Morgunblaðið - 27.02.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 27.02.1947, Síða 8
6 “’OKOUWlJj AÖJD Fimmtudafíur 27. febr. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson - Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) • Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utan-lands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fjarstæðukend tillaga FRÁ ÞVÍ hefir verið skýrt í íslenskum og erlendum blöðum að þingmaður einn á þingi Bandaríkjanna hafi borið fram tillögu um að íslandi yrði gefinn kostur þess að gerast ríki innan Bandaríkja Norður-Ameríku Vitanlega er þessi tillaga svo fjarstæðukennd að ekki er mikil ástæða til þess að fjölyrða um hana. Engum ís- iendingi hefir nokkru sinni komið til hugar nokkuð í svip- aða átt. Það er alveg rjett, sem Christmas Möller sagði, að ís- lendingar stofnuðu ekki lýðveldi sitt til þess að geta gerst leppríki einstakra stórvelda eða ríkjasamsteypa. Það er líka vitað að .á Bandaríkjaþingi er tillaga þessi ekki tekin alvarlega. Engin ástæða virðist vera til þess að ætla að hún túlki skoðun ábyrgra stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, hvorki í hópi Demokrata nje Republi- cana. ★ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að hann hefði falið sendiherra íslands í Washington að senda skýrslu um þetta mál. Hann skýrði einnig frá því að sendi- herrann. hefði gefið ríkisstjórninni þær upplýsjngar að ekkert mark væri tekið á þessum tilllöguflutningi af abyrgum aðiljum vestra. Að þessum upplýsingum fengnum er óþarfi að gera sjer títt um þessa tillögu hins bandaríska þingmanns. En hún er engu að síður mjög óviðurkvæmileg og þessvegna eðlilegt að íslensk stjórnarvöld, láti þá skoðun íslendinga koma fram við stjórn Bandaríkjanna. Það hefir utanríkis- j-áðherra þegar falið sendiherra íslands í Washington að gera. Sumartíminn FRAM er komið á Alþingi þingsályktunartillaga um sjerstakan sumartíma, svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að ákveða með leglugerð, að klukkunni skuli flýtt um eina lilukkustund frá íslenskum meðaltíma fyrsta sunnudag maímánaðar í stað fyrsta sunnudag marsmánaðar, svo sem áður hefir verið“. Þessi þingsályktunartillaga mun vera flutt að tilmælum verkamannafjelagsins Dagsbrún í Reykjavík, og hún á iylsta rjett á sjer. ★ Morgunblaðinu er ekki kunnugt hversvegna sá hátt- ur hefir verið á hafður, að flýta klukkunni í byrjun mars- mánaðar og láta sumartímann byrja þá. En í framkvæmd- inni þýðir þetta raunverulega það fyrir fjölda manns, að þeim er hjer veittur ríflegur viðauki á hið langa skamm- degi. En er ekki skammdegið hjá okkur nógu langt, svo að ástæða sje til að bæta við það með stjórnarráðstöfunum? Vissulega ekki. Verkamennirnir, sem fara til vinnu sinnar snemma morguns hafa áreiðanlega fengið nóg af skammdegis- myrkrinu, og er síst að undra, að þeir verði fyrstir til að hreyfa andmælum gegn þessari tilhögun. Skólabörnin hafa svipaða sögu að segja og verkamennirnir. Þau eru áreiðanlega búin að fá nóg af skammdeginu, og æskja þess ekki að það verði framlengt, sem gert er með því að ílýta klukkunni í byrjun mars. ★ Það er góð ráðstöfun, að flýta klukkunni hjer sumar- mánuðina. Með því nýtst sólarinnar betur, og á það ekki síst við um okkur Reykjvíkinga, sem erum rúmlatir á morgnana. En það er a. m. k. mánuði of snemt að láta sumartímann byrja í byrjun mars. Sýnist heppilegast áð flýta klukkunni í byrjun apríl, óþarft að draga það fram í maí, eins og ráðgerí er í þingsályktunartillögunni. ÚR DAGLEGA LÍFINU Það var lííið úr stóru orðunum. ÞAÐ var skömmu eftir ára- mótin að bæjarsíminn kom heldur illa aftan að viðskifta- vinum sínum og krafði þá um gjald langt aftur í tímann. Við þetta órjettlæti kiptust margir við, settu sig í varnarstöðu og heimtuðu í nafni rjettlætisins, almenns siðgæðis Qg heiðar- legra viðskiftareglna, að þetta yrði rjettlætt og að síminn væri ekki íátinn komast upp með slíkt. En það fór eins og svo oft þegar menn berja sjer á brjóst og heimta sinn borgara lega rjett, að það verður lítið úr stóru orðunum. Símaforustan tók það ráð, sem dugði. Það var að þegja og loka fyrir gúlan á þeim, sem ekki borguðu reikninga sína refjalaust, með því að taka símann úr sambandi. • Enginn fór í mál. HJER í þessum dálkum var stungið upp á því, að einhver færi í mál við símann til að láta dómstólana skera úr um það, hvort ríkisstofnun væri leyfilegt að koma þannig aft- an að viðskiftavinum sínum. En annaðhvort skorti hug- rekki, eða menn nentu ekki að vera að þessu fyrir nokkr- ar krónur. Sumir hafa kanske vonað að aukin símakóstnaður myndi draga úr skatti næsta ár og hvað vilja menn ekki fórna fyrir það að skatturinn Jækki? « Það er kallað að hundsa. EN ÞESSI prúða framkoma símans, að segja ekki neitt við alvarlegum ásökunum, — rjetta fram vinstri kinnina, þegar slegið er á þá hægri, í þeirri von, að seinna kjaftshöggið komi ekki — er stundum kall- að að hundsa. Símanotendur, sem rjettilega, eða ranglega kvarta undan meðferðinni á sjer eru ekki virtir svars. Það cr bara að borga, eða þegja ella. Hjer á landi mun það ekki alment siður að kjósendur skrifi þingmönnum sínum og beri sig upp við þá með vandamál sín. En jeg bíð ekki í póstinn þeirra, ef sá góði siður yrði upp tekinn hjer á landi. Og það er einmitt í málum eins og þessu sírnamáli, sem kjósendur von- ast eftir stuðningi leiðtoga sinna. 0 Hinir eilífu vinnu- pallar. SUMIR eru þeirrar skoðun- ar, að það sje ólánsmerki að ganga undir stiga, eða vinnu- palla. — Það má því gera ráð fyrir, að það sje heldur bugðótt ,,kjölfar“ hjátrúafullra vegfar enda í þessum bæ, því ekki er hægt að ganga mörg skref á götunum án þess að fyrir manni verði vinnupallur, jafn vel á aðalgötunum. Og víst er það ekki nema eðlilegt, að ■reisa þurfi vinnupalla við ný- byggingan. En hitt er erfiðara að skilja, að þesgir bannséttu pallar þurfi að vera við húsin um aldur og æfi. Það er nóg samt, sem þrengir áð á götun- um. 0 Kvartað yfir sorpílátum. SORPÍLÁTIN fyrir norðan Sjálfsíæ5ishúsið við Thorvald^. sensstræti vircfast fara harkar- lega í taugarnar á vegfarend- um. En einhversstaðar verða vondir að vera. Og sannleikur- inn er sá, að það er hægt að fela þessi sorpílát á sama hátt og onnur slík ílát á öðrum stöðum með því að lolca sund- inu á milli Thorvaldsensstræt- is og Veltusunds. Og samkvæmt skipulagi á það að gerast. Það væri sennilega rjett að gera það. En það myndi valda þeim mönnum erfiðleikum, sem nú st- *'a sjer leið um sundið. En sje andúðin gegn þess- um fáu öskutunnum, sem ekkþ er ver frá gengið en víða ann- arsstaðar í bænum, svo sterk, sem sumir vilja vera láta, þá er ekki annað að ,gera en loka sundinu, þótt hvorki verði það til prýði nje þæginda fyrir veg farendur. '0 Silfrið í Sundunum. ENN skemta bæjarbúar sjer við að horfa á síldveiðiskipin moka upp silfrinu hjer rjett við hafnarmynnið. Er það gott og blessað áð bæjarbúar skuli hafa eitthvað til að hvíla aug- un á frá hinu hversdagslega götulífi bæjarins. En það, sem er að gerast hjer á Sundunum við Reykjavík þessa dagana er meira en augnagaman eitt. Hver veit nema að þessar síldveiðar hjer í vetur verði upphaf að mikl- um iðnaði, sem á eftir að veita miljónum til bæjarfjelagsins. Ef það kemur í ljós, eins og margir vonast fastlega eftir og telja sig hafa ástæðu til að ætla, að hjer við Reykjavík sje síldargangan mikil á hverjum einasta vetri og það hafi bara ekki verið uppgötvað fyr en nú þá er um svo stórkostlega upp götvun að ræða, að önnur eins hefir ekki átt sjer stað síðan bærin var bygður. 9 Of snemt að gera áætlanir. ÞAÐ er vitanlega of snemmt að gera áætlanir um síldveiðar við Reykjavík í framtíðinni. Það er ekki hægt. að ganga úr skugga um hve síldin er mik- il hjer á hverju ári fyr en eft- ir nokkra ára reynslu og rann- sóknir, sem vafalaust verða nú gerðar. En þegar gengið hefir verið úr skugga um, að hjer gangi síld inn að hafnarmynni á hverjum vetri, er hægt að gera þær ráðstafanir sem þárf til að bæjarbúar og landsmenn yfir- leitt geti notfært sjer þau ó- hemju auðæfi, sem í þessari nærtæku veiði liggja. I MEÐAL ANNARA ORDA + Hann gerði það sem hann áleit rjettiátas’ í AMERÍSKA ritinu Colliers hefir Frances Perkins ritað greinar um persónuleg kynni af Roosevelt forseta, en þeir voru samverkamenn um langt skeið. Perkins segir m. a. í grein- um sínum, að Roosevelt hafi ekki haft mikla bóklega þekk ingu í hagfræðilegum efnum. Þegar um var að ræða einhver úrlausnarefni á því sviði, þá tók hann jafnan dæmi úr líf- inu, og heimfærði vandamálin til þeirra. í tóvinnuverksmiðju. Þegar kreppan skall yfir Ameríku árið 1929, hlustaði hann á margar rökræður hag- fræðinga. En hann fjekk fast- an grundvöll á að byggja, eft- ir að hann hafði kynst tóvinnu verksmiðju, sem var skamt frá bústað hgns. Á þeim árum var Roosevelt landstjóri í Nev/ York fylki. Tóvinnuvgrksmiðjan hafði 150 starfsmenn. Áður en krepp an skall yfir, hafði verksmiðj- an frámleitt peysur úr alullar- bandi, sem voru hinar vönduð- ustu. og kostuðu Um 50 krónur.: Verkamennirnir fengu ágætis kaup og gátu lifað áhyggju- lausu lífi. En er kreppan var skollin á, fjekk forstjóri verk- smiðjunnar engar pantanir í svo dýrri og vandaðri vöru. Krepputímar. Forstjórinn reyndi alt hvað hann gat til þess að halda á- fram framleiðslu sinni. En það kom fyrir ekki. Peysurnar gc-ngu ekki út. Svo hann gat ekki haldið verkamönnum sín- um við vinnuna nema tima og tíma. Þeir stóðu uppi ráðalaus- ir. — Eftir langa mæðu fann for- stjórinn mann einn, sem sagð- ist vilja kaupa af honum 5000 ullarpeysur. En þær máttu ekki kosta meira en sem svarar 10 krónum í útsölu. Við það sneri forstjórinn heim, og kallaði nú verkamenn sina á sinn fund, sagði þeim ■hvernig komið væri, að snú yrði hann að lækka verðið á framleiðsluvörunni svo míkið, að hann gæti ekki boðið þeim nema smánarborgun fyrir vinn una. Hann sagði þeim, að velja um, hvort þeir vildu heldur, að hann lokaði tóvinnuverk- smiðjunni, ellegar þeir rjeðust í að vinna fyrir þessa litlu borg un, sem nú gæti verið um að ræða. Að sjálfsögðu reiknaði hann sjer engan ágóða nje vexti af fje því, sem hann átti í fyr- irtækinu. Ef hann lækkaði ekki verðið eins og um var talað, þá misti hann af pöntuninni. Vandræði verka- manna. Verkamennirnir hófu síðan vinnuna að nýju, upp á þessi býti. En um sama leyti kom Roosevelt í heimsékn í tóvinnu verksmiðjuna. Hann gleymdi því aldrei, sem hann sá þar og heyrði. Verkamenirnir, sem áður höfðu lifað við hin bestu kjör, urðu nú að láta sjer nægja 25 króna kaup á viku. Hann kynti sjer rækilega hin bágu lífskjör verkamannanna, sem þeir urðu að gera sjer að góðu .undír þessum kringumstæðum og gerði sjer, út frá þeim kunn leik, fulla grein fyrir, hve Framh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.