Morgunblaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 2
1
MORGUNBLAÐIÐ
'Miðvikudagur 16. apríl 19471
íslenskir náttúrufræðingar
- úrvalsmenn til rannsókna
segir iiels lielsen
PRÓFESSORARNIR dönsku, Niels Nielsen og Noe Nygaard
fóru heimleiðis í gær. Mestan tímann, sem þeir dvöldu hjer á
landi, voru þeir austur við Heklu, til þess að athuga eldsum-
brotin.
Er tíðindamaður frá blaðinu hitti þá áður en þeir fóru, vora
þeir sammála um að ferð þessi, og það, sem þeir hafa sjeð af
Heklugosinu, væri hið stórfenglegasta, og merkilegasta, sem
ívrir þá hefir borið.
Dalton bjartsýnn
um ijárhag fireta
London í gærkvöldi.
HUGH DALTÖN, fjármálaráðherra Breta, hjelt þriggja klukkii
stunda ræðu, er hann lagði fram fjárlagafrumvarp stjórn-
arinnar á þingi í dag. Þingmenn verkamannaflokksins fögnuðu
ræðumanni ákaflega, er hann tilkynti að tekjuafgangur af fjárlög
unum næmi 248 miljón sterlingspundum.
- é>
Nielsen prófessor komst m. a.
áð orði á þessa leið: Auk þess,
sem gosið hefir verið mjer ó-
gleymanlegur viðburður, sem
járðfræðing, hefir það og verið
mjer óblandið ánægjuefni að
sjá hvernig hinir íslensku nátt-
úrufræðingar hafa skipulagt
rannsóknir sínar á gosinu, og
hve vel þeim hefir tekist að
fylgja þeim rannsóknum, sem
þeir í upphafi settu sjer.
: Jeg þykist hafa leyfi til að
segja þetta af fullkomnum
kunnleika, því jeg hefi s.l. 25
ar, haft tækifæri til að fylgjast
rrieð íslenskum náttúrufræðing-
pfn, að þeir urðu að vinna eins
og einsetumenn hver í sínu
horni. A síðustu árum hefir vax
ið upp hinn álitlegasti hópur ís~
lénskra náttúrufræðinga. Hefi
jeg þekt þá alla ,að heita má,
alt frá því þeir hófu nám sitt.
Jeg hefi haft tækifæri til þess
að ferðast með þeim, og fylgj-
ast með störfum þeirra.
- Það er mjer mikið gleðiefni
að sjá nú þessa menn taka rarin
sóknarefni eins og Heklugosið,
með svo miklum og eldheitum
áhuga vísindamannanna, sem
raun er á. Jeg þori að segja, að
ehgin Norðurlandaþjóðin mun
nú hafa öðru eins úrvalsliði á
að skipa sem íslendingar, til
þess að taka upp og framfylgia
rannsóknum á Heklugosinu. —
Þetta er þeim mun merkilegra,
sem Islendingar eru svo lang-
samlega fámennasta Norður-
lándaþjóðin.
Síðan bars talið að starfsemi
Dansk-íslenska fjelagsins, en
Nielsen prófessor hefir verið í
stjórn þess fjelags, nokkur und
anfamn ár. Var hann varafor-
maður þess, þangað til sr. Arne
Möller dó, en hefir gegnt for-
mannsstörfum síðan.
Fjelagsmenn* sagði Nielsen,
eru yfir 1000 víðsvegar um Dan
mörku. Starfsemi fjelagsins er
margþætt. Haldnar eru sam-
komur tvisvar á ári með fyrír-
lestrum o. þessh. Fjelagsstjórn-
in leiðbeinir íslendingum, sem
til Danmerkur koma og gefur
út Árbók og aðrar bækur, nú
síðast hina ítarlegu og merki-
legu bók Th. Krabbe, um verk-
legar frámfarir á íslandi.
Fluttir éru fyrirlestrar á veg-
um fjelagsins um íslensk efni á
samkomum gg í fjelögum og
skólum víðsvegar um landið. —
Meðan á styrjöldinni stóð, ann-
aðist fjelagsstjórnin miðlun
frjet.ta frá íslandi til danskra
blaða.
Það er innileg ósk min, sagði
Nielsen prófessor að lokum, að
góð vinátta fái að njóta sín á
milli íslendinga og Dana, og
þessar skyldu þjóðir læri á kom
andi tímum að hafa samskifti
á þann hátt, að báðar þjóðir
hafi af því gagn og ánægju.
Vegalögin lögfes!
Hjer verður getið nokkurra
mála, sem Alþingi hefir haft til
meðferðar síðustu dagana.
Vegalögin.
Frv. til vegalaga var í gær
afgreitt sem lög. Meða lögum
þessum verður lengd nýrra þjóð
vega rúmlega 700 km. Fyrir
Alþingi liggur og frv. til brúar-
laga, þar sem lagt er til að 44
nýjar brýr verði teknar upp á
brúarlögin.
Almann atr yggingar.
Frv. Steingríms Aðalsteins-
sonar um breytingar á lögun-
um um almannatryggingar, var
felt í Ed. með 11:1 atkv. Hafði
frv. verið sent Tryggingarstofn
un ríkisins til umsagnar. Lagði
tryggingarráð til að ekki yrðu
gerðar veigamiklar breytingar
á lögunum fyrr en fengin. er
nokkur reynsla af framkvæmd
þeirra.
Framfærslulög.
Frv. til framfærslulaga var
til 2. umr. í Nd. í gær. — Frá
meiri hl. fjelagsmálanefndar
lágu nokkrar brtt., aðallega um
að tekin skuli upp í frv. ættar-
framfærsla, að börn skuli fram-
færa foreldra sína, ef þau eru
til þess fær, og á sama hátt
skuli foreldrar framfæra börn
sín, 16 ára ogeldri. Þessi ákvæði
voru feld burt; er frumvarpið
var samið, en tekin aftur upp
nú. Frv. fór síðan til 3. umr.
Alurðasölumálin.
Frv. um framleiðsluráð land-
búnaðarins hefir verið til 1.
umræðu undanfarið, og sætt
nokkurri gagnrýni. Jón Pálma-
son hefir gagnrýnt frv. allmjög,
en kveðst mundi gera frekar.
grein fyrir áliti sínu í landbún-
aðarnefnd.
Kommúnistar hafa hamast
gegn því, að Sjómannafjelag
Reykjavíkur tilnefndi einn full
trúa af hálfu neytenda í hina
nýju sexmanna-nefnd, sem lagt
er til að verði komið á samlcv.
frumvarpinu.
Fyrstu umræðu var lokið í
gær og málinu vísað til 2. umr.
og landbúnaðarnefndar.
MADRID: — Margir menn
voru handteknir í Saragossa á
Spáni nýlega, er upp komst um
það, að í undirbúningi var að
sprengja upp kolanámur í Ut-
rilla.
Söngskemlun Þor-
sleins Hannessonar
ÞORSTEINN HANNESSON
tenórsöngvari hjelt sþngskemt-
un í Tripolileikhúsinu síðast-
liðið sunnudagskvöld við góða
aðsókn og mjög mikla hrifn-
ingu áheyrenda.
Þorsteinn hefir tekið svo stór
feldum framförum upp á síð-
kastíð(/ að undrum sætir. Rödd-
in, sem er mikil og fögur, er
nú þjálli og frjálsari á háum
tópum en áður og ekki ■ eins
klemmd, og hljómaði hún nú
oft glæsilega og tindrandi út í
salinn, þótt raunar gætti lítils-
háttar þreytu í lok tónleikanna,
en efnisskráin var mjög erfið
Auðheyrt er, að Þorsteinn
hefir haft góða kennara og
kunnað vel að notfæra sjer
kennsluna, en_þar vill stundum
á bresta. En hann er líka'ó-
venjugáfaður söngvári, alvöru-
gefinn og auðmjúkur gagnvart
listinni, og kom það best í ljós
í' „Dichterliebe" Schumanns,
sem var sungið af djúpum skiln
ingi og stílfestu. Þetta fagra
verk (16 lög alls) hins mesta
rómantiska tónskálds, sem uppi
hefir verið, naut sín framúr-
skarandi vel í meðförum Þor-
steins. Hann flutti það af þeim
einfaldleik hjartans, sem gerir
söng hans oft svo töfrandi.
Síðari hluti efnisskrárinnar
var helgaður íslenskum tón-
skáldum og svo Puccini og
Wagner. íslensku lögin voru
nokkuð misjafnari í meðferð
Þorsteins, eins og stundum vill
brenna við hjá söngvurum vor-
um. Þannig naut ,,Gígjan“ sín
miður vel, en „Sverrir konung-
ur“ aftur á móti alveg framúr-
skarandi; einnig ágætlega „í
dag skein sól“ og „Fuglinn í
fjörunni“.
Um óperuaríurnar er það að
segja, svona yfirleitt, að þær
njóta sín aldrei til fulls nema
með hljómsveitarundirleik. Þær
eru vanalega svo háspenntar og
reyna svo mjög á raddþolið að
líkja má við líkamlegt ofbeldi
á söngvurunum að bjóða þeim
slíkt (þetta kalla menn drama-
tik!). En hljómsveitin ber alt
uppi á sínum breiðu brjóstum,
einnig söngvarann.
Fyrsta arían eftir Puccini
„Recondita armonia“ var nú of
þvinguð á köflum, en ,E lucivan
le stelle“ aftur á móti prýðileg,
og sama má einnig segja um
;,Lohengrin“-aríuna, sem er
mjög erfið viðfangs.
Þorsteinn Hannesson er þeg-
ar orðinn mjög glæsilegur söngv
ari. Það sem virðist fyrst og
fremst vaka fyrir honum er að
vera listinni trúr fram í dauð-
ann, ef svo mætti að orði kveða,
og er það eins og vera ber. En
mjer minnst hann þó stundum
draga sjálfan sig full mikið í
hlje. Blóðrík list krefst blóð-
ríks elskhuga. En það fellst
mikið á bak við söng Þorsteins,
og öll list er borin uppi af því,
sem á bak við býr.
Dr. Urbantschitsch átti sinn
mikla þátt í þessari söng-
skemmtun með sínum „kúlti-
veraða“ og fína undirleik.
P. í.
Tisso dæmdur
til dauða
Monsignor Josef Tisso
Prag í gær. Einkaskeyti
til Morgunbl. frá Reuter.
MONSIGNOR JOSEF TISSO
(Faðir Tisso), quislingur og for
seti Slóvakíu þann tíma, sem
Þjóðverjar hernámu landið, yar
í dag dæmdur til dauða, með
hengingu. — Utanríkisráðherra.
hans, dr. Ferdinand Durcansky
var pinnig dæmdur til dauða
með hengingu, Þriðji ráðherr-
ann, Alexander Mach, var ekki
dæmdur í dag; eins og búist
hafði verið við, þar sem hann
I
hefir þjáðst af lungnasjúkdómi
undanfarið.
Tisso tók dómi sínum með
rósemi að því er virtist. Hann
játaði í rjettarhöldunum'að hafa
veitt Þjóðverjum hernaðarlega
aðstoð, en neitaði því að hann
hefði nokkru sinni undirritað
stríðsyfirlýsingu gegn Bretum
og Frökkum.
HERSHÖFÐINGJAR
ÁKÆRÐIR
LONDON: — Fjóriri þýskir
hershöfðingjar verða á næst-
unni dregnir fyrir rjett í Wup-
pertal, sakaðir' um að hafa lát-
ið mvrða 31 stríðsfanga banda-
manna.
VERSLUNARSAMNINGAR
RÆDDIR
LONDON: — Sænsk sendi-
nefnd er komin til London, til
að ræða um framlengingu nú-
verandi verslunarsamnings
Breta og Svía.
Dalton sagði, að á erlenduirí
vettvangi ættu Bretar við erf-
jðleika að stríða; en hvað snerti
fjárhaginn innanlands mætti
heimurinn gjarna taka eftir því,
að hann væri góður.
Stórhækkun á tóbaki.
Það, sem almenningur í Brct
landi mun taka mest eftir, er
hin gífurlega hækkun, senu
verður á tóbaki. 20 stykkja sí-
garettupakki hækkar úr 2 sh.
og 2 pence í 3 shillings og 4
pence og ætlast fjármálaráð-
herrann til þess að þessi verð-
hækkun verði til þess, að tó-
baksnetkun landsmanna minki
um (4 á þessu ári. — Hann
skýrði frá því, að um 80% af
tóbaki Breta kæmi frá Banda-
ríkjunum og í kaup á því færu
dollarar, sem Bretar mættu illa
missa.
Onnur atriði í ræðu Daltons,
sem vöktu athygli var m. a.
að Bretar ætla að draga úr;
kostnaði við landvarnir 46% af
því, sem eytt Var s.l. ár og er;
kostnaður áætlaður 899 miljóií
sterlingspund.
'Eden lítið hrifinn.
Anthony Eden hafði orð fyr-
ir stjórnarandstöðunni. Hann
sagði m. a. að tekjuafgangur
sá, sem Dalton talaði um væri
ekki raunverulegur tekjuaf-
gangur, sem sýndi batnandi hag
breska ríkisins, heláur væri um
að ræða afgang vegna sölu á'
afgangstækjum frá hernum og
af öðrum óeðlilegum ástæðum.
Það væri þess vegna því miður
engin ástæða til fagnaðarláta.
Baksi hefir rjelf
lil að skora á
Joe Louis
London í gærkveldú
JOE BAKSI, hnefaleikarl
frá Bandaríkjunum sigraði |
kvöld Bruce Woodcoclq
Evrópumeistara í hnefaleik,
og hefir þar með rjett til aðj
skora á Joe Louis til að verjai
heimsmeistaratitilinn fyrii)
sjer.
Hnefaleikakeppnin fór framí
í Harringay leikvelli að við-*
stöddu fjölmenni. Dómarintf
stöðvaði leikinn eftir sjö lot~<
ur er sjeð var að Woodcock!
var orðinn svo aðframkom.-*
inn, að ekki var forsvaranlegti
að láta þá halda áfram aði
berjast, en upphaflega var á-*
kveðið að þeir reyndu meðj
sjer í 10 lotum. — Reuter.
. FRÍMERKI ELIZABETH ]
PRINSESSU.
LONDON: Ástralska stjórn-
in hefir sótt um leyfi til að notai
mynd af Elizabeth prinsessu á
frímerkjum, sem gefa á út I
sambandi við 21 árs afmælis-
dag. prinsessunnar 21. apríl. \