Morgunblaðið - 25.03.1947, Qupperneq 8
8
M.ORGUNBLAÐIÐ
Þriojudagur 25. mars 1947
) ! . ; * I > 1 ,. » i < • > i f
í DAG er ekkjan Margrjet
Ingjaldsdóttir, Hverfisgötu 61,
75 ára.
Allir, sem kynst hafa Mar-
grjeti munu í dag hugsa til
hennar með hlýjum hug og
minnast margrar gleði og á-
nægjustundar í návist hennar.
Mestan hluta ævi sinnar bjó
Margrjet, ásamt manni sínum,
Jóni Bjarnasyni, mesta sæmd-
ar- og atorkumanni á Melbæ í
Leiru. Þar fæddist þeim stór
barnahópur, sem öll eru hin
mannvænlegustu, enda er Mar-
grjet frá frábærlega góð móð-
ir, nærgætin, umhyggjusöm og
með afbrigðum lundgóð. Þó að
Margrjet sje ætíð glöð og á-
nægð, hvenær sem maður sjer
hana, hefir lífsleið hennar þó
ekki altaf verið blómum stráð.
Hún hefir einnig sjeð skugga-
hlið þess, eins og fleiri. Því
stórt er skarðið, sem höggvið
hefir verið í ástvinahópinn. Og
á þeim alvörustundum, þegar
hún hefir orðið að sjá á bak
sínum nánustu, hefir hún stað-
ið sem hetja, sem þeir einir
geta sem trúaðir eru. Jeg hefi
þekt Margrjeti í mörg ár, og
minnist jeg ékki að hafa kynst
annari eins ágætis konu. Heim-
ili hennar er, alþekt fyrir gest-
risni og myndarskap^ enda
hverjum manni ógleymanlegar
hennar vingjarnlegu og hlýju
móttökur. — Guð blessi hana
um ókomna tíð. H.
Gó8 gleraugu eru fyrlr
öllu.
1 Aígreiðum flest gleraugna
1 recept og gerum við gler-
augu.
•
Augun þjer hvílið
með gleraugum fri
TÝLI H. F.
Austurstræti 20.
Meðal annara orða
Framh. af bls. 6
fegurðarmeðul sín um allan
heim.
Loks er vikið að því, að það
isje nauðsynlegt, að það sjeu
Norðmenn sjálfir, sem vinni að
|upplýsinga og auglýsingastarf-
seminni erlendis, í stað þess að
fela það erlendum auglýsinga-
og upplýsingafyrirtækjum, sem
skorti þekkingu á norska
staðhætti til að geta unnið
það verk eins og skyldi. En til
þess þurfi Norðmenn að kynna
sjer upplýsingafyrirkomulag
í hverju því landi, þar sem þeir
geri tilraunir til að vinna mark
aði.
75 ára
f Alm. Í asföígjiasalan }
I Bank&iKræti 7 Simi 6003. [
= er miðstAf fB*trtsmak*uj>» I
Reikningshald & endurskoðun
~J4jartar jpjeturiáonar
(dand. oecon.
Mjóstræti 6 — Sími 3028
Sigurður Ágústsson
í Stykkishólmi fimtugur
ÞENNA dag fyrir 50 árum-
var í heiminn borinn í Stykk-
ishólmi bjartur sveinn, sonur
hjónanna, Asgerðar Arnfinns-
dóttur og Ágústs Þórarinsson-
ar. Þessi sveinn hefir á s.l. 25
árum komið meira við sögu
Stykishólms, en aðrir samborg-
arar hans.
Metingur er stundum milli
hjeraða og landsfjórðunga um
það, hverjir fram úr skari. —
Bráðum þarf ekki um að deila.
Reykjavík hefir tekið alla for-
ustuna,_ sökum mannfjölda og
annara skilyrða. Ekki þurfum
við á Breiðafirði að deila um
það, hver mestur athafnamaður
sje. Það er alþjóð kunnugt. Á
kreppuárunum, er hinar gömlu
verslanir komust í greiðsluþrot,
var mikill uggur í mönnum um
alla atvinnu. Úr þessu rættist
fyr en varði. Sigurður hóf at-
vinnurekstur, er varð jafn vel
fjölþættari en áður var. Hann
hefir rekið hjer síðan brauð-
gerðarhúá, samkomuhús, al-
hliða verslun, útgerð, frystihús,
refarækt, bifreiðastöð o. fl. —
Auk þessa hefir hann tekið þátt
í sameiginlegum átökum í öllu
því, er bæjarbúar hafa sameig-
inlega reynt að hrinda á stað,
bæjarútgerð, skipasmíðastöð o.
fl. '•
Opinber störf í þarfir hrepps
og sýslu hefir hann með hönd-
um, ásamt stjórn sparisjóðsins,
sem hann er meðstjórnandi við.
Gildir því eigi um hann máls-
hátturinn alkunni, að enginn
sje spámaður í sínu föðurlandi.
Margháttuðum atvinnurekstri
fylgja skin og skuggar.- Þótt
á móti bljesi í sumum greinum,
hefir ekki verið að skapi Sig-
urðar að vola. Hin mörgu störf,
er honum hafa falin verið, sýna
hvílíks trausts hann nýtur. —
Hreppsnefndarmaður hefir
hann verið um langt skeið,
sýslunefndarmaður o. fl.
Haldgóð heimafræðsla og hag
nýt verslunarstörf frá barn-
æsku hafa verið hans mesti
skóli, því verslunarmentunar
hefir hann aðeins notið í einn
vetur í Kaupmannahöfn. Ráð-
ríkur og kappsamur mun hann
vera, en slíkt er títt um at-
hafna menn að þeiin finst eigin
J j
ráð best til úrbóta. Viðmót,
prúðmannleg framkoma hans
er alkunn, en hitt vita best þeir
er honum eru nákunnir, hve
góður drengur hann er og
hversu hann vill leysa hvers
manns vandræði. Enda munu
þeir ófáir, sem hann hefir greitt
götu fyrir á einhvern hátt. —
Gleðimaður við hóf. Söngmaður
góður og í dansinum sveiflar
hann ljettilega hverri meðalfrú.
Sannar hann að ,,bokkan“ þarf
ekki ávalt að vera með í för
til þess að fjör og gáski ríki.
Með því að neyta hvorki víns
nje tóbaks, er hann æskulýð
hjeraðsins fyrirmynd, sem óef-
að hefir að gagni komið.
Mannmargt og þröngt mun
verða á heimili þeirra hjóna í
kveld, þótt vítt sje til veggja.
Undirritaður sendir Sigurði
Agústssyni og hinni ágætu konu
hans, Ingibjörgu Helgadóttur,
hinar bestu kveðjur og minnist
margra ánægjustunda á heim-
ili þeirra. Óskar að þau haldi
gleði sinni og starfsþreki fram
í gráa elli, okkar fagra hjer-
aði og íbúum þess til hagbóta
og blessunar.
P. t. Reykjavík.
Olafur Jónsson.
HESJ AJD ATJGLlSA
— Fimbulvetw
Framh. af bls. 7
an: ,,Og hvernig er svo hugur
Dana í garð íslendinga núna?“
Mín reynsla er, að hvað það.
snertir sje ekki um neinn kulda
að ræða. Danir hafa yfirleitt
látið sjer skiljast, að við gát-
um ekki gert annað í sambands
málinu en við gerðum. — Jeg
ságði þeim dönskum blaðamönn
um, sem jeg hitti, að það væri
að mestu leyti sök dönsku blað-
anna hve kalt hefði orðið um
hríð milli Dana og íslendinga
út af lýðveldisstofnunni. Þeir
viðurkenndu það yfirleitt, en
sögðu, að sökin væri ekki ein-
göngu hjá þeim, heldur og hjá
íslendingum, því það hefði
reyst erfitt oft á tíðum, að fá
sannar og rjettar frjettir frá
íslandi og íslensk stjórnarvöld
virtust ekki leggja sig í líma-
til þess að útbreiða frjettir frá
íslandi. Til merkis um, að þeir
færu með rjett mál, bentu þeir
á, að íslenskur einstaklingur í
Höfn ræki á eigin spítur smá
frjettastofu í Kaupmannahöfn,
og að sum blöðin birtu jafnan
frjettir frá þessum manni, en
myndu þó birta enn meira, ef
frjettirnar væru nýrri og sam-
kvæmt opinberum heimildum.
Handritamálið.
Hvað handritamálið svo-
nefnda snertir, þá er það lítið
hitamál hjá almenningi í Dan-
mörku. Það eru sjerfræðingarn
ir einir, sem með það mál fara
og hugsa. Margir þeirra vilja
ekki sjá af handritunum, en aðr
ir eru þeirrar skoðunar, að Is-
lendingar eigi að fá sína eign.
Annað sje ekki sáemandi og trúi
jeg ekki öðru, en að svo verði.
En maðurinn á götunni kær-
ir sig kollóttan. Kunnur dansk-
ur blaðamaður fullyrti við mig,
að ef jeg færi út i götu í Höfn
og spyrði tíu manns um álit
þeirrá á handritamálinu, myndu
níu þeirra segja, að íslendingar
ættu að fá sín handrit, eða að
þeir vissu ekki hvað verið væri
að tala um. Þeir hefðu aldrei
heyrt þessi handrit nefnd.
•
En þó það hafi verið kalt og
hráslagalegt í Borginni við
Sundið í vetur, þá er brúnin-
farin að hæklfa á Hafnarbúum
með hækkandi sól. Almanakið
segir að vorið sje að koma og
sjaldan hafa Hafnarbúar beðið
vorsins með meiri óþreyju en
nú.
Haze: Þú heyrðir, hvað jeg sagði, Krulli litli — þangað til umferðin. neyðir þig til að stoppa. — brautarlest á fleygiferð, en einhvernveginn tekst
fáðu mjer byssuna þína, og þá skal jeg stoppa. Sherry sjer, að þau virðast ætla að rekast á járn- Haze að beygja fyrir hana og halda áfram.
ý — Bing: Hættu þessari vitleysu. Jeg bíð bara