Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. mars 1947
MORGUNBLAÐIÐ
5
FÓLKIÐ HEFUR METIÐ FARSÆLA STJÓRIV
BÆJARMÁLEFNA REYKJAVÍKUR
Mig langar til þess að nota
tækifærið til þess að víkja nokk
urum orðum að bæjarmálefn-
unum.
Eftir árs störf í bæjarstjórn
og bæjarráði er viðhorfið eitt-
hvað á þessa leið.
Afstaða manna er æði oft
negativ — eitt eða annað ómögu
legt, og mætti betur fara.
Samt sem áður er það stað-
■/
reynd:
Þegar að kjörborðinu kemur
og kjósandinn gerir upp hug
sinn, hefir hann ætíð kunnað
að meta farsæla stjórn Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Það er einnig staðreynd:
Borgarstjórarnir, sem í eld-
ínum hafa staðið, hafa -verið
með afbrigðum vinsælir af al-
menningi — Bjarni Benedikts-
son, Pjetur Halldórsson, Jón
Þorláksson og Knútur Ziemsen,
•— enda ómetanleg afrek, sem
eftir þessa menn liggja í þágu
bæjarfjelagsins.
Jeg held þess vegna að bæj-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verði á hverjum tíma áð sætta
sig vel við daglegar aðfinslur
meðan fullnaðarúrskurðurinn
við kjörborðið hcldur áfram að
vera á þann hátt, sem verið
hefir.
ooo
A bak við það, sem jeg hefi
nú sagt, er m. a. þetta:
Þótt rafmagnið sje stundum
dauft og spennan um hádegið
lág, og jafnvel þótt taxtarnir
hækki stundum, þá eru borg-
urunum ljós.ar vissar staðreynd
ir, sem á móti þessu vega, og
þær eru m. a.:
1) Okkur vantar í dag um
það bil 5000 hestöfl til þess að
hafa fúllnægjandi spennu. —
Verið er að vinna að hinni eim-
knúnu varastöð við Elliðaárn-
ar, sem fulllokið verður á
hausti komandi, og afl hennar
samsvarar 15000 hestöflum. Er
þá vel sjeð fyrir þörfinni í bráð
og nokkur varasjóður fyrir
hendi.
2) A sama tíma minnast
menn þess, að þróunin hefir ver
ið með fádæmum ör og lagt
þar af leiðandi þungar byrðar
á bæjarfjelagið, til stórra að-
gerða með stuttu millibili:
Þegar Elliðaárstöðin fyrst tók
til starfa, voru þar vjelasam-
stæður með 1500 héstafla orku,
sem smám saman var aukin
upp í 4500 hestöfl.
Þegar fyrstu virkjun Sogsins
var lokið, árið 1937, voru þar
vjelasamstæður með 12500 hest
öflum.
Með viðbótarvirkjun Sogsins,
sem lokið var 1944, bættust við
■ 7650 hestöfl.
3) Þá hefir einnig verið
hugsað fyrir framtíðinni með
undirbúningi, sem þegar er
hafinn, að virkjun Neðri-Sogs-
fossa með þeim hætti, að þar
geti alls fengist 60 þúsund hest-
afla orka, og verður sennilega
að leggja svo ríka áherslu á
framkvæmd þessarar miklu
virkjunar, að henni verði lok-
ið fyrir árslok 1949.
000
Þótt hitaveitan nái enn ekki
Starfsþrek Sjáifstæðisfjelaganna
mælikvarði þess sem áorkast
Þættir úr ræ5u Jéhanns Haf-
steiii á fundi Varðar op llins
til allra bæjarbúa og hafi jafn-
vel einstöku sinnum reynst í
það hæpasta, vita menn þó og
meta meira:
1) Hjer hefir bæjarfjelagið
komið upp orkugjafa, sem svar-
ar til 70 þúsund hestafla vatns-
aflsvirkjunar, er sparar þjóð-
inni þá einnig árl. milli 30 og40
þúsund tonn af kolum, sem
kosta myndu nú um 7 milj. kr.
í erlendum gjaldeyri.
2) Hitaveitan hefir þegar
komið í veg fyrir geigvænleg-
an * eldsneytisskort, sem við
munum eiga erfitt með að gera
okkur grein fyrir, hverjar af-
leiðíngar hefði getað haft fyrir
vellíðan, heilsu og velferð borg-
aranna.
3) Með varastöðinni við Ell-
iðaárnar skapast möguleiki til
þess að auka orkugjöf Hita-
veitunnar með yfirhitun vatns-
ias, þegar kaldast er.
4) A s.l. ári festi bæjarstjórn
in kaup á Reykjahlíð í Mos-
féllssveit og verða nú í vor
hafnar boranir þar, er vænta
má af góðs árangurs, og mundi
það leiða til mikillar stækkunar
Hitaveitunnar.
5) Til þess aðjjá fyrir þörf-
um framtíðarinnar, hefir bæjar
fjelagið þegar hafið samvinnu
við ríkið, um rannsókn og bor-
anir í Henglinum, og er m. a.
varið til undirbúnings athug-
unum í þessu skyni, á fjárhags-
áætlun Reykjavíkur í ár, um
Vz milj. kr.
000
Þótt gatnagerðinni sje víða
ábótavant, þá gera menn sjer
yfirleitt ljóst, hversu þungar
byrðar hin öra þróun og mikla
útþensla bæjarins hefir í þess-
um efnum haft í för með sjer
fyrir bæjarfjelagið.
1) Þannig hefir verið varið
tiL gatnagerðarinnar á s.l. ári,
holræsagerðar, nýrra gatna og
viðhalds, rúmum 1Ö milj. kr.
2) Þótt menn mjög gjarnan
vildu fá lokið við Grettisgöt-
una á kaflanum milli Frakka-
stígs og Vitastígs, þannig, að
gatan öll væri malbikuð, enda
þesi kafli affeitur, þá hafa menn
í huga, að framkvæmdin
myndi kosta um 450 þús. kr.
Þótt menn gjarnan vildu laga
Tjarnarkanfinn, frá Slökkvi-
stöðinni og að Skothúsvegirium,
er þes sað minnast, að sú fram
kvæmd mundi kosta um 200
þús. krónur. Að bæta -hinar
stærri samgönguæðar, svo sem
að malbika Hringbrautina, frá
Melaveg að Sóleyjargötu og
Laufásvegi,' væri í alla staði
mjög æskilegt, en sú fram-
kvæmd ein myndi kosta um 2
milj. króna. Margir vilja fá ný-
ar lóðir á Melunum, fyrir sunn-
an Haga. Að gera þar malarvegi
og holræsi, svo að úthluta
mætti um 100 lóðum, myndi
kosta um 1 miljón og 200 þús.
krónur. — Þannig mætti lengi
telja. Oskir borgaranna til um-
bóta eru eðlilegar og skiljanleg
ar, en þeir gera sjer þá einnig
ljóst, að þær fást ekki án end-
urgjalds.
ooo
Þótt húsnæðisskorturinn í
bænum sje böl fyrir þúsundir
borgara, hgfa menn einnig í
huga þessar staðreyndir:
1) Aðstreymið til Reykjavík-
ur hefir verið svo gífurlegt, að
vöxtur bæjarins er æfintýra-
legur. Fólksfjölgunin í Reykja-
vík er meiri en öU fólksfjölg-
unin á landinu. Ekkert bæjar-
fjelag í heimi hefir nokkurn
tíma veitt það viðnám slíkri
þróun, að hafa á hverjum tíma
undir siíkum kringumstæðum
húsnæði handa öllum.
2) Hinsvegar er það stað-
reynd, að meira hefir verið
bygt í Reykjavík en nokkuru
sinni áður á undanförnum ár-
um. A árúnum fyrir stríð voru
að meðaltali bygðar hjer í
Reykjavík um 230 íbúðir á ári.
Nú munu vera um 1000 íbúðir
í smíðum hjer í bænum, en bygð
ar 600—800 íbúðir árlega síð-
ustu árin.
3) Auk þess að láta einstak-
lingunum í tje lóðir og aðra að-
stöðu til hinna miklu bygginga,
hefir bærinn tekið beinan þátt
í byggingaframkvæmdum með
byggingu íbúðanna í Höfða-
borg, með á annað hundrað í-
búðir, með byggingum bæjar-
húsanna á Melunum, með 48
íbúðum af vönduðustu gerð,
með byggingu Skúlagötu-hús-
anna, sem lokið verður á þessu
ári, 72 íbúðir, með byggingu
stórhýsis, sem nú er unnið að,
við Miklubraut, og rúmar 32 í-
búðir. Þá hefir bæjarstjórnin
lýst yfir, í sambandi við fjár-
hagsáætlunina 1947, að hún
telji sjerstaklega brýna þörf á
tveggja herbergja íbúðum, óg
talið sig reiðubúna til þess að
hefja þegar undirbúning að
byggingu 300 slíkra íbúða, er
bygðar sjeu samkvæmt lögum
um opinbera aðstoð við bygg-
0
ingu íbúðarhúsa, enda láti ekki
byrjaðir að koma og væntan-
legir eru til landsins, með þeim
afleiðingum, að vitað er, að um
16 nýsköpunartogaranna verða
gerðir út hjer í Reykjavík., •—•
Hefir bærinn stuðlað að því,
að örfa kaup einstaklinga á tog
urunum, og gerst sjálfur beinn
þátttakandi í kaupum og út-
gerð togaranna. Samtímis hefir
bærinn aðstoðað einstaklinga
við kaup á hinum svokölluðu
Svíþjóðarbátum. — Jafnframt
þessu hefir verið lögð áhersla
á að bæta aðstöðuna til útvegs-
ins í Reykjavík,urhöfn.
ooo
Hjer bíða mikil verkefni og
víðfeðm viðfangsefni og hinar
smærri misfellur í rekstri bæj-
arfjelagsins, gætu aldrei' skyggt
á, ef takast mætti að tryggja
farsæla úrlauf~n þeirra.
Fundarboðendurnir í kvöld,
Vörður og Óðinn, — ásamt hin
um Sjálfstæðisfjelögunum £
Reykjavík, — hafa verið og
eru merkisberar þeirrar sjálf-
stæðisþróunar, sem átt hefir
sjer stað í höfuðstað landsins.
Þeirra starf og þeirra þrek
er mælikvarði þess, sem áork-
ast á hverjum tíma.
Vjer biðjum bæjarfjelaginu
heilla um leið og við strengj-
um þess heit að fórna kröftum
til framgangs fjelagssamtökun-
um, sem eru afl sjálfstæðis-
stefnunnar í Reykjavík.
ríkið sinn hlut eftir liggja, er
lögboðinn er, samkvæmt um-
ræddum lögum.
ooo
Nú get jeg búist við, að ein-
hverjir segi:
En okkur vantar strætis-
vagna, sjúkrahús, hæli, leik-
velli, íþróttamannavirki, fleiri
skóla o. s. frv.
Rök eru fyrir þörf þessa alls,
og þótt miklu meira væri. En
þá er á það að líta, að grund-
völlurinn undir áframhaldandi
auknum þægindum, menningu
og mentun, betri aðbúnaði og
bættum hollustuháttum, er um
fram allt aukið og blómlegt at-
vinnulíf, arðsöm framleiðslu-
starfsemi í bæjarfjelaginu.
Þessar staðreyndir hafa bæj-
arstjórninni verið ljósar, og hún
því lagt sitt af mörkum, til þess
að tryggja, að svo mætti verða.
Er þar fyrst og fremst á að
líta nýsköpun sjávarútvegsins
hjer í bænum. Bæjarstjórn
in tók þá stefnu í upphafi, að
gera sitt til þess að tryggja
Reýkjavík eðlilegan hluta
hinna nýju togara, sem nú eru
Höfum íyrirliggjandi
Einangrnnarkork
1” og 11/2” þykkt. Verðið mjög hagkvæmt.
éjaqert úJriitjánóion (Jo. IiJ.
Veitingaskáli
ásamt hlunnindajörð við þjóðbraut á Norðurlandi er
til sölu. Jörðin hefir góð veiðirjettindi, mikinn reka,
dálítið æSarvarp og hafnargjöld. Miklir framtíðar-
möguleikar.
^aó teiýnaó ölumició töc)in
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Höfum fyrirliggjandi ameriska
PREST-O-LITE
bíla-rafgeyma, 6 volt, 100 Amp.t.
GÚMMÍ h.f.
Sænsk-ísl. frystihúsið, sími 5977
Maireiðslnkona
Vegna veikindaforfalla óskast matreiðslukona á'veit-
ingahús nú þegar. Góður matsveinn gæti einnig koni-
ið til greina. Húsnæði gæti fylgt. Uppl. í síma 1066.