Morgunblaðið - 20.02.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.02.1947, Qupperneq 1
 34 árgangur 42. tbl. — Fimtudagur 20. febrúar 1947 Isafoldarprentsmiðja h.L Matvælaráðherra Bretlands finst hlýtt á Íslandi BRETAR EYÐA MINNA AF BANDA- RÍK JALÁNINU EN MENN ÆTLUDU Var í heimsókn á BessastöÓum í gær og hjá utanríkisráðherra. „ÞAÐ ER MUN HLÝRRA hjer á íslandi en í Bretlandi. Þar var nístingskuldi í morgun“, sagði John Strachey, matvæla- ráðherra bresku stjórnarinnar við blaðamenn á Reykjavíkurflug- vellinum í gærdag, en flugvjel hans lenti hjer á leið sinni til Kanada. I för með ráðherranum voru tveir ráðunautar hans, starfsmenn matvælaráðuneytisins, en þeir komu í York-flugvjel frá flutningadeild breska flugherfsins. Ráðgert var að flug- vjelin færi aftur hjeðan um 4-leytið í nótt. <5)----------------------- í heimsókn hjá forseta íslands og utanríkisráðherra. Flugvjelin lenti á Reykjavík- urflugvelli klukkan rúmlega 1,30 í gserdag. Þar voru fyrir til að taka á móti hinum breska ráðherra Sir Gerald Shepherd, sendiherra Breta hjer á landi og Agnar Kl. Jónsson skrifstofu stjóri í utanríkisráðuneytinu. Var fyrst haldið heim til Sir Shepherd, en síðar um dagínn ,tók Sveinn Björnsson forseti Is- lands á móti gejstunum að Bessa stöðum. Klukkan 5 var móttaka hjá Bjarna Benediktssyni, utanrík- isráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en kvöldverð- ur var snæddur hjá breska sendiherranum að Höfða. Matvælaástandið fer hægt batnandi. Áður en matvælaráðherrann fór frá flugvellinum settist hann um stund með blaðamönn um frá Reykjavíkurblöðunum og ræddi við þá og svaraði spurningum þeirra. Er hann var að því spurður, hvort matvælaástandið í heim- inum færi nokkuð batnandi, svaraði hann því, að svo væri, en það gengi hægt. Kolaverkfallið í Bretlandi hefði haft nokkur áhrif á mat vælaflutninga og nokkuð á mat vælaframleiðslu, t. d. súkku- laðis, en ráðherrann taldi, að Bretar myndu nú vera komnir yfir örðugasta hjallann í mat- vælaaðdráttum smum. Bretar flytja nú ekki lengur nein mat- væli frá sjer til annara þjóða. Ráðherrann sagði að sama vetr- arharkan væri í Englandi enn, eins og verið hefði, en síðan her inn hefði tekið til að leysa sam- gönguvandræðin, þá væru sam- göngur komnar i lag. Ekki hefir komið annar eins vetur í Englandi í 55 ár, eins og nú. Einstaklingar í Bretlandi fá nú sem svarar 2950 kaloríum í rpat sínum daglega. Fiskkaup Breta á íslandi. Er Mr. Strachey var að því spurður hvort hann vissi hvað liði samningum íslensku sendi- nefndarinnar, sem nú er í Lon- don. Kvaðst hann ekki geta svarað því. Það myndi vera und ir verði og öðru komið, hvað Bretar keyptu af okkur af fisk afurðum, en lýsi vildu Bretar gjarna kaupa alt sem við fram- leiddum, hvað sem öðru liði. i I Til Kanada og Bandaríkjanna. Mr. Strachpy og förunautar hana fara hjeðan eins og áður j er sagt til Kanada og eru vænt- ! anlegir til Ottawa í dag. Ætl- I ar ráðherrann að semja um mat! arkaup Breta þar, en þeir-^fá nú talsvert af landbúnaðaraf- urðum þaðan. Frá Kanada fara þeir til Bandaríkjanna. Verður Mounibatea lávarður varakon- ungur Indlands! London í gærkvöldi. SAMKVÆMT góðum heim ildum, eru allar líkur fyrir því, að Louis Mountbatten lávarður, fyrverandi yfirmað ur herja bandamanna í Suð- austur Asíu. muni taka við af Wavell lávarði sem varakon- ungur Indlands. Frjett þessi hefur þó enn ekki fengist stað fest opinberlega h.jer í London 316 sftig KAUPLAGSNEFND og Hagstofa hafa reiknað út vísitölu framfærslukostn aðar fyrir febrúarmánuð. Reyndist hún hafa hækk- að um 6 stig frá því í byrj un janúar, eða úr 310 stig um í 316 stig. Þessi hækkun stafar að- allega af því, að matvara ýmiskonar t. d. smjörlíki, egg og sykpr hafa hækk- að í verði, svo og fatnað- arvara og kol. ----- —.—.— ----------+ -------------- Mæiir mesl á hcnum Höfðu í janúar eytt OOO miljón dollurum EMANUEL Shinwell, eldsneyt- is og orkumálaráðherra Breta, hefir ekki átt sjö dagana sæla undanfarið vegna eldsncytis- vandræðanna í Bretlandi. En ni'i er farið að rætast úr kola- skortinu á ný, því rafmagns- sparnaðurinn hefir orðið til þess að hægt hefir verið að safna birgðum hjá rafmagnsstöðvun- um. Vínaiborg í gærkvöldi. GEOFFREY Keys, einn af vfirmönnum bandaríska her- námsliðsins í Austurríki, af- henti austurrísku stjórninni í dag‘ tæplega fimm miljón doll ara virði af gullpeningum sem Bandaríkjaherinn í Þýska- landi hafði náð úr greipum nasista. — Reuter. Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Á blaðamannafundi, sem John Snyder, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hjelt í dag, var hann spurður að því, hvort Bret- ar hefðu notað meira af lánsfje því, sem þeir fengu í Banda- ríkjunum, en menn almennt hefðu gert ráð fyrir. Snyder svaraði, að síðan Bandaríkjaþing hefði samþykt lánveitinguna, mætti segja, að þeir hefðu tekið út minna, en vænst hefði verið. ^Kemur á óvart. Fjármálasjerfræðingar höfðú alment búist við því, að örðug leikar Breta að undanförnu mundu hafa það í för með sjer, að mjög gengi á dollarainn- stæðu þeirra. Upplýsingar Sny- ders munu því koma ýmsum á óvart, þótt útsjeð sje að vísu ekki enn um það, hvaða afleið- ingar kolaska-ívturinn muni hafa í náinni framtíð. Telja blaða- menn, að vart verði hjá því kom ist, að meir megi ganga næstu vikurnar á lánsfje Breta en bú- ist var við, er Bandaríkjaþing samþykti lánveitinguna. Fram- leiðsla Breta hefir stórum mink að undanfarnar tvær vikur, en það mun aftur hafa það í for með sjer, að þeir neyðist til að flytja inn meir en ella. Kennarar ?ið nám í Kennaraháskóla Kennaraháskólinn í Kaup- mannahöfn hefur eins og á undanförnum árum ákveðið að gefa íslenskum kennurum tækifæri til þess að stunda nám við skólann. Skrifstofu fræðslumála- stjóra hefur nýlega borist eyðublöð fyrir umsóknir og; liggja þær frammi í skrifstof unni. Umsækjendur skuiu hafa; lokið kennaraprófi og með- mæli fræðslumálasstjórnar- innar eru nauðsynleg fyrir umsækjendur. Umsóknar-' frestur er útrunninn í byrjun mars. Nú stunda tveir íslenskir kennarar nám við skólann og einn er óreglulegur nem- andi. Enn eru harðindi mikii á IWðuriönÉm Deilur um lánið. Miklar deilur voru um það á sínum tíma á Bandaríkjaþingi, hvort veita bæri Bretum lán það, er þeir fóru fram á, en upphæðin nam 3750 miljón- dollurum. Er lánveitingin kom til atkvæða í fulltrúadeildinni, greiddu 219 þingmenn atkvæði með henni, en 155 voru á móti. Skömmu síðar samþykti öld- ungadeildin einnig lánveiting- una. Osló í gær. HARÐINDI mikil eru enn víða á Norðurlöndum. í Norður- Þrándalegi hefir snjóað í samfelt 8 daga og er þar nú mikið fannkyngi. Bæjarstjórnin í Akers, við Oslo, hefir* ákveðið að loka öllum skólum végna kuldanna og erfiðleika á útvegun Idsneytis. Sennilegt að skólarnir verði lokaðir frá 24. febrúar til 1. mars. — Þegar hefir 27 skólum verið lokað í Oslo. Leikhús og kvikmyndahús í Oslo fá ekki meiri eldsneytis- skamt, en þau kunna nú að eiga og líklegt er að neyðst verði að loka kirkjum. Eyrarsund frosið. Engar skipasamgöngur eru nú við Ivaupm.h. M.s. Kron- prins Olav, sem verið hefir í áætlunarferðum milli Oslo og Kaupmanahafnar, hefir hætt ferðum í bili, þar sem ísbrjót- ar geta ekki lengur brotið skip um leið um Eyrarsund. Smáhöfnin Hirshals á Jót- landi er laus við ís og þangað leita öll dönsk veiðiskip, sem að veiðum hafa verið í Norð- ursjó. Flutningaskip og önnur stærri skip leita til Esbjerg. Síðastliðinn sólarhring komu 97 skip þangað. í Bandaríkjunum Washington í gærkvöldi. TRUMAN forseti, tilkynti í dag, að hættuástandi því, sem Roosevelt forseti lýsti yfir 1939, eftir að styrjöldin skall á, sje nú aflýst. Jafnframt þessu hefur forsetinn sent Bandaríkjaþingi boðskap, þar sem hann fer fram á það, að 100 bráðabirgðalögum verði annað hvort breytt eða þau felld úr gildi. Ein af löggjöfum þeim, sem Ti'uman fer fram á að felld verði úr gildi, lýtur að af- hendingu skipa samkvæmt láns- og leigulögunum. — Reuter. V i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.