Morgunblaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAble Sunnudagur 27. apríl 1947 "rrp' ’ Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utan-lands. f lausasAlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ástandið í alþjóðamálum RÁÐSTEFNU utanríkisráðherra gtóveldanna í Moskva er lokið eftir hartnær sjö vikna sleitulausar umræður. Ráðamenn Rússa hafa haldið fulltrúum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands góða skilnaðarveislu í Kreml og óskað þeim góðrar feiúar heim til sín. En árangur þessarar ráðstefnu virðist ekki hafa orðið mikill. Um framtíð Þýskalands náðist ekkert samkomu- lag. Fullkomin óvissa ríkir ennþá um, hvernig málum þess skuli skipað. Bandaríkjamenn og Bretar hafa lagt til að því yrði stjórnað sem einni efnahagslegri heild, en Frakkar og Rússar standa gegn því. Um stríðsskaðabætur Þjóðverja hefir heldun ekki náðst neitt samkomulag. — Hefir upphæð þeirra valdið miklum deilum meðal sig- urvegaranná. Um friðarsamningana við Austurríki náðist heldur ekki endanlegt samkomulag á Moskvafundinum. Var að lokum rætt um að skjóta umræðum um þá til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna ef að utanríkisráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um þá áður en það kemur saman. Síðasta verk ráðherranna var að ákveða að hittast aft- ur í London í haust og ræða þessi mál og fleiri þar áfram. Segja má að ekki hafi miklar vonir staðið til þessarar nýloknu ráðstefnu. En úrslit hennar hljóta engu að síður að skapa vonbrigði meðal allra þeirra þjóða, sem þrá öryggi og jafnvægi í alþjóðamálum. Hún hefir ekki 'borið svip þeirrar einingar, sem ríkti meðal þeirra þjóða á styrjaldarárunum, er þátt tóku í henni. Milli þeirra hafa nú staðið hatramar deilur. ★ Hver er orsök þessa ástands í alþjóðamálum, spyr al- menningur um víða veröld? Máltækið segir að vísu að sjaldan valdi einn þegar tveir deila. En meginorsökin fær samt ekki dulist. Hún er tví- mælalaust afstaða Rússa. Sovjetstjórnin rússneska hefir tekið upp harðsnúna landvinningastefnu. Það sýna að- gerðir hennar í Eystrasaltslöndunum, Póllandi og víðar. Á snið við þá staðreynd verður ekki gengið. — Beiting Rússa á neitunarvaldinu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- emna, hlýtur einnig að leiða til aukinnar tortryggni gagn- vart utanríkisstefnu þeirra. Þegar við þetta bætist að rússneska stjórnin stendur í nánu sambandi við kommúnistaflokkana um allan heim þarf engan að undra þótt trúin á yfirlýstan vilja hennar til þess að vinna á lýðræðisgrundvelli að sköpun friðar og undirferilslausrar samvinnu í alþjóðamálum, fari held- ur rjenandi. Afleiðingar þessarar stefnu Rússa verða með hverjum deginum augljósari. Tillögur Trumans Bandaríkjaforseta um hjálp til handa nágrönnum þeirra, Tyrkjum og Grikkj um, sýna hvert stefnir. Svo mikið þótti Marshall, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna við liggja að hann sendi skeyti frá Moskva til þings síns, þar sem hann óskaði sem skjótastrar samþyktar þeirra. ★ Almenningur allra þjóða heims harmar þessa þróun heimsstjórnmálanna. Hún er ekki það, sem hið friðvana mannkyn gerði sjer vonir um að koma mundi er annari heimsstyrjöldinni væri lokið. Til þess var áreiðanlega ekki barist við nasismann í Þýskalandi, Ítalíu og Japan, að heiminum skyldi jafnskjótt og þeim átökum væri lokið skift á ný í tvær fjandsamlegar ríkjasamsteypur. En að því virðist nú stefna hröðum skrefum. En ennþá er þó tími til þess að vona að úr rætist þeirri flækju, sem alþjóðastjórnmál eru í í dag. Hugsjón Sam- einuðu þjóðanna á djúpar rætur meðal allra þóða. Á framkvæmd hennar eru bygðar miklar vonir. Þær vonir mega ekki bresta. 'Udwerji óhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Auglýsing veldur hneykslun. FRIR nokkrum dögum aug- lýsti einhver eftir 3—5 her- bergja íbúð og bauð í staðinn að útvega nýja ávexti. Þessi auglýsing hefir hneykslað mar"a, ef dæma má af þeim bjefum, sem Daglega lífinu hafa borist um hana. Hvernig stendur á því, spyrja menn, að einhver einstakling- ur hefir aðstöðu til ^að bjóða nýja ávexti. á meðan þessi vara fæst ekki, frekar en gló- andi gull. Eru það einhverjir útvaldir, sem geta flutt inn og haft á boðstólum þessa nauð- synjavöru, sem allur þorri manna verður þó að neita sjer og börnum sínum um? Og það er <>-ki nema von að menn, spyrji. — Þetta var einkar klarJÞ.leg auglýsing, en verra er þó, ef það er svo, að „menn með rjett sambönd“ vaða í nýj um ávöxtum, sem þeir bjóða á svörtum markaði, eða í skift um fyrir önnur hlunnindi. • Alt er reynt. ÞAÐ ER ekki nema eðlilegt og mannlegt, að húsnæðislaust fólk reyni alt, sem því dettur í hug til þess að vekja afhygli þein^i er kynnu að hafa íbúð- ir til leigu. En það eru tak- mörk fyrir því hvað menn rnegs leyfa sjer í þessu sam- bandi. Ávaxtaauglýsingin er svo .sem ekki sú eina auglýs- ing af því tagi, sem hneykslað hefir menn. — Það er t. d. ekki beint viðkunanlegt að lesa auglýsingar um að menn geti útvegað stúlku til heim- ilisverka, gegn því að fá pen- ingalán. En menn reyna þetta í vand- * FYRIR nokkrum vikum síð- an lýsti rússneskum embættis- maður í Berlín stefnu stjórn- ar sinnar í málum þýskra stríðs fanga á eftirfarandi hátt: „Eftir fjögur eða fimm ár í Rússlandi, og eftir að hafa um- gengist rússneskt kvenfólk, munu flestir þýskik stríðsfang ar ekki kæra sig um að fara heim. Þeir munu gifta sig og setjast að í Rússlandi. Vissu- lega höfum við meir en 890.Ö00 Þjóðverja. en við þörfnumst þeirra meir en Þýskaland. Nú hafg Frakkar komið fram með tillögu um það, að leyfa Þjóð- verium að flytjast úr landi. Við segjum: Þeir fluttust til Rúss- lands á árunum 1941—44. Lát- um þá halda áfram að dveljast hjerna“. 4.000.000 stríðsfanga. Marshall utanríkisráðherra, vill nú að mál þýskra stríðs- fanga verði tekið upp að nýju. I höndunum hefir hann skýrslu, þar sem áætlað er, að Rússar hafi í styrjöldinni tekið um 4.000.000 Þjóðverja til fanga. Molptov hefur haldið því fram, að 1.003.924 hafi verið sendir til heimalands síns og að 890. 532 dveljist enn í Rússlandi. Eftir er þá að skýra. frá örlög- um 2ja miljóna. Hvar eru þeir og hvað eru þeir að gera? Margir hinna tveggja milj- óna kunna að vera dauðir. í herstjórnartilkynningum Rússa ræðum sínum, og við hin, sem [ ekki eigum í erfiðleikum í það skiftið, gerum grín að öllu sam an, eða hneykslumst. • Slysavarnafjelag- inu þakkað. KENNARI sendir eftirfar- andi línur um starfsemi Slysa- varnafjelagsins: „í pistlum yðar s.l. þriðju- dag, farið þjer lofsamlegum orðum um fræðslustarfsemi Slysavarnafjelagsins í umferða málunum, en bætið jafnframt við, að vegna þess að það starf hafi ekki borið tilætlaðan ár- angur, verði að gera meira í þessi;m málum. Sannarlega verður að gera alt, sem hægt er, til þess að aftra slysunum, en það er til of mikils ætlast, að mínu áliti, að slík fræðslu- starfsemi geti kipt öllu í lag á einu ári. Sanleikurinn er sá, að ipnferðaáminningar Slysa- Varnafjelagsins í útvarpinu, viðvörunarmyndir í blöðunum, fræðslufundir með bílstjórum og ekki hvað síst umferða- kenslan í skólunum, sem jeg kyntist í vetur, gerir ómetan- legt gagn, og almenningur er fjelaginu þakklátur fyrir þessa fræðslu. Hitt er annað mál, að jafnframt þessu verður að gera meira eins og Víkverji segir, einkum frá hendi þeirra. sem framkvæmdavaldið hafa“. • t Ýmsar áhyggjur. ÞAÐ STEÐJA ýmsar áhyggj- ur að mönnum þessa dagana. Brjefin, sem jeg fæ hingað og þangað að bera þetta með sjer. Sumir kvarta yfir því að sorp- hreinsun skuli þurfa áð fara fram að næturlagl og sorp- hreinsunarmenn vekji fólk upp af værum svefni. En það er svo misjafnt hvernig fólkið er gert. Margir vilja heldur láta hreinsa sorp að nóttunni, held- ur en að fá ösku- og rykgusurn ar framan í sig að deginum til. Ölxfruð kona kvartar yfir ökuníðing á Hringbrautinni, en sá fantur virðist hafa leik- ið sjer að því að aka með mikl um hraða fast upp að konunni á götunni, þótt nóg rúm væri fyrir bílinn. Fleiri geta sagt slíkar sögur, en það er hætt við að það batni ekki neitt fyr en lögreglan er orðin það mann- mörg. að iögregluþjýnn er á hverju strái og sektar misk- unnarlaust þá, sem af sjer brjóta. j • Kenslubílarnir á götunum. ÞAÐ fer að líða að því að hver og einn einasti maður í bænum kunni að aka bíl, eða varla getur annað verið ef dæma á eftir öllum þeim fjölda kenslubifreiða, sem tefja og gera umferðina á götunum hættulega. Undarlegt að þurfa að velja mestu umferðagötur bæjarins fyrir kenslugötur fyr ir byrjendur. Og grunur leik- ur á, að jafnvel þeir, sem telj- ast eiga fulllærðir bílstjórar sjeu ekki færir um að aka í piestu umferðinni, jafnvel þótt þeir hafi skínandi nýtt ökuskír teini upp á vasann. En þeir vita nú samt lengra en nef þeirra nær. Hvernig var það ekki með bílstjóraefnið, sem var að taka próf og prófdómarinn spurði hann hvaðan bensínið kæmi. Bílstjóraefnið unga svaraði: „Frá Ameríku!“ MEÐAL ANNARA ORÐA Hvað ætlasi Rússar til með þýsku stríðsfangana! var enginn greinarmunur gerð ur á særðum og ósærðum stríðs föngum. Verið getur að margir Þjóð- verjanna hafi verið skráðir sem verkamenn, en ekki stríðsfang- ar. Fregnir hafa borist af því, að stríðsföngum hafi verið boð- ið að velja um tvent: að halda áfram fangavist sinni eða á- vinna sjer frelsi Og aukinn mat vælaskamt með því að undir- rita samninga um að vinna sem ,,borgarar“ að endurreisn Rúss lands. Not stríðsfanga. Ýmsir.óttast, að svo geti far ið, að stríðsfangar Rússa verði notáðir til að auka samvinnu Rússa og Þjóðverja. Slík sam- vinna er þegar. til. Hún komst á í styrjöldinni, þegar þýskir korr.múnistar og háttsettir liðs foringjar voru látnir mynda fjelagsskap, sem pefndi sig „Samtök frjáls Þýskalands“. Samtökin beittu sjer fyrir því að skora á þýska hermenn að gefast upp fyrir Rússum. Leiðtogar samtaka þessara, Fri<>jrich Paulus marskálkur og Walter von Seydlitz hershöfð ingi, sem báðir voru fangaðir við Stalingrad, búa nú í nám- unda við Moskva. Fregnir herma, að báðir flytji fyrir- lestra um hernaðartækni á skólum ungra liðsforingja. Um 6000 aðrir þýskir liðsforingj- ar e*u í haldi í námunda við bústf«ð þýsku leiðtoganna. Með al þeirra eru 60 hershöfðingj- ar. — Til viðbótar við þetta herma freg_nir, að fyrsta flokks þýsk- ir flugmenn þjálfi nú rúss- neska starfsbræður sína. Þeir, sem heim konia. Um 100 liðsforingjar, sem verið hafa fjelagar í samtökum Þjóðverja í Rússlandi, hafa snú ið aftur til Þýskalands. Þeír eiga að heita að vera komnir úr hernum, en sumir þeirra eru jafnvel í rússneskum feinkenn- isbúningum. Paul Karkgraf, en hann er nákunugur þeim Paul us og Seydlitz, var gerður að lögreglustjóra í Berlín; aðrir gegna ýmsum embættum á rússneska hernámssvæðinu. — Jafnvel óbreyttir hermenn geta verið gagnlegir, eftir að þeim hefur verið slept úr fangabúð- um í Rússiandi. Bandarískir liðsforingjar segja, að hundruð þeirar, sem snúið hafi til vest- lægu- hernámssvæðanna, starfi sem njósnarar fyrir Rússa. — Ungverjaland Framh. af bls. 1 Verður sjálfsagt samþykt. Frjettamenn telja yfirleitt, að lítill vafi sje á, að upptöku- beiðni Ungverjalands verði samþykt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.