Morgunblaðið - 19.04.1947, Side 16

Morgunblaðið - 19.04.1947, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: KVENNASÍÐAN er a bls. 6. SUDAUSTAN KALDI eða stinningskaldi. — - Skúrir. Mikið gos í Heklu í gærdag MIKLA GOSMEKKI lagði í allan gærdag upp frá Heklu og taldi fólk að Fellsmúla og Ásólfsstöðum, að þar hefði verið mikið gos. Frameftir degi í gær voru drunur ekki tiltakanlega mikl ar frá fjallinu, en-er líða fór á kvöldið fóru þær vaxandi og í gærkvöldi voru þær orðn ar mjög miklar. Loftþrýsting urinn var svo mikill að hús- munir og annað lauslegt svift ist til. Lítilsháttar öskufalls hef- ur orðið vart bæði við Fells- múla og í Þjórsárdal. Þar eyrstra er nú snjór yfir öllu og hefur hann gránað mjög vegna öskufallsins. Mikið öskufall hefur verið við Heklu sjálfa. Bæði frá Fellsmúla og Ásólfsstöðum sjást eldar greinilega á kvöldin. Umræðum um breska fjárlaga- frumvarpið lokið London í gær. UMRÆÐUM um bresku fjár lögin lauk í neðri málstofunni í gær með ræðu, sem Hugh Dalton fjármálaráðherra flutti. Aður en Dalton flutti ræðu sína, hafði einn af þingmönn- um Ihaldsmanna haldið því fram, að áður en fjárlagafrum- varpið hefði verið lagt fram, hafi einhverjir fjármálamenn verið búnir að fá nasasjón af því, hvað í því mundi felast. en þetta hefði haft það í för með sjer; að þeir hefðu getað keypt og selt ýms hlutabrjef í gróðaskyni. Dalton sagði í ræðu sinni, að han'n mundi láta rannsaka málið. Fjármálaráðherra vjek einn ig nokkuð að tóbakshækkun- inni. Sagði hann, að enda þótt hækkunin hefði sætt mikilli gagnrýni, hefði annað ekki ver ið hægt að gera en að auka verð á tóbaki. Væri nauðsyn- legt að reyna að draga úr tó- baksnotkun í Bretlandi, en ekkert ráð fundist betra en hækkunin. Skömtun, sagði Dalton loks, hefði ekki verið talin heppileg. — Reuter. Á fveim iímum frá London lil Sví- þjóðar liondon í gærkvöldi BRESK De Haviland flug- vjel flaug í dag frá London til Svíþjóðar á tæpum tveim klukkustundum. Er þetta or ustu flugvjel, en vegalengdin sem hún flaug, er um 850 mílur. De Haviland vjel þessi er eih af mörgum, sem sænski flugherinn hefur pantað í Bretlandi. — Reuter. Laugardagur 19. apríl 1947 ÞESSA Ijósmynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins af sænsku sendiherrahjónunum, Otto Johanson og frú Göte — Brita Johanson, í skilnaðarhófi því er vinir þeirra hjeldu þeim í Oddfelíovv í fyrrakvöld. (Frásögn af hófinu er á 9. síðu hlaðsinsj. J Vöruskiftajöfnuðurinn í jan. til marz er óhag- stæður um 80 miljónir Togararnir kosla 14 miljónir. VÖRUSKIFTAJÖFNUÐURINN í marsmánuði var óhagstæður um 33,5 miljónir króna. Það sem af er þessu ári, er vöruskifta- jöfnuðurinn óhagstæður um 80 miljónir króna. Hagstofan skýrði Morgunblaðinu frá þessu í gær, og var þess getið að í þessari upphæð væri innifalið verð fjögurra togara, samtals 14 miljómr. í marsmánuði nam verðmæti innfluttrar vöru samtals 49 milj. en útfluttrar 15.5. Fyrstu þrjá mánuði ársins nemur verðmæti innflutningsins 117 milj., en útflutnings 37 milj. I fyrra var vöruskiftajöfn- uðurinn fyrir jan.—mars óhag- stæður um 23 milj. Innflutningurinn: Stærstu liðir innfluttrar vöru í mars var sem hjer segir: Korn vörur fyrir 1,4 milj. kr. Ávext- ir þurkaðir fyrir 1 milj., kaffi og kryddvörur fyrir 1,2 milj. Vjelar og áhöld fyrir 3,2 milj. og bílár fyrir 3,6 milj. Áburð- ur fyrir 2,9 og vefnaðarvara fyrir 1,8 milj. og fatnaður fyr- ir 1.5. Járn og stál, óunnið var flutt inn fyrir 2,3 milj. og járnvörur fyrir 2,5 miljón kr. og rafmagnsvörur fyrir sömu upphæð. í marsmánuði komu hingað tveir nýir togarar: Vörður og Hglgafell og 6 vjelskip tæpl. 100 smál. hvert. Útflutningurinn: Stærstu liðir í útflutnings- versluninni í mars voru: Ó- verkaður fiskur til Ítalíu, Bret- lands, írlands og Belgíu fyrir 5 milj. ísfiskur fyrir 4,2 milj. og freðfiskur fyrir 4,3 milj. kr. Viðskiftalöndin: Stærstu viðskiftalönd okkar í mánuðinum voru: Bretland með 4,9 milj., Ítalía 3,6, Frakkland 3 milj., Belgía með tæpar 2 milj., Noregur með 513 þús., Bandaríkin 375 þús. og Dan- mörk 314 þús. kr. Tjekkóslóvak ía með 493 þús., írland með 184 þús. og Palestína fyrir 104 þús. kr. Fiskaflinn í marz umlOOþússmá FISKAFLINN á öllu land- inu var 31. mars s.I. 100,146 smál. á móti 72,538 smál. á sama tíma í fyrra. Af þess- um afla voru nú 12,030 smái. síld, veidd á Kollafirði og í nánd við Reykjavík, og er það í fyrsta skifti, sem síld er veidd á þessum tíma árs. Útfluttur ísvarinn fiskur nam 15,856 smál., en 37,839 sml. á sama tíma í .fyrra Frystihúsin tóku til vinnslu 39,048 smál. en á sama tíma 1946 höfðu þau tekið til vinnslu 29,644 smál. Saltað var 33.066 smál. á móti 3,944 smál. á sama tíma 1946. Aflinn er allur miðaður við slægðan fisk með haus að undantekinni síldinni, sem er upp úr sjó. Kemst rekstur S. V. R. í viðunandi horf á næstunni? Margir nýir vagnar verða leknir í nolkun í sumar. JÓHANN ÓLAFSSON forstjóri Strætisvagnanna, skýrði blaðinu svo frá í viðtali í gær, að hann teldi miklar líkur til þoss, að örðugleikar þeir sem fyrirtækið hefur átt í að und- anförnu með vagna sína, verði yfirstignir í maílok. Þá munu allmargir nýjír vagnar hafa verið teknir í notkun. 2 nýir vagnar næstu daga. Forstjórinn skýrði ennfrem- ur svo frá, að nýlega hefði nýr vagn verið tekin í notkun. — Þetta er Austin bíll, 37 manna. Fyrst um sinn er hann hafður á Skerjafjarðarleiðinni, en þessi vagn væri bygður með það fyrir augum að honum veroi ekið á innanbæjarleið- um. — Verið er að vinna við tvo Studebaker bíla. Annar þeirra verður með amerísku húsi, úr stáli, en hinn með húsi smíðuðu hjer. Ekki hefur enn verið á- kveðið á hvaða leiðir þessir vagnar verði settir. En það má búast við að báðir verði teknir í notkun eftir viku til 10 daga. í maílok verða tilbúnír til viðbótar 3 aðrir vagnar, allt Studebaker. Tveir þeirra verða með húsum af eldri vögnum, sem þó eru í prýðilegu ásig- komulagi, en þriðji verður með nýju amerísku stálhúsi. Þessi innlendu hús kosta nú um 60.000.00. Amerísku húsin upp sett um 30.000.00. Þegar þessir vagnar eru komnir í umferð, ættu mestu örðugleikarnir að vera búnir, sagði forstjórinn. Strætisvagnar eiga nú 2 bíla grindur á leiðinni, auk þeirra, sftn að ofan getur. Yfir þær verður byggt í sumar eftir því sem þurfa þykir og hægt er. Bestu húsin af eldri vögnun- um verða sett yfir þessar nýju grindur, en einnig mun þurfa að smíða ný hús yfir sumar þeirra. Burðameiri vagnar. Jóhann Ólafsson sagði, að um næstu mánaðarmót væri von á 4 eða jafnvel 8 bílagrindum frá Ameríku. Grindur þessar eru frá White bílasmiðjunum og eru þær sjerstaklega bygðar fyrir stræt isvagna. Yfir þessa vagna verð ur bygt hjer heima. Jóhann gerði sjer miklar von ir um þessa vagna. Hann kvað þá vera hentugri sem strætis- vagnar en Mack vagnarnir, sem fyrirtækið keypti fyrir nokkrum árum frá Ameríku. White hefði það t. d. fram yfir Mack og aðra vagna sem Strætisvagnar eiga nú, að miklu þægilegra er að komast upp í þá og út úr þeim. Strætisvagna hafa átt í mikl um erfiðleikum með rekstur Mack vagrianna. Varastykki íil þeirra voru pöntuð 1945—46, en verksm. hefur ekki getað aigreitt nema mjög lítinn hluta þeirra til þessa. En þetta hefur haft það í för með sjer, að a£ þeim 4 Mack-vögnum eru nú 3 í lagi. — Og enn er ekki vitað hvenær þessir varahlutir; koma til lahdsins. Ófæri að Næfur- holti SKRIFSTOFA vegamála- stjóra tilkynnti í gær- kvöldi, að vegna ófærðar á vegunum frá Gunnarsholti að Næfurholti og frá Gunnars- holti að Stóra Hofi, hefði þeim verið lokað. Óhemju umferð hefur ver- ið um veginn frá Gunnars- holti að Næfurholti síðan að Heklugosið byrjaði og hefur vegurinn spillst svo, að hann er nú alófær bílum. Danssýningin vakti mikla athygli NEMENDUR í barna og unglingadeildum Dansskóla Rigmor Hanson sýndu í gær- kvöldi í Nýja Bíó list- og sam kvæmisdansa. Húsið var þjett skipað áhorfendum, sem: ljetu óspart ánægju sína í ljós. Undirleik fyrir dansin-i um Ijeku þeir Carl Billich og Björn R. Einarsson og vakti leikur þeirra mikla hrifningu Þeir ljeku ljett lög á milli atriða. Mesta athygli á sýningunní vakti dans 5 og 6 ára barna. En danssýningin í heild þóttil takast prýðilega. E + G | Umsækjendur um fsrjú preslaköll UMSÓKNARFRESTUR um; þrjú laus prestaköll var út- runninn 15. þ.m. Umsóknir bárust frá eftirtöldum prest um: Um Eydalaprestakall í Suð ur - Múlasýsluprófastsdæmi! sækir s.r. Kristinn Hóseasson nú settur prestur að Rafns- eyri. Um Mælifell í Skagafjarð- arprófastsdæmi sækir sr« Bjartmar Kristjánsson, senf er þar settur prestur. Um Grímseyjarprestakall sækir sr. Robert Jack, serri er settur prestur að Eydölunj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.