Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. mars 1947 - SAGA VESTMANNAEYJA Saga Vestmannaeyja, eftir Sigfús M. Jolin- sen. Isafoldarprent- smiðja h.f. 1946. ÞETTA ER MIKIL RÖK, og merkileg að mínum dómi. Hún er hátt á 8. hundrað síður í all- stóru broti (auk nafnaskrár og myndaskrár) í tveimur bindum liærri jafnstórum. 1 bókinni er f jöldi mynda og flestra ágætra, af fólki, mannvirkjum o. fl. * Framan við fyrra bindið er fyrst formáli og heimildaskrá. Af heimildaskránni sézt, að höf. liefur kannað nærri 300 heim- ildir (handrit og bækur), og má öllum ljóst vera, hvert feikna verk það er. Sögunni er skift niður í aðalkafla og undir- kafla. 1 fyrra bindinu eru þess- ir aðalkaflar: 1. Landfræðileg ágripslýsing. 2. Landnám Vest- mannaeyja. 3. Kirkja. 4. Vest- niannaeyjaprestar. 5. Mornión- ar í Vestmannaeyjum. 6. Heil- brigðismál og læknar. 7. Þing- staðir, sýslumannatal, bæjar- stjóm og alþingismenn. 8. Þjóð- lífslýsingar. 9. Samgöngur og fleira. 10. Rán í Vestmannaeyj- um, vígaferli og róstur. 11. Tyrkjaránið. 12. Virki og skánz í Vestmannaeyjum. 13. Herfylk- ing Vestmannaeyja. 14. Sitt af bverju. Síðara bindið innilieldur þessa aðalkafla: 1. Vestmanna- eyjar verða konungseign. 2. Jarða- og bæjaskipun í Vest- mannaeyjum frá fyrstu tímum. 3. Atvinnuvegir. 4. Fiskur og fiskverzlun o. fl. 5. Verzlun og viðskipti. 6. Afgjald og skattar. 7. Reki og rekaréttindi. 8. Arð-» ur, er erlendir menn höfðu af Vestmannaeyjum m. m. 9. Yf- irlit og niðurstöður. Margir undirkaflar fylgja hverjum að- alkafla, sumstaðar allt að 15. Eftir Sigfús M. Johnsen Af þessari upptalninffu sézt, að bókin tekur yfir allt sem við kemur Eyjunum frá fyrstu tíð til okkar daga, eins og reyndar sögunn* ber að gera. En mér finnst að þetta sé ennþU ræki- legar og ítarlegar gert á fvrri tímum, en þeim síðari, og kem ég lítilsháttar að því síðar. Af köflum fyrra bindisins, þótti mér mest varið í að lesa um landnámið, Kirkjuna, Vest- mannaeyjapresta, og herfylk- inguna. Sá kafli er stórfróðleg- ur, (og flestum ókunnugur), ekki sízt vegna ættfræðinnar, sem í honum er. Vestmannaey- ingum hefur löngum þótt vænt tun kirkju sína, enda mun hún með elztu kirkjum landsins. Byggð árið 1000. — Eitt sinn bönnuðu þeir drykkjumönnum (og nafngreindu þá) að sitja við guðsþjónustur í kór kirkj- unnar. Þetta bendir ótvírætt á, að þeir hafi litið á kirkju sína sem sannan helgidóm. En af öllu má of mikið gera, og jafn- vel því líka, hvernig litið er á kirkju. Og meðan ég, sem þetta rita, dvaldi rheðal Eyjabúa, fannst mér að þeir vera um of íhaldssamir og kreddufullir gagnvart notkun kirkjunnar. Eitt sinn sótti ég um, til sókn- arnefndarinnar þar, að söngfé- lagið „Principal“ fengi að halda eamsöng í kirkjunni. Svngja átti eingöngu andleg Ijóð og ættjarðarkvæði. Meiri hluti nefndarinnar þverneitaði þess- ari beiðni. Það var aðeins einn nefndarmaður sem vildi verða við henni, og mig minnir að það hafi verið Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson, — og svo prest- urinn, séra Oddgeir Guðmund- sen.1) Nú er þetta allt breytt, og farið að liahla samsöngva í kirkjunni. (Ekki liefði það ver- ið óviðeigandi, að sagan hefði flutt og geymt myndir af fyrstu söngfélögunum — karlakór, og blönduðum kór, — er stofnuð voru í Vestmannaeyjum, (sbr. I., bls. 332), ef til eru enn myndr ir af þeim). Marga merka presta hafa Vestmannaeyingar átt, en með þeim allra merk- ustu er séra Jón Austmann. Að honum sópar í lífi Eyjabúa. Hann var þeirra forsvarsmaður í flestu eða öllu í yfir 30 ár. Enda hefur hann verið hjá þeim vinsæll og velmetinn. Hann vildu þeir gera að fyrsta þing- manni sínum 1845, en fengu því ekki framgengt, því þá voru aðeins einn eða tveir atkvæðis- bærir menn í Eyjum. Afkomendur hans voru og hið merkasta fólk. Á bls. 113 í I. bindi er sagt, að séra Jón Austmann hafi ver- ið 6. maður frá séra Pétri Giss- urarsyni, en hann var 5. maður frá honum, þannig: 1. Guðríð- ur Pétursdóttir. 2. Helga Magn- úsdóttir. 3. Jón Runólfsson óð- alsbóndi á Höfðabrekku. 4. séra Jón Jónsson „köggull‘ á Kálfa- felli. 5. séra Jón Austmann. Tæplega held ég að liægt sé að draga það í efa — eins og höf. gerir (I. 95), að séra Böðvar Sturluson (síðar prestur á Val- þjófsstað í 55 ár), liafi verið fyrst prestur í Vestmannaeyj- um (Kirkjubæ) í nokkur ár, og svo telur Hannes Þorsteinsson hiklaust (shr. Smæf. IV. 468). Fróðlegt er líka að lesa um prestana séra Jón Þorsteinsson píslarvott, séra Guðmund Högnason og séra Pál Jónsson „skálda“ o. fl. Allur kaflinn um prestana er mjög fróðlegur og skemmlilegur. Sagan gelur um eina konu 1) Heldur var fátt á milli okk- ar söngstjóranna, Sigfúsar Árna- sonar og mín, sem — því miður — vill oft verða. Börn Sigfúsar tvö, voru þó í mínum söngflokk. Kann- ski hefði þetta orðið öðru vísi, ef við þá hefðum vitað, að við vor- um fjórmenningar að frændsemi, frá Jóni Runólfssyni óðalsbónda á Höfðabrekku? Annars var það söngnum að kenna — eða þakka — hvað dvöl mín varð stutt í Vestmannaeyjum, þótt ótrúlegt sé. Ég var þó búinn að byggja þar hús (Laufás), og ætlaði að setjast þar að. En er Sigfús fór til Am- anistastarfið við Landakirkju og póstafgreiðslustarfið, er hann eríku, losnaði hvorttveggja: org- hafði gegnt. Ég reyndi að ná í bæði störfin. En meiri hluti safn- aðarins vildi ekki sjá mig sem organista, og póstmeistari (Sig. Briem), vildi ekki líta við mér sem póstafgreiðslumanni. Ég reiddist, tók saman pjönkur mín- ar og lagði leið mína til Ameríku. Og aldrei hefi ég séð eftir því, þó að mér hefði kannski liðið vel í Vestmannaeyjum. frá 19. öldinni, sem mér finnst að flestu leyti bera liöfuð og herðar yfir aðrar, sem um er getið. Það er Solveig, dóttir séra Páls ,,skálda“, og amma Matthí- asar Einarssonar læknis. Hún var fyrsta lærða Ijósmóðirin í Eyjum. En hún var meira en ljósmóðir. Hún var einnig lækn- ir, og var hvað eftir annað skipuð af yfirvöldunum til að veita sjúkum læknishjálp. Meira að segja voru héraðs- læknisstörfin falin henni oftar en einu sinni. Auk þessa hefur hún verið mikilhæf kona að öðru leyti. Þá eru fróðlegar Þjóðlífslýs- ingarnar (brúðargangur, brúð- kaupsveizlur, hrófveizla, fýla- vcizlá, sumardagsveizla o. fl. o. fl.), sem lýst er í 8. kafla. 1 síðara bindinu er m. a. ítar- leg lýsing á atvinnuvegum Eyja- búa frá fyrstu tíð. Kennir þar margra grasa. Erfitt hafa Eyja- menn átt stundum. Síðast á 18. öldinni komu t. d. 10—12 fiski- leysisár í röð. Langt mundi okkur nú þykja það. En þá var ekki'til su „tizka , að krefjast lána eða ríkisábyrgðar, þó heill tugur erfiðra ára kæmi í einni lotu, livað þá eitt. Hitt veifið var sjórinn líka gjöfull við Eyjabúa. Bæði fyrr og síðar fengu þeir stundum lestarhlut, þ. e. 10 hundruð tólfræð af þorski, á önglana sína. Þá er í þessu bindi rakin saga verzlunar og viðskipta, bæði fyrr og síðar. 1 atvinnu- og verzlunarsögu Eyjanna eftir aldamótin síðustu, rísa nöfn margra manna hátt, en hæzt ber þó nafn Gísla J. Johnsens, um mörg ár. Hann var drif- fjöðrin í flestum meiriháttar framkvæmdum, er þar voru unnin á fyrstu tugum aldarinn- ar. Má því telja hann föður hinna nýju Vestmannaeyja, þó margir ógætir menn og konur hafi þar einnig lagt hönd á plóginn. Ekki liefur Eyjabúum verið ætlað að vera þurrbrjósta hér áður fyrr, hjá liinum dönsku eigendum verzlunarinnar. 1832 voru í vörubirgðum lijá Garðs- verzlun 7000 pottar af brenni- víni, 800 pottar af öðrum sterk- um drykkjum (rommi, koníaki o. fl.), og'900 flöskur af léttari vínum. En stundum var ekki eins vel séð fyrir öðrum þörf- um. Eins og ég vék að í upphafi, finnst mér að sagan sé rakin rækilegar og ítarlegar fyrr á tímum, en t. d. á þessari öld. Á þeim tíma hefði ég kosið hana fyllri og í betra samhengi. T. d. hefði ég kosið að sérstak- ur kafli liefði verið um alla helztu formenn, og aðra at- hafnamenn Eyjanna frá því t. d. um aldamót, í líkingu við kaflannum prestana. Skýra stutt lega frá uppruna þeirra, ætt og störfum, o. s. frv. Að vísu er þetta að finna um suma, en of mikið á víð og dreif. Sumra þekktra manna er alls ekki getið, t. d. Ágústs Árnasonar í Baldurshaga, sem dvaldi í Eyj- unum yfir 40 ár, og var þar formaður, kennari, og lengi einn lielzti smiðurinn. Líka mætti nefna Hannes'Sigurðsson (frá Seljalandi), sem mun all- Iengi hafa verið einn stærsti bóndinn í Eyjum, og nýrækt- armaður. Fleiri mætti sjálfsagt nefna, t. d. Magnús Þórðarson í Sjólyst, sem var í minni Eyja- tíð — og fyrr og síðar — einn af fjórum mestu formönnum þar. (Hinir voru Þorsteinn í Laufási, Friðrik Svipmundsson á Löndum og Magnús á Vestur- húsum). Það, sem sagt er um slysfarir, held ég að sé ekki tæmandi. Tveimur miklum sjó- slysum man ég eftir, sem ekki eru nefnd; varð annað 12. marz 1906, er f jórir menn drukknuðu af Magnúsi í Sjólyst (hefi ég skrifað um það í „Vikuna“, 33. tbl. 1940), en hið síðara, er Magnús Þórðarson í Dal fórst, ásamt öllum hásetum sínum, í jan. 1915. Dálítið finnst mér athuga- vert, að því er snertir myndirn- ar í söguna. Myndirnar, sem í henni birtast, eru flestar ágæt- ar, en mér finnst að allmikið vanti af myndum í hana, sem þar befðu átt að vera, ef fáan- legar eru: t. d. af Ágústi Árna- syni, Jóni Einarssyni á Hrauni, Jóni Einarssyni, Gjábakka, Pétri Lárussyni, Búastöðum, Magnúsi í Sjólyst, Jólianni Jónssyni á Brekku, Jóni Jóns- syni í Gvendarhúsi, Jóni Ingi- mundarsyni í Mandal, Hannesi Sigurðssyni og Sigurði Sigurðs- syni (frá Seljalandi), Þorsteini Johnson, Jóni Sighvatssyni, Páli Ólafssyni verzlunarm. (fráHlíð- arendakoti) — er var lengi einn bezti söngmaður í Eyjum, bass- isti, eins og við liöf. mun- um báðir, — og Sigurði lyf- sala Sigurðssyni, og svo af embættismönnunum, a. m. k. þeim, sem lengst hafa verið í Eyjum, t. d. séraSigurjóni ) Árnasyni, og sýslumönnunum Magnúsi Jónssyni, Karli Ein- arssyni og Kristjáni Linnet. Þá þvkir mér of lítið af myndum af merkum konum frá fyrri tíma. Þær eru þó margar til. Meðal þeirra má nefna mæðg- urnar Guðrúnu Runólfsdóttur á Sveinsstöðum, og Júlíönu Sveinsdóttur listmálara, fyrstu listakonuna, sem Vestmanna- eyjar hafa átt, o. fl., o. fl. Guð- rún er merkiskona. Hún var önnur konan í Eyjum, sem tók sjúklinga á heimili sitt, áður en þar kom sjúkraliús. Synir liennar tveir (Ársæll og Sveinn) eru miklir athafnamenn, annar í Eyjum, liinn liér í Reykjavík. Lítilsháttar má merkja það á stöku stað, að sagan er skrifuð sem aukaverk, í frístundum frá aðalverki. Samhengi m. m. verð- ur þá ekki eins fullkomið, og ef unnið er óslitið og fráfalla- laust að verkinu, og'frekar bætt við endurtekningum, ef ekki beinum, þá óbeinum, og sagan er ekki alveg laus við þetta. Ég liefði líka kosið, að ýmis- legt frá síðustu tímum væri bet- ur skilgreint hvað frá öðru, og sett í sérstaka smá-kafla, t. d. leiklist, hljómlist, íþróttir, byggingarlist o. fl. 14. kafli í fyrra bindi finnst mér að hefði átt að vera næst síðastur eða síðastur í öðru bindi. Sagan er næstum prentvillu- laus, og er það mikill kostur. Ég liefi aðeins reldð mig á eina prentvillu, sem er ekki alveg meinlaus, á bls. 41 í fyrra bindi. Er dánarár Sæmundar fróða Sigfússonar í Odda þar talið 1135, en á að vera 1133. (Nafn Sæmundar fróða liefur líka fall- ið úr nafnaskránni). Það, sem ég hefi drepið liér á, og kosið að væri á annan veg, er allt smávægilegt, og rýr- ir ekki gildi bókarinnar. Mér finnst Saga Vestmannaeyja stórmerkileg bók í alla staði, og höfundur hennar lxefir að mínum dómi, með lienni, reist sér minnisvarða, sem mölur og ryð fá eigi grand- að. Og vonandi er íslenzku þjóðinni eklti svo aftur farið, að hún vilji ekki heldur kaupa, lesa, og eiga slíka bók — stóran og merkan þátt úr sinni eigin sögu — heldur en klámsagna- þvættinginn, sem alltaf er verið iað þýða handa henni, og reynt er að troða upp á hana án afláts. Frá hendi útgefandans, Isa- foldarprentsmiðju, er bókin prýðilega úr garði gerð að öllu leyti. A. ,/. J. Akureyri NAMSKEIÐ fyrir bifreiða- stjóra til meira prófs hófst á Akureyri 10. mars, og eru þátt- takendur 54, langflestir af Norður- og Austurlandi. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi yfir þar til um miðjan apríb Snæbjörn Þorleifsson, bifreiðaeftirlitsmaður, veitir námskeiðinu forstöðu, en kenn- arar auk hans eru Vilhjálm- ur Jónsson, bifvjelaviðgerðar- maður, Gísli Ólafsson, lögreglu þjónn og læknarnir Pjetur Jóns son og Jön Geirsson. Fyrsta námskeiðið á Akur- eyri í þessari grein var haldið 1940, þar næst 1942 og síðan 1945. Námskeiðið fer fram að Hótel KEA. — H. Vald. Annar fræðslu- fundur um umferð- armál FRÆÐSLUFUNDUR sá, um umferðaamál, sem Slysavarna- fjelag íslands og Bifreiðakenn arafjelag Reykjavíkur boðuðu til 13. þ.m. í Oddfellowhúsinu, var mjög vel sóttur og reynd- ist húsnæðið þar full lítið. — Næsti fundur verður því hald- inn í Nýja Bíó við Skúlagötu og hefst kl. 1.30 á morgun (sunnudaginn 22. mars). — Á fundinum verður veitt fræðsla í umferðareglum og ennfrem- ur sýnd sænsk UTnferðarmynd. Fundur þessi er einkum fyr- ir þá, sem nú eru að læra að aka bifreið, eða hafa nýlega lokið minna prófi. En þar sem húsrúm verður nú nóg, er öll- um, sem hafa áhuga fyrir þess um málúm boðið að koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.