Morgunblaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 14
14 'tVírtOU B L A W I b Fimmtudagur 27. febr. 1947 GRÍPTU ÚLFINN 45. dagur Bittle sneri sjer við, og sá mann standa í dyrunum. Og um leið varð honum svo hverft, að hann misti báðar margljleyp uranr. Svo hörfaði hann undan inn í horn, náfölur og skjálfandi. Algy gekk inn í salinn með marghleypu í hvorri hendi, en mennirnir hrukku undan hon- um- Hann hvesti á þá augun. — Þið þekkið mig víst allir, mælti hann í ísköldum tón. Svo varð honum litið á Pat- riciu og sá hvað hún var undr- andi. — Jeg er úlfurinn, sagði Algy þá. XX. Sá lilær best —----- — Þetta hefir farið illa, sagði úlfurinn. Það er rjett, - sem Bittle sagði, að þjer hafið haft betur í viðureigninni við okk- ur, Mr. Templar. En jeg ber engan kala til yðar. Það eru forlög, að svona fór. Þjer þurf- ið ekki að vera hræddur um það-að jeg muni skjóta yður, eins og þessi maður hefði á- reiðanlega gert. Slíkt væri með öllu gagnslaust. Það gat verið að jeg hefði borið sigur úr být um ef mínir menn hefði ekki svikið mig. En nú, þegar skip- ið er að sökkva, þá er öll von úti. Jeg hefi átt andstætt frá byrjun og er þegar orðinn mjög þreyttur. Hann strauk sjer um ennið. Hið slepjulega viðmót Mr. Lom as-Coper hafði fallið af honum eins og útnotuð flík. Hjer var nú foringi, sem hafði biðið ó- sigur. Og Helgi gat ekki ann- að en vorkent honum. — En þið------— Ulfurinn sneri sjer hvat- skeytlega að þeim Bittle, Blo- em og Maggs, og eldur brann úr augum hans. Og það var eins og þeir yrði að gjalti. — En þið — svikahundarn- ir ykkar, úrþvættin, nagdýrin — þið skuluð fá að kenna á mjer. Jeg kom niður á brvggj- una til ykkar, og þið skutuð hispurslaust á mig þar sem jeg lá. Það átti svo sem að gera rækilega út af við mig. En þið vöruðuð ykkur ekki á því að jeg var í skotheldu vesti innan undir. Jeg hrestist við aftur og synti út í skipið ásamt þess- ari stúlku, til þess að vinna aftur það sem jeg átti. En sundið þreytti mig meira en jeg bjóst við, og jeg var lengi að ná mjer eftir að jeg kom um borð. Jeg kom ekki á vett- vang fyr -en þú varst að tala Bittle og svo heyrði jeg Helga skýra frá því hvernig hann hafði leikið á ykkur. Hann leit út yfir sjóinn. — Skipið er nú að sökkva, mælti hann, en það er nógur tími fyrir ykkur að komast í bátana. Jeg á við ykkur, endur tók hann, og benti á skipverja. Þið eruð ekki svikarar, þið haf ið aðeins farið éftir fyrirskip- unum þessara þriggja, og það tölduð þið skyldu ykkar. Jeg ætla ekki að hefna mín á ykk- ur. Þið voruð aðeins verkfæri í hendi annara. Þið megið fara. Mennirnir störðu á hann og síðan hver á annan og ætluðu varla að trúa sínum eigin eyr- um. Úlfurinn gekk frá dyrun- um og benti þeim að ganga út. Einn og einn gengu þeir niður- lútir fram hjá honum, en tóku svo sprettinn aftur að bátun- um. Helgi stóð á fætur og rjetti úr sjer. Fjötrarnir fjellu sjálf- krafa af höndum hans og fót- um. Hann hafði gaman af að sjá hvernig þeim brá í brún hinum. Hann sneri sjer bros- andi að úlfinum. — Jæja, Algy, jeg hefi lengi haft yður grunaðan, sagði hann. Og þetta hefir verið skemtileg viðureign. Má jeg nú ekki leysa Orace. — Auðvitað. Helgi gekk þangað sem Bittle var og tók bæði Önnu og Bellu úr vasa hans. Svo var hann fljótur að skera böndin af Orace. Síðan stakk hann hnífunum í skeiðarnar og gekk til Patriciu. Hann faðmaði hana og kysti. Þá var eins og öllum hetjuskap hennar væri lokið. Hún hjúfraði sig upp að hon- um og skalf eins og hrísla í vindi. En hann hvíslaði að henni huggunar- og ástarorð- um. — Mr. Templar, sagði úlf- urinn, nú er það best fyrir yð- ur og vini yðar að forða yður sem fyrst frá borði. Jeg verð hjer eftir og geri upp reikn- ingana við mína vini. Helgi bað Orace að fara með Patriciu út á þilfar. — Jeg kem að vörmu spori, sagði hann. Orace tók utan um stúlkuna og studdi hana fram að dyrum. Þar rjetti úlfurinn henni hend ina. — Jeg veit að þjer getið al- drei fyrirgefið mjer, sagði hann, en jeg er þakklátur fyr- ir það þessa stundina að mjer tókst ekki að vinna yður neitt mein. Jeg er vondur maður, og jeg hefi flekkað hendur mínar í blóði, en aldrei hefi jeg gert neinni konu svo rangt sem yður. Hann kysti á hönd hennar og svo leiddi Orace hana út. Þá sneri úlfurinn sjer að Helga. — Það er skrítið, mælti hann — en mig langar til þess að taka í höndina á yður. Hann rjetti höndina fram og brosti. Skot. Kúlan snerti handlegg Helga og um leið sá hann að augun í Algy urðu undarleg. Þeir hjeld ust enn í hendur. Svo riðaði úlf urinn og hneig niður á gólfið. Rjett fyrir ofan hjartastað kom stór blóðblettur á sundfötin, sem hann var enn í. Helgi laut niður að honum. úlfurinn var dauður. Þá rjettist Helgi upp og skaut Önnu af hendi þvert yfir sal- inn svo að kvein í. Hún kom í úlfliðinn á Bittle, skar kjöt og sinar inn í bein. Helgi hæfði jafnan með hnífnum. Höndin á Bittle varð máttlaus og hann misti marghleypuna. Með hinni hendinni greip hann um sárið. Helgi þreif báðar marghleyp urnar, sem úlfurinn hafði haft, cg miðaði þeim á hópinn. — Þjer gerið það ekki enda- slept um fúlmenskuna, Bittle, sagði hann. En fyrir þetta skot skuluð þjer dingla í gálganum í Exeter áður en þrír mánuðir eru liðnir. í sama bili var kastljósi varp að á skipið. — Þetta er Corn, sagði Helgi. Þau Orace og Patrjcia komu nú æðandi inn. Þau höfðu heyrt skotið og voru hrædd um að Helgi hefði orðið fyrir því. — Jeg fjekk aðeins smá- skeinu, sagði Helgi, en honum tókst að myrða úlfinfi. Hann fjekk Orace marghleyp urnar og gekk svo út á þiljur. Skipið, sem elti þá var enn langt undan og dró óðum á þá. Gullskipið hefði ekki getað kom ist undan því þótt alt hefði ver ið í lagi. — Þá er nú þessu æfintýri að verða lokið, sagði Helgi og faðmaði Patriciu. En nú hefst nýtt ævintýr. uiiiiiiiiitmmimmiiiiiiiiimiiiiiiMtiimiiiiiiimiimmit i Asbjðrnseni sevlntýrln. — : i Sígildar bókmentaperlur | •glsymaniegai iðgur harnanni mmmmmiimmmmmmmmmmimmmiimtmmii | Húsnæði fyrir | ( enskaskrif- | | stofustúiku | Rúmgott herbergi" með i I eða án húsgagna, sem | i næst miðbænum, óskast 1 : til leigu nú þegar fyrir i : enska skrifstofustúlku. i i Góð umgengni, fyrirfram- | 1 greiðsla. Tilboð merkt: ,,Hús- = j næði —154“ sendist Morg- i i unblaðinu fyrir n.k. mið- i i vikudag 5. mars. aiiiiiiiMiiiiiiimiimimmmmmiimiimmmmmiiiiiii I I matinn | Ljettsaltað kjöt, gulrófur j og baunir. STEBBABÚÐ i Strandgötu 21. Hafnarfirði Sími 9291. llllllllllll■lllrllllll■l■ll■lllll^llll■l■l•■!lllllllllllllll■l|)| tfES'J A±) AUGLYSA ' ’VfORGÍJNíFU .AfíINT1 Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 95. Á stöku stað í dalnum voru smá pálmalundir — yfir- leitt þrír eða fjórir pálmar í hverri þyrpingu. Undir þeim stóðu antilópur, en enn aðrar voru á beit úti á sljett- lendinu, eða röltu í áttina að lækjarsprænu í nágrenninu, til að slökkva þorsta sínum. Antilópur þessar voru á stærð við stærstu nautgripi, en þó voru þær liprar og írá’ar á fæti. Hinar breiðu, gulu rákir á svörtum feldi þeirra gerðu það að verkum, að fyrst er jeg sá þær, hjelt jeg að þarna væru sebrahestar á ferðinni. Þegar öllu er á botninn hvolft, voru þetta fögur dýr, sem áttu vel heima í þessu einkennilega og undurfagra landslagi. Jeg hafði ákveðið að gera hellinn að bækistöð minni, og nota hann sem miðstöð í sambandi við nákvæma rann-, sókn á umhverfinu og við leit mína að landi Saría. Jeg byrjaði með því að klára það, sem eftir var af orthopa þeim, sem jeg hafði drepið, áður en jeg lagðist til svefns. Að því loknu faldi jeg leyndardómsbók Mahara í djúpri rifu, sem var í botni hellisins, velti steininum fyrir hellis- munnann, og vopnaður boga, örvum, sverði og skildi, lagði jeg leið mína niður í dalinn. Hjarðirnar viku undan mjer, er jeg gekk í gegnum þær, en hinir örsmáu orthopar sýndu hvað mesta var- kárni og hlupu lengst burtu. Öll dýrin hættu að bíta, þeg- ar jeg nálgaðist, og eftir að hafa komið sjer á staði þá, sem þeim þótti öruggastir, stóðu þau og störðu á mig alvarlegum augum og spertu aftur eyrun. í eitt skifti kom það fyrir, að gamall uxi beygði undir sig höfuðið og baul- aði illskulega — gekk jafnvel nokkur skref í áttina til mín, en er jeg var kominn fram hjá, hjelt hann áfram að bíta, eins og ekkert hefði í skorist. Við lægri enda dalsins gekk jeg fram á nokkra tapíra, og handan við ána sá jeg stóran sadoka, hinn tvíhyrnda íorföður nashyrninga nútímans. Við enda dalverpsins gekk klettabelti á vinstri hönd út í innhafið, svo til þess að komast yfir það, þurfti jeg að klifra upp klettana, til að finna syllu, sem jeg gæti haldið ferð minni áfram á. Um 50 fetum frá rótum klettabeltsins rakst jeg á hillu, sem myndaði nokkurs konar götu meðfram klettaveggn- um, og eftir,henni gekk jeg í áttina að ystu endimörkum bjargsins. Árni kenari var mjög hátíð- legur á svipinn. „Jæja, börn- in góð“, sagði hann. „í dag skulum við fara aftur yfir það sem við töluðum um í síðustu viku. Hvenær var Jón Arason hálshöggvinn, Lúðvík?“ „Jeg veit það ekki“, svaraði Lúðvík, „jeg var þá með misl- inga“. * Mjög einfalt. Meðal þátttakenda í hval- veiðaráðstefnu, sem haldin var í Washington var mættur full- trúi frá Peru. Hann var spurð- ur að því, hvort Perumenn stunduðu hvalvéiðar. „Nei“, svaraði hann, „en ef hvalir væru ekki þarna fyrir sunn- an, myndu fiskarnir ekki flýja hann upp að ströndinni til okk ar, og þá væri ekkert æti fyrir fuglana. Og fuglarnir verða að hafa nóg að borða, annars fengjum við ekkert 'fugladrit, en áburður úr því er mikil út- flutningsvara í Perú.“ * ! Hún var ekki vön því. | Gamall maður sótti læknir til konu sinnar. Þegar læknirinn hafði rannsakað hana, skýrði hann manninum frá, að svo langt væri komið, að ómögulegt væri að bjarga henni. — Já, mjer hafði dottið það í hug fyrir löngu, sagði gamli maðurinn beygður. — En hversvegna kölluðuð þjer þá ekki fyrr á mig?“ spurði læknirinn. — Jeg vildi bara fyrst sjá, að hverju stefndi. Kristín er vön að verða veik á þessum tíma árs, en hún er ekki vön því að deyja. ★ Ljeítist um fimtán kíló — af hiksta. Kona nokkur í New York, frú Anna Mayer, hefir fengið hiksta, sem ekki virðist ætla að stoppa. 1941 hafði hún hiksta í þrjár vikur samfleytt. 1944 fjekk hún aftur hiksta, sem var í tæpar þrjár vikur. Nú hefir frúin fengið hiksta í þriðja sinn. Hefir hún haft hann í fimm vikur og ekkert bendir til þess að þann sje í rjenun. Aftur á móti hefir hún ljest um 15 kíló. BEST AÐ AITGLÝSA t MORGUNBIJÚÐEVÍTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.