Morgunblaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. apríl 1947 Á HEIMILI ANNARAR éJj'tir YYji^non q. a erhart 44. dagur Myra mælti lágt: „Þú mýrt- ir Mildred. Þú myrtir Jack. Þú myrtir þau bæði'1. Alice reis á fætur og lagði kveikjarann frá sjer á borðið. Svo rjetti hún úr sjer og sveip- aði um sig kjólnum. Myru lang aði mest til þess að flýja, en hún gat ekki hreyft sig og hjelt sjer aðeins dauðahaldi í stól- bakið. Alice sagði: „Grunur minn var þá rjettur. Þú njósnaðir um mig og ætlaðir að svíkjast að mjer“. Röddin var hryss- ingsleg og ófögur. Mvra tók enn fastara taki á stólnum. Hún varð að mæta henni. Hún mátti ekki láta bug ast af grimdarlegu látbragði Alice. En Alice veittist ekki að henni, eins og hún hafði hálf- gert búist við. Alice hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo: „Hvað heyrðir þú Myra? Segðu mjer það“. Hún hafði ekkert heyrt, ekk ert nema svolítinn smell og þrusk. Þó vissi hún vel hvað gerst hafði. Hún vissi það eins vel eins og hún hefði horft á það. Það var eins og hún sæi mynd af því í huga sjer. Og svo Jeysti hún frá skjóðunni og sagði upp söguna eins og hún var, eða eins og hún hlaut að vera: „Mildred vissi það að þú hafðir myrt Jack. Hún vissi það þegar hún sá hálsmenið hjá þjer. Hún tók það af þjer — það var í töskunni hennar. Webb þekti það. Þú fjekst hana til að skrifa yfirlýsinguna og sagðist ætla að undirrita hana. Þú hafðir byssuna-----“ Nú veitti henni betur, það fann hún. Eldurinn hvarf úr augum Alice og þau urðu sljó. Myr.a gekk á, lagið: ,,Þú hafðir byssuna. Og þeg ar Mildred var komin svo langt að það sem við bættist gat ekki átt við hana, þá greipstu til byss^nnar og ætlaðir að skjóta hana og segja síðan að hún hefðl drýgt sjálfsmorð. En bysr.an brást því að hún var óhlaðin. Þá var eitrið eftir. Hún hafði fært þjer það. Og þú------“ Myndin af atburðunum varð skýrari í huga hennar. Það var eins og skæru ljósi væri varp- að yfir það sem gerst hafði. „Þú greipst eitrið og tróðst því upp í hana. Það var nóg að það hjeldist uppi í henni eina eða tvær sekúndur. En þegar þú sást mig þá ljestu svo sem þú værir að reyna að aftra henni-----“. Það komu líkt og krampa- drætt.ir í andlit Alice og hún sagði eins og við sjálfa sig: „Þetta bölvaða hálsmen“. Þetta hafði verið hálsmen af gamalli gerð, gripur, sem Alice mundi aldrei hafa komið til hugar að kaupa handa sjálfri sjer. Það var bara gripur sem görv-'l kerling gat gefið frænda sínum. Og Webb hafði þekt það. Alice horfði á Myru um | stund. Svo gekk hún eins og í, leið.'Jii kring um borðið og að, bókaskápnum. Hún horfði um I öxl til Myru en hjelt áfram og tautaði: „Hana hefði aldrei grunað að jeg hefði skotið hann. ef hún hefði eklci sjeð hálsmenið hjá mjer. Hann hafði sagt henni frá bví að hann hefði gefið það koni^, sem hann vildi losna við til þess að geta gifst henni — Mildred. En hann ætlaði sjer alls ekki að giftast henni. Samt þorði hann að sletta því í mig. Hann stóð þarna fyrir fram- an arininn og hló, en langaði þó mest til þess að komast á burt,, Jeg tryltist — það er satt. Það var ekki eftir hans skapi. Hann hefði viljað að jeg hefði barmað mjer og grátbænt hann. En það var ekki eftir mjer. Við vorum hvort sem annað“. Hún ráfaði fram og aftur um gólfið eins og hún vissi hvorki hvað hún gerði nje sagði. Og enn mælti hún: „Svo skaut jeg hann. Hann sá byss- una og hló. Hann trúði því ekki að mjer væri alvara. Hann þótt ist alveg öruggur“. Það kom kaldhæðniskeimur í rödd henn ar V'3ar hún sagði þetta. Hún krosslagði hendurnar á brjóst- inu og hreytti úr sjer: „Hann sagðist heldur vilja Mildred. Hann sagði það beint upp í op- ið ginið á mjer — mjer, sem er svo fögur“. Það var engu líkar en að hún næði sjer aftur þegar hún mint ist á fegurð sína. Hún horfði beint framan í, Myru og rjetti úr sjer. Svo sagði hún hik- laust: , „Mildred hló líka þegar byss an brást. Eitrið lá á borðinu. Hún hafði keypt það handa mjer. ef svo skyldi fara að jeg yrið dæmd til dauða. Jeg bað hana sjálf um að gera það. Er það ekki einkennilegt? Hún trúði því ekki að jeg hefði skot ið hann fyr en hún sá hálsmen ið. Þá bar hún það upp á mig. Hún grjet og fór svo. Jeg hjelt að ekki myndi verða meira úr þessu. Hún var ákaflega orðvör -og fvrirleit alt umtal. Ástamál- um sínum við Jack hjelt hún alveg leyndum. — Þess vegna hjelt, jeg að hún myndi ekki gera meira úr þessu. En svo kom hún í nótt og kallaði á mig niður. Jeg hafði byssuna með rnjer, falda hjerna í ermi minni. Hún tók ekkert eftir því af því að hún var alveg grun- laus. Hún sagði að jeg yrði að skrifa yfirlýsingu um það að jeg hefði myrt Jack og síðan skyldi jeg taka inn eitrið. Og hún grjet út af því hvernig komið væri fyrir mjer. Jeg Ijest fallast á þetta. Jeg sagðist skyldi bæta fyrir syndir mín- ar“. Hún þagnaði um stund og horfði grunsamlega á Myru. Svo mælti hún enn borgin- mannlega: „Þú veist það að jeg er gáfuð. Allir hafa sagt það. Jeg er mjög fljót að hugsa. Hún var „að skrifa játninguna — jeg hallaðist aftur á bak í stól og horfði á hana. Jeg sagði henni hvað hún skyldi skrifa — en seinast rak mig í vörð- urnar. Jeg greip þá byssuna — jeg ætlaði seinna að setja finga för h°nnar á hana. En byssan var óhlaðin. Jeg smelti af — ekkert skot og þá hló Mildred. Eitu.rtaflan lá á borðinu. Jeg greip hana og tróð henni upp | í Mildred og greip svo fyrir , munninn á henni. Hún reyndi : að verjast og við hrösuðum báð ( ar á hurðina". Nú þagnaði hún j um í,tund og virti Myru fyrir sjen Síðan mætli hún í lægri tón: „Þá varst þú þar. Jeg þótt ist vita að það væri hægt að hafa þig góða. Jeg bauð því undir eins það sem þú girnt- ist helst. Jeg bauð að gefa Ric- hard eftir. En jeg er hætt við það. Og jeg ætla ekki að láta setja mig í fangelsi aftur, hvorki fyrir morð Jacks nje fyr ir að hafa drepið Mildred“. Þarna talaði önnur Alice en Myra hafði þekt. Þessi Alice var hræðileg ásýndum. Svona hefir hún verið-útlits þegar hún skaut Jack. Svona hefir hún verið þegar hún drap Mildred. „Alice“, sagði Myra bæði hrædd og hikandi. „Þú þurftir ekki að drepa Mildred“. „Mildred vissi það að jeg drap Jack. Hún bar það upp á 'mig. Hún sá hálsmenið og hún sagði að nú mundi jeg ekki sleppa við líflátsdóm". „Þú hefir ekki skilið lögin. Þú hafðir verið ákærð og sýkn- uð. Þess vegna var ekki hægt að taka morðmál Jack aftur upp gegn þjer“. Nú varð löng þögn. Að lok- um hvíslaði Alice: „Eru lög- in þannig?“ „Já“. „Vissir þú um það?“ ,,Já“. „Enginn sagði mjer frá þessu. Ertu alveg viss um að þetta sje rjett? Hver sagði þjer það?“ ,,Ríkisstjórinn“. „Gat þá enginn, ekki einu sinni Mildred, tekið upp aftur ákæruna gegn mjer“. „Það hefði verið þýðingar- laust. Það var alveg sama hvað Mildred hjelt og hvað hún hefði sagt„ Það var því óþarfi að Jrepa hana. Þú varst alveg örugg þótt hún hefði verið á lífi“. „Örugg“, endurtók Alice. „Jeg er jafn örugg enn“. Hún hentist sem kólfi væri skotið fram í anddyrið og að handriðssúlunni. Hún kipti upp húninum. í sama bili kom Myra í dyrnar. „Byssan er ekki þarna“, sagði hún. ! En Aliðe dró byssuna upp úr ' leynihólfinu. Svo sneri hún sjer \ við og beindi henni að Myru. j Svona trylt hefir hún verið þegar hún skaut Jack, hugsaði Myra. - Svona var hún þegar | hún rjeðist á Mildred. Og nú ætlac hún að drepa mig. | „Það er best fyrir þig að fara inn í lesstofuna aftur“, sagði Alice. „Helst út á veröndina, út úr húsinu“. Myra hlýddi ósjálfrátt. Hún gekk inn í lesstofuna og að stól Richards og hafði hann eins og skjöld fyrir sjer. Það glóði á byssuhlaupið í hönd Alice. Myra sagði: „Byssan er ekki hlaðin“. „Ójú, hún er hlaðin“, sagði Alice. „Jeg hlóð hana sjálf“. „Jeg trúi þjer ekki. Þú reyndir að skjóta Mildred með henni----------“ Æfintýrið um IVIóða Hanga Éftir BEAU BLACKHAM. j 18 Lestarstjórinn lyfti kistunni niður og vörðurinn bar hana spölkorn frá lestinni, meðan lestarstjórinn bar rommtunnuna fram á vagnsbrúnina og beið þess að vörðurinn tæki á móti henni. Surtur sjóræningi stóð við hliðina á Manga og fylgdist með vinnu varðarins — og þá datt Manga gott ráð í hug. Hann hristi sig eins hratt og hann mögulega gat, en þetta hafði það í för með sjer, að lestarstjórinn missti takið af tunnunni og hún steypt- ist fram af vagninum og . . . . beint ofan á höfuðið á sjó- ræningjanum! Áður en Surtur gæti jafnað sig eftir höggið, hafði lest- arvörðurinn, sem hafði fullan hug á að hefna sín fyrir atburðinn við tjörnina, þrifið beltið af sjóræningjanum, bundið hann með því og náð af honum marghleypunum. Surtur var alveg ósjálfbjarga, og meðan farþegarnir ráku upp hvert fagnaðarópið á fætur öðru, fleygðu þeir honum inn í farangursvagninn. Og er hjer var komið, komst lestarstjórinn að því, að í einum vagninum voru nokkrir pokar af kolum, svo að Mangi gat lagt af stað til baka þá leið, sem hann hafði komið. Á leiðinni mættu þeir sjóliðunum og afhentu þeim Surt, fjársjóðinn og tunnuna. Svo þannig var það þá, að Móði Mangi handsamaði Surt sjóræningja. Móði Mangi og hringekjan. Venjulega flutti Móði Mangi ósköp venjulegt fólk og farangur milli staða. En einn morgun varð hann fullur Geymdi aðra. Það var uppi fótur og fit í fjölskyldunni. Frúin hafði eignast tvíbura. Faðirinn var mjög stoltur og sagði við son sinn: „Ef þú segir kenslukon- unni frá því, að þú hafir eign- ast tvær systur í dag, er jeg viss _um að hún gefur þjer frí á morgun“. Seinna um daginn, þegar sonurinn kemur heim úr skól- anum, segir hann, að hann hafi fengið frí daginn eftir. „Það er prýðilegt“, sagði fað irinn, „sagðirðu henni ekki frá því, að þú hefðir eignast tvær systur?“ „Nei“, svaraði drengurinn. „jeg sagði henni bara, að jeg hefði eignast eina, hina ætla jeg að geyma þangað til í hinni vikunni“. ★ Ódýr „svartur“ markaður. Fyrir nokkru síðan var hægt að fá flesk í Finnlandi á svört- um markaði fyrir 250 mörk kílóið, en á frjálsum ^ínarkaði var það selt á 300 mörk. Þær tryggu eru bestar. Hjúskaparskrifstofa í Lond- on upplýsir, að eftirspurnin eftir fögrum og glæsilegum konum fari nú mjög minkandi. Nú óski Englendingar helst eft ir tryggum konum, en auðvit- að verði þær að líta vel út. Aft ur á móti er eftirspurnin eftir ameriskum mönnum mjög mik il meðal breskra kvenna. Þykja þeir frjálsmannlegri í allri framgöngu og yfirleitt betur klæddir en Bretar. Óþekt Rossini-lag. I Ítalíu hefir verið tilkynt, að í Forli hafi fundist lag eftir Rossini, sem hingað til hefir verið óþekt. Handritið er fimm blöð með nótum og teksta. Það er ritað með hans eigin hönd og er dagsett 1821. ! % hæstarjettarlögmaður Aðalstræti 9, sími 1875. oriacLuá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.