Morgunblaðið - 12.02.1947, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. febr. 1947
GRÍPTU ÚLFINN
cHeólie (^Larterió
*
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS. j
v 83.
Allt í einu skaust ófreskjan inn í herbergi, sem var
hægra megin við jarðgöngin, og ér jeg þaut á eftir henni
augnabliki seinna, stóð jeg skyndilega auglitis til auglitis
við tvo Mahara. Sá, sem fyrir hafði verið í herberginu,
hafði verið að vinna eitthvað við nokkra málmgeyma, en
í þeim voru alskonar vökvar, sem að því er virtist, hafði
verið helt úr langri röð af flöskum, sem stóðu þarna á
fcekk. Jeg sá strax, hvað jeg hafði rekist á. Þetta var hvorki
meira nje minna en herbergið, sem Perry hafði sagt mjer
hvar væri. Þetta var neðanjarðarklefinn, sem í var geymt
hið mikla leyndarmál Mahara. Og á bekknum við hlið
flaskanna lá hin skinnbundna bók, sem í var skráð það,
sem jeg hafði átt að finna, eftir að hafa drepið Maharana
þrjá.
Engar dyr aðrar voru á herberginu en þær, sem jeg
nú stóð í andspænis hinum hryllilegu skriðdýrs-ófreskj-
um. Jeg vissi það, að er þær komust að raun um það, að
þær væru innikróaðar, mundu þær berjast eins og viltir
djöflar, og þær voru vel búnar undir þann bardaga, ef
hjá honum yrði ekki komist. Þær rjeðust þegar í samein-
ingu gegn mjer, og enda þótt mjer tækist að reka sverð
mitt í gegnum aðra, tókst hinni að koma tönnunum í hægri
handlegg minn fyrir ofan olnboga og reyndi síðan með
klóm sínum að rífa mig á hol. Jeg vissi, að vonlaust var
fyrir mig að reyna að losa handlegg minn úr kjafti ó-
freskjunnar, en mjer fannst eins og handleggurinn væri
að rifna af mjer. Þjáningar mínar voru ægilegar, en þetta
hafði aftur þau áhrif, að jeg beitti nú öllu afli mínu til að
sigrast á andstæðingi mínum.
Við hentumst fram og aftur um gólf herbergisins —•
Maharinn lamdi mig heljarhöggi með framfótum sínum,
en jeg reyndi að verja mig með vinstri hendinni, um leið
og jeg beið eftir því, að fá tækifæri til að koma sverðinu
yfir í þá hendi, enda var hægri handleggur minn nú orð-
inn algerlega gagnlaus. Loks tókst mjer þetta og beitti
svo síðustu kröftum mínum til að reka sverðið í gegnum
hinn ógeðslega líkama óvinar míns.
Skriðdýrs-ófreskjan dó jafn hljóðlega og hún hafði bar-
ist, og enda þótt jeg væri orðinn máttvana af kvölum og
blóðmissi, var jeg gripinn sigurvímu, er jeg steig yfir
32. dagur
Þau lögðust nú bæði niður
á skörina og lýstu niður. Þarna
var hyldýpi og ljósgeislinn náði
ekki botni, Efst sáu þau hring
hleðstu og var grænt slím á
steinunum. Hjer var sýnilega
gamall brunnur. Orace tók eina
tómu flöskuna og ljet hana
detta niður. Það leið löng stund
þangað til þau heyrðu eins og
skvamp er hún kom niður.
— Um hundrað fet, tautaði
Orace.
— Helgi, kallaði Patricia
niður í djúpið. — Helgi.
Ekkert svar nema bergmál
niðri í myrkrinu.
— Mr. Templar — það er
Orace, sem talar, grenjaði Or-
ace eins hátt og hann gat. en
það var aðeins hans eigin rödd,
sem svaraði honum neðan úr
djúpinu.
Patricia fól andlitið í hönd-
um sjer.
— Ó, guð minn góður —
Helgi, Helgi, — elskan mín. Ó,
guð, bjargaðu honum.
Svo leit hún á Orace.
— Eruð þjer viss um að hann
hafi farið hingað? Eruð þjer
viss um að hann hafi hrapað
hjer niður — að hartn hafi ekki
orðið fyrir skotinu?
Orace hafði verið að r.thuga
gættina. Hann sá að stórt
stykki hafði verið sagað úr
gólfinu með stingsög, þannig,
að örlítil höft höfðu verið eftir
skilin, og þau gátu ekki bor-
ið þunga manns. Það var lika
auðsjeð. að þau höfðu brotn-
að undan þunga. í sárinu fann
Orace nokkrar trefjar af blá-
um fötum.
— Þarna kemur það, sagði
hann. Hann hefir verið að at-
huga herbergið .... En þjer
skuluð ekki æðrast, ungfrú góð,
hann hefir altaf verið sá hepn
asti maður, sem til er. Ef til
vill er þetta hrekkur hans, til
þess að láta úlfinn halda að
hann sje dauður, svo að hann
geti betur náð sjer niðri á hon
um.
Það var ekki Orace að kenna
að henni fanst þetta ótrúlegt.
Hann tók utan um hana og
studdi hana út úr herberginu.
— Eitt er vist, sagði hann,
að það eru engir úlfsmenn
hjerna núna. Þeir mundu hafa
heyrt til okkar og komið blað-
skellandi.
— Gætum við ekki náð í
kaðal og sigið niður í brunn-
inn, sagði hún með ekka.
— Jeg skal senda menn úr
þorpinu hingað, sagði hann. En
það er ekkert hægt að gera
fyrir hann ef hann er þarna
niðri — hann er þá frá fyrir
mörgum klukkustundum---------
Hún hallaðist upp að veggn
um með lokuð augu, en tárin
streymdu niður kinnar hennar.
Orace reyndi að hugga hana en
tókst það hálf klaufalega. Og
hún heyrði ekki orð af því, sem
hann sagði.
Helgi frá? Það var eins og
nístingskuldi færi um hjarta
hennar. Þetta var hræðileg til-
hugsun. Gat það verið að þetta
hefði átt fyrir honum að liggja
að deyja þarna einn og yfirgef
inn, drukna í brunni eins og
rotta? Hann hefði getað haldið
sjer lengi uppi í vatninu, en
hann hefði svarað þeim, ef
hann hefði komið lifandi nið-
ur. Líklega hafði hann rotast
í fallinu ....
Alt í einu var eins og hún
vaknaði af svefni.
Hún rjetti úr sjer og það var
eins og orkustraumur færi um
hana alla.
Þetta hafði úlfurinn gert.
Hann hafði tælt Helga út í
dauðann. Og Patricia sór þess
dýran eið að hún skyldi ekki
unna sjer neinnar hvíldar fyr
en hún hefði komið fram hefnd
um á hendur úlfinum.
— Komið þjer ungfrú, s^ði
Orace. Þetta er ekki vonlaust
— við vitum ekki hvort hann
hefir fallið þarna niður. Við
skulum koma heim og svo skul
uð þjer hvíla yður á meðan
jeg rannsaka þetta betur. Jeg
lofa því að koma heim undir
eins og jeg verð einhvers var.
— Nei.
Hún þeytti þessu eina orði
út úr sjer með brennandi ein-
beitni.
— Það er ekkert hægt að
gera, maldgði Orace í móinn.
— Jú, nú er nóg að gera,
mælti hún og lagði hönd á öxl
hans. Nú verðum við tvö að
taka við þar sem hann hætti.
Á okkur hvílir sú skylda. Og
hann hefði viljað það — honum
hefði ekki verið það að skapi
að við legðum árar í bát, sett-
umst grátandi að heima og ljet
um úlfinn sleppa. Ef 'hann hef
ir fórnað lífi sínu fyrir það að
reyna að grípa úlfinn, þá meg
um við ekki bregðast honum.
Orace, viljið þjer ekki hjálpa
mjer?
Hann hikaði við andartak.
En svo varp hann öndinni ljetti
lega eiris og þungu fargi væri
af honum Ijett.
— Jú, sagði hann. Jeg skil
yður Patricia. Við megum ekki
láta úlfinn sleppa. Við megum
ekki láta það viðgangast að Mr.
Templar hafi fórnað lífi sínu
til einskis. Og fyrst hann er nú
horfinn, þá er jeg liðsmaður
yðar. En væri ekki best að við
byrjuðum á því að segja Corn
frá því hvernig komið er? Hann
er leynilögreglumaður eftir
því sem Templar sagði mjer,
og hann er að reyna að ná í
úlfinn.
— Jú, það er best, en þá skul
um við flýta okkur.
Þau flýttu sjer nú til baka
og fóru í gegn um þorpið. Þeg-
ar þau komu heim til Corns
var þar niðamyrkur. Patricia
hringdi dyrabjöllunni í ákafa,
alt að því eina mínútu, en eng-
inn svaraði. Þau heyrðu þó
taka undir í öllu húsinu af
glaumnum í bjöllunni.
— Hann er ekki heima, sagði
hún mæðulega.
Þá var eins og Orace áttaði
sig.
— Vel á minst, sagði hann.
Hann kom til mín í dag til þess
að vara Mr. Templar við því,
að úlfurinn ætlaði að koma
okkur báðum fyrir kattarnef í
kvöld. Og svo sá jeg að hann
fór í vagni áleiðis til Ilfra-
combe. Hann er með eitthvert
ráðabrugg. En hvað skyldi
hann hafa verið að gera til
Ilfracombe?
—- Ef hann hefir komist á
snoðir um hvað er á seiði,
sagði Patricia, þá hefir hann
auðvitað farið þangað til þess
að ná í aðstoðarmenn. Hann
hefir sennilega komist að því
að skipið kemur inn í nótt, og
þá má búast við því að hann
komi bráðum.
— Þetta er líklega hverju
orði sannara, sagði Orace. En
þó getum við ekki treyst á það.
Hún beit á vörina.
— Það er líka alveg satt,
sagði hún. Við verður að ráða
ráðum okkar eins og hann sje
hvergi nærri. Ef hann kemur
þá er það gott. Og satt að segja
væri mjer það kærara að hitta
úlfinn á undan Mr. Corn.
Orace var alveg hissa á því
hvað hún var einbeitt. Eftir
því sem hann hafði haldið, þá
voru konur ekki svona. En það
var svo sem auðsjeð og auð-
heyrt á henni Patriciu að hún
var vel til foringja fallin. Og
hann sá að ekki var um annað
að gera en fara í einu og öllu
eftir því sem hún vildi.
— Við verðum að bíða þang-
að til skipið kemur inn að
sækja gullið, sagði hún. Jeg
held því að það sje rjettast að
við förum heim í Hjallinn og
fáum okkur kvöldverð. Okkur
veitir víst ekki af því að vera
sem best undir búin.
Hún húgsaði nú ekki um ann
að en þá viðureign, sem þau
áttu fyrir höndum. Hún hugs-
aði ekki um það að gráta Helga,
heldur hefna hans, og koma
fram fyrirætlunum hans. En
til þess að geta það varð hún
að harka af sjer og hugsa ekk-
ert um það hve hættulegt þetta
fyrirtæki var. Það var nógur
tími til að gráta þegar þessu
öllu væri lokið á einn eða ann-
an veg. Og þó hún hætti lífi
sínu var ekki að horfa í það.
Hún varð að taka að sjer for-
ystuna í þessu áhugamáli
Helga.
— Við verðum að fá lið-
styrk, sagði hún blátt áfram
og kuldalega. Liðsmunur er of
mikill fyrir okkur tvö. Jeg
ætla að fara til Mf. Lamos-
Coper. Hann er eini maðurinn
hjer, sem jeg get treyst.
— Hann, sagði Orace undr-
andi. Sá bölvaður apaköttur.
— Jeg veit að hann er ekki
jafn heimskur og hann læt-
ur, sagði hún. Og hann verður
okkur áreiðanlega að góðu liði.
Þau voru nú komin að húsi
Bloems og sáu einvern svart-
an skugga skjótast meðfram
limgirðingunni. Orace brá þeg
ar upp ljósi og þá sáu þau áð
þarna var pnginn annar en
Algy sjálfur.
— Nei, eruð þjer hjerna Pat?
sagði hann. Mjer fanst jeg
þekkja röddina í yður.
Hann varð hissa á því hvað
hún var alvarleg og hvað hún
tók- fast í hendina á honum.
— Jeg var einmitt að leita
að yður, sagði hún. Korrlið með
okkur upp í Hjallinn. Við ætl-
um að fá okkur þar kvöldverð
og ræða hernaðarleyndarmál.
— Ha-a-a? sagði Algy.
— Við skulum flýta okkur,
sagði hún. Jeg skal útskýra
þetta alt fyrir yður þegar þar
að kemur.
Sæljón í jólafríi
Eitt af sæljónunum í dýra-
garðinum í London stökk yfir
hið 75 cm. háa grindverk út
úr búri sínu um jólin. Var það
pollur einn mikill, sem freist-
aði þess svo mjög. Erfiðlega
gekk að ná því, en loks tókst
það. Var hægt að tæla það inn
í stóran kassa, sem í var mikið
af feitum og sællegum fiskum.
★
Rakari einn í Buenos Aires
hefur tekið upp nýja aðferð á
rakarastofu sinni til þess að
flýta fyrir afgreiðslu. Þegar
viðskiptavinur kemur inn í
stofuna er það næsti/ maður á
undan honum, sem sápar hann.
Svo sápar hann þann, sem
kemur þar á eftir. Viðskipta-
vinunum finst þetta gaman og
raksturinn verður ódýrari.
★
Amerískur sjerfræðingur,
dr. Strauss, heldur því fram
að mikil neysla af upphituðu
kaffi geti haft æðasjúkdóma í
för með sjer. Blóðþrýstingur-
inn verði of hár og þess vegna
geti það orðið til þess að menn
eldist mikið fyrr en ella.
★
— Þú ert of ungur til þess
að verða hengdur og of gamall
til þess að vera hýddur, sagði
dómari einn í Jerúsalem við
17 ára dreng, sem tekið hafði
þátt í vopnaðri árás óaldar-
flokksins Irgun Zwai Leumi
Hann var dæmdur í æfilangt
fangelsi.
★
Missir frú Roosevelt
ökurjettindin?
Álitið er að komi geti til
mála, að frú Roosevelt missi
ökurjettindi sín. Það var í
ágúst, að frúin ók yfir hvítu
línuna, sem er á miðjum veg-
inum og skilur akbrautirnar.
Hún segir svo frá sjálf, að sól-
in hafi blindað hana, en sjón-
arvottar fullyrða, að hin fyrr-
verandi forsetafrú hafi sofið
við stýrið. Málið er álitið all-
alvarlegt fyrir frúna.
★
Skrifstofumaðurinn: — Þjer
verðið að afsaka, herra for-
stjóri, en konan mín skipaði
mjer að tala um það við yður,
hvort jeg gæti ekki fengið ein
hverja kauphækkun.
• Forstjórinn: — Tja, við
skulum sjá til. Jeg verð að
spyrja konuna mína hvort það
sje hægt.
/