Morgunblaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 14
n
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. apríl 1947
Á HEIMILI ANNARAR
q. a erkart
35. dagur
*Var ungfrú Wilkinson með-
vitundarlaus?“
„Nei, hún greip báðum hönd
um um hálsinn á sjer. En svo
dó hým samstundis“.
„Sagði hún nokkuð“.
„Nei, þetta skifti engum tog-
um“,
„Þakka yður fyrir, ungfrú
Lane“. Svo sneri hann sjer að
Richard. „Þjer skýrðuð mjer
svo frá að ungfrú Wilkinson
hafi verið kunnugt um það að
frú Thorne var sýknuð og að
ný rannsókn mundi fara fram.
Jeg hygg því að það sje engum
blöðum um það að fletta
hvers vegna hún hefir drýgt
sjálfsmorð. Sennilega hefir hún
lengi átt í baráttu við sjálfa
sig, en 'þetta hefir verið henni
það áfall, sem reið baggamun-
inn. Það er svo sem ekkert
nýtt. Og þar sem læknirinn
segir að hún hafi biðið bana af
cyanide, þá held jeg að við
höfu^j hjer ekki meira að
gera“.
„Á jeg að skilja það svo, að
rjettarrannsókn sje lokið og
ekki verði gert meira í mál-
inu?“ spurði Richard.
„Já, jeg býst við því“, sagði
lögregluþjónninn. „Að vísu er
rannsókn eigi lokið. Við verð-
um að fá sýnishorn af skrift
'hennar, enda þótt jeg efist ekki
um gð það sje hennar hönd á
játningunni, þar sem Lady
Carmichael hefir borið það, að
þett^. sje hennar skrift og kon-
an yðar horfði líka á hana
skrifa það. En til vönar og
vara gerum við rannsókn
heima hjá henni. Það getur
líka vel verið að þar finnist
brjef frá Jack Manders. Við
þurfum líka að tala við Webb
Manders, hann ætti að vita
eitthvað um þetta. En það eru
aðeins formsatriði. Málið er
þegar upplýst. Nú er ekki ann-
að eftir en að vitnin staðfesti
framburð sinn“.
Barton kom inn með kaffi og
kökur. Hraðritarinn las upp úr
vasabók sinni framburð þeiira
allra, Richards, Sams. Alice,
Myr> og læknisins, en hann
hafði fullyrt að Mildred hefði
dáið af cyanide. „Þetta eitur er
mjög bráðdrepandi“, las hiað-
rita^nn. „Jeg veit ekki hvar
hún hefir fengið það, en jeg
býst við að hún hafi keypt það
hjer í lyfjabúðinni11.
Hvergi var minst á byssuna.
Höfðu þeir ekki fundið hana?
Hvað. hafði Mildred gert af
henni?
Hraðritarinn lauk lestrinum
og svo spurði rannsóknarinn.
hvort nokkur hefði nokkuð að
leiðrietta eða nokkru við að
bæta.
Þá varð þögn meðan hann
hann beið eftir svari. Skyldi
nú einhver gefa sig fram? hugs
aði Myra. Einkennilegt ef ein-
hver skyldi nú gefa sig fram.
Og bó var hægt að bæta hjer
miklu við. En hví skyldi það
gert? Lá ekki alt opið fyrir?
Mildred hafði framið sjálfs-
morð. Hún hafði játað að hafa
skotið Jack. Hvers þurfti fram-
ar við?
Enginn gaf sig fram.
O/t þar með var þessu skyndi
lega lokið, og lögreglan fór.
Richard fylgdi þeim til dyra.
Tim ráfaði á eftir honum eins
og rakki, sem eltir, húsbónda
sinn. Cornelia vafði skjólvoð-
unum þjettar að sjer í stólnum
og andvarpaði. En um Alice er
það að segja að nú var eins og
allur kjarkur hennar væri þorr
inn. Hún greip báðum höndum
fyrir andlit sjer og grjet með
miklum ekka.
„Svona, svona“, sagði Sam.
„Nú. er öllu lokið“. Hann gekk
til hennar og horfði vandræða-
lega á ‘hana. „Látið þjer ekki
hugfallast núna, Alice. Nú er
öllu lokið. Og jeg verð að segja
það að alt fór vel, eins og út-
litið var ískyggilegt. Sem bet-
ur fer er nú öllu lokið“.
„Jeg veit það“, kjökraði Al-
ice og þerraði af sjer tárin.
Nú heyrðu þau að útidyra-
hurðinni var lokað.
„Þar fór sá seinasti“, sagði
Sam. Hann gekk fram að
franska glugganum og opnaði
hann svo að svalt næturloftið
streymdi inn. ,,Við höfum gott
af því að fá ferskt loft“.
Það var komið fram undir
dögun. Maður fann það á vor-
loftinu, sem lagði inn í her-
bergið. En nú var veður þó
breytt, kominn kalsi og suddi.
„Aumingja Mildred", kjökr-
aði Alice.
Cornelia dæsti.
•„Aumingja Mildred“, endur-
tók hún, „hún olli ekki' litlu
böli og þjáningum meðan hún
lifði.. En nú er því öllu lokið,
eins og Sam sagði. Jeg vor-
kenni henni, en hún reyndist
þjer illa, Alice, og ykkur Rich-
ard báðum. Og við vitum ekki
hvernig þetta hefði farið ef hún
hefði ekki gert játninguna.
Þeir hefðu sennilega tekið
Richard fastan, og hver veit
hvað?“ Gamla konan var ekk-
ert mjúk í máli.
„Já, þeir mundu hafa tekið
Dick fastan. það er enginn efi
á því“, sagði Sam.
Cornelia leit á hann. „Kem-
ur sakadómarinn hingað?“
spurði hún.
„Hann er á leiðinni til þorps
ins. Hann kvaðst varla mundi
koma til lögreglureglustöðvar-
innar fyr en eftir tvær klukku-
stundir. En jeg veit ekki hvort
hann kemur hingað. Og þótt
hann komi þá mun hann ekki
yfirheyra neinn. Það verður
ekki lagt meira á Alice“.
„En hann kemur?“ sagði
Cornelia. „Hvers vegna?“
„Aðeins vegna þess hvað
þetta er mjög umtalað mál.
Hann sagðist vilja vera á staðn
um. Jeg ímynda mjer að ríkis-
stjórinn hafi skipað honum
það, svo að hann gefi blöðun-
um allar upplýsingar. Það ger-
ir ekkert til þótt hann komi“.
Kuldastroku lagði inn um
gluggann. Það fór hrollur um
Alice.
„Viljið þjer gera svo vel að
loka glugganum, Sam“, sagði
hún. „Það er svo óttalega kalt“.
Sam leit meðaumkunarlega
á hana. „Auðvitað Alice“, sagði
hann. Síðan lokaði hann glug^-
anum og svo dró ’hann skemil
að fótum hennar. „Svo tók
hann_ hönd hennar og sagði:
„En sú gleði að öllu skuli vera
lokið: Ríkisstjórinn sagði þetta
að hann byggist við að alt
mundi komast upp, en varla
fljótlega — •—•
Cornelia greip fram í: „Hjelt
hann að Mildred hefði gert
það?“
„Nei, nei“, sagði Sam. „En
þegar jeg talaði við hann í síma
áðan þá var eins og honum
kæmi þetta ekki á óvart. Hann
var glaður, en ekki undrandi.
Jeg held að hann hafi gert það
af klókskap að flytja Alice
heim og láta það berast út að
ný rannsókn mundi verða haf-
in. Hann var að minsta kosti
ákveðinn í því að koma róti á
hugi manna“.
„Róti á hugi manna“, dæsti
Cornelia. „Það er nú nóg kom-
ið af svo góðu“.
„Aldrei hafði það flögrað að
mjer að Mildred hefði skotið
Jack“, sagði Alice og horfði
beint út í loftið. „Hún hlýtur
að hafa liðið miklar sálarkval-
ir, bví að henni þótti alltaf
vænt um mig“. —
Sam mælti gremjulega:
„Henni var það þó meir í mun
að skjóta sjálfri sjer undan.
Hún hefði sjálfsagt sent yður
undir fallöxina án þess að segja
eitt einasta orð“.
Þeir Ricl/ird og Tim komu
nú inn.
„Þá eru þeir nú farnir“,
mælti Richard. Hann var fölur
og þreytulegur og þannig voru
þau öll, föl og úrvinda fanst
Myru. Og ef einhver hefði rek-
inn þarna inn, án þess að vita
hvað á undan var gengið,
mundi honum hafa sýnst þau
líkust afturgöngum.
Tim settist og sperti frá sjer
bífurnar. „Hvað haldið þið að
hafi orðið um Webb?“ sagði
hann.
„Ekkert“, sagði Sam. „Hann
steipsefur og hefir ekki heyrt
hringingarnav, það er alt og
sumt“.
„Lögreglan ætlar að krækja
í hann“, sag^i Richard.
„Auðvitað“, sagði Tim. „Og
honum sárnar bað sjálfsagt
mest að Alice skuli sleppa“.
Cornelia sagði með hægð:
„Ef hann hefði vitað nokkuð
um samband þeirra Mildred og
Jacks, þá hefði hann auðvitað
sagt frá því við ransókn máls-
i»s“r
„Nei. það hefði Webb ekki
gert“, sagði Sam. „Honum var
ált í mun að skella allri skuld-
inni á Alice. Hvernig fór lækn-
isskoðunin, Dick? Sagði lögregl
an nokkuð um það?“ *
„Þeir sögðu að Mildred hefði
dáið af cyanide, en það verður
að rannsaka það atriði betur
og komast að því. hvar hún hef
ir fengið það. Peir fóru með
alt dót hennar hjeðan, brjefið,
penpann, töskuna, alt saman".
Alice mælti lágt: „Æ, verið
; þið pkki að tala um þetta. Góði
Richard verið þið ekki að tala
um þetta. Jeg þoli það ekki.
Mjer hafði ekki komið það til
hugar að hún mundi elska
hann svona heitt“.
Eggert Claessen
Gústaf A. Sveinsson
hæstarjettarlögmenn
Oddfellowhúsið. — Sími 1171.
Allskonar lögfræðistörf.
Æfintýrið um Móða Manga
Eftir BEAU BLACKHAM.
9.
Þegar hringleikahúsfólkið heyrði gauraganginn, horfði
það út um gluggana á vögnum sínum og byrjaði að hrópa
á apann-' Stjórnandi hringleikahússins var með fallega
pípuhattinn sinn á höfðinu, þegar hann hallaði sjer út um
gluggann, en vindhviða þeytti honum út í buskann. Hatt-
urinn sveif í loftinu og nálgaðist aftasta vagn lestarinnar.
í honum var strútur, og skipti það engum togum, að hatt-
urinn lenti beint á hausnum á honum, sem stóð út um
gluggann. og huldi hann með öllu, svo að fugltetrið gat
ekki sjeð nokkurn skapaðann hlut.
—Nú er mjer nóg boðið! skrækti strúturinn. Strax kom-
ið kvöld. Ekki var þessi dagurinn langur. Góða nótt, vinir
mínir! og hann steinsofnaði með hausinn ennþá út ura
gluggann og pípuhatt eins og heljarmikinn hjálm lengst
niður á háls.Strúturinn hjelt sem sagt, að vegna þess nð
hann gat ekkert séð, hlyti að vera kominn háttatími
Fíllinn Júmbó, sem hafði verið að láta sig dreyma ura
hey og annað sælgæti, vildi nú sjá, hvað eiginlega væri
að ske. Fyst stakk hann út rananum og svo hausnum, en
ennþá gat hann ekkert sjeð. Svo hann reyndi að reka haus-
inn ennþá lengra út um gluggann. Þetta þýddi hins vegar
það, að allur þungi hans var nú kominn yfir í aðra hlið
vagnsins, vagninn byrjaði því að halla, ógurlegt brothljóð
heyrðist og annað framhjólið á honum brotnaði mjelinu
smærra.
Móði Mangi, sem var blásandi á leiðinni upp allháa hæð,
snarstopaði allt í einu. Ekki gat hann gert sjer ljóst, hvað
skeð hafði, hjelt hann að bratinn hefði líka stoppað hann
vegna þess, að hann gaf sig sjaldnast fyr en í fullla hnef-
ana, vildi hann als ekki gefast upp og tók á öllu, sem hann
átti til. Lestin hreyfðist ekkki, en svo mikil voru átökin að
BANG! stóreflis gat kom á gufuketilinn hans Manga! Og
um leið og hann bljes og hvæsti og gufan streymdi eins
og reykjarstrókur úr Heklu út um gatið á katlinum, and-
varpaði hann dapurlega og gafst upp.
Allt var í uppnámi. Starfsmenn hringleikahússins þutu
út úr vögnum sínum og hópuðust kringum Móða Manga,
til þess að athuga,hvað að væri- Dýrin þustu líka út úr
lestinni og mynduðu hring í kringum fólkið.
HAFNARFJÖRÐUR
Ungling
vantar Morgunblaðinu til blaðburðar í Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins, Austurgötu 31,
Hafnarfirði.
UNGLINGA
Vantar okkur til að bera Morgunblaðið
til kaup^nda. 7
Hverfisgöfu Laugav. Efri
Við sendum blöðin heim til barnanna.
Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.
AUGLÝSING ER Gl’LLS IGILDI