Morgunblaðið - 25.03.1947, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagnr 25. mars 1947
r—«
Á HEIMILI ANNARAR
g.a erhar
t
21. dagur
Richard! Og um leið hugs-
hún:_ Þú verður að fela byss-
una fljótt. Fljótt!
Hvar mundi öruggur felu-
staður svo að lögreglan findi
hana ekki? Hafði hún ekki ver
ið í öruggum felustað allan
tímann?
Klukkan sló eitt högg og það
bergmálaði í stofunni eins og
kall: Fljótt, fljótt!
Henni sló fyrir brjóst af hin-
um megna ilmi af liljum Mild-
reds. I arnirium voru nú aðeins
glæður. Barton var vis til að
finna það á sjer að bæta þyrfti
á eldinn. Hann var vanur því.
En hann var þá ekki í and-
dyrinu og þar var enginn ann-
ar og ekki heldur í stiganum.
Hún skimaði um alt og hafði
byssuna í vasa sínum. Svo
hljóp hún fram í anddyrið og
faldi vopnin á sama stað og
'hún hafði fundið það.
Hún var snör í súningum þá,
en þegar því var lokið, skalf
hún eins og fest upp á þráð og
hafði ákafan hjartslátt. Það sá
enginn missmíði á heiminum,
hann. var jafn sakleysislegur
og hann hafði altaf verið.
Hún fór aftur inn í lesstof-
una. Það var eitthvað, sem hún
hafði ætlað að gera. Já, nú
mundi hún það. Hún hafði ætl
að að fara með frakkann hans
Tim fram. Hún gekk að frakk
anum og tók hann upp, en í
sama blli opnuðust verandar-
dyrnar og Sam Putnan kom
inn.
„Gott kvöld, Myra“.
„Sam — jeg átti ekki von
á yður!“
Hafði hann sjeð til hennar
þegar hún var að handleika
byssuna? Henni varð litið á
rauðu gluggatjöldin. Nei, þau
voru dregin fyrir, eins og vant
var. Hún leit líka á hina glugg
ana. Barton hafði dregið fyrir
þá.
Sam var í mjög æstu skapi
og hann tók ekkert eftir þessu.
Hann sagði: „Jeg var beðinn
að koma og jeg kom eins fljótt
og mjer var unt. Hvar er
Dick?“
„Uppí á lofti“.
„Hjá Alice? Hvernig líður
henni?“
„Hún er þreytt, eins og eðli-
legt er“. Það var henni ógurleg
áreynsla að svara. Það var eins
og fundur marghleypunnar
hefði alveg lamað hana.
Sam fleygði frá sjer yfir-
höfninni og leitaði svo með á-
kefð í vösum sínum að vindl-
íngum. Hann leit varla á Myru.
En hann skimaði um alla stof-
una og horfði lengst á glugg-
ana hjá bókaskápnum. Svo dró
hann vindling upp úr vasa sín-
um með annari hendi, en lag-
færði hálsbindi sitt með hinni.
Sam var aldavinur Richards.
Þeir höfðu verið skólabræður.
Hann hafði tekið að sjer að
verja Alice og hann hafði gert
það þeim skörungsskap og
skarpskygni, að hún myndi ef-
laust hafa verið sýknuð, ef ekki
hefði verið samhljóða fram-
burður þeirra Webbs og Tims.
Hann var magur og dökkur yf-
irlitum, með svolítinn skalla og
þunt svart hár í kring.
Skyndilega leit hann á Myru
og sagði:
„Hvað gengur að Tim? Dick
segir mjer að hann haldi því
fram að hann hafi gleymt að
minnast á gluggatjöldin. Hvern
ig gat hann gleymt því? Er
hann hjer?“
„Já, hann kom áðan“, sagði
hún.
„Jeg þarf að tala við hann“.
Það var gott að hann spurði
eki frekar, hugsaði hún. Þau
áttu auðvitað ekki að leyna
Sam neinu, en hún vildi þó
ekki segja honum frá! játningu
Tims. Það var best að þeir Ric-
hard og Tim kæmu sjer saman
um það hvort Sam ætti að vita
það..
Sam sagði: „Hauiingjunni
sje lof fyrir það að Webb með-
gekk. Það var ekki ónýtt að
fá játningu um ljúgvitni. Alice
hefði ekki verið dæmd, ef hann
hefði ekki borið það ljúgvitni
og Tim hefði borið saman við
hann. Það var það, sem eyði-
lagði málið frá byrjun. Og svo
vildi Alice ekkert segja nema
sannleikann, og henni var eng
in vörn í honum. Ef hún hefði
borið það að hún hefði skotið
Manders í sjálfsvörn, þá hefði
jeg getað varið málið. Hún
neitaði aðeins algjörlega að
hún hefði myrt hann. Jæja,
þjer segið að hún sje frísk?“
Hann Ijet dæluna ganga og. var
óðamála og var auðsjeð að hon
um var ekki rótt.
„Þjer trúðuð því aldrei að
hún hefði drýgt morðið?“
spurði Myra hikandi.
„Trúði ekki-------“ Hann leit
á hana og það var einkennileg-
ur glampi í augum hans. „Satt
að segja þekki jeg Alice mæta
vel. Mjer þykir mjög vænt um
hana. Þjer vitið það sjálfsagt.
Nei, jeg trúði því aldrei að
hún væri sek. En jeg varð alt-
af að hafa vaðið fyrir neðan
mig í vörninni, því að skeð gat
að það kæmi upp úr kafinu að
hún hefði átt hendur sínar að
verja. Jeg var altaf á hennar
bandi, ekki vegna þess að jeg
taki aldrei að mjer að verja
önnur mál en þau, sem jeg veit
að eru rjett, heldur vegna þess
að mjer þykir vænt um hana.
Hún sagði altaf að hún væri
saklaus, og jeg trúði henni. En
samt sem áður — ef hún hefði
nú skotið Manders, þá er jeg
viss um að hún hefir haft fulla
ástæðu til þess .... Dick segir
mjer að nú eigi að hefja nýja
rannsókn“.
Hún kinkaði kolli.
Hann ljet dæluna ganga.
„Það verður Ijóta vafstrið. Rík
isstjórinn verður að gera grein
fyrir framkomu sinni. Allir
vissu að hann fjekk stöðuna
fyrir það að hann fjekk Alice
dæmda. En nú mun fólk segja
að hann hafi notað fyrsta tæki-
færi, er hann var kominn í þá
stöðu, til þess að náða hana.
Hann er heiðvirður maður, það
skal jeg altaf bera honum.
Margir menn hefðu verið ragir
við það í hans sporum að
sleppa Alice á meðan hinn
rjetti morðingi var ekki fund-
inn. En það getur skeð að hann
þykist geta bent á morðingj-
ann. Mintist hann nokkuð á
það meðan hann var hjerna?“
„Richard spurði hann hvort
nokkuð hefði upplýst, en hann
kvað það ekki vera“, sagði
Myra.
„Hann hefir ekki viljað láta
þa”ð uppi. Hann er stjórnmála-
maður, því megið þið ekki
gleyma. Hvað skyldi hann nú
ætlast fyrir? Það þætti mjer
gaman að vita. Máske hefir
hann náð í annan sjónarvott,
þótt mjer þyki það ótrúlegt,
eða þá að byssan hefir fund-
ist“.
Hann sagði þetta ósköp blátt
áfram og kveikti í vindlingn-
um. En henni varð ekki um
sel og henni fanst það ills viti
að hann skyldi ekki horfa á
sig. Henni fanst kúlan í vasa
sínum verða að þyngslabagga,
og ósjálfrátt varð henni litið
niður á vasann til þess að vita
hvort ekki bólaði á henni. En
hví skyldi hún hafa áhyggjur
út af þessu. Sam var vinur
þeirra og hann mundi áreiðan-
lega draga þeirra taum.
Samt sem áður var hún á-
kýeðin í því að segja honum
ekki neitt um byssuna. Að
minsta kosti ekki núna.
Það var ekki mikill tími til
umhugsunar. En hana langaði
til að vita ýmislegt, svo að hún
sagði: „Já, byssan, hvernig er
með hana?“
Hann bljes reykjargusu út
úr sjer og sagði: „Byssan hans
Richards? Hún fanst hvergi.
Það bjargaði Alice, því að jeg
gerði eins mikið úr því og jeg
gat. Það bjargaði hreint og
beint lífi hennar að byssan
fanst ekki“.
Hún þóttist heyra það á rödd
hans að hann væri enn hrædd
ur um það að byssan kynni að
finnast. Og hann árjettaði það:*
„Það var útilokað að hún hefði
getað falið byssuna utan húss.
Webb bar of brátt að. Lög-
reglan sneri öllu við hátt og
lágt í húsinu. Bæði Webb og
Tim komu að svo að segja
rjett á eftir, svo að Alice hefði
ekki haft neitt ráðrúm til að
fela byssuna. Og hún var ekki
heldur með hana — Webb bar
það“.
Hann þagnaði um stund, en
Myra hugsaði: Henni var hægð
arleikur að fela hana þegar
hún hljóp fram á ganginn til
að síma og á meðan Webb var
að stumra yfir bróður sínum,
eða á meðan hann var að draga
tjöldin frá til þess að geta á-
kært hana.
Myra stóð þannig að hún sá
handriðsúluna. En það var ekki
hægt að sjá hana ef maður stóð
við jluggann, þar sem Webb
hafði staðið.
iimiiiiiiiiiifmiHiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiii*
STÚLKA, helst vön af- í
I greiðslustörfum, óskast í i
í bókabúð. Þarf að vera góð f
| í reikningi og geta talað l
f ensku. Húsnæði gæti i
1 fylgt. — Eiginhandarum- |
i sóknir, ásamt mynd og f
f meðmælum, ef fyrir eru, i
i leggist inn á afgr. þessa f
i blaðs fyrir 31. þ. m., |
i merktar: „Framtíðarstarf |
f — 660“.
■iiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniiimmiiiiimiiiiu
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAK RICE BURKOUGHS.
117.
Orustan var skammvinn, því þegar Dakor og jeg sótt-
um með mönnum okkar gegn hægri fylkingararmi Sag-
otha, höfðu þeir mist svo kjarkinn, að þeir snerust á hæl
og lögðu á flótta. Við rákum flóttann um stund og tókum
marga fanga. Auk þess náðum við í um eitt hundrað
þræla, en meðal þeirra var Hoja hinn slægi.
Hoja sagði mjer, að hann hefði verið tekin'n til fanga,
er hann var á leiðinni til lands síns, en að Maharar hefðu
þyrmt sjer, þar serþ þeir vonuðu, að með aðstoð hans
gætu þeir komist að því, hvar hið mikla leyndarmál þeirra
væri niður komið. Ghak og jeg hölluðumst aftur á móti
heldur að þeirri skoðun, að Hoja hefði átt að'vísa Mahör-
um leiðina til Sarí, en þar mun hann hafa haldið að finna
mætti bókina hjá Perry; en ekki gátum við sannað þetta,
og því breyttum við gegn honum eins og hann væri einn
af okkar eigin mönnum, enda þótt enginn gæti raunar
felt sig við hann. Og brátt mun jeg skýra frá því, hvernig
hann launaði mjer velgerðir mínar.
Meðal fanga okkar voru nokkrir Maharar, og svo mjög
óttuðust menn okkar þá, að ekki vildu þeir koma nálægt
þeim, nema hefðu þeir áður hulið sig sjónum þeirra með
stóru skinni, sem þeir steyptu yfir sig. Jafnvel Dían trúði
því, að ekki væri óhætt að koma fram fyrir auglit reiðs
Mahara, og enda þótt jeg brosti að hræðslu hennar, var
jeg þó fús til að fallast á þetta viðhorf hennar, ef það
hjálpaði henni til að sigrast á ótta sínum, og því sat hún
nokkurn spöl frá jarðvjel okkar, en hjá henni höfðu Ma-
hararnir verið hlekkjaðir. Perry og jeg rannsökuðum aft-
ur á móti farartækið nákvæmlega einu sinni enn.
Að lokum settist jeg við stýrið, kallaði til eins mann-
anna fyrir utan og bað hann að sækja Dían. Svo vildi til,
að Hoja stóð rjett við dyrnar á vjelinni, svo að það var
hann, sem, án þess jeg vissi af því, fór að sækja hana, en
hvernig honum tókst að framkvæma óþokkabragð það sem
hann ljek mig, ^eit jeg ekki, nema þá að hann hafi haft
einhyerja til að hjálpa sjer. Og ekki get jeg heldur fengið
mig til að trúa því, þar sem allir menn mínir voru mjer
trúir og hefðu drepið Hoja á staðnum, hefði hann svo
mikM sem hreyft því við þá, að framkvæma þann djöful-
lega verknað, sem raun varð á. En allt þetta skeði svo
skjótt, að jeg held að honum hafi dottið illverkið í hug á
einu augabragði, og tekist að framkvæma það, vegna
nokkurra hendinga, sem áttu sjer stað á nákvæmlega
rjettu augnabliki hvað Hoja viðvíkur.
Vegna brottflutnings verður eftirfarandi selt með
hagkvæmu verði:
Sjerstæð gömul frönsk húsgögn og listmunir.
1 franskt dömuskrifborð með ástæðum skáp, brons-
lagt (sjerstæð ,,Boulle“-vinna).
1 sjerstætt „Boulle“-borð, ríkulega lagt bronsi, inn-
lagt með skjaldbökuskel.
2 mikið útskornir stólar með gyllingu (Bergere)
merkí: Ceba 1709.
1 bronsmynd: „Poesie“, merkt: H. Levasseur.
2 gamlar franskar Ijósastykur úr Marmara, merlaður
bromsi, hvor með 6 ljósum.
2 gamlir franskir logagyltir bronsstjakar.
1 nýtísku franskur skrifborðslampi úr bronsi með
ljónslöppum.
1 8 arma kirkjukróna úr bronsi.
1 mjög fagurt „punche“-sett með 9 glösum.
Málverk:
1 dýrmætt málverk eftir C. T. Sörensen (frægasta
sæmálara Danmerkur). Málað 1874. Stærð:
155x230, áður í eigu danskrar aðalsættar. Enn-
fremur Kong Chr. d. IX á leið til íslands með
freygátunni Jylland.
1 málverk eftir hinn þekta norska listamann Kunstell
Gaardsol: „Eneboeren i Grib Shov“. 72x94.
Aðeins persónulegar upplýsingar í dyravörslunni
Hótel Borg í dag kl. 11—12 eða brjef, merkt:
„Kunst“, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins.
AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDl