Morgunblaðið - 25.03.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.03.1947, Qupperneq 1
STÚRTJÚN AF VÖLDUM SNJÚFLÚÐA VID ÍSAFJÖRÐ Handrub manna lenda í hrakn- ingum um helgina Kolviðarhóll— ReykjavíklZklst SENNILEGT er að aldrei hafi jafnmargir íslendingar lent í hrakningum á einum sólar- hring, og á sunnudag og að- faranótt mánudags. Hundruð skíðamanna fóru hjeðan úr bæn um upp að Kolviðarhóli, til þess að vera viðstaddir Skíða- landsmótið. Bílarnir sem fluttu fólkið komu hingað til bæjar- ins eftir því sem næst 12 klst. ferð. Meðal þeirra er lentu í hrakningunum var sængur- kona, er sótt hafði verið í lög- reglubíl og fæddi hún barn í bílnum á leið í Landsspítalann. Sumt skíðafólk komst ekki í bæinn fyr en í gærkveldi. Marshall í Moskva Þessi mynd var tckin þegar George Marshall utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Moskva til að sitja utanríkisráðherra- fundinn. Vishinski, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands (t. v.), tók á móti honum á flugvellinum. í'erðin upp eftir. Þeim bílum sem lögðu af stað upp að Kolviðarhóli snemma á sunnudagsmorgun mun yfir- leitt hafa gengið sæmilega vel bg ferðin ekki tekið nema 2 til 3 tíma. Þeir sem lögðu af stað um kl. 10 og 11 árd., höfðu áðra sögu að segja,- því um há- degisbilið tók veður mjög að vei'sng. Sumt af fólkinu varð að yfirgefa bíla sína upp við Sand- skeið og komst eftir erfiða ferð upp að Kolviðarhóli. Flóðin „mikil ógæfa fyrir Bretland“ LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TOM WILLIAMS, landbúnaðarráðherra Breta', sagði í neðri málstofunni í dag, að flóð þau, sem nú hafa gengið yfir í Englandi væru „fyrsta flokks ógæfa“, sem hlytu að hafa alvarleg áhrif á matvælaframleiðsluna heima fyrir í ár. Á Kolviðarhóli. Þegar komið var upp að Kol- viðarhóli voru þar saman komin hundruð manna. Svo var þröngt í húsinu, að fólkið var eins og síld í tunnu. Ekki var viðlit fyr- ir það að fara út sakir snjó- komu og veðurs. Aðkomufólki var fegið húsaskjólinu, en ekki mun hafa verið nokkur leið fyr- ir staðarmenn að sjá því öllu fyrir veitingum. Strax klukkan tvö voru bíl- stjórarnir farnir að tala urfg að það myndi verða erfið ferð í bæinn og best væri að nota birt- una og fara sem fyrst. Nokkurt hik mun þó hafa komið á fólk- ið vegna þess að manna í milli gengu sögur um að þrátt fyrir veðrið yrði mótinu haldið áfram Sem og reyndin varð, og var fólkið því ekki eins áfjátt að komast heim. Ferðin heini. Hinir stóru farþegabílar tóku að leggja af stað til bæjarins Framh. á bls. 2 Ráðherrann tjáði þingmönn- um, að geysimikið af hveiti og kartöflum hefði eyðilagst í flóð unum. 40 þús. ekrur. Williams sagði, að í Suður- Englandi hefðu yfir 40 þús. ekr ur af ræktuðu landi orðið flóð- unum að bráð, en hollenskir sjerfræðingar hefðu nú verið fengnir til að aðstoða við að hefta frekari útbreiðslu flóð- anna. Fólkið kvíðið. Aðrar fregnir frá Bretlandi herma, að töluverðum óhug hafi slegið á fólk vegna flóð- nna og afleiðinga þeirra. Benda frjettamenn á, að ástandið í Bretlandi hafi ekki verið of gott fyrir. Nú er hins vegar svo að sjá, sem tjónið af völdum flóðanna muni hafa það í för með sjer, að enn verði að þrengja kost þjóðarinnar. Árás á aðalræðis- mann í Mexicoborg Mexico í gærkvöldi. ERNEST RIBI, aðalræðis-< maður Svisslendinga í Mexi-< coborg, særðist hættulega í dag, er dularfull sprenging varð í húsi hans. Kona hans og tvö börn særðust og nokkuð. Tvær hæðir í húsi ræðisn mannsins eyðilögðust með öllu. Lögreglan leitar nú manna þeirra, sem taldir eru eiga sök á sprengingunni. •— Reuter. Varð 103 ára. LONDON: — ítölsk frjetta- stofa hefur tilkynt, að nýlega hafi ítalskur bóndi látist 10R ára gamall. Hann ljet eftir sig 100 ára ekkju. Fimm sumarbústaðir og eitt íbúðarhús eyðileggjast ísafirði, mánudag. Frá Frjettaritara vorum. AÐ MINSTA KOSTI þrjú snjóflóð fjellu úr Eyrarfjalli, um fjóra kílómetra innan við ísafjörð, og tók hið síðasta með sjer íbúðarhúsið Karlsá og barst það með flóðinu niður í sjáv- armál. Ein kona var í húsinu og meiddist hún lítilsháttar. Flóð í Danmörku Kaupmannahöfn í gær: Einkaskeyti til Morgun- blaðsins. EFTIR TVEGGJA mánaða stöðug frost er komið þíðviðri í Danmörku, en af því hafa orð ið geysilega mikil flóð víða um landið. Fjölda margar fjöl- skyldur í úthverfi Kaupmanna hafnar hafa neyðst til að flýja íbúðir sínar sökum flóða. Allir kjallarar eru fyrirfullir af vatni og sumstaðar rennur það inn á fyrstu hæð húsa. Göturnar í bæjum Norður- Jótlands eru eins og fossandi ár og er vatnið sumstaðar eins meters djúpt á götum Álaborg- ar. Akrar og beitilönd eru víða á kafi og frá mörguh sveita- býlum verður að nota báta til að hafa samband við aðra bæi. Vatnið rennur inn í fjósin og víða standa kýrnar í vatni upp á miðjar malir. Víða hefir fje druknað í hög- unum. — Páll. Fyrsta flóðið. Fyrsta snjóflóðið mun hafa orðið snemma í morgun eða seinnipart nætur. Það tók með sjer sumarbústað Bárðar Jóns- sonar og færði hann af grunni og velti honum á hliðina. <• & Síðasta flóðið tók Karlsá. Síðasta flóðið varð klukkan 3 í dag. Skall snjóflóðið á Karlsá, sem er eign Eggerts Halldórssonar. Húsmóðirin frú Þorbjörg Jónsdóttir var þar ein heima er flóðið skall á húsinu. Flóðið flutti húsið niður að sjáv armáli. Þar stöðvaðist það. Frú Þorbjörg barst alla þessa leið með húsinu, og hafði hún meiðst lítilsháttar er henni var bjarg- að út úr því. Tveir synir þeirra hjóna voru nýfarnir er flóðið skall á húsið. ..m liliMlf Fólk flýr heimili sín. I einu snjóflóðinu tók í burtu fjóra sumarbústaði og eitt úti- hús við húsið að Seljalandi. Fólk sem býr í næstu húsum hefir yfirgefið heimili sín vegna yfirvofandi hættu á snjó flóðum. Mikil snjóflóð fjellu úr Eyr- arhlíð í gær. Drengur brennist til bano UM SÍÐUSTU helgi vildi það slys til á bænum Höfða í Grunnavíkurhreppi, að þriggja ára gamall drengur brendist til bana og tvíburabróðir hans var nær kafnaður. Þetta gerðist síðla laugar- dags. Móðir drengjanna, frú Sigríður Pálsdóttir var ein heima er þetta gerðist. Hafði hún brugðið sjer frá til að sinna skepnum og var um það bil 10 mín. í burtu. Þegar hún kom inn í eldhusið á bænum, þar sem hún hafði skilið syni sína eftir, var þar alt fullt af reyk og eldavjel var að sjá alelda. Fyrir fram- an hana lá sonur hennar Gunn- ar og var hann örendur. BróSir hans Páll var að köfnun kom- inn er hún komst út með hann. «------------------------------- Orsök þessa sorglega slyss var sú, að Gunnar litli hafði hent gúmmiskó upp á glóandi eldavjelina. Eitthvað mun húsmóðirin hafa brenst. Þeim Páli litla og henni leið eftir öllum vonum í gærkvöldi. Að Höfða býr Jó- hann Pálsson. 299.000 NASISTAR REKNIR. HAMBORG: — í janúarlok höfðu 299.000 nasistum verið ] vikið úr embættum sínum á breska hernámssvæðinu í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.