Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur Zz. mars 1947 Á HEIMILI ANNARAR Cftir L^non ý £i.Á ar t 19. dagur Tim hikaði enn og hjelt á- fram að gæla við hvolpinn. Svo sagði hann, án þess að líta upp: „Jeg bjó þetta til“. „Hvað segirðu?" hrópaði Myra. Richard lagði höndina á öxl hans og sagði: „Segðu okkur frá því“. Tim var enn hikandi, en sagði svo: „Já, jeg skal segja ykkur frá því, en blessuð segið engum lifandi manni frá því“ — hann beindi þeim orðum til Myru — „Það er eins og jeg sagði, jeg bjó þetta til. Mjer datt þó ekki í hug að Alice mundi verða sýknuð fyrir það, en jeg gerði það til þess að gera framburð Webbs grunsamlegan, en eftir þeim framburði var Alice dæmd. Og mjer fanst það skylda mín að reyna öll ráð til þess að hjálpa henni. Jeg hefi verið að hugsa um það allan þennan tíma“. Hann var orðinn mjög al- varlegur á svip. „Jeg sagði alveg satt við fyrstu yfirheyrslu, og þeir spurðu mig þá spjörunum úr. Þá kom mjer ekki til hugar að þeir mundu gruna Alice og þaðan af síður að hún mundi verða ákærð. Mjer brá því hræðilega þegar sú varð raun- in á og Webbs bar það að hann hefði staðið hana að verki. Alice hafði verið mjer fjarska- lega góð. Og hún-----“. Hann þagnaði og klóraði Willie bak við eyrað. Richard mæltí: „Þú hefir ver ið sannfærður um það, að Alice hefði ekki skotið Jack“. ' „Mjer kom aldrei til hugar að Alice mundi gera neitt, sem henni var ekki samboðið“, sagði Tim. „Og það varð því hræðilegt áfall.fyrir mig þegar jeg frjetti það, að framburður minn styrkti framburð Webbs. En jeg gat ekki breytt honum, jeg hafði ekki sagt annað en það, sem jeg sá. Það var ekki fyr en mörgum mánuðum seinna, að mjer datt ráð í hug. A meðan jeg var í stríðinu var jeg altaf að hugsa um það. Jeg braut' heilann um það nótt og dag, hvernig jeg ætti að fara að því að hjálpa Alice. Og svo þóttist jeg sjá leið til þess, og( þá fór jeg á fund ríkisstjór- ans“. Richard greip fram í: „Áttu við það að þú hafir fundið upp söguna, sem þú sagðir ríkis- stjóranum?“ „En Webb-----------skaut Myra inn í. „Já, jeg fann hana upp. Mjer kom það skyndilega til hugar, að segja nú frá því að jeg hefði staðnæmst hjerna á veröndinni, áður en Webb sá mig og.þá hefði hann verið að draga tjöldin frá gluggun- ’um þarna. En það þýddi það, að þau hefði verið fyrir glugg- unum, þegar hann heyrði skot- in, og hann hefði því ekki get- að sjeð inn í herbergið. Það var ósköp einfalt. Og Svo reyndist það satt“. . Nú varð löng þögn. Myra og Richard voru bæði sem þrumu lostin Tim ljek sjer að hvolpin- um og hvolpurinn dillaði róf- unni og sleikti hann í framan. Svo hjelt Tim áfram: „Jeg var ekki á marga fiska, þegar jeg kom inn í skrifstofu ríkis- stjórans eftir að hann hafði tal að við Webb. Jeg var þó á- kveðinn í því að halda fast við það, sem jeg hafði sagt honum. En hvað haldið þið að verði? Webb hafði kannast við að þetta væri rjett. Jeg varð svo forviða að mjer lá við aðsvifi. Eini gallinn á frásögn minni var sá, ac5 jeg skyldi ekki hafa borið þetta fyr. En jeg bar það fram mjer til afsökunar að jeg Tæfði gleymt þessu, og við það verð jeg að halda gegnum þykt og þunt. En það getur verið að ríkisstjórinn hafi grunað mig“. Já. og nú heldur hann að þú sjert morðinginn, hugsaði Myra. „Jeg vildi að mjer hefði dottið þetta fyr í hug, vegna Alice“, sagði Tim. Hann leit framan í þau til skiftis og það voru tár í augum hans. „Alice framdi ekki morðið“. „Varstu hræddur um það áð ur að hún kynni að hafa gert j það?“ spurði Richard. „Jeg veit ekki hvað jeg á að segja. Hún er svo góð. En það gat verið að Jack — já, þú, veist hvað jeg á við. Að hann hafi verið þorpari, þótt hann virtis„t siðfágaður á yfirborð- inu. Og það gat skeð, að hún hefði neyðst til að skjóta hann — í sjálfsvörn. Slíkt kemur stundum fyrir. Jeg hugsaði um þetta og margt annað ljótt. En jeg var viss um, að ef hún hefði gert það, þá hefði það verið al- veg rjett. En hún gerði það ekki. Og ef mjer hefði dottið þetta í hug í upphafi. þá hefði hún ekki verið dæmd“. Aftur varð löng þögn. Ric- hard klappaði á öxlina á Tim, gekk svo nokkrum sinnum fram og aftur um herbergið og settist síðan 1 hægindastól. Tim sagði: „Jeg bjóst ekki við því að vinna meira á með þessu en að gera framburð' Webbs tortryggilegan. Það var náttúrlega leiðinlegt að verða að viðurkenna það, að jeg hefði gleymt þessu upphaflega og ekki minst þess fyr en nú. En er það þá ekki merkilegt að þetta skuli vera satt, og að Webb hefir viðurkent bað?“ Richard sagði: „Bíddu nú við. Webb bar það, að hann hefði ekið fram hjá þjer hjerna á veginum. Þú varst gangandi, en hann í bíl“. „Já, það er rjett“. „En ertu þá viss um að eng- inn annar bíll hafi farið eftir veginum?“ spurði Richard. „Fór enginn bíll fram hjá þjer á uhdan Webb, t. d. á leiðinni frá stöðinni og að vegamótun- um?“ Tim kiptist við og setti hvolp mn niður á gólf. „Jeg man það ekki. Um það var aldrei spurt. Jeg sá Webb, hann ók fram hjá mjer. Hann sá mig, eða að minsta kosti kvaðst hann hafa sjeð mig. Hvað áttu við, Dick? Bíðum nú við. Jú, jeg held að jeg viti það?“ „Það mundi breyta miklu, ef þú hefðir sjeð annan bíl. Þá verða fleiri grunaðir“. „Áttu við það“, spurði Tim, „að rannsókn verði tekin upp að nýju.“ „Já, þegar í fyrramálið“. „Nú, það er svona. Þeir munu — —“ „Þjer er engin hætta búin. Ekki myrtir þú Jack. En það er um að gera að gefa lögregl- unni allar upplýsingar, sem snert geta málið“. Tim spuröi: „Hefir þú verið yfirheyrður?“ „Nei, og jeg er öruggur. En við skulum reyna áður en Sam kemur-------“. Tim greip fram í: „Þeir munu ekki gefast upp fyr en þeir hafa fundið þann, sem skaut Jack. Jeg skil, að þú hef- ir beðið Sam að koma“. „Já, aðeins til að ----“. „Þú þarft ekki að útskýra það, jeg veit hvað það þýðir“, sagði Tim. „Og það er ekki um aðra að ræða en mig og þig og Webb. Og þeir munu helst hafa augastað á þjer vegna byssunnar og Alice og að þetta skeði í þínum húsum. En hvernig veistu það að jeg sje saklaus? Gat Jack ekki átt það skilið að jeg skyti hann? Jeg hefi nú líka drepið svo marga menn, að mjer hefði ekki átt að muna um það, að bæta ein- um við. Getur það ekki skeð að Alice viti það að jeg drap hann? Hvað veist þú um það?“ Barton kom í dyrnar og ræskti sig. Þau hruk-ku öll við. Hvað hafði hann heyrt af sam- talinu? Hann bar höndina að vörun- um og hóstaði. Svo sneri hann sjer að Richard: „Ef yður mætti þóknast, þá bað frúin mig að skila því að kvöldverð- urinn væri til. Hún bíður eftir yður í herbergi sínu“. „Segið þjer henni að jeg komi undir eins“. " Barton hóstaði aftur og fór. Richard sagði: „Sam kemur hingað bráðum. Þá getum við talað um þetta og ráðið ráðum okkar um það hvað við eigum að gera. En um eitt verð jeg að biðja þig, Tim, að gera nú ekki neina glópsku þjer viðvíkjandi. Það er engin hætta á því að jeg verði fundinn sekur um morð- ið." Og hafi þjer dottið í hug að fitja upp á einhverju íil þess að leiða allar grunsemdir frá mjer, þá skaltu hætta við það. Jeg vil ekki hafa það. Skilurðu það? Jæja, Sam kemur bráðum og þá kem jeg niður aftur“. Svo sneri hann sjer við, leit snöggvast á Myru og gekk svo út úr stofunni. Hún horfði á eftir honum meðan hún sá til hans. Nú var hann að fara til Alice, hinnar fögru Alice, konunnar sinnar. Tim sagði alt í einu: „Þú veist að Jack var skotinn með byssunni hans. Smith & Wes- ton númer 32. Jeg hefi mörgum sinnum sjeð hana. Hún var geymd þarna í borðinu". „Richard gat ekki orðið hon- um að bana“, sagði Myra. „Og ekki heldunþú. Hvorugur ykk- ar hefði látið Alice fara í fang- elsi fyrir glæp, sem þið hefðuð framið“. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 115 lega, að engir nema þeir kæmust að því, hversu stórfelt áfall þeir höfðu fengið. Hversu langan tíma það mundi taka, áður en kynflokkur þeirra dæi út, var ómögulegt rið segja, en að þessu mundi koma, virtist ekkert vafa- mál. Maharar höfðu heitið geysiháum verðlaunum hverjum þeim, sem* náð gæti einhverjum okkar lifandi, en höfðu um leið hótað þeim ægilegri hegningu, sem yrði okkur að fjörtjóni. Sagotharnir gátu ekki skilið þessar andstöðu- kendu fyrirskipanir, enda þótt jeg gerði mjer strax ljóst, hvað á bak við þetta lá. Mahararnir vildu á ný komast höndum yfir hið mikla leyndarmál sitt, og þeir vissu, að þar gætum við einir orðið þeim að liði. Tilraunir Perrys til að framleiða púður og rifla höfðu ekki borið jafn skjótan árangur og við höfðum vænst —• það var heilmargt í sambandi við framleiðslu þessara tveggja hluta, sem Perry vissi ekki um. En við vórum þess báðir fullvissir, að lausn þessara vandamála mundi í einum vettvangi flýta menningurtni á Pellucidar um þús. ára. Þá voru auk þess ýmsar aðrar vísindagreinar, sem við vildum kynna fyrir íbúunum þarna. — Davíð, sagði Perry, skömmu eftir að seinasta tilraun hans til að framleiða púður hafði farið út um þúfur, annar hver okkar verður að taka sjer ferð á hendur til ytri heims. ins og afla sjer þeirrar þekkingar, sem við þörfnumst. Hjer höfum við allt það vinnuafl og hráefni, sem maður þarfnast til að framleiða hvað það, sem framleitt hefur verið í ytri heiminum — það eina, sem okkur skortir, er þekking. Við skulum snúa aftur og útvega okkur þessa þekkingu í bókum og vísindaritum — þá mun enginn geta sagt, að þessi heimur lúti okkur ekki. Og þannig var það, að ákveðið var, að jeg skyldi snúa aftur í vjel okkar, sem enn lá í útjaðri skógar þess, þar sem við fyrst höfðum komið upp á yfirborð innra heimsins. Dían krafðist þess, að fá að fara með mjer, og sjálfur var jeg ekkert andvígur þessu, því jeg vildi láta hana sjá minn eigin heim og minn heim vildi jeg láta sjá hana. Við fórum með miklu fylgdarliði til hinnar stóru vjelar okkar, og Perry var ekki lengi að snúa henni þannig, að nef hennar sneri í áttina að ytri heiminum. Hann skoðaði vjelarnar af hinni mestu nákvæmi. Hann endurfyllti loft- geymana og fraipleiddi olíu handa vjel þeirri, sem knúði farartækið áfram. Að lokum var allt reiðubúið, og við Það er ekki bara í Ameríku, sem menn geta fallið út um glugga á sjöundu hæð eða enn- þá hærra, án þess að bíða af því bana. í Lille í Frakklandi var gluggahreinsari fyrir því óláni að missa jafhvægið og falla niður, er hann var að fægja glugga á sjöundu hæð. Niðri á götunni var kona með barnavagn. Hún sá, þegar mað urinn fjell, og á meðan hann var á leiðinni niður hugsaði hún mjög fljótt. Hún reif barn- ið úr vagnnum og setti hann þar undir, sem maðurinn kojn niður. Vagninn tók svo mikið úr fallinu að maðurinn slapp nær ómeiddur. Barnið, sem verið hafði í vagninum, sak- aði ekki heldur, en móðir þess fjek taugaáfall. > ★ Um einn af bresku þing- mönnunum, sem kunnur var að því að halda langar, leiðin- legar og innihaldslausar ræð- ur, sagði Churchill eitt sinn: — Áður en þess háttvirti þingmaður rís upp úr sæti sínu, hefir hann ekki minstu hug- mynd um, hvað hann ætlar að segja. Meðan hann er að halda | ræðuna, hefir hann ekki minstu hugmynd um, hvað hann er að segja og þegar hann hefir lokið við hana, veit hann ekkert um hvað hann talaði. Kjarnorkulest. Prófessor Donald Andrews, sem mikið hefir fengist við kjarnorkurannsóknir, heldur því fram, að eftir 20—30 ár haf verið bygð í Bandaríkjun- um járnbraut, knúin kjarn- orku, sem hægt verði að kom- ast í yfir þver Bandaríkin á skemra en klkkustund. Myndi lestin ganga í loftþjettum göngum. Heldur prófessorinn því fram, að göng þessi megi búa til á tiltölulega skömmum tíma með hjálp atom-byssu. Aðalvandamálið er að finna hana upp. ★ — Hvað voruð þjer áður en þjer giftust Jensen. — Jeg var frú Nielsen, frú Petersen og ungfrú Johansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.