aura fyrir einni máltíð.
„Hversvegna farið þjer ekki
til fátækrahjálparinnar, sem
hefir matstofu þarna við göt-
una, og fáið - að borða þar?“
spurði maðurinn.
„Fáið þjer aldrei löngun til
þess að borða úti?“ spurði þá
hinn fátæki.
Hann fjekk einn dollar.
★
Ung móðir vár að segja syni
sínum frá því, hvernig bprn
yrðu til. Hún hafði ekki komist
hjá því að svara þeirri spurn-
ingu hans. Hún fór öll hjá sjer
á meðan á frásögninni stóð, en
fanst það samt skylda sín að
bæta við: ,,Ef það er eitthvað
meira, sem þig langar til þess
að vita, þá spurðu bara. Þú
veist að þú getur alltaf komið
til mömmu og spurt ‘hana“.
Drengurinn hugsaði sig um
og móðirin varð hrædd um að
‘ nú kæmi eitthvað, sem hún
ætti prfitt' með að svara.
„Heyrðu, mamma, mig langar
tii að spyrja að einu: — Hvern
ig eru múrsteiriárnir búnir
til?“
★
Konur eru eins og krókudíl-
ar, þegar þær ætla að krækja
sjer í mann, gráta þær, og þeg-
ar þær eru búnar og góma
hann, gleypa þær hann með
húð og hári. — ítalskt spak-
mæli.
★
Yfir tvær miljónir stúdenta
stunda nú nám við 1749
mentaskóla og háskóla í Banda
ríkjunum. Hefir þeim fjölgað
um 50 prósent síðan 1939.
667.000 stúdentanna eru stúlk-
ur.
★
— Jeg verð alltaf brjálaður,
þegar jeg sje fallega'stúlku.
— Því trúi jeg, annars vær-
irðu ekki normal.
★
-— Alla langar til þess að lifa
lengi, en enginn vill verða
gamall.
★