Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. mars 1947
Minningarorð:
María Guðmundsdóttir
frá Bergsstöðum
í DAG er jarðsungin María
Guðmundsdóttir, húsfreyja frá
Bergsstöðum í Reykjavík. Oll
ævi hennar var tengd við þann
góða og hlýja stað hjer í bæ.
Þar var hún fædd og ólst þar
upp, þar varð heimili hennar,
er hún var orðin húsfreyja og
til síðustu stundar, að örfáum
mánuðum undanteknum alla
ævina.
María var fædd 14. febrúar
1880 á Bergsstöðum. — Faðir
hennar var Guðmundur Ingi-
mundarson bóndi á Bergsstöð-
um í Reykjavík, sonur Ingi-
mundar Sturlusonar frá Þóru-
stöðum í Grímsnesi. Kona Guð-
mundar og móðir Maríu var
Guðrún Magnúsdóttir frá Sjör-
dalakoti í Flóa.
María ólst upp hjá foreldrum
sínum. A þeim árum, er hún
var ung heimasæta, lærði hún
bæði listsaum og annað er til
prýði og gagns varð fyrir hana
síðar, enda bera verk hennar
vitni um vandvirkni og list-
hneigð. Árið 1902 giftist hún
Guðjóni Gamalíelssyni múrara-
meistara og hófu þau búskap
á Bergsstöðum í litla bænum,
en reistu síðar íbúðarhús það,
sem þau bjugu í upp frá því.
Þau hjónin voru ein af stofn-
endum Fríkirkjusafnaðarins og
starfaði frú María þar í mörg
ár fyrir Kyenfjelag safnaðar-
ins. Hún var einnig í Lands-
spítalanefnd kvenna, er stóð
fyrir fjársöfnun til byggingar
Landsspítalans. Það var mikið
starf til blessunar fyrir land
og lýð, og verður það aldrei full
þakkað, hve konur lögðu mikið
á,sig í þessu hugsjónastarfi.
Þau hjónin eignuðust 3 börn,
er öll lifa og eru uppkomin,
Guðmundur arkitekt, nú verk-
smiðjustjóri á Djúpavík, Oddur,
doktor í hagfræði, formaður
Viðskiftaráðs og frú Sigþrúður,
kona Olafs H. Jónssonar for-
stjóra í Alliance. Mann sinn
misti frú María á þriðja dag
jóla árið 1929.
Það eru nú 27 ár síðan jeg
kom fyrst að Bergsstöðum. Jeg
var þá að heimsækja Guðmund
son hennar. Mjer er það minp-
isstætt enn í dag, er jeg sá frú
Maríu í fyrsta sinn, þessa fall-
egu konu, sem um leið hafði
hinn tígulega vöxt og fyrir-
mannlegu framkomu. Það eru
bjartar minningarnar, sem við
skólabræðurnir eigum um hús-
freyjuna á Bergsstöðum. Það
var ástúðlegt og hlýtt viðmót,
en um leið gat hún verið ströng
og regluföst um allt það, er
snerti heimilisbrag og prúða
framkomu. Af þessu gátu allir
unglingar lært, er komu á heim
ili hennar. Jeg hygg að frú Mar-
ía verði ógleymanleg okkur öll
um, sem vórum tíðir gestir hjá
henni á unglingsárunum. Til
þess bar margt. Persóna henn-
ar Öll lýsti af heilsteyptri og
ákveðinni lífsstefnu. Það var
ávalt einhver sá svipur yfir
henni og dagfari hennar, sem
minti hann á stórbrotna konu.
Heimilið hennar var alveg mót-
að af þessu. Þar var eigi aðeins
regla og hreinlæti, heldur báru
hlutirnir vitni um snildarhand-
brögð hennar og smekkvísi.Hún
var dugleg og vel að öllum verk
um farin og tamdi sjer strax
þá dygð að fara vel með tim-
ann. Hún vann markvisst að
því, að búa börn sín vel undir
lífið og lauk vel því starfi.
Tengdabörnum sínum var hún
ágæt, og oft og vel hugsaði hún
úm barnabörnin sín. Á síðari
árum lágu leiðir okkar ekki eins
oft saman og fyrr. En í hvert
skifti er við sáumst og höfðum
heilsast, fann jeg og sá hina
sömu húsfreyju og forðum, sem
með ástúð tók á móti mjer á
heimili sitt á unglingsárum mín
um, og enn var hún sama virðu
lega, trygglynda og góða konan,
sem eins og átti einhvern hluta
í mjer allt frá þeim tímum.
Líf Maríu var allt mótað af
traustleika og öryggi. Þessi kjöl
festa í lífi hennar og störfum
gaf henni þann aðalssvip í hugs
un, starfi og framkomu, sem við
aldrei gleymum. Hún var ósvik
in dóttir þjóðar sinnar, sem
unni íslenskum málstað og elsk-
aði alla þjóðlega menningu, siði
og venjur. Hún var virðuleg
dóttir þessa bæjar, got dæmi
um hreinræktaða reykvíska
húsmóður, fallega, fyrirmann-
lega, vinnusama og skyldu-
rækna í orði og á borði. Hún var
trúuð kona, örugg og sterk, þar
sem annarsstaðar. Eitt síðasta
skiftið, sem við töluðum sam-
an, barst talið að því, sem við
tæki hjá oss mönnunum síðar.
Þá mælti hún við mig: „Jeg er
tilbúin að fara hvenær sem er.
Jeg kvíði engu, því að jeg veit,
að betra tekur við“. Nú er hún
farin, og hún skal kvödd með
hjartans þakklæti frá okkur
öllum, er vorum heimilisvinir
hjá henni, og við trúum því, að
eftir bjart og farsælt ævistarf,
rætist hennar eigin orð við burt
förina.
J. Th.
Álfaf eiffhvað nýff!
Trúlofunarhringarnir eru
altaf fyrirliggjandi, sljett
ir og munstraðir.
Guðlaugur Magnússon
gullsmiður. Laugaveg 11.
Sviptur ökuleyfi
ævilangl
HÆSTIRJETTUR hefir kveð-
ið upp dóm í málinu Rjettvís-
in og valdstj. gegn Tryggva
Eiríkssyni, Selby Kamp 23, og
valdstjórnin gegn Elíasi Krist-
jánssyni birgðastjóra, Sölvhóls-
götu 11.
Hæstirjettur dæmdi Tryggva
Eiríksson í þriggja mánaða
varðhald og svifti hann öku-
rjettindum ævilangt.
Elías Kristjánsson var dæmd
ur í 2000 króna sekt til ríkis-
sjóðs. Báðum var þeim gert að
greiða allan málskostnað í hjer-
aði og fyrir Hæstarjetti.
* Málavextir eru þeir, að laug-
ardaginn 20. júlí 1946 ók
Tryggvi Eiríksson, sem var að
öllu leyti vel fyrirkallaður,
vörubílnum R 3379, norður
Laufásveg. Á móts við hús
ameríska sendiráðsins ók hann
bíl sínum á milli bíla, sem lagt
hafði verið beggja vegna göt-
unnar. I þeim svifum varð
þriggja ára telpa, Joan Hansen,
Laufásveg 24, fyrir bílnum og
beið hún bana af.
Vörubíl þann, er Tryggvi ók
á Elías Kristjánsson. Við at-
hugun sem fram fór á bílnum
kom meðal annars í ljós, að
hemlar bílsins voru í ólagi,
stýrið var illa smurt og ýmis-
legt fleira fundu eftirlitsmenn
athugavert við bílinn. Þá var
bíllinn hvorki skráður hjá lög-
reglustjóra nje bifreiðaeftirlit-
inu.
I niðurstöðum dóms undir-
rjettar er meðal annars svo að
orði komist:
„Eins og atvikum er lýst hjer
að framan, þykir Ttryggvi Ei-
ríksson að verulegu leyti vera
valdur að dauða telpunnar, með
ógætilegum og eftir atvikum
hröðum akstri, þar sem hann
ekur á milli bíla, án þess að
draga úr hraða bílsins, vitandi
að hemlar hans voru ekki í
lagi“.
í forsendum dóms Hæsta-
rjettar segir m. a. svo:
„Hegningarvotorð ákærða ber
það með sjer, að hann hefur frá
því á árinu 1941 sætt átta sinn-
um sekt fyrir ölvun á almanna-
færi. Þykir með vísun til 2.
mgr. 20. gr. og 39. gr. laga nr.
23/1941 svo og 68. gr. laga nr.
19/1940, rjet að svifta ákærða
ævilangt rjett til að stjórn bif-
reið.
Brot ákærða Elíasar Kristj-
ánssonar, sem rjettilega er lýst
í hjeraðsdómi, varðar við refsi-
ákvæði þau, sem í dóminu eru
rakin, svo og við 17. gr. laga
nr. 23/1941. Þykir refsing hans
hæfilega ákveðin 2000 króna
sekt til ríkissjóðs, sem afplán-
ist með 30 daga varðhaldi, ef
hún verður ekki greidd innan
fjögra vikna frá birtingu dóms
þessa.
Ákvæði hjeraðsdóms um
greiðslu málskostnaðar í hjer-
aði á að vera óraskað.
Ákærði Tryggvi Eiríksson og
kærði Elías Kristjánsson greiði
in solidum allan áfrýjunarkostn
að sakarinnar þar með talin
málflutningslaun skipaðs sækj-
anda og verjanda fyrir hæsta-
rjetti“.
BEST AÐ ATJGLÝSA
f MORGirVBI.AÐTNTU
----1-
■t-j "
Nýtt tímarit
um guðfræði
og kirkjumál
ritstjóri sjera Sigurbjörn Einarsson, dósent.
EFNI:
Horft út í heim,
Trú og verk að
kenningu Luthers,
• Skálholt:
Heilög jörð,
Landkostir og
framtíð,
Biskup í Skál-
holti aftur,
Norska kirkjan
hernámsárin,
Um messuna,
Bækur um leiðina
-til heilbrigði,
Um bækur,
Við málelda.
Höfundar: sr. Sigurbjörn Einarsson, Einar Guð-
finnssön, dr. Björn Sigfússon, s.r Gunn
- ar Jóhannesson, sr. Sigurður Pálsson,
sr. Ingólfur Ásmarsson, Emil Björns-
son, cand. theol.
Áskrifendur fá ritið fyrir 10 kr. — Bókhlöðuverð
12 kr. heftið..
HELGAFELL
Laugav. 100, Laugav'. 38, Garðastr. 17,
Aðalstr. 18, Njálsgötu 64.
Frá og með
sunnudeginum höfum við til heitan mat um hádegið
— miðdegiskaffi og kvöldverð.
Virðingarfyllst
Tjarnarlundur.
Samsöng
| heldur Söngfjelagið Stefnir að Ásum í Mosfellssveit
laugardaginn 22 mars n.k. kl. 10 e.h.
Dans á eftir. Ferðir frá B. S. R. kl. 9,30.
*
Þrifin og reglusöm
KOMA
óskast strax til gæslu á snyrtiklefum í Sjálfstæðis-
húsinu. Gott kaup. Fæði á staðnum. Þær konur, sem f
sóttu um þetta starf á dögunum, eru beðnar að hringja f
í skrifstofu Sjálfstæðishússins kl. 2—4 í dag.
Framkvæmdastjórinn.
MÞ<fXtXfrl
Sfiúlka óskast
nú þegar.
EFNALAUG KEFLAVÍKUR
Sími 113.