Morgunblaðið - 19.04.1947, Page 11
Laugardagur 19. apríl 1947
MORGUNBLAÐIÐ
11
Framhald.
Á einveldistímum fyrri
alda og ekki síður í einræðis-
ríkjum síðustu tíma, er ör-
yggi borgaranna lítils virði,
þar sem valdhafarnir hafa í
hendi sjer dómsváldið eftir
feigin geðþótta að meira eða
minna leyti.
ÞBODN ÞESð, r.H
Eftir Jóhann Hafstein
'4. Almennar, frjálsar og
leynilegar kosningar með
ákveðnu millibili
Þá er komið að einu höfuð-
teinkenninu við framkvæmd
lýðræðisins, sem eru almenn-
ar, frjálsar og leynilegar
kosningar.
Þar, sem fólkið tekur el;ki
beinan þátt í stjórnarathöfn-
um, en þingin fara með um-
boð þess, verður kosningar-
rjettur þinganna að vera al-
mennur. Til þess að borgar-
inn íái neytt þessa kosninga-
rjettar óháður verða kosning
ar að fara leynilega fram. —
Ekki nægir hins vegar, að
kosningarnar sjálfar fari áið •
hafninu til fram leynilega, ef j
kjösandinn er að öðru leyti
þvingaður í atkvæðagreiðsl-j
unni. Þess vegna verða kosn-
ingarnar að vera frjálsar,
Skoðanafrelsi að ríkja óskor-
að, málfrelsi og ritfrelsi og
nauðsynlegt athafnafrelsi að
'öðru leyti.
Fellur þar undir fyrst og
fremst, að starfsemi stjórn-
málaflokka sje frjáls og ó-
hindruð, þar sem fólki með
ölíkar stjórnmálaskoðanir er
tilskilin jöfn aðstaða til kjör-
'gengis og kosningarrjettar,
i— framboðs og þátttöku í
kosningum.
Enn verður að uppfylla það
Skilyrði, að kosningar fari
fram með nokkum veginn
fyrirfram ákveðnu millibili,
en sjeu ekki látnar fram fara
teftir geðþótta ríkjandi stjórn
ar, þegar henni þykir hent-
ugt, t.d. þegar hún álítur al-
menning í því augnabliks-
ástandi, sem henta myndi mál
stað hvnnar o.s.frv.
Fleiri atriði gætu komið til
’álita í þessu sambandi t.d.
varðandi meðferð og hand-
höfn framkvæmdarvaldsins.
En þar sem löggjafarvaldið
;er í hendi þinganna og dóm-
Stólar óháðir, myndi fram-
kvæmdarvaldið alltaf í reynd
inni verða nokkuð skorðað,
hvernig sem handhöfn þess
yæri varið.
Þingræðisfyrirkomulágið,
Sem á upptök sín í Bretlandi,
gerir ráð fyrir því, að fram-
kvæmdarvaldið sje í reynd-
inni háð þinginu, þannig, að á
hverjum tíma sje á valdi
meirihluta þings, hverjir fari
með það vald, skipi stjórn rík
isins, eða e.t.v. til bráða-
byrgða að stjórnin sje háð
j þeim stærsta þinghluta, sem
kostur er á.
Samskonar reglum höfum
við fylgt eftir að við hJutum
„heimastjórn“ 1904, með því
eina fráviki, er skipuð var ut-
anþingsstjórn í árslok 1942.
I í Bandaríkjunum er fram-
kvæmdarvaldið hins vegar í
liöndum forseta., sem er þjóð-
kjörinn og verður ekki með
vantrausti þingsins vikið frá
eins og stjórn í þingræðis-
landi eftir breskri fyrirmynd.
Hins vegar getur forsetinn
sætt ákæru fyrir „Senatinu"
og yrði vikið frá með sam-
þykki 2/3 atkvæða þar, eftir
rannsókn og málsmeðferð
þar.
í Sviss eru 7 ráðherrar í rík
isstjórn eða sambandsráði. —
Þar kýs þingið ráðherra eftir
hverjar. kosningar til 4 ára
og þeir sitja svo þessi 4 ár.
Þegar menn eru kosnir ráð-
herrar, verða menn að segja
af sjer þingmennsku. En van-
traust á stjórn þekkist ekki
þar sem hver stjórn situr
sitt kjörtímabil. Það er ófrá-
víkjanleg venja, að tala ráð-j
herra úr hverjum flokki feri
j eftir fulltrúatölu flokksins á ]
þinginu. — Þingið kýs einn
hinna 7 ráðherra til forseta.
Er þetta verulega frábrugðið
þingræðisstjórnskipun, eins
og hún hefur þróast í Eng-
landi, Norðurlöndum og víðar.
— Þetta hygg jeg, að sjeu
nú aðalatriðin varðandi ytra
form eða framkvæmd lýðræð-
isins:
1. Grundvallarlög, er miði að
því að tryggja sjálfstjórn
fólksins og setja ríkísvald-
inu skorður.
2. Þjóðkjörnar löggjafarsam-
komur.
3. óháðir dómstólar.
4. Almennar, frjálsar og
leynilegar kosningar með
fyrirfram ákveðnu milli-
bili.
Stöðugt vaxandi fylgi æskunnar
viö Sj dlfstæðisstefnuna
UNGIR Framsóknarmenn
hafa gortað mikið af því á
síðu sinni í Tímanum hversu
margt ungt fólk hafi gengið í
fjelag ungra Framsóknar-
manna hjer í bænum að und-
anförnu. í langri grein er rit-
stjóri síðu þeirra skrifar í
Tímann 11. þ. m. kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að
straumur æskunnar liggi til
Framsóknarflokksins ög dreg
ur þá álýktun af því, að á
þessum vetri hafi 65 nýir fje-
lagar gengið í fjelag ungra
Framsóknarmanna hjer í
bænum. Ungir Framsóknar-
menn virðast vera því óvanir
að nýir fjelagar bætist í
þeirra hóp og er því ef til vill
ekkert undarlegt þó að slíkt
hafi undarleg áhrif á þá, en
teljast verður það hæpin á-
lyktun hjá þessum unga
manni að fullyrða að hugur
æskunnar, almennt, hneygist
til Framsóknarflokksins af
því að 65 nýir fjelagar hafa
bæst í þeifra hóp á þessum
vetri. Til samanburðar skal
bent á það, að i Heimdall, fje-
lag ungra Sjálfstæðismanna,
hafa frá áramótum gengið
full tvö hundruð nýrra fje-
laga. Af þessu sjest raunveru
lega hvert straumur æskunn-
ar liggur. Hann liggur ekki til
Framsóknarflokksins, heldur
til Sjálfstæðisflokksins.
Annars kemur þessi ungi
maður víða við í þessari grein
sinni, sem er full af brigslyrð
um og órökstuddum ásökun-
um í garð Sjálfstæðisflokks-
ins. — Aðalinnihald grémai-
lians er það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sje ekkert annað
en flokkur braskara og okr-
ara og að lýðræðishugmynd
Sjálfstæðismanna sje fólgin í
skipulagssnauðu kapphlaupi
eftir lífsgæðum. Eftir skrif-
um þessa manns að dæma
mætti ætla að Sjálfst.m. eða
fyrir það fyrsta leiðtogar
þeirra, sjeu hinir mestu mis-
indismenn eða jafnvel óvalin
glæpalýður, sem til alls sje
trúandi. Þannig dæmir hann
nær helming þjóðarinnar,
sem nú styður Sjálfstæðis-
flokkinn að málum.
Eins og kunnugt er, þá hef-
ur það verið og er grundvalla-
stefna Sjálfstæðisflokksins,
að vinna að víðsýnni og þjóð-
legri umbótastefnu í landsmál
um á grundvelli einstaklings-
frelsis og atvinnufrelsis með
hagsmuni allra sjetta fyrir
augum. Sjálfstæðisflokkux-inn
vill láta einstaklingana fá að
njóta frjálsræðis vegna þeirra
algildu og óumdeilanlegu sann
inda, að eftir því sem hver
einstaklingur er frjálsari og
stæltari, þeim mun meiri verð
I ur máttur heildarinnar, en
| þetta virðist með öllu vera
hulið greinarhöfindinum. —
Annars væri nauðsynlegt fyr
ir þennan unga mann og skoð
anabræður hans að kynna
sjer hver hafi verið og sje
stefna þess flokks, sem þeir
fylla, áður en þeir fara að
deila liarkalega á stefnu ann-
arra flokka, sqíii þeir gera
sjer ekki grein fyrir. — Það
virðist eins og þessi ungi mað
ur haldi að það hafi verið
Framsóknarflokkurinn sem
stofnaði og skipulagði sam-
vinnufjelögin, enda hafa
Framsóknarmenn látið það
oft í veðri vaka. Sannleikur-
inn er sá, að bændur höfðu
stofnað og skipulagt þennan
fjelagsskap löngu áður en að
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður. Þessi samtök voru
ópólitísk hagsmunasamtök
manna, stofnuð í þeim til-
gangi að gera sem hagstæð-
ust kaup til þess að geta selt
neytendunum vöruna sem ó-
dýrast.
Kaupfjelögunum varð mik-
ið ágengt í þessa átt og áttu
sinn stóra hlut að því að versl
unin komst í hendur lands-
manna sjálfra. Þessi fjelags-
samtök bænda gat Fram-
sókn ekki sjeð í friði. — Hóf
innan fjelaganna pólitískan
undirróður og náði þeim á sitt
vald. Síðan hafa samvinnu-
menn í öllum flokkum orðið
að borga þessum undirróðurs
mönnum skatt, þar sem flest
samvinnufjelögin hafa verið
rekin sem nokkurs konar
flokksfjelög Framsóknar
Þessir menn, er misnotað
hafa þannig liagsmunasamtök
bænda og látið þau að miklu
leyti halda uppi stjórnmála-
starfsemi sinni, halda því
fram, að þeir sjeu hinin einu
sonnu samvinnumenn! Sjálf-
stæðisflokkurinn er hlyutur
samvinnustefnunni, sem sjest
bést af því, að þeir hafa
stofnað og skipulagt sam-
vinnufjelög. En hann er á
móti því að stjórnmálaflokk-
ar geri samvinnufjelögin að
fjeþúfu sinni og hindri jafn-
rjetti innan þeirra.
Framsóknarflokkurinn hóf
því starfsemi sína með því að
skríða inn 1 samvinnufjelög-
in. Gera þau pólitísk og
skreyta sig svo með stefnu
samvinnufjelaganna. Svipaðri
aðferð beittu þeir líka við img
mennafjelögin á sínum tíma.
Þetta er hin frumlega og
frjálslynda stefna Framsókn-
arflokksins, sem greinarhöf-
undur skrifar svo skarplega
um og segir, að allir æsku-
menn hljóti að fylgja! Hon-
um er ekkert klígjugjarnt
þessum ritstjóra ungra Fraiu
sóknarmanna. Og er þess
vegna líklegur til mannvirð-
inga í liði Hermanns glímu-
kappa.
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur einn allra flokka haldið
vörð um grundvallarhugsjón-
ir lýðræðisins, um persónu-
legt frelsi einstaklinganna og
jafnrjetti og barist fyrir full-
nægjandi framkvæmd þeirra
í fjelagsmálum þjóðarinnar.
Æskan hefur kunnað að meta
þá einörðu stefnu er Sjálf-
stæðisflokkui’inn hefur fylgt
og f.ylkt sjer undir merki
hans, þ.viíað hún hefur fund-
ið að stefn'a hans er í fylstu
samræmi við hugsanir henn-
ar. -‘■a.